Dagur - 13.08.1994, Blaðsíða 18

Dagur - 13.08.1994, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 13.ágúst 1994 POPP Ekki er ofsögum sagt að vinsældir plötu Er- ics Clapton, Unplugged, sem kom út 1992 og sló rækilega í gegn, hafi komið mjög svo mikið á óvart. Eins og frægt er orðið seldist platan í milljónum eintaka og rakaði síðan að sér allskyns tónlistarverðlaunum í kjölfar- ið. Kom þetta ekki hvað síst Clapton sjálfum á óvart, sem upphaflega var mótfallinn því að gefa MTV upptökurnar út vegna þess að honum þóttu þær ekki nógu góðar. Hann hefur væntanlega ekki séð eftir því að láta að lokum slag standa. Það þekkja svo allir framhaldið á „un- pluggedæðinu", sem nú virðist þó vera að mestu yfirstaðið. Auk þess að vera „ótengd" kassagítarplata með meistara Clapton, sem fram að því hafði lítt sýnt þá hlið gítarleiks á löngum ferli sínum, þótti poppfræðingum og aðdáendum hans Unplugged vera mjög merkileg fyrir þær sakir að á henni snéri hann að stórum hluta aftur til upphafsins, blússins, sem mótaði og ól hann upp sem tónlistarmann. Hann hefur að vísu aldrei al- veg sagt skilið við blú- sinn, eða öfugt, (fer eftir því hvernig menn líta á málið), hefur t.d. alltaf haft reglulega eitt kvöld í Albert Hall í London undir blús- tónleika, en á plötum í seinni tíð á borð við Behind the sun og August, voru popp- markaðssjónarmið ofan á hjá honum til að hafa útgefendurna góða. Þetta afturhvarf á Unplugged hefur síðan greinilega kveikt enn frekar í „blúsglæðunum", því Clapton hefur nefnilega á undanförnum mánuðum svo lítið hefur borið á, verið að dunda við að taka upp blúsplötu. Var hins vegar ekki búist við að af útgáfu hennar gæti orðið í bráð, m.a. vegna annarra skuldbindinga, en úr því hef- ur skyndilega ræst og er plötunnar að vænta um miðbik eða lok næsta mánaðar. Eru þetta heldur betur tíð- indi, sem þó hafa ekki farið of hátt. Nafn plötunnar er aftur á móti enn á huldu þegar þetta er ritað, en hún mun að sögn innihalda sjö frumsmíðar Clap- tons auk einhverra laga eftir aðra. Þá fylgir það sögunni að kappinn hafi vart verið „blúsaðri" síðan á dögum veru sinnar í John Mayall’s bluesbreakers fyrir nær þrjátíu árum. Verða það að teljast heldur betur spennandi tíðindi fyrir blúsáhugamenn. Meðal þeirra sem spila með Clapton á plötunni eru Jim Keltner, trommar- inn gamalreyndi og bassa- og hljómborðs- leikarinn Chris Stainton, sem auk þess að hafa spilað með Clapton áð- ur, er þekktur fyrir að hafa verið í hljómsveit- inni Grease band. Var hún á sínum tíma bak- hjarlssveit söngvarans rámraddaða Joe Coc- ker. Eric Clapton. Þegar söngvarinn Bruce Dickinson ákvað fyrir um einu og hálfu ári síðan að segja skilið við fé- laga sína í þungarokkssveitinni frægu og vin- sælu Iron maiden eftir að hafa verið meðlimur í henni í ellefu ár, kom það flestum í opna skjöldu. Að vísu hafði greinileg þreyta gert vart við sig á plötum hljómsveitarinnar í seinni tíð, en þar sem vinsældirnar héldust vel áfram og síðasta platan Fear of the dark hafði sýnt viss batamerki, var það óvænt frétt og stór að Dickinson skyldi þar boða brottför sína. Um þremur árum fýrr, árið 1990 þegar söngvarinn sendi frá sér sína fyrstu ein- herjaplötu, voru hins vegar háværar raddir uppi um að hann væri að hætta, en þá var eng- inn fótur fyrir því. Á síð asta ári var tími til kominn hjá honum að breyta til, að móta sinn eigin tónlistarferil frekar, auk þess að fara að sinna öðrum hugarverkum betur sem svo sannarlega eru mörg. Dickinson er nefni- lega ekki við eina fjölina felldur, því auk þess að vera söngvari, laga- og textahöfundur og hinn þokkalegasti gítarleikari, er hann barna- bókahöfundur, flugkappi og einn af bestu skylmingamönnum Englands og er þá ekki allt upp talið enn. Einnig vildi hann sinna ungri fjöl- skyldu sinni meir. Er því vart nema von að hann hafi loks vilj- að losna frá stórsveitinni tíma- freku, sem m.a. hefur orðið fræg fyrir að fara í langar og strangar tónleikaferðir. Cóð ný plata Til viðbótar upptalningunni að framan hefur Dickinson svo einnig orðið þekktur fýrir list- og söguáhuga sinn, sem nokkuð hefur endurspeglast í textagerð Bruce Dickinson. hans. Því má skjóta hér inn í að hið sama gegn- ir reyndar líka um bassaleikara Iron maiden og aðalsprautu, Steve Harris. Skírskotun til mynd- listar er einmitt að finna í titli annarrar plötu hans, Balls to Picasso, sem kom út fyrir skömmu. (Picasso, sem að fornafni hét