Dagur - 13.08.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 13.08.1994, Blaðsíða 2
cji irNAn k nn i- +< P h ni ir\r l-v 2 - DAGUR - Laugardagur 13. ágúst 1994 FRÉTTIR Mánaðarlaun norðlenskra verkalýðsforingja: Jón Karlsson trónir á toppnum Undirbúningur að umræðum milli verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda um kaup og kjör eru nú að hefjast en samningstími flestra kjarasamninga rennur út um næstu áramót. Stíf fundarseta og miklar vökur er nokkuð sem virðist óumflýjanlegur fylgiflskur og undanfari þess að skrifað er undir nýja kjarasamninga. Þeir sem cru í forsvari fyrir verkalýðsfélögin bera rnikla ábyrgó en sumir þeirra bera einnig töluvert úr býtum í launaumslagið þegar álagningar- skrá 1994 er skoðuð, sem segir til um laun verkalýðsfor- ystunnar á árinu 1993. A því ári var ekki skrifaó undir nýj- an kjarasamning heldur var kjarasamningur sem tók gildi 1. maí 1992 framlengdur til áramóta 1994. Mánaðarlaun helstu forystumanna norðlenskra verka- Jón Karlsson. 366 Kári Arnór Kárason. 284 Hákon Hákonarson. 201 lýósfélaga voru eftirtalin: Guómundur Omar Guðmundsson, formaóur Félags bygg- ingarmanna Eyjafirði og forseti Alþýóusambands Noröur- lands kr. 168.000. Bjöm Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Eining- ar í Eyjafirói kr. 194.000. Hákon Hákonarson, formaöur Félags málmiðnaóarmanna við Eyjafjörð kr. 201.000. Jóna Steinbergsdóttir, formaður Félags verslunar- og skrif- stofufólks á Akureyri kr. 144.000. Kristín Hjálmarsdóttir, formaður Iðju, félags verksmiðju- fólks kr. 107.000. Konráð Þorsteinn Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar kr. 197.000. Konráð Alfreðsson. 197 Björn Snæbjörnsson. 194 Hafþór Rósmundsson. 181 Kári Arnór Kárason, fyrrum formaóur Verkalýösfélags Húsavíkur og nú framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norður- lands kr. 284.000. Hafþór Rósmundsson, formaður Verkalýósfélagsins Vöku á Siglufirói kr. 181.000. Jón Karlsson, formaður Verkalýðsfélagsins Fram á Sauð- árkróki kr. 366.000. Formannsskipti uróu í Verkalýðsfélagi Austur- Hún- vetninga á Blönduósi í aprílmánuói sl. Mánaðarlaun fyrr- um formanns, Valdimars Guðmannssonar, voru kr. 129.000 en eftirmaður hans, Olafur Guðmannsson, var meðkr. 185.000. GG Guðm. Ómar Guðmundsson. 168 Jóna Steinbergsdóttir. 144 Kristín Hjálmarsdóttir. 107 Þórshöfn: Hafharframkvæmdirnar stærsti pósturinn Dýpkunarframkvæmdir voru gerðar í Þórshafnarhöfn í vetur og nú er verið að undirbúa næsta verkþátt við höfnina, kaup á stálþili og niðursetningu þess. Vonast er til að fram- kvæmdir geti hafist með haust- inu, en fjárveiting hefur fengist til verksins 1995. „Við ætlum að flýta verkinu með því að ijár- magna það sjálfir að hluta fram yflr áramót,“ sagði Reinhard Reynisson, sveitarstjóri. „Stærstu einstöku póstarnir eru við hafnarframkvæmdir,“ sagói Reinhard, aóspurður um fram- kvæmdir á vegum Þórshafnar- hrepps. Dýpkunin kostaöi um 50 milljónir, en að vísu er ríkió þar með meirihlutaþátttöku, eins er með stálþilið en reiknað er með að uppsetning þess kosti um 32 millj- ónir. „Þetta er nýr löndunarkantur sem bráðvantar. Ef loðnulöndun væri um leið og Stakfellið er inni og hér kæmi samtímis síldarbátur eóa Hágangur meó saltfisk, þá réóum