Dagur - 01.12.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 01.12.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 1. desember 1994 FRÉTTIR Atök á gatnamótum Eyrarvegar og Norðurgötu Ryskingar urðu síðdegis á þriðjudag á gatnamótum Eyrarvegar og Norðurgötu milli tveggja kvenna eftir að kastast hafði í kckki miili þcirra. Onnur þeirra var flutt á sjúkrahús mcð töluverða áverka eftir hníf og var þar enn í gær. Konurnar störfuðu á sama vinnustað. Málið er í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglunni. GG/Mynd: Robyn Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í nóvember: Atvinnuleysid mest meðal yngstu aldurshópanna -15% atvinnuleysi meðal 16-19 ára Háskólastúdentar á Akureyri: Fullveldisins minnst - í Deiglunni í kvöld Hagstofan framkvæmdi vinnu- markaðskönnun nýlega, þar sem tekin var staðan á vinnumark- aðnum 5. til 18. nóvember sl. Heildarúrtakið var um 4.500 manns á aldrinum 16-74 ára, sem valdir voru af handahófi úr Átakið Stöðvum unglingadrykkju: Sendir blað inn á öll heimili landsins - happdrætti hleypt af stokkunum Átakið Stöðvum unglinga- drykkju hefur sent öllum heimil- um landsins blað tii þess að vekja athygli á áherslum átaks- ins. Blaðið kemur út í 94 þúsund eintökum í dagblaðaformi og mun þetta vera eitt stærsta blaðaupplag sem um getur á ís- landi. Alls skrifa 23 manns um unglingadrykkjuna og skyld mál í blaðið, sem er 28 blaðsíður. Með blaðinu er happdrætti hleypt af stokkunum. Því er ætlað að standa straum af kostnaói við átakiö. Valin var sú leið aó stilla verði mióanna í hóf, þó aó vinn- ingar verði að teljast veglegir, tíu Fíat Punto, sem er nýr bíll á mark- aðnum. Fíatumboðió leggur happ- drættinu til umtalsveró verómæti og einnig hefur Búnaóarbankinn komió til móts við happdrættið. Átakinu Stöðvum unglinga- drykkju er ætlað aó standa yfir í eitt ár. Hvatinn aö stofnun þess er hin mikla og opinskáa áfengis- drykkja barna og unglinga, nú síð- ast einkum vegna mikillar aukn- ingar á bruggun landa og sölu á honum til barna og unglinga. Áfengisdrykkja er orðin mæl- anleg niður í 11 ára aldur og meira en fimmti hver 13 ára unglingur er farinn að neyta áfengis. Um það bil 55% ungs fólks eru komin með fast drykkjumynstur áður en lög- aldri til áfengiskaupa er náð, segir m.a. í fréttatilkynningu frá átak- inu. KK þjóðskrá. Alls fengust nothæf svör frá um 3.850 einstakling- um, sem jafngildir um 90% end- anlegri svörun. Samkvænrt könnuninni voru 4,7% vinnuaflsins án vinnu en þetta jafngildir að um 6.900 ein- staklingar hafi verið atvinnulausir um miðjan nóvember. I sams kon- ar könnun í nóvember í fyrra mældist atvinnuleysið 5,0% eða um 7.300 manns. I apríl sl. var at- vinnuleysið 5,9% eða um 8.600 manns. Fækkun atvinnulausra frá nóvember í fyrra er ekki marktæk. Atvinnuleysi er hlutfallslega Ákveðið er að reisa minnisvarða í Húsavíkurkirkjugarði um týnd sóknarbörn. Hugmyndin er að ástvinir er ekki geta vitjað leiða fólks er farist hefíir, geti látið út- búa fyrir sig plötu með nafni hins láta og komið henni fyrir á minnisvarðanum. Hann verður gerður úr stuðlabergsstöplum, sem komið verður fyrir á þar tií hannaðri flöt í garðinum. Hópur áhugafólks og sóknar- nefnd komu saman vegna þessa verkefnis og kusu nefnd til að vinna aó framgangi þess. Hjörtur Tryggvason, kirkjuvörður, og Að- alsteinn Baldursson munu fara að Flúðum til að velja stuðlabergs- stöpla í minnisvarðann. „Við vonum að með guós hjálp og góðra manna getum vió komið minnisvarðanum upp næsta sumar,“ sagði Dagmar Erlings- dóttir. Hún er í nefndinni ásamt Guórúnu Haraldsdóttur og boðuðu þær til blaðamannafundar til aó kynna verkefnið. I mörg ár hefur þaó verið draumur margra er sakna vina og vandamanna aó meira meðal kvenna en karla. Þá er atvinnuleysi hlutfallslega meira á höfuðborgarsvæðinu en öðrum landshlutum. Atvinnuleysi er minnst í strjálbýlum sveitarfélög- um. Atvinnuleysið er mest meðal yngstu aldurshópanna, eins og komió hefur fram í fyrri könnun- um Hagstofunnar, eða um 15% meðal 16-19 ára og um 7% meðal 20-29 ára. Hlutfall fólks á vinnumarkaði af öllum svarendum er 81,5% sem jafngildir um 145.500 manns. Þetta er svipað hlutfall og í nóv- ember 1993 og apríl 1994. KK hafa stað til að leggja að blóm og kveðjur. Framsýni ríkir við hönn- un þess minnisvarða sem fyrir- hugaó er að reisa, því hann á að geta dugað öllum sem í nútíð og framtíð hafa hug á aó minnast týndra ástvina í kirkjugarðinum. Nefndin hefur hafið söfnun til Tíl Qölda