Dagur - 13.08.1994, Blaðsíða 9

Dagur - 13.08.1994, Blaðsíða 9
Laugardagur 13. ágúst 1994 - DAGUR - 9 Kári Kristjánsson, landvöröur. Myndir: IM Herdubreiðarlindir: Engínn fullur í fínunár - segir Kári Kristjánsson, landvördur Hcrðubreiðarlindir. I>ar hefur verið hlýtt í sumar. „Það er búin að vera sól og blíða í nokkra daga og hitinn fór upp í 23 gráður, en hann mældist 24 gráður fyrr í sumar. Þetta er venjulegt sumar eins og þau voru á árunum ’89 til ’91, mikill hiti en ekki nein úrkoma,“ sagði Kári Kristjánsson, landvöróur í Herðubreióarlindum, á þriðjudaginn. Kári hefur starfað sem land- vöróur í Herðuubreiðarlindum frá því sumarið ’89. Honum finnst fleiri á ferð í júlí í surnar en áður, þó ekki sé búið aó taka saman töl- ur því til staðfcstingar. 6000 gistinætur. „Venjulega eru hér um 6000 gisti- nætur yfir sumarið og 2000 af því eru Islendingar. Skálinn rúmar 30 manns með góöu móti, en meiri- hluti gesta er hér í tjöldum. Um verslunarmannahclgina gistu hér 330 manns í einu, en það er meó því mesta sem verður og í raun- inni of margt. Oft eru hér 150-200 manns.“ Kári sagði að svæðió þyldi ekki mikið nteira en 200 manns í einu því eitt snyrtihús er á svæðinu með aðeins fjórum salernum. Náttúran þyldi ekki meira álag heldur, kannski 200 manns um helgar en ekki svo marga að með- altali yfir allt sumarið. - Hvaó með umgengnisreglur, er landinn farinn aö virða þær í auknum niæli? „Já, mér finnst þaó nú. Fólk sem ekki hefur feróast mikið síð- ustu ár er ekki vant því að þurfa aó taka tillit til reglna sem gilda, ekki eins og þeir sem eru vanir að ferðast. Fólk heldur að þetta sé eins og áður, aö hægt sé að tjalda út um holt og hæðir og gera sín stykki þar. En mióað við þessa miklu urnferð gengur þetta ekki upp. Ferðamenn eru því bcðnir aó gista á gististöðum og þar er að- staðan fyrir fólkið, en þaðan er farið á skoðunarstaði þar sem ekki er gist.“ Utanvegaakstur - Hvað er erfiðast vió að ciga í þessu sambandi? „Þaó er sennilega utanvega- aksturinn. Þeir sem ætla sér að tjalda utan gististaða vilja ekki vera í vegkantinum og eru þá að brjóta lög meö því að keyra ein- hvern spotta út fyrir veginn. Að yfirgefa slóðina er utanvegaakst- ur. Nýjar reglur eru ákveðnari en áður, og eftir þeim var dæmt í Hvannalindum um daginn. Það kostar töluvert fyrir ferðamenn að fara út af slóð, fyrir utan skemmd- irnar sem verða eftir í landinu og ekki er hægt að bæta nema á 15- 20 árum. Landinn verður að taka sig á í þessum efnum, og útlend- ingar einnig. Islendingar líta svo á að þaó sjái ekki á neinu eftir breiðu dekkin, en það er mesti misskilningur." Vildi iandvarðarpeysu handa ítölsku kærustunni - Eru einhverntíma vandræði vegna ölvunar í Herðubreiðarlind- um? „Nei, það hefur ekki sést vín á nokkrum manni síðan 1. ágúst ’89. Þá var einn fullur hérna urn vcrslunarmannahelgina, og það er eina tilvikið sem ég man eftir.“ - Gerist ekki margt skemmti- legt í þessu starfi? „Jú. Það gerist ýmislegt skemmtilegt í sambandi vió Ital- ina sem koma hérna. Þeir eru vægast sagt svolítið óagaðir. Þeir buðu mér um daginn 5-6000 þús- und lírur í peysu með merki Nátt- úruvemdarráðs. Þeir voru hrifnir af mekrinu og cinn vildi færa kær- ustunni á Italíu svona peysu. Ég lét ekki freistast. Þeir vilja prútta um allt mögulegt, líka um gisti- gjaldið. Það er oft gaman að þeim en svo geta þcir orðið þreytandi. Yfirleitt eru samskiptin vió l'erða- menn ánægjuleg.