Dagur - 13.08.1994, Side 7

Dagur - 13.08.1994, Side 7
Laugardagur 13. ágúst 1994 - DAGUR - 7 4 Páll Pálsson hcitir viómæland- inn í helgarviðtali að þessu sinni, fæddur og uppalinn á Raufarhöfn til 14 ára aldurs en hleypti þá heimdraganum og settist á skólabekk í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Síðan lá leiðin í húsasmíða- nám hjá Aðalgeiri og Viðari hf. og þar starfaði hann í 23 ár, lengst af sem verkstjóri, eða frá árinu 1968 til ársins 1985. Þá lá lcióin í kaup- mennsku, fyrst í „sjoppubransann" en síóan í verslun með veiðarfæri fyrir sportveióimenn. Föðurætt Páls er frá Arseli á Langanesi en föóurafi og föð- uramma hans eru bæði ættuó úr Mý- vatnssveit. Móóurafi er úr Bárðardal en móðuramma frá Skálm á Langa- nesi en þau bjuggu á Akureyri. For- eldrar hans settust að á Raufarhöfn og því komst Páll snemma í náin tengst við helstu útflutningsgreinar Islend- inga, bolfiskveióar og síldarsöltun. - En hvaö olli því að leiðin lá úr húsasmíóinni í kaupmennskuna. Það hljóta að hafa verið mikil umskipti? „Upphafió var kannski það að ég var aó vinna vió Glerárstíflu og datt meó dælu í fanginu og meiddi mig í baki. Þetta voru ekki varanleg meiðsl en þegar ég hafði verið frá vinnu í einn mánuó og sá fram á a.m.k. tvo mánuði í viðbót fór ég að hugleiða hvað ég gæti gert en mér var farið að leiðast aðgerðarleysió og einnig húsa- smíðavinnan. A þessum tíma var Næt- ursalan á homi Strandgötu og Geisla- götu til sölu og við hjónin slógum til aó keyptum verslunina. Þetta var árið 1985. Nætursöluna rákum við til árs- ins 1990 og þctta var töluverð breyt- ing á okkar högum því vinnudagurinn var frá klukkan níu á morganana til tólf á kvöldin, alla daga vikunnar. Til viðbótar því komu svo næturvaktir um helgar, en fyrstu níu mánuóina sem Nætursalan var í okkar eigu vorum við hjónin aðeins tvö við afgreiðsluna og skiptum vöktunum á milli okkar. Síðan kemur Lottóió og þá varö að fjölga starfsliðinu en á þessum litla stað fjölgaði starfslióinu smám saman upp í alls 8 manns. Þeir sem keyptu lottó gerðu meira en að kaupa lottó- miða því það hvatti mjög til sölu á þeirn vamingi sem boðið var upp á í versluninni svo segja má að það að fá lottókassa sé stórmál fyrir þá sjoppu sem það fær. Veltan eykst og svo fær sjoppan einnnig prósentu af sölu lottó- miða til sín. Sex ár í stað tveggja „Þegar vió keyptum sjoppuna ætluð- um viö aldrei aó vera þar nema í tvö ár og selja síðan, en bæði var þaö að vió hjónin höfðum bæði mjög gaman af þessu og eins skapaði þetta okkur vinnu og ekki annað atvinnutækifæri í sjónmáli á þcim tíma. En þessi langi vinnutími gerði það að verkum að það skapast ekki tími til aó gera nokkuð annað að heitið geti. Við tókum okkur reyndar frí á veturna og þá leystu bömin okkur af en yfir sumartímann kom aldrci neitt frí til greina. Eg var á þessum tíma farinn aö stunda golf af nokkrum áhuga og gat skroppið í golf um miójan daginn en mætti þá frekar til vinnu aftur í Nætursölunni um kvöldið, endumýj- aður á sál og líkama," segir Páll Páls- son. „Þaó hafði mikil áhrif á það að við seldum Nætursöluna árið 1990 að vió sáum barnabörnin okkar sárasjaldan nema í Nætursölunni, enda vorum við eiginlega „afinammi“ og „amma- nammi“. Það fannst okkur mjög erfitt hlutskipti og jafnvel ósanngjarnt gagnvart bamabömunum. Eftir söluna á Nætursölunni fór ég í dúkalagnir meó tveimur sonum mín- um, Vióari og Aðalbimi, en annar þeirra cr dúklagningameistari og vann ég með þeim þar til við ákváðum að opna veiðarfæraverslun í Listagilinu. Einn sona minna er meó mér í búóinni í dag og hann vinnur svo meó bróður sínum við dúklagningar á kvöldin og um helgar. Það bar svo svolítið cinkennilega að þessi stofnun á verslun með veióar- Nafn: Páll Pálsson Heimili: Múlasíða 32, Akureyri Fæðingardagur: 19. júní 1946 Stjörnumerki: tvíburi Störf á lífsleiðinni: húsasmiður og kaupmaður Áhugamál: fyrst og fremst golf og bridge, einnig skotveiðar Eiginkona: Akureyringurinn Svana Aðalbjörnsdóttir Starf eiginkonu: húsmóðir og starfar í Kristalbúðinni á Akureyri sem einn sonur þeirra Páls og Svönu á og rekur Synir: Björn Heiðar, Viðar Þór, Jóhann Ingi og Aðalbjörn Barnabörn: sjö færi sem fékk nafnið „Veiðisport“. Við sátum heima, ég og elsti sonur minn, og vomni að velta fyrir okkur hvaða starfsemi vió gætum sett upp í Gilinu en ég var þá kominn með það pláss þar sem verslunin er til húsa í dag. Þá segi ég skyndilcga: „Eg veit hvað við gerum. Við kaupum Ey- fjöró“. Verslunin Eyfjörð við Hjalt- eyrargötu var þá að hætta og til sölu. Strákurinn hugsar sig um í tvær eða þrjár mínútur og segir svo: „Já“.“ Eina sérhæfða veiðivöruverslunin „Við fórum þangað strax morguninn eftir og það tók um vikutíma aó ganga frá öllum pappírum en við keyptum allan sportveiðilagerinn og flest um- boóin. Eftir að við opnuóum verslun- ina höfum vió bætt við okkur fleiri umboðum og reynt að bjóóa sem fjöl- breyttast úrval af veiðivömm. Versl- unin var svo opnuð 25. mars sl. og er eina verslunin hér á Akureyri sem sér- hæfir sig í veiðivörum. Við höfum fyrst og fremst verið með vörur fyrir stangveiðimenn þessa fyrstu niánuói en skotveiðimönnum hefur lítió verið sinnt fram til þessa. Nú styttist í að gæsaveiðitíminn hefjist og þá veróur reynt aó sinna þeirra óskum eftir bestu getu. Arvökulustu gæsaveiðimennimir eru raunar þcgar famir að koma og undirbúa gæsaveióina. Síðan tekur rjúpnaveiðitíminn við hver svo sem ákvöróun umhverfisráðherra veróur um lengd hans en hann stytti hann um mánuð á síðasta ári. Það kemur til með að myndast dauóur tími í versluninni frá áramót- um og allt fram í aprílmánuð en við höfðum verió að velta fyrir okkur hvaó hægt er að vera með til að brúa þaó bil. Við emm t.d. komnir með hundafóður og ýmsan sportfatnað en markaðnum fyrir boltaíþróttir bæði sumar og vetur er vel sinnt af þeim verslunum sem fyrir eru á Akureyri. Þá væri t.d. hægt aó vera með vörur fyrir tennisspilara og boga fyrir Iþróttafélag fatlaðra en það er hins vegar mjög þröngur markaður.