Dagur - 08.10.1994, Síða 19

Dagur - 08.10.1994, Síða 19
Laugardagur b. október 1994 - DAGUR - 19 SÆVAR HREIÐARSSON Meryl Streep réði lítið við bátinn sinn. Milli lífs og dauda Það er ekki hættulaust að vera leikari og oft leggja þeir sig í mikla hættu við tökur á myndum. Óskarsverðlaunahafinn Meryl Streep var hætt komin við tökur á nýjustu mynd sinni, The River Wild, en leikkonan dróst tíu metra undir vatni eftir að hafa lent í straumröst og hvolft báti sínum. Hún hafði sagt leikstjóranum að hún væri of þreytt til að taka þetta áhættuatriði en samþykkti loks að róa einu sinni enn niður The Gauntlet, hættulegasta hluta flúðanna í Montana-ánni. Hún missti alla stjórn og gúmmíbáturinn valt með þeim afleiðingum að hún stakkst á bólakaf. Eftir að ósköpin voru afstaðin var leikkonan fegin því að vera enn í lifanda tölu. „Ég trúi ekki enn hvað gerðist, ég hefði getað dáið. Ég hélt að ég mundi aldrei ná yfirborð- inu á ný,“ sagði leikkonan og var greinilega miður sín yfir atburðinum. ÆVAREIDUR í FANGELSI Leikkonan undurfagra Robin Givens er stolt af líkama sínum og fer ekki leynt með hann. Nýlega sat hún fyrir nakin hjá karla- ritinu Playboy og í meðfylgjandi texta lét Ijún svívirðingum rigna yfir fyrr- um eiginmann sinn, Mike Tyson. Hann situr nú í fangelsi fyrir nauðgun og hún kallar hai yfirgangssegg og heigul. Hún yfirgaf hann eftir að hann fékk bræðiskast og barði á henni. „Þetta var ekki harðasta högg hans en þetta var það hrikalegasta því andlegu áhrifin voru varanleg," sagði leikkonan, sem lék m.a. í myndinni Boomerang á móti Eddie Murphy. Boxarinn er sagður ævareiður yfir þessum ummælum og ekki síst yfir því að hún skuli sýna öðrum dýrðina, sem hann bjó við á meðan þau voru gift. UTAN LANPSTEINANNA ERFIfl A TOPPINN Grínistinn og gamanleikarinn Jim Carrey kitlar nú hláturtaugar íslendinga með leik sínum í myndinni Mask. Litlu munaði þó að þessL, geðþekki leikari kæmist aldrei á toppinn, þar sem hann var áður forfallinn eiturlyfja- neytandi og töldu félagar hans að hann yrði ekki langlífur. Carrey, sem nú er 32 ára, var lítt þekktur grínisti í næturklúbbum í Los Angel es áður en hann sló í gegn í kvikmyndaheimin- um og var vanur að neyta mikils magns af kókaíni áður en hann steig á svið. Besti félagi hans á þessum árum var maður að nafni Wayne Flemming og hann segir þá hafa verið hætt komna. „Við vorum báðir dóp- istar og að öllu eðlilegu ættum við að vera dauðir í dag,“ sagði Flemming við blaðamenn fyrir skömmu. Þeir voru æskufélagar í Toronto í Kanada og fóru saman íjeit að frægð og frama í Hollywood. „Á þessum tíma var þetta bara eðlilegur hlutur og við hugsuðum ekki út í hættuna sem við vorum í. Síðar fengum við vitið og hættum þessari vitleysu. í dag er hann heilsufrík og smakkar varla áfengi nema með mat,“ sagði Flemming. Carrey skaust upp á stjörnuhimininn með leik sínum í mynd- inni Ace Ventura, The Pet Detective og næsta verkefni kappans er að leika í þriðju Batman-myndinni. Það má segja að hann hafi séð frægðina fyrir, því fyrir átta árum skrifaði hann ávísun upp á 10 milljónir dollara og lofaði að hann ætlaði að vera búinn að vinna fyrir henni um jólin 1994. Hann geymir ávísunina enn í veskinu og ætti að geta leyst hana út eftir afrek sín á hvíta tjaldinu. NIÐURLÆQINQ Stjörnurnar í Hollywood há nú harða baráttu við kvikmyndafram- leiðendur sem fara æ oftar fram á að þær taki lyfjapróf áður en þær fá hlutverk í myndum þeirra. Þetta þykir mjög niðurlægjandi fyrir þessar stóru stjörnur en framleiðendurnir vilja vita hvort þær séu hraustar og neyti ekki lyfja. Hjónakornin Bruce Willis og Demi Moore eru meðal þeirra sem hafa þurft að gefa þvag- og blóðsýni fyrir framleiðendur til að fá úr þessu skorið og Bruce var ekki alveg sáttur við þessar aðfar- ir. „Það eru mörg ár síðan ég bragðaði áfengi og það er öruggt að ég nota ekki eiturlyf," sagði leikarinn argur. Þessar hertu regl- ur koma í kjölfar dauða River Phoenix, sem dó úr ofneyslu vímuefna, og John Candy, sem fékk hjartaáfall á meðan á mynda- tökum stóð. Tryggingarfélög eru hætt að vilja tryggja myndir nema fá sönnun um að aðalleikendur geti klárað myndina. Bruce Willis og Demi Moore þurftu að sanna sig. Charlie Sheen lætur engan vaða yfir sig. SLAGSMÁL ÚT AFENGU Leikarinn kjaftfori Charlie Sheen er þekktur fyrir að lenda í vandræð- um hvar sem hann fer. Fyrir skömmu skrapp hann inn á póst- hús ásamt föður sínum, Martin Sheen, og var eitthvað ósáttur við lífið og tilveruna. Hann lét fúkyróin dynja yfir afgreiðslufólkið og lenti að lokum í handalögmálum við einn starfsmann. Svo virðist sem hann hafi ekki verió ánægður með þegar starfsmaóurinn neitaði aó kveikja í sígarettu kappans en reykingar voru bannaðar í húsinu. Að lokum þurfti pabbi gamli að draga soninn út úr húsinu. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem hann lendir í slagsmálum út af smámunum en hann lítur á sig sem stórstjörnu og vill að aðrir meðhöndli hann sem því hæfir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.