“ Margt að sjá. - Er starfið skemmtilegt? „Okkar starf er tvískipt. Það er að taka á móti fcrðamönnum og veita þeim upplýsingar, og svo er fræðslustarfió mjög gefandi. Við förum í gönguferðir með hópum þegar tími og aðstæður leyfa, það er nokkuð vinsælt. Það er gaman að velta fyrir sér hegðun fólks af mismunandi þjóöernum. Landinn feróast öðruvísi en útlendingar. Utlendingar taka þetta eins og hverja aðra vinnu, landinn er aó reyna að afstressa sig og hvíla sig, en þó eru mismunandi áherslur og sumir cru búnir að negla niður næsta áfangastað og niega ekki vera að því að stoppa, skoða bara út um bílgluggann. En hér er margt að sjá.“ - Hefur eitthvað fréttnæmt gerst á svæðinu í sumar? „Það er svolítil jaróskjálfta- hrina þcssa daga, sennilcga viö Herðubrciðartögl. Það var önnur slík fyrr í sumar, en það er venju- legt aö svona hrina komi annað eða þriója hvert ár. Annars er þetta ósköp venju- iegt sumar. Það er meira af Islend- ingum á ferðinni, orsökin getur m.a. verið sú að landinn ferðaðist ekki hér í fyrrasumar vegna kulda,“ sagði Kári. IM Forstöðumaður Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveðið að efla atvinnu- málaskrifstofu bæjarins og því auglýsum við laust starf forstöðumanns skrifstofunnar. Gert er ráð fyrir að á skrifstofunni starfi 2-3 starfsmenn. Skrifstofan heyrir undir atvinnumálanefnd. Verksvió hennar felst m.a. í aó: 1. Vera bæjarstjórn til ráðuneytis um atvinnumál og skapa tengsl milli bæjarstjórnar og atvinnulífs bæjar- ins. 2. Fylgjast með ástandi og horfum í atvinnulífi bæjar- ins, aóstæðum til atvinnurekstrar og gera tillögur til úr- bóta er þurfa þykir. 3. Annast almenna ráðgjöf í atvinnumálum og stuðla að stofnun nýrra fyrirtækja á Akureyri m.a. í samstarfi við Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. 4. Vinna að eflingu ferðamannaþjónustu og annast kynningu á Akureyri sem ferðamannabæ. Gert er ráð fyrir að Framkvæmdasjóóur Akureyrar, sem er eignarhaldssjóður í eigu bæjarins, heyri undir atvinnumálaskrifstofuna. Um er að ræða krefjandi og spennandi starf fyrir dug- mikinn einstakling. Við leitum að einstaklingi með há- skólamenntun á sviði rekstrar og/eóa viðskipta með reynslu úr atvinnulífinu. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðn- ingarþjónustu Hagvangs hf., merktar „Forstöðu- maður 283“ fyrir 20. ágúst nk. Hagvangur hf Skeifunni 19 • Reykjavík • Sími 813666 • Fax 688618 >1 AKUREYRARBÆR Barnaskóli Akureyrar Laus eru til umsóknar störf við ræstingar, gangavörslu og barnagæslu og fl. (blönduó störf) um er að ræða 3 stöóur 50%. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Einingar og Akureyrarbæjar. Upplýsingar um störfin gefa skólastjóri og aðstoðar- skólastjóri í síma 24172 og heima (Benedikt 24661) eða (Birgir 26747). Síðuskóli Laust er til umsóknar 50% starf ritara (eftir hádegi). Umsækjandi þarf að hafa gott vald á íslenskri tungu og reynslu af ritvinnslu. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar. Upplýsingar um starfið gefa skólastjóri og aðstoóar- skólastjóri í síma 22588 og heima (Þorgerður 25891) eða (Elín 25244). Tónlistarskólinn á Akureyri Laust er til umsóknar 50% starf ritara frá 1. september nk. Vinnutími frá kl. 15-19 frá mánudegi til föstudags, á starfstíma skólans. Reynsla af skrifstofustörfum og tölvukunnátta nauósynleg. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar. Upplýsingar um starfið gefur rekstrarstjóri í síma 21788. Upplýsingar um kaup og kjör fyrir ofangreind störf gef- ur starfsmannastjóri í síma 21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar, Geislagötu 9. Umsóknarfrestur um störfin er til 19. ágúst nk. Starfsmannastjóri. 11.08.1994.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.