Dagur - 13.08.1994, Blaðsíða 20

Dagur - 13.08.1994, Blaðsíða 20
Kaupfélag Eyfirðinga hefur fulivinnslu ígulkerahrogna: Horfur á að skapi tuttugu ný störf á Akureyri Veiðar og vinnsla ígulkera hefst væntanlega á Norður- landi í næsta mánuði og er sýnt að sótt verður á ígulkeramið við Eyjafjörð af fleiri aðilum en var á síðustu vertíð. Á síðustu vertíð var mest unnið af ígulkera- hrognum hjá Gunnari Blöndal á Svalbarðsströnd en Kaupfélag Eyfirðinga mun hefja vinnslu í fiskhúsi félagsins við smábáta- höfnina í Sandgerðisbót í næsta mánuði. Jón Þór Gunnarsson, forstöðu- maóur sjávarútvegssviðs KEA, segir að fiskhúsió sé í viðskiptum viö flesta af þeim smábátum sem gera út við Eyjafjörð um kaup á botnfiski, og því skapi ígulkera- veiðarnar aukin verkefni fyrir bát- ana samhliða botnfiskveióum, þ.e. segja mætti aó viðskiptaflóran yrði fjölbreyttari. „Eg býst viö að það þurfi að ráöa allt að 20 manns við þessa vinnslu en ekki er enn frágengið hver vcrður verkstjóri, en nokkrir aðilar hafa verið aó vinna að und- irbúningi málsins í fiskhúsinu með mér. Kaupfélagið er með ísland - Eistland: Afar sterkt íslenskt lið á Akureyrarvelli Asgeir Elíasson, landsliðs- þjálfari, tilkynnti í gær ís- lenska landsliðið sem leikur gegn landsliði Eistlands á Akur- eyrarvelli nk. þriðjudag kl. 19. Liðið er þannig skipað: Birkir Kristinsson Fram Friörik Friöriksson ÍBV Ólafur Þórðarson ÍA Sigurður Jónsson IA Sigursteinn Gíslason ÍA Ólafur Adólfsson ÍA Amar Grétarsson UBK Guðni Bergsson Val Amar Gunnlaugsson Niimberg Bjarki Gunnlaugsson Niimberg Amór Guðjohnsen Örebro Hlynur Stefánsson Örebro Þorvaldur Örlygsson Stoke Kristján Jónsson Bodö/Glimt Þórður Guðjónsson Bochum Eyjólfur Sverrisson Besiktas. Af sautján manna landsliðshópi Eistlands eru fimmtán í FC Flora Tallinn. Rune Pedersen frá Noregi dæmir Ieikinn. Línuverðir verða Kristinn Jakobsson og Olafur Ragnarsson og Bragi V. Berg- mann verður varadómari. Eftirlits- maður á leiknum veröur Rafn Hjaltalín. óþh HELCARVEÐRIÐ I dag verður sunnanátt ríkj- andi norðanlands og hiti fer upp í 14 stig yfir miðjan dag- inn þar sem hlýjast verður. Á sunnudag er áfram spáð suð- lægri átt og rigningu norð- austanlands. A mánudag verður að öllum llkindum hæg suðvestan eða breytileg átt með skúrum norðanlands og einnig á þriðjudag en þá er spáð kólnandi veðri. þessu að nýta betur húsnæði sem það á þama á mjög góóum stað vió smábátahöfnina og þar sem ekki þarf að fara út í mjög mikla fjárfestingu við þetta þá virðist þctta vera mjög hagkvæmt. Auk þess skapar þessi vinnsla bæði at- vinnu og arð. Um fullvinnslu verður að ræða og fara hrognin beint út með flugi frá Keflavíkur- flugvelli,“ sagði Jón Þór Gunnars- son. GG Akureyri: Óhöpp í nýju rennibrautun- um í sundlauginni þrátt fyrir öryggisráðstafanir eur skvrði frá bví í eær að argestum og foreldrum barna og unglinga sem sækja sundlaugina heim á það að í fjörugum leik þarf aó sýna fulla aögát og fara að sett- um reglum. KLJ Akureyri: Landsleikur Svíþjóðar og Noregs í nóvember ✓ Igær fékkst það staðfest að Svíar og Norðmenn munu leika landsleik í handknattleik í íþróttahöllinni á Akureyri þann 2. nóvember nk. kl. 18.30. Um er að ræða eins konar „mini“ HM í handknattleik og verður auk Iþróttahallarinnar keppt í Kaplakrika, Laugardals- höll og Kópavogi. Litið er á þetta mót sem mikilvægan undirbúning fyrir sjálfa HM-keppnina í maí á næsta ári. Auk Svíþjóðar og Nor- egs taka þátt í mótinu Danmörk, Frakkland, Sviss, Italía, Spánn og Island. óþh Dagur skýrði frá því í gær að samkvæmt mati Herdísar Storgaard, fulltrúa hjá Slysa- varnafélagi íslands, væru örygg- ismál í sundlaug Akureyrar í mjög góðum höndum og þar væri virkilega leitast við að gæta öryggis sundlaugargesta. Hins vegar staðfesti Sigurður Guómundsson hjá Sundlaug Ak- ureyrar að nokkur minniháttar óhöpp heföu oróið í nýju renni- brautunum frá því þær voru opn- aðar nú í sumar. Sigurður sagði að þrátt fyrir öryggisráöstafanir hefði ekki tekist að girða algjörlega fyr- ir þessi óhöpp enda sýndi reynsla annarra af vatnsrennibrautum að yfirleitt væri nokkuð um óhöpp fyrstu mánuðina eftir að þær væru teknar í notkun. Hann taldi aó það mætti rekja til þess að