vió ekkert við málið. Við höfum ekki kanta til að koma þrcmur stórum bátum að í einu. Það fer því að verða lífsspursmál að bæta við aðstöðuna," sagði Reinhard. Þaö var innsiglingar- rennan og aðkoman að loðnulönd- unarkantinum sem dýpkuð var í vetur. „Verið er að byggja hús meó fjórum íbúðum fyrir aldraða. Verktaki er Fjalar hf. á Húsavík. Ibúðirnar hafa ekki verið auglýst- ar en mikið borist af fyrirspurn- um. Viðvarandi húsnæðisskortur er á Þórshöfn og næg atvinna. Við höfum verið að gera bragarbót á leikskólalóðinni, gera nýjar stétt- ar, setja gúmmímottur umhverfis leiktæki, laga til og snyrta. Einnig hefur veriö unniö að gangstíga- og gangstéttagerð. I haust verður far- ið í gatnagerð, lögð klæðning á eina götu, nýlagt á eina og síðan þurfum við að yfirleggja hluta af aðalgötunni inn í bæinn, það er endurnýjun á slitlagi," sagói Rein- hard. IM Hallgrímur Indriðason, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga ásamt Gísla Eyland, for- manni Félags hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu. Komið hefur verið upp full- kotnnum neyðarsíma í þjón- ustuhúsinu Kjarnakoti í Kjarnaskógi sunnan Akureyrar. I>að er Félag hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu sem á heið- urinn að uppsetningu símans. Síminn er þess eðlis að ef tólió er tekið upp hringir síminn hjá Öryggissíminn er hinn voldugasti og ckki er að efa að liann á eftir að koma að góðum notum. lögreglunni. Félagar í Félagi hjartasjúklinga fara reglulega saman í göngu í Kjarnaskógi og svo er um fjölda annarra trimmara. Þess vegna þarf ekki að hafa um það mörg orð að neyðarsíminn er gífurlega mikil- vægt öryggistæki ef eitthvað ber út af hjá útivistarfólki í Kjarna- skógi. óþh Laugardagur 13. ágúst I dag heldur harmonikuhátíðin áfram meó samspili harmoniku- leikara á Ráðhústorgi kl. 12 á há- degi. Klukkan 15.30 spilar Jóna Einarsdóttir kaffihúsatónlist mcó frönsku ívafi á Café Karólínu. í kvöld verður svo harmonikuball á Fiðlaranum, fjórðu hæð í Alþýðu- húsinu, þar sem félagar úr Félagi harmonikuunnenda við Eyjafjörð og gestir þeirra taka lagið. Sunnudagur 14. ágúst Klukkan 15 lýkur harmonikuhá- tíðinni með samspili harmoniku- leikara í Lystigarðinum. Síðan verður harmonikuleikur við kaffi- hlaðborð á Pollinum kl. 16. Þar spilar Haukur Ingimarsson á sér- staka tegund af harmoniku, sem hentar vel fyrir kaffihúsaspil. Auk þess verður að venju farið í gönguferð með leiðsögn um Inn- bæinn. Gengið veróur frá Laxdals- húsi kl. 13.30. Kjarnaskógur: Neyðarsíma komið upp 3 nætur frá 30.740 kr.* á mann í tvíbýli á Mount Royal Hotel og King James Thistle. 30. október 4 nætur frá 34.2SO kr.* á mann í tvíbýli á Mount Royal Hotel og King James Thistle. Mikið fyrir lítið * Innifalið: Beint flug frá Akureyri, gisting, morgunverður, akstur til og frá flugvelli, (slensk fararstjórn og flugvallarskattur á íslandi. Flugvailarskatturl.l 10 kr. leggst á I Skotlandi I. nóvember og er hann innifalinn ( verði síðari ferðarinnar. Gullfalleg menningar- og verslunarborg. Komdu í helgarferð til Edinborgar og það verður ást við fyrstu kynni. a.ooo^a^2o iroCð^sarnan' M IÍRVÍL ÚT8ÝK trygging fyrir gæðum Við Ráðbústorg á Akureyri: sími 2 50 00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.