“ Erlendir veiðimenn kaupa smærri flugur - Eru viðtökur almennings við versl- uninni svipaðar og þú reiknaðir meó? „Já, okkur hefur vcrið mjög vel tekið og það þrátt fyrir að veiðin í ám á Norðurlandi hefur verið jafn léleg 1 sumar og raun ber vitni. Erlendir ferðamenn hafa verslað mikið hjá okkur en þeir hafa mjög gaman af því að kaupa flugur. Margir nota flugum- ar í ám hér fyrir noróan cn einnig eru nokkrir sem kaupa þær eingöngu sem safngrip. Það er ekki cndilega lita- dýróin sem ræóur vali þeirra því margir þeirra þckkja nöfnin og vita hvað þeir vilja þegar þcir koma inn. Mér finnst það áberandi hvað erlendir veiöimenn kaupa minni flugur en þeir íslensku, þ.e. frá nr. 8-10, en íslend- ingar kaupa allt frá nr. 2-10. Eg hef heyrt þá tala um að það sé miklu skemmtilegra að draga stóran fisk á litla flugu, enda er það miklu meira „sport". Það er sérstök tilfinn- ing aó draga stóran fisk á mjúka stöng mcð granna línu á litla flugu. Það er allt öðru vísi veiðiskapur en að draga svipaða stærð af fiski á spún eða maðk.“ Ekki veitt á stöng í 13 ár - En skyldi starfið í dag tengjast helsta áhugamáli kaupmannsins? „Nei, ég hef ekki veitt á stöng í 13 ár svo það passar ekki alveg, en marg- ir þessara veiðimanna hér á Akureyri og nágrenni cru kunningjar mínir svo segja má að ég sé með veiðidelluna án þess þó að veiða. Eg stunda hins veg- ar mikió golf og það eru mikió sömu mennimir sem stunda stangveiöi og eru í golfi. Þannig hef ég haldið góð- um tengslum við þá sem eru í stang- veiðinni án þess að stunda hana sjálf- ur og tel mig vita ýmislegt um hana, t.d. um flugur og fleira. Það er ekki síst vegna þessara tengsla. Stærsti lax- inn sem ég hel' veitt var 15 pund og hann fékk ég í Efri-Deildará í síðustu veióiferðinni, seint í ágústmánuói 1981. Aflinn var alls 9 laxarog 52 sil- ungar hjá fjölskyldunni sem öll var við veiðamar. Eg hef hins vegar alltaf reynt að komast í rjúpu og farió llest haust en ég er ekki mikil skytta en hef gaman af þessum vciðiskap. Þó ég sjái 10 rjúpur þá kem ég kannski heim meó 2 en annar veiðimaður mundi kannski koma heim meó þær allar. Mig minnir aó ég hafi mest komið heim með 25 rjúpur eftir einn dag. Eg reyni að velja mér daga þegar veður er gott en hef farið minna síðustu árin vegna tímaskorts og fór alls ekkert fyrstu ár- in í Nætursölunni vegna bakverks. I nokkur ár sótti ég töluvert í Hóla- fjallió og síðan í Bárðardalinn en hef varla farið á rjúpnaskytterí á heima- slóðir á Raufarhöfn. Framan af borð- aði ég ekki rjúpu, aðallega vegna þess að konan neitaði að elda villtan fugl, en síóan fór einn sonur okkar að bjóða okkur í rjúpu og þá fór mér aó þykja hún mjög góð. Aður fyrr gaf ég því yfirleitt veiðina." - Þessi nýju tengsl þín vió stang- veióina hafi ekki orðið til þess að þú hefur farió aftur af stað meó stöngina? „Nei, kannski vegna þess aó ég hef ekki tíma til þess því rekstur verslun- arinnar hefur krafist mikillar vinnu, stundum langt fram á kvöld og svo er opið alla laugardaga. Það er helst á sunnudögum sem ég á frí og þá fer ég oftast í golf. Eg hef hins vegar farið og ekið með öllum ánum og fylgst með veiðimönnunum. Eg hef mjög gaman að fylgjast með því hvort þeir eru að fá’ann. Vió seljum einnig veiðileyfi í nokkrar ár og m.a. eru veióibækumar fyrir Fnjóská hér og þannig fylgist ég einnig með því hvemig veiðist. Það er ekki hægt að vera að selja veiðileyfi og geta ekki sagt til um það hvemig veiðist. Hér eru cinnig seld veiðileyfi í Fljótaá í Skagafirði, Hörgá, Eyjafjaróará, Reykjadalsá og Laxá neðan við stíflu. Það væri mjög gaman ef hægt væri aó koma upp upplýsingamiðstöð