Dagur - 01.12.1994, Blaðsíða 14

Dagur - 01.12.1994, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 1. desember 1994 HESTAMENN Opið hús verður í Skeifunni föstudagskvöldið 2. desember. Húsið opnað kl. 22.00. Kántrýstemmning á staðnum. Mætum vel á síðasta skemmtikvöld fyrir áramót. Desember- fagnaður Hinn árlegi desemberfagnaður Karlakórs