Dagur - 13.08.1994, Blaðsíða 12

Dagur - 13.08.1994, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 13. ágúst 1994 FRAMHALPSSAGA____________________ Saga Natans og Skáld-Rósu 49. kafli: Gísli og Rósa ráðast suður Báðar þær mæðgur, Rósa og Sigríður, undu því illa, að Wulf snerist frá ástum við Sigríði. Varð það úr, að þau réðust öll burt frá Ólafsvík vorið 1848. Flúðu þau hjón á náðir velgjörðar- manns síns, Ásgeirsens. Fóru þau bæði til Hafnar- fjarðar um vorið, en Sig- ríður og Rósant voru um sumarið í kauþavinnu nyrðra. Geymsluskemma var á Flensborgarhlaði. Hana lét Ásgeirsen laga svo innan, að í henni mátti búa, og léði þeim hjónum hana til íbúðar. Var Gísli á fiskiskútu um sumarið, en settist þar að um haustið. Rósant settist þar einnig að er hann kom úr kaupa- vinnunni, en Sigríður sett- ist að í Reykjavík. Hafði hún hitt þar fyrir norð- lenskan mann, er Daníel hét, Markússon og orðið honum áhangandi. Þó kom hún til Hafnarfjarðar við og við fram að jólum og dvaldi þá jafnan nokk- uð með móður sinni. En eftir jól var hún stöðugt með Daníel og mun þeirra enn getið. Þetta sumar (1848) réð- ist Ásgeirsen í aö kaupa Flensborgarverslun og þó í skuld. Fór hann utan um sumarið og settist að í Kaupmannahöfn vetrar- langt. Vildi hann sæta vörukaupum er þau feng- ist best. Þá veiktist hann og dó um veturinn. Var verslunin þá seld. Ekkjan fékk að vera kyrr það ár og hió næsta. Gísli og Rósa urðu aó fara um vor- ið 1849. Fóru þau að Stóra-Lambhaga í Hraun- um og voru þar tvö ár í Þurrabúð. Rósant var með þeim. Aö tveim árum liðn- um leituðu þau aftur til Hafnarfjarðar. Skaut Þórð- ur bóndi á Óseyri skjóls- húsi yfir þau og léði þeim tómt húskot þar í túninu. Það hét Óseyrarkot. Nú er það í eyði og heitir þar Kothóll. Þar bjuggu þau síðan meðan Rósa lifði. Þórður á Óseyri var sonur Gísla Péturssonar, þil- skipasmiös. Höfðu þeir langfeðgar búið á Óseyri hver fram af öðrum, verið aflamenn af sjó, búhöldar og smiðir góðir. Kona Þórðar var Guðlaug Sveinsdóttir bónda í Súlu- holti í Flóa, góð kona og sköruleg, greind, réttorð og virð vel. Hún var enn á lífi aldamótaárið 1900 og með ósljóvguðu minni. 50. kafli Enn frá Sigríði Nú er að segja frá Sigríði: Hún giftist Daníel, sem áð- ur er nefndur. Dvöldu þau um hríð í Reykjavík, en fóru síðan norður. Daníel var gáfaður vel, fjörmaður hinn mesti og gleðimaður, en þótti gott vín og hafði litla forsjá. Varð sambúð þeirra eigi löng. Þau skildu af fátækt. Síðan tók Sig- ríður saman vió Björn, Eggertsson bónda á Kol- þernumýri, sem fyrr er nefndur. Var Björn skútu- formaður og aflaði vel, gáfaður og skáldmæltur, mikillátur við vín, en reyndist Sigríði vel. Bjuggu þau mörg ár saman, fyrst á Reykjum í Miðfirði, en síðan á Skagaströnd. Eigi máttu þau giftast, því bæði sátu í óleystum hjóna- böndum. Sigríður veiktist á efri árum sínum og hættu þau búskap. Fór hún til Jónasar bónda á Tindum á Ásum og dó þar hjá hon- um. UM VÍÐAN VÖLL Hvar er myndin tekin? •nSuiQjy/íg jrusEjpjd ‘uos -sujofqæus jiSjjg us J3 IpuBfjjs -|0)SJBun>(ip3Jd i J3 ‘uosB[n5(s jnjBjo ‘spuB| -sj dn>|siq So ipjijBfXg i nf)[jj5[jBpunjr) ; uj>[3) J3 uipuÁjðj -uiopiSioq