um hvemig veiðin gengur l'rá degi til dags í öllum helstu veióiánum." Aukin veiði með nýju tungli? „Þrátt fyrir að ég veiði ekki sjálfur á stöng hef ég lært heilmikið í sumar á því að versla meó þessar vömr og cins koma margir góðir veiðimcnn í búð- ina sem fræða okkur um fjölbrcytta lcyndardóma stangveióinnar. Allar norólensku árnar hafa komið á óvart í sumar vegna þess að veióin er verulega minni í þeim en oft áður. Það er ekkert bundið við Laxá í Aðal- dal þó hún sé mest í fréttum vegna þcss aó hún er dýrust. Það hafa margir skýringar á því hvað veldur en þær eru næstum engar tvær eins. Helsta skýringin er líklega sú að vegna þess hve kalt var í veðri í fyrrasumar hafi seiðin ekki komist til sjávar og drepist úr kulda í ánum í vetur. Skilyrði í sjónum eru nú miklu betri og kannski á hann eftir að koma seinna vegna balnandi skilyrða. Þetta hefur eitthvaó dregió úr sölu veiðileyfa, en veióimenn eru alltaf veiðimenn og þeir reyna enda er hluti ánægjunnar útiveran vió ána þó eng- inn vilji að vísu koma heim með öngulinn í rassinum. A þriójudaginn kviknaði nýtt tungl og þá lifnar kannski veiðin í kjölfarió á því og fiskurinn fer að ganga í árnar. Það er, að ég held, síðasta vonin um batnandi veiói þó stundum hafi aó vísu verið góó veiði í septcmbcnnán- uði í einstaka á.“ Miðstöð mergjaðra veiðisaga „Eg á von á að eitthvað af þeim mönnum og konum sem hafa komið hingað í sumar og rætt um slaka veiði í Laxá komi í haust og ræði um gæs- ina og hvort mikið sé af henni og hvar hana sé helst að fá. Síðan l'ærist um- ræðan yfir á rjúpuna. Þó á ég von á því að sjá ný andlit í haust þegar fuglaveiðitíminn hefst.“ - Nú hlýtur þú aó heyra oft mergjaðar veiðisögur þegar atlaklæm- ar cru að koma inn í búó til þín? „Já, já, menn koma og kaupa það Markmiðogmet I allri þcssari umfjöllun um stangveiöi og stangveióimenn er ekki fjarri lagi að rifja upp hver er áþrcifanlega sá stærsti sem veiðst hcfur hérlendis, svo vitað sél! Vciðmcnn framtíóar- innar hafa altént þessa gcypi- legu laxa til að miða við þegar þeir eru aó veiða eða þegar sá stóri sem þeir misstu berst í tal. Það þarf alta vega mikla frásagnargleði og sannfæring- arkraft til þcss að slá þá út. Stærsti lax sem sem veiddur helur verið hér við land er Grímseyjarlaxinn svokallaði, en hann veiddist í þorskanet við Grímscy 8. apríl 1957. Hann vó 49 pund blóðgaður og mældist 132 cm að lengd. Um ævina hafði hann lifað þrjá vetur í fersku vatni og sex vet- ur í sjó. Stærsti lax scm vciðst hcfur á stöng hérlcndis vciddist 26. júní 1992 í Bakká í Bakkafirði. Þaó var niðurgöngulax sem vó 43 pund og var 131 cm að lcngd. Hann má sjá uppstopp- aðan í Kringlusporti í Rcykja- vík. 13. júní 1946 vciddist 38,5 punda hrygna á spún í Hvítá við Iðu og var laxinn 115 cm langur og 70 cm þar scm hann var sverastur. Stærsti lax scm vciðst hcfur í Laxá í Aðaldal fékkst þar 1942. Það var 38 punda hæng- ur sem fékkst í Höfðahyl. sem þá vanhagar um fyrir næstu veiðiferð og setjast síðan niður yfir kaffibolla og þá fljúga ýmsar góóar vcióisögur. Eg þori hins vegar ekki að hafa þær eftir í návist blaðamanns ef ég færi ekki rétt með.