ára hafa stúdentar við Háskóla íslands haldið upp á fullveldisdaginn 1. desember og nú hafa stúdentar við Háskól- ann á Akureyri ákveðið að gera slíkt hið sama. Fullveldisins verður minnst með sérstakri menningardagskrá í Deiglunni í kvöld, 1. desember, kl. 20.30. Vegagerð ríkisins: Býður út 7,7 km vegarkafla á Austara- selsheiði Vegagerð ríkisins hefur auglýst lagfæringu Norðurlandsvegar frá Kísiliðjunni við Mývatn austur um Námaskarð og að ný- byggingu á Austaraselsheiði. Samtals er hér um að ræða 7,7 km Iangan vegarkafla. Verkinu skal lokið 1. október 1995. Til- boð verða opnuð 12. desember nk. Umræddur vegarkafli veróur lagður bundnu slitlagi. Lega veg- arins mun taka breytingum. Þann- ig verða þrjár krappar beygjur í Námaskarði lagfærðar og veróur þar mesta tilfærslan á veginum, 12 metrar, á stuttum kafla. Fram kemur í Framkvæmda- fréttum Vegagerðarinnar að í vet- ur verði efni í efra burðarlag flutt frá námu við flugvöllinn í Mý- vatnssveit austur yfir Námaskarð og haugsett þar. Framkvæmdir munu síðan hefjast næsta vor og á kaflanum austan Námaskarós aó vera lokið að fullu með slitlagi þann 1. ágúst 1995 en fram- kvæmdir um Námaskarð hefjast í fyrsta lagi eftir það. Undirbygg- ingu skal lokið I. október og slit- lag verður lagt vorið 1996. Þess má geta aó í haust var lok- ið við að leggja klæðningu á 7,6 kílómetra kafla um Austarasels- heiói. Kaflinn sem nú er boðinn út er vestan við þann kafla sem lokió var við í haust. óþh uppsetningar minnisvaróans og opnað reikning í Landsbankanum á Húsavík, almenna sparisjóðsbók no. 5674. Dagmar og Guðrún sögðu alla aðstoó vel þegna, einnig í formi vinnuframlags eða við flutninga á stöplunum til Húsavíkur. IM Jörgen Gunnarsson, formaður Félags stúdenta vió Háskólann á Akureyri, segir að vel hafi þótt við hæfi að minnast fullveldisins á þennan hátt. Jörgen tók fram að allir væru velkomnir á dagskrána í kvöld, jafnt stúdentar sem Akur- eyringar og nærsveitamenn. Fjölbreytt dagskrá verður í Deiglunni í kvöld, m.a. söngur og upplestur. Þá mun Gestur Geirs- son, nemandi á fjóróa ári sjávarút- vegsbrautar, fiytja ávarp. Þá má geta þess að úrslit veróa kynnt í kvöld í verðlaunasam- keppni meóal nemenda í Mynd- listaskólanum á Akureyri um merki Félags stúdenta við Háskól- ann á Akureyri. óþh Hljómflutnings- tækjum stoliö Hljómflutníngstækjum var stol- ið úr sal á Hótel Hörpu á Akur- eyri aðfaranótt miðvikudagsins. Farið var inn um hurð á bakhlið hótelsins. Um vönduð hljómflutningstæki var aó ræða og verðmæti því um- talsvert. Þjófnaðurinn uppgötvaó- ist í gærmorgun en síðdegis í gær var málið enn óupplýst. GG Bifreið ónýt eftir árekstur Mjög harður árekstur varð á gatnamótum Ólafsvegar og Að- algötu í Ólafsflrði eftir hádegi í gær og var orsökin sú að bið- skylda var ekki virt en mikil hálka var í Ólafsfirði í gær sem og víðar á Norðurlandi. Um fólksbíl og jeppa var að ræóa og er fólksbifreiðin talin ónýt en jeppinn er nokkuð skemmdur. Ekki urðu meiósl á fólki. GG — Dalvík: Bæjarmála- punktar ■ Bæjaráð hefur samþykkt til- boó frá Kirkjumiöstöðinni við Vestmannsvatn í gömlu sund- laugina, pott og hrcinsitæki. ■ Bæjarráói hefur borist-bréf lrá Félagi íslenskra leikskóla- kennara, þar sem þess er óskað að ráðinn veröi leikskólafull- trúi. Jafnframt er farió fram á að stöður vió lcikskóla vcrði mannaðar réttindafólki. ■ Bæjarráö hefur faliö bæjar- stjóra og bæjartæknifræðíngi aö kanna möguleika á samn- ingum við Vegagerð ríkisins um götulýsingu vió þjóðveginn sunnan og npróan bæjarins, mióað við Árgerðisbrú og Svæði. ■ Bæjarráð fjallaöi um firam- kvæmd á greiðslu húsaleiga- bóta á fundi sínum nýlcga. Þar kom fram að í félagsmálaráði kom upp sú hugmynd aó í fyrstu störfuðu félagsmálastjóri og húsnæðisfulltrúi saman að ffamkvæmdinni. Þá lá fyrir kostnaóaráætlun um að hlutur bæjarins verði ea. 2.880.000,- kr. í niðurgreiðslur á húsaleigu. ■ Bæjarráði hefur borist erindi lrá stjórn Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs þar sem heimiluð er breyting á vcrkcfnum í at- vinnuátaki og taka megi inn þjónustu við lífeýrisþega t.d. við hreingerningar, haustvinnu í göröum og fieira og einnig við verkefnið „Vöm fyrir börn“. Dagmar Erlendsdóttir og Guðrún Haraldsdóttir eru í nefndinni sem vinnur að því að reisa týndum sóknarbörnum minnisvarða í Húsavíkurkirkjugarði. Mynd: IM Húsavík: Minnisvarði í kirkjugarðinn - fyrir þá sem ekki geta vitjað leiða ástvina sinna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.