bjSbj UBUUSCf Bf>[>[3Cj QB Q3UI UinpæjpuBA I I>[>jO B§3[nj) B§IO JB)[3ASJEQJBfjBf/fg JBnqj Eindæmi - einsdæmi í rituðu máli, ekki síst í dagblöóum, er gjaman ruglað saman orðunum eindœmi og einsdœmi. Rétt er aó segja að menn geri eitthvaó upp á sitt eindœmi. Jafnframt er rétt aö tala um einsdœmi í sögunni. DACSKRA FJOLMIÐLA SJÓNVARFIÐ LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 09.00 Morgunsjónvarp baraanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. Kapteinn ísland. 1. þáttur. Teikni- myndasaga eftir Kjartan Arnórsson um Fúsa Ánason sem á sér þann draum að verða ofurhetja. Höfund- ur les. (Frá 1986) Hvar er Valli? Valli í landi Astekanna. Þýðandi: Ingólf- ur B. Kristjánsson. Leikraddir: Pálmi Gestsson. Múminálfarnir. Mia hegðar sér undarlega. Þýðandi: Kristín Mántylá. Leikraddir: Sigrún Edda Björnsdóttir og Kristján Franklin Magnús. Anna í Grænu- hlið. Nýr myndaflokkur um fjörkálf- inn með rauðu flétturnar sem alltaf sér björtu hliðarnar á tilverunni. Þýðandi: Vrr Bertelsdóttir og Ólafur Guðmundsson. 10.20 Hlé 16.00 Mótorsport Endursýndur þáttur frá þriðjudegi. Umsjón: Birgir Þór Bragason. 16.30 Iþróttaboralð Endursýndur þáttur frá fimmtu- degi. 17.00 íþióttaþátturlnn Umsjón: Fjalar Sigurðarson. 18.20 TáknmáUfréttir 18.30 VSlundur (Widget) Bandarískur teiknimynda- flokkur. Þýðandi: Ingólfur Kristjáns- son. Leikraddir: Hilmir Snær Guðna- son, Vigdís Gunnarsdóttir og Þór- hallur Gunnarsson. 18.55 Fréttaskeytl 19.00 Gelmstóðln (Star Trek: Deep Space Nine) Bandariskur ævintýramyndaflokkur sem gerist i niðurniddri geimstöð í útjaðri vetrarbrautarinnar i upphafi 24. aldar. Aðalhlutverk: Avery Brooks, Rene Auberjonois, Siddig E1 Fadil, Terry Farrell, Cirroc Loft- on, Colm Meaney, Armin Shimer- man og Nana Visitor. Þýðandi: Karl Jósafatsson. 20.00 Fréttlr 20.25 Veður 20.30 Lottó 20.35 Kóngur i rikl sínu (The Brittas Empire) Bieskur gam- anmyndaflokkur. Aðalhlutverk: Chris Barrie, Philippa Hayward og Michael Bums. Þýðandi: Gauti Kristmannsson. 21.05 Lif að hættl bunda (Mit liv som en hund) Sænsk bíó- mynd um ungan dreng og þá oft spaugilegu mynd sem barnshugur- inn dregur upp af veröldinni. Leik- stjóri er hinn góðkunni Lasse Hellström. Þýðandi: Matthias Kristi- ansen. 22.45 Launráð (The Hidden Agenda) Bresk spennumynd sem gerist á Norður- írlandi á 9. áratugnum. Aðalhlut- verk: Frances McDormand, Brian Cox, Brad Dourif og Mai Zetterling. Leikstjóri: Ken Loach. Þýðandi: Gunnar Þorsteinsson. 00.35 Útvarpsfréttlr I dagskrár- lok SJÓNVARPIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 09.00 Morgun8]ónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. Perrine Barón finnur seðlaveski. Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir. Leikraddir: Sigrún Waage og Hall- dór Björnsson. Ungviði. Lilli og Palli virða fyrir sér afkvæmi nokkurra dýra og hvítvoðung. Leikraddir: Að- alsteinn Bergdal og Helga E. Jóns- dóttir. Nilli Hólmgeirsson. Gæsirnar búast til langferðar. Þýð- andi: Jóhanna Þráinsdóttir. Leik- raddir: Aðalsteinn Bergdal og Helga E. Jónsdóttir. Maja býfluga. Villi frýs. Þýðandi: Ingi Karl Jóhann- esson. Leikraddir: Gunnar Gunnsteinsson og Sigrún Edda Björnsdóttir. 