“ Leikið á flestum golfvöllum landsins Páll veiðivörukaupmaður hefur verió mjög virkur þátttakandi í golfiþrótt- inni undanfarin ár og keppt á mörgurn landsmótum. A síóasta landsmóti sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri varó hann í 9. sæti í 3. flokki. Það voru fyrrum vinnufélagar hans hjá bygg- ingafyrirtækinu Aóalgeir og Vióar sem fengu hann meó í golfið enda hentaði þaó mjög vel því á þeim árum var vinnudagurinn oft mjög langur í byggingariðnaðinum á Akureyri og þá stundum skotist í golf á nóttinni með- an hún var björt. „Þetta er mjög afslappandi íþrótt og það kom fyrir þegar ég var meó Nætursöluna að maður var búinn að fá alveg nóg þegar liðið var fram á dag- inn. Þá var skroppið í golf og síðan mætt aftur í vinnuna að kvöldi, endur- nýjaóur á sál og líkama. Eg hef spilaó golf víóa erlendis, t.d. á Englandi, Portúgal, Spáni og Bandaríkjunum og golísettið er alltaf mcð í farteskinu þegar haldið er út fyrir landsteinana. Þeir sem ég spila helst með eru Hreiðar Gísla bílstjóri, Bjami Jónasson pípari og Jón Frió- riksson múrari og höl'um vió farið víða saman erlendis en einnig hér- lendis. Konurnarcru alltaf með í þess- um fcrðum en þær spila lítió sem ekk- ert. Konan mín fór á námskeið en hafói ekki gaman af, en hún hefur hins vegar gaman af því að horfa á og stundum labbar hún með mér þcgar ég er aó spila. Vió félagarnir fórum tvö ár í röð hringferó um landið og spiluðum á öllum golfvöllum sem vió fundum. Eg hef ekki spilaö á öllum golfvöllum hérlendis en þcir cru ekki margir eftir og ég stcfni að því að spila á þeim sem eftir eru innan mjög langs tíma. Þaó er alltaf mjög gaman að spila hér á Jaðarsvellinum en ætli Leiru- völlur í Kctlavík sé ekki cinn skemmtilegasti völlur landsins. Við félagarnir höfum einnig mjög gaman af því aó spila á vellinum á Húsavík og höl'um farið þangað saman í mörg ár og keppt á opnu móti sem haldið cr þar og kennt við Volvo. Við erum nýkomnir þaðan en gát- um ekkcrt í golfi en höfóum gaman af feróinni! Bridgefrí í mánuðum sem ekki hafa R í nafninu! - Nú er ekki hægt aó skilja svo vió þig aó ckki sé minnst á bridgeáhuga þinn. Hefuróu spilað lengi? „Ætli ég hafi ckki verið farinn að spila á l'ullu kringum 1966 en viö vor- um fjórir félagar að spila saman i Ión- skólanum og datt þá í hug aó lara nið- ur í Bridgefélag. Fljótlega fórum vió svo að spila í keppnum og segja má að síóan hafi maður stöðugt verió að að spila. Þaó er þó misjafnlega mikið eins og gengur og gerist, en gegnum tíðina hef ég mest spilað með sömu mönnunum. Þar vil ég fyrst nefna mág minn, Magnús, en einnig bræðuma Gretti og Frímann Frímannssyni, Soffíu, Ævar Karlesson og Þórarinn B. Jónsson en vió Doddi höfum spilaó saman í andsk.. mörg ár. Sveitin í dag er undir mínu nafni en árangurinn ekkert til að hrópa húrra fyrir enda minna spilaó nú en oft áóur. Við höfum náó því að vcrða Akureyrarmeistarar og Norður- landsmeistarar og einnig nælt í ein- hverja fleiri titila. Þaó má segja aó bridgespila- mennskan taki við af golfinu á haustin en við félagamir spilurn ekki á sumr- in, þ.e. í þeim mánuðum sem ekki hafa bókstafinn R í nafninu. Því hætt- um við í apríllok og tökum spilin ekki fram fyrr en í septemberbyrjun."

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.