Dagur - 08.10.1994, Blaðsíða 17
Laugardagur 8. október 1994 - DAGUR - 17
Vélsmiðjan framlciddi einnig sérstakar flagýtur á heimilisdráttarvélar.
Vélsmiðja Steindórs vann töluvert við Blönduvirkjun og fyrirtækið smíðaði
m.a. þessi handrið í starfsmannahús virkjunarinnar.
steypumót og svonefnd kerfismót
til uppsteypu á húsum og mann-
virkjum.
Fyrirtækið ekki orðið fyrir
neinum áföllum
Einn veigamesti þáttur starfsem-
innar nú hin síðari ár er í tengslum
við byggingariðnað, með smíði
burðarvirkja og stálgrinda í hús,
ásamt handriðum, hurðum og
ýmsu járnverki sem til þess þarf.
Einnig er mikið um viðgeróar-
vinnu við vörubifreiðar og vinnu-
vélar alls konar. Nú síðast hefur
fyrirtækið komið sér upp tækja-
kosti til smíóa úr blikki og fæst
þar við smíði á loftræstikerfum
ásamt allri venjulegri blikksmíði.
Einnig hefur færst mjög í vöxt nú
hin síðari ár, ýmis konar smíði úr
ryðfríu stáli, bæði í matvælaiðnaði
sem og listaverk ýmis konar.
Starfsemi fyrirtækisins er á
sviði járniðnaöar, sem þjónustu-
fyrirtæki við viðgerðir og nýsmíði
og nú síðast kom til starfa blikk-
smiður hjá fyrirtækinu.
Fyrirtækið hefur ekki orðið fyr-
ir neinum áföllum á þessum árum,
s.s. slysum á mönnum og munum.
Auk þess hefur fyrirtækið séð
nokkrum fjölskyldum farborða og
því má segja að reksturinn hafi
verió farsæll fram að þessu. Fyrir-
tækið hefur alla tíð byggt á hand-
verkkunnáttu starfsmanna sinna
og hefur haft þaö að leiðarljósi að
láta vel unnin verk frá sér fara.
VELSMIÐJA STEINDÓRS.HF
Vélsmiðjan flutti í nýtt húsnæði að Frostagötu 6a árið 1981 og þar er starfsemin enn tii húsa. Á myndinni sem tekin
var árið 1981 cru bræðurnir Sigurgeir og Steindór Steindórssynir en þeir tóku við rekstrinum árið 1977 af föður sín-
um.
Steindór Steindórsson, tók við
rekstri vélsmiðjunnar árið 1949
þegar fyrirtækinu var breytt í
hiutafélag og stýrði því til ársins
1977.
Steindór byggði nýtt verkstæði
að Kaldbaksgötu 2 og þar var
starfscmin til húsa frá árinu
1929 til ársins 1981. Árið 1946
var húsakosturinn tvöfaldaður
með viðbyggingu.
Alls vinna um 10 manns hjá vélsmiðjunni og hér sést stærsti hluti hópsins.
að það hafi verið grundvallarregla
innan fyrirtækisins, að afla fjárins
l'yrst og eyða því svo. Þctta hafi
bjargað fyrirtækinu frá því að
lenda í hremmingum, eins og
margir aðrir hafa orðið fyrir í
þessari grein.
„Verkefnastaðan er þokkaleg í
dag og þótt ég hafi aldrei haft
góða tiifinningu fyrir framtíðinni,
hafa hlutimir alltaf gengið upp,
svo það er engin ástæða til svart-
sýni og ég get ekki annað en verið
þokkalega bjartsýnn á framtíðina.
Það eru hins vegar árstíðasveiflur
í þcssari grein og mun minna um
að vera yfir vetrarmánuðina."
Vélsmiðjan hefur ráðið tii sín
Afkoma fyrirtækisins hefur ver-
ið þokkalcg í gegnum tíðina, seg-
ir framkvæmdastjórinn.
blikksmiö og segir Sigurgeir að nú
geti fyrirtækið boðið upp á enn
fjölbreyttari þjónustu á sviði
málmiðnaðar.
Þekkingin er verðmæt og
má aldrei glatast
Fyrirtæki í jámiðnaði hafa átt erf-
itt uppdráttar á síðustu árum og
mörg þeirra lagt upp laupana. Sig-
urgeir segist ekki eiga gott með aó
dæma aðra en hluti skýringana
geti verið offjárfesting og eins aó
fyrirtækin hafi vaxið of ört.
„Staðan á þessum markaði var
mjög sterk hér á Akureyri í kring-
urn 1970 og við njótum enn góós
af því. Sú mikla þekking scm
áunnist hefur í gegnum tíðina er
mjög verðmæt og hún má aldrei
glatast. Meó nýjum mönnum kem-
ur ný þekking og þaó hef ég orðið
var við í mínu fyrirtæki. Við höf-
um verið heppin með starfsfólk og
það skiptir miklu máli í rekstrin-
um.“
Sigurgeir segist verða aðeins
var við það að ungir menn vilji
læra járnsmíði og komast á samn-
ing. „Það hefur oróið mikil breyt-
ing til batnaðar varöandi námið
eftir að þessar verknámsdeildir
voru settar á fót og menn koma
mun betur undirbúnir út úr verk-
námsskólunum. -Og það eru alltaf
til ungir menn sem vilja leggja
þessa iðngrein fyrir sig.
Notið velvilja
fjölmargra aðiia
Það verður áfram þörf fyrir þessa
starfsgrein. Allur þessi mikli vél-
búnaður bæði til sjós og lands,
krefst viðhalds og eftirlits og það
verður stöðug vinna við slíkt. Þá
er mikil vinna við loftræstikerfi í
dag en hér áður var minna um að
slík kerfi væru sett upp og oft lát-
ið nægja að opna gluggann."
Sigurgcir segir því að mióað
við þær forsendur sem lagðar eru
til grundvallar, ætti að vera bjart
yfir grcininni en spurningin sé
hins vegar hvemig tekst að spila
úr hlutunum.
Hann sagði að lokum að Vél-
smiðja Steindórs hefði notió vel-
vilja fjölmargra aðila í gegnum
tíðina og fyrir það vildi hann
þakka. „Við höfum fullan hug á
því að halda áfram þessum rekstri
og vonandi eigum við eftir að gera
það um ókomna tíð.“
KK