10.25 Hlé 17.30 ísland á krossgötum Endurtekinn þáttur frá miðviku- degi. 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Okkar á mllli (Ada badar: Oss karlar emellan) Sænskur barnaþáttur. Þýðandi: Edda Kristjánsdóttir. Sögumaður: Þorsteinn Úlfar Björnsson. (Nord- vision - Sænska sjónvarpið) 18.40 Jakob (Jakub) Pólsk mynd um strák sem hittir flækingskú á förnum vegi og lendir í vandræðum þegar kýrin tekur að elta hann. (Evróvision) 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Úr ríki náttúrunnar Oliumengun við Hjaltland (Survival: Worse Things Can Happen at Sea) Mynd um strand olíuskipsins Braer við Hjaltland í janúar 1993 og af- leiðingar slyssins á lífríkið. Þýðandi og þulur: Ingi Karl Jóhannesson. 19.30 FólkiðíForsælu (Evening Shade) Bandarískur fram- haldsmyndaflokkur í léttum dúr með Burt Reynolds og Marilu Henner í aðalhlutverkum. Þýðandi: Ólafur B. Guðnason. 20.00 Fréttlr og íþróttir 20.35 Veöur 20.45 Klrkjudagur í Aðalvík Mynd um endurfundi Aðalvíkinga í sinni gömlu heimabyggð sem nú er komin í eyði. Gamlir Aðalvíkingar halda þó skólanum og kirkjunni við og koma saman á tíu ára fresti, nú síðast í sumar, og er fylgst með samfundum þeirra og skemmtun í þessari mynd. Urasjón: Guðbergur Davíðsson. 21.20 Égerkölluð Uva (Kald mig Liva) Danskur framhalds- myndaflokkur í fjórum þáttum um lífshlaup dægurlaga- og revíusöng- konunnar Oliviu Olsen sem betur var þekkt undir nafninu Liva. Tíðar- andi og tónlist millistriðsáranna er áberandi í þáttunum. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir. 22.35 Frjálsir fangar (Stalag Luft) Gráglettin bresk sjón- varpsmynd sem gerist í þýskum fangabúðum í seinni heimsstyrjöld. Aðalhlutverk: Stephen Fry, Nichol- as Lyndhurst og Geoffrey Palmer. Leikstjóri: Adrian Shergold. Þýð- andi: Ólafur Bjarni Guðnason. 00.20 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok SJÓNVARPIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 18.15 TáknmáUfréttlr 18.25 Töfraglugglnn Endursýndur þáttur frá fimmtu- degi. Umsjón: Anna Hinriksdóttir. 18.55 FréUaskeytl 19.00 Hvuttl (Woof VI) Breskur myndaflokkur um dreng sem á það til að breytast í hund þegar minnst varir, Þýðandi: Þorsteinn Þórhallsson. 19.25 Undlr Afrikuhbnnl (African Skies) Myndaflokkur um háttsetta konu hjá fjölþjóðlegu stórfyrirtæki sem ílyst til Afriku ásamt syni sinum. Þar kynnast þau lífi og menningu innfæddra og lenda í margvíslegum ævintýrum. Aðalhlutverk: Robert Mitchum, Catherine Bach, Simon James og Raimund Harmstorf. Þýðandi: Sveinbjörg Sveinbjömsdóttir. 20.00 Fréttir og iþróttlr 20.35 Veður 20.40 Gangur lifslns (Life Goes On II) Bandarískur myndaflokkur um daglegt amstur Thatcher-fjölskyldunnar. Þýðandi: Ýrr Bertelsdóttir. 21.30 Sækjast sér um líkir (Birds of a Feather) Breskur gaman- myndaflokkur um systurnar Sharon og Tracy. Aðalhlutverk: Pauline Qu- irke, Linda Robson og Lesley Jos- eph. Þýðandi: ÓIöí Pétursdóttir. 22.00 Pllsaþytur á Nordlsk For- um í þættinum eru dregnar upp svip- myndir af þvi fjölmarga sem var á dagskrá á Nordisk Forum í Aabo, en þangað fjölmenntu islenskar konur eins og kunnugt er. Rætt er við þátttakendur og forsvarsmenn ráðstefnunnar og sýndar svipmynd- ir frá þingstaðnuni. Umsjónarmaður er Sigrún Stefánsdóttir. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok STÖÐ 2 LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 09:00 Morgunstund 10:00 Dennl dæmalausl 10:30 Baldurbiiálfur 10:55 Jarðarvinir 11:15 Slmml og Samml 11:35 Ey|aklikan 12:00 Skólalíf í Ölpunum 12:55 Gott á grillið 13:25 L]úfar lygar (Sweet Lies) Rómantísk gaman- mynd um Peter Nicholl, einkaspæj- ara tryggingafélags, sem kemur til Parísar til að veiða svindlarann Bill Taft í gildru. Bill þykist vera lamað- ur fyrir neðan mitti og fær stórar fjárhæðir í bætur. Aðalhlutverk: Tre- at Williams, Norbert Weisser, Jo- anne Pacula og Laura Manszky. Leikstjóri: Nathalie Delon. 1986. 15:00 Straumar vorsins (Torrents of Spring) Heillandi og rómantísk kvikmynd um Dimitri Sanin, rússneskan óðalseiganda sem fellur flatur fyrir eiginkonu vin- ar síns. Heitar ástríður láta ekki að sér hæða og Dimitri hefur skapað sér óvildarmenn með ístöðuleysi sínu. Aðalhlutverk: Timothy Hut- ton, Nastassia Kinski, Valeria Gol- ino og William Forsythe. Leikstjóri: Jerzy Skolimowski. 1990. 16:40 Skellurinn (Hit Man) Hollywoodleikstjórinn Roger Woods kennir í brjósti um fórnarlömb fjárglæframannsins Gordons Padway og ákveður að beita brellum kvikmyndanna til að klekkja á honum og kenna honum eftirminnilega lexíu. Aðalhlutverk: Dennis Boutsikaris og Gail O'Gra- dy. Leikstjóri: Gary Nelson. 17:55 Evrópskl vinsældalistinn 18:45 S]ónvarpsmarkaðurinn 19:1919:19 20:00 Falin myndavél (Candid Camera) 20:25 Mæðgur (Room for Two) 20:55 Lifvörðurinn (The Bodyguard) Tvær af skærustu stjörnum skemmtanaiðnaðarins, leikarinn Kevin Costner og söng- konan Whitney Houston, fara með aðalhlutverkin í þessari hrífandi spennumynd og útkoman er hreint frábær. Fyrrverandi leyniþjónustu- maður er ráðinn lífvörður ríkrar stórstjörnu eftir að hún hefur ítrek- að fengið alvarlegar morðhótanir. Dramatísk og áhrifarík spennu- mynd. 1992. 23:00 Manndráp (Homicide) Rannsóknarlögreglu- maður í Chicago er við það að kló- festa hættulegan dópsala þegar honum er falið að rannsaka morð á roskinni gyðingakonu. í fyrstu er hann mjög ósáttur við þessa þróun mála en morðrannsóknin leiðir ým- islegt skuggalegt í ljós sem kennir lögreglumanninum sitthvað um villimennskuna sem stórborgin elur af sér. Með aðalhlutverk fara Joe Mantegna og William H. Macy. 1991. Stranglega bönnuð börn- um. 00:40 Rauðu skómir (The Red Shoe Diaries) Erótískur stuttmyndaflokkur. Bannaður bömum. 01:10 Bláa eðlan (The Blue Iguana) Frumleg og fynd- in mynd um hálfmislukkaðan hausaveiðara sem er á hælunum á skrautlegum skúrkum og eltir þá til Mexikó. Sunnan landamæranna bíða hans meiri ævintýri en nokk- urn hefði órað fyrir. Ein fyrsta myndin sem Sigurjón Sighvatsson og félagar framleiddu. 1988. Stranglega bönnuð börnum. 02:40 Úlfahúsið (Legend of Wolf Lodge) Sögur um Úlfaskálann hafa gengið manna á milli í meira en tvær aldir. Sagt er að þar sé á sveimi máttugur andi sem gangi berserksgang ef hann skynjar einhverja fólsku í námunda við sig. Fyrir tuttugu árum gerðust hér hræðilegir atburðir og sagan endurtekur sig núna. Stranglega bönnuð börnum. 