Pablo, var ítalskur og einn merkasti málari aldar- innar eins og sjálfsagt flestir vita). Það tók Dickinson reyndar heil þrjú ár að Ijúka plötunni og varð hann ekki sáttur með útkomuna fyrr en að platan hafði verið tekin upp þrisvar sinnum. Hafði kappinn þá einnig skipt nokkuð ört um hljóðfæraleikara, en nið- urstaðan varð sú að hann notaðist að mestu við unga og lítt þekkta spilara. Þeirra á meðal gítarleikarann Ray Z úr hljómsveitinni Tripe of gypsies, sem samdi með honum stóran hluta af lögun- um tíu á plötunni. Ungu menn- irnir og sú staðreynd að Dickinson er laus úr vistinni hjá Iron Maiden, orðin frjáls og óháður, gera það að verkum að Balls to Picasso virkar sem frísk og góð rokkplata. Koma lög eins og t.d. Change of he- art, sem er popprokksmíði með skemmtilegum latneskum kassagítar og Cyclops, sem er eins konar bræðingur af áhrifum frá Black sabbath og Queensryche, þægilega á óvart og sýnir Dickinson góð en jafnframt ólík tilþrif í þeim. Önnur góð lög sem síðan má nefna sérstak- lega eru Laughing in the hiding bush, Shoot all the clowns og Tears of the dragon, sem myndi sóma sér vel á plötu með Mai- den. Hvorki aðdáendur þeirrar sveitar né aðrir rokkunnendur ættu að verða fyrir vonbrigðum með þessa plötu Dickinsons í heild. Hún er vel virði athygli þeirra. MA6NÚS ÚEIR CUÐMUNDSSON Lést á tónleikui Það virðist alltaf þurfa að henda annað slagið að tónlistarunnendur láti lífið á tónleik- um. Var sagt frá einu slíku dauðsfalli fyrir skömmu hér f Poppi, sem átti sér stað á Glastonburyhátíðinni. Var þar um dauða vegna fíkniefnaneyslu að ræða. Annað dauðsfall og ekki síður skuggalegt átti sér svo stað á svipuðum tíma, á tónleikum hjá hinni margfrægu þungarokkssveit til margra ára, Motorhead. Átti þar í hlut 21 árs piltur, sem í fyrstu var talið að hafi fallið í yfirlið í hita og þunga tónleikanna, en síðar uppgötv- aðist að hafði fallið í dauðadá. Var hann útskurðaður látinn um viku eftir atvikið. Er talið að nokkur tími hafi liðið áður en í Ijós kom að ekki var allt með felldu með piltinn. Kann það e.t.v. að hafa skipt sköpum um að hægt hefði verið að bjarga lífi hans. Menn standa oftar en ekki í því að skammast út í dagskrá Ríkisútvarps- ins/Sjónvarpsins og er þá oft æði mikið niðri fyrir. Umsjónarmaður Popps er ekki einn af slíkum og er oftast ánægður með dagskrána og þá ekki síður þegar hún er léleg, því þá er bara hægt að gera eitthvað annað og skemmtilegra í stað þess að hanga yfir „imbanum". Það er til að mynda rík ástæða til að hrósa þeim „systkinum", Rás tvö og Sjónvarpinu fyrir þætti sem þessari síðu við- kemur, þ.e.a.s. um tónlist, en þeir hafa verið nokkrir einkar góðir að undanförnu og er víst von á meiru í framhaldinu í haust. Er hér sérstaklega átt við þátt um Hróarskeldutónlistarhátíðina, sem mun vera sá fyrsti af fleirum um hana, á Rás tvö á sunnudeginum var, þar sem þeir „Áfangabræður", Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson, heyrðust saman á ný í útvarpi og þætti í Sjónvarpinu um sögu blús- og djasstónlistar, sem sýndir voru fyrir skömmu. Eru þessir þættir dæmi um frábært tóniistarefni sem þakka ber fyrir. í Sjón- varpinu eru svo þegar þetta birtist (í gærkvöld) að hefjast sýningar á þriggja þátta röð um Woodstockhá- tíðina einu og sönnu, sem eins og fram hefur komið var haldin fyrir aldarfjórðungi. Fregnir um vandræði frægra rokksveita berast nú hver af annarri, þannig að erfitt er að henda reiður á öllu sam- ITI rh^linn / an. Nú síðast herma l/||||Vf fregnir að Alice in cha- II vUHJLillJ • ins’ Seattlesveitinni sem gengið hefur vel með tvær síðustu plötur sínar, Dirt og Jar of flies, sé vart hugað frekara líf. Eru fregnirnar ekki endanlega stað- festar, en það þykir alveg Ijóst að hljómsveitin eigi í meiriháttar tilvistarkreppu. Mun söngvarinn og höfuð- paurinn Layne Staley t.d. ekki hafa náð tökum á fíkni- efnavanda sínum og er hann nú sagður alvarlega veikur á sjúkrahúsi í Seattle. Jafnvel eru sögusagnir á kreiki um að hann hafi verið rekinn úr hljómsveitinni. Það sem svo greinilega bendir til erfiðleika er að sveitin hefur hætt við að taka þátt í tveimur stórum tónleika- viðburð- um. Ann- ars vegar á síðustu stundu með Met- allica, en hins veg- ar á Wood- stock tvö. nú í ágúst og það fimm vik- um fyrir viðburð- inn. Verða þetta að teljast leið tíð- indi og slæm fyr- ir rokk- heiminn ef rétt Alice in chain.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.