sundlaugar- gestir hegðuðu sér full glannalega í þessum nýju leiktækjum í byrjun en lærðu síóan að fara að settum reglum. Sigurður benti á að við lengri rennibrautina eru nokkurs konar umferðarljós en Akureyrarlaugin er að hans sögn eina laugin sem hefur sett upp slíkan öryggisbún- að. Við styttri rennibrautina er gæslumaður allan daginn og, að sögn Sigurðar, stendur til að setja upp samskonar umferðarljós þar. Sigurður sagði ljóst að slík örygg- isgæsla gæti aldrei komið algjör- lega í veg fyrir óhöpp sem hlytust af glannaskap og óleyfilegri hegð- un í rennibrautunum. Hann sagði að starfsmenn vísuðu gestum sem færu ekki að settum reglum hik- laust upp úr lauginni og veittu þeim viðeigandi tiltal. Sigurður vildi benda sundlaug- Fjórfaldur lottópottur Lottópotturinn verður fjór- faldur að þessu sinni, en það mun vera í fimmta skipti frá upphafi spilsins, en það hóf göngu sína fyrir tæpum átta ár- um síðan. Einungis eru fjórar vikur síðan potturinn var fjórfaldur síðast en þá fór fyrsti vinningur upp á rúm- ar 15 milljónir óskiptur til eins að- ila. í gær voru þegar komnar 10 milljónir í pottinn og sagðist Vil- hjálmur Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri íslenskrar Getspár, búast viö að fyrsti vinningur yrði ekki undir 15 milljónum. ÞÞ Raufarhöfn: Tólf umsóknir bár- ust um sveitar- stjórastarfið Tólf umsóknir bárust um starf sveitarstjóra á Raufarhöfn er það var aug- lýst öðru sinni nú í þessum mánuði. Er starflð var aug- lýst í síðasta mánuði bárust átta umsóknir. Stcfnt er aó því að boða fund í svcitarstjóm Raufar- hafnarhrepps nk. þriðjudag og ganga þar frá ráðningu ef ein- hver umsækjenda telst hæfur en enginn þeirra sem sótti um starfið í fyrra skiptið hlaut náð fyrir augum sveitarstjómarinn- ar. Guðmundur Guðmundsson, fráfarandi sveitarstjóri, hættir störfum í næstu viku og tekur við svcitarstjórastarfinu á Hvammstanga. Hann inun þó væntanlcga koma til Raufar- hafhar og setja eftirmann sinn inn í starfið verði eftir því leit- að. GG Sullum drull og... Mynd: Benni Bygging stálþilsbakka í Hríseyjarhöfn: Gengið að til- boði Guðlaugs Einarssonar Hafnarnefnd Hríseyjar- hrepps samþykkti í sl. viku að ganga að tilboði Guð- Iaugs Einarssonar frá Fá- skrúðsfirði í byggingu stálþils- bakka í Hríseyjarhöfn auk dýpkunar, en tilboð hans hljóð- aði upp á 16 milljónir króna sem er um 83% af kostnaðar- áætlun Vita- og hafnamála- stofnunar sem var um 19 millj- ónir króna. Þórunn Arnórsdóttir oddviti segir að á fundi hreppsnefndar Hríseyjarhrepps sl. þriójudag hafi svo verið samþykkt að ganga til samninga við Guðlaug Einarsson, en tilboð hans var það lægsta af fimm sem bárust. Verktakinn vinnur nú við bryggjusmíði á Hólmavík en mun hefja framkvæmdir innan tíðar í Hrísey ef um semst. Framkvæmdum viö Hríseyj- arhöfn á að vera lokið 31. des- ember 1994 samkvæmt útboðinu en stálþilió verður um 64 metra langt, steyptur verður kantbiti sömu lengdar og dýpkunin er áætluó 4.000 m3. GG KEA á Dalvík: Fimmtán um- sóknir um útibússtjórann Fimmtán umsóknir bárust um starf útibússtjóra Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík og eru þær víða af landinu. Starfið var aug- lýst Iaust til umsóknar eftir að fyrrverandi útibússtjóri settist í stól bæjarstjóra á staðnum. Utibússtjóri sér m.a. unt rekstur útibúsins og skrifstofu þess og hefur með að gera útlána- og inn- heimtumá! útibúsins. Ákvörðun verður tekin um ráðningu í starfið síðar í mánuðinum. GG I C-634 XT þvottavél V 18 þvottakerfi 5 kg þvottur Hitabreytirofi 600 snúninga Rústfrír pottur I I _____________________ I Frábært verð 39.900,- I stgr. M KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 235&5^J Forstjóra- staðaí Slippstöðinni auglýst IDegi í dag er auglýst laus til umsóknar staða forstjóra Slippstöðvarinnar Odda hf. og kemur fram í auglýsingunni að Ieitað sé að tækni- og/eða við- skiptamenntuðum aðila. Guðmundur Tulinius hefur gegnt starfi forstjóra Slippstöðvar- innar Odda hf. um nokkurra mán- aða skeið, en við starfinu tók hann af Sigurði Ringsted. óþh Allt fyrir garðinn í Perlunni við 0 KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg. simi 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.