04:15 Dagskrárlok STÖÐ2 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 09:00 Bangsar og bananar 09:05 Dýrasögur 09:15 Tannmýslurnar 09:20 Kisa iitia 09:45 Þúsund og ein nótt 10:10 Sesam opnist þú 10:40 Ómar 11:00 Aftur til framtíðar 11:30 Krakkarnir við flóann. Lokaþáttur 12:00 íþróttir á sunnudegl - lógó 13:00 Með öilum mjalla (Perfectly Normal) Skemmtileg og manneskjuleg gamanmynd um ís- knattleiksmanninn Renzo og mat- reiðslumeistarann Turner sem ákveða að nota arf sem Renzo áskotnast til að setja á fót ítalskan veitingastað þar sem þjónarnir syngja aríur fyrir gesti og gangandi. Aðalhlutverk: Robbie Coltrane, Michael Riley og Deborah Duchene. Leikstjóri: Yves Simon- eau. 1990. Lokasýning. 14:45 örlagasaga (Fine Things) Átakanleg mynd um Bernie Fine sem giftist Liz, fagurri fráskilinni konu sem á unga dóttur, Jane. Skömmu eftir að þau hafa eignast saman son greinist Liz með krabbamein. Aðalhlutverk: Cloris Leachman, Judith Haag og Tracy Pollan. Lokasýning. 17:05 Banvæn fegurð (Lethal Charm) Aðalsöguhetja myndarinnar er fréttakonan Tess O'Brien, sem telur sig sjálfkjörinn arftaka fréttastjórans, sem er við það að láta af störfum. Snurða hleypur á þráðinn þegar aðstoðar- stúlka hennar fer að keppa við hana um stöðuna og beitir við það öllum tiltækum ráðum. Aðalhlut- verk: Barbara Eden, Heather Locklear og Stuart Wilson. Leik- stjóri: Richard Michaels. Lokasýn- ing. 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19:19 19:19 20:00 H]á Jack (Jack's Place) 20:55 Ástareldur (Hearts on Fire) Lesley Ann Warr- en, Tom Skerritt og Marg Helgen- berger fara með aðalhlutverkin í þessari vönduðu mynd um ástarþrí- hyrninginn sígilda. Jarrett ræður Mickey Woods til að annast eigin- konu sína sem þjáist af MS-sjúk- dóminum. Konunum verður vel til vina og Mickey kemur með ferskan andblæ inn á heimilið. En syndin er lúmsk og Jarrett dregst ósjálfrátt að ungu konunni... 22:25 60 mínútur 23:15 Hið fullkomna morð (Murder 101) Þegar kollegi ensku- prófessorsins Charles Lattimore og . einn nemenda hans eru myrtir er prófessornum kennt um. Hann verður að koma upp um morðingj- ann og hreinsa mannorð sitt. Aðal- hlutverk: Pierce Brosnan, Dey Yo- ung og Antoni Cerone. Leikstjóri: Bill Condon. 1991. Stranglega bönnuð börnum. Lokasýning. 00:45 Dagskrárlok STÖÐ2 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 17:05 Nágrannar 17:30 Spékoppar 17:50 Andlnn i flöskunnl 18:15 Tánlngarnlr i Hædagarðl 18:45 S|ónvarpsmarkaðurinn 19:1919:19 20:15 Neyðarlínan (Rescue 911) 21:05 Gott á grilllð 21:40 Selnfeld 22:05 Hver var Lee Harvey Osw- ald? (Who Was Lee Harvey Oswald?) Seinni hluti bandariskrar heimildar- myndar um morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta og morðingja hans. 23:00 Framapot (Lip Service) Ungur, myndarlegur fréttaþulur á ekki sjö dagana sæla þegar hann fær það verkefni að hressa upp á morgunfréttaþátt í sjónvarpi og þulinn sem var þar fyr- ir. Aðalhlutverk: Griffin Dunne og Paul Dooley. Leikstjóri: W.H, Macy. 1990. 00:35 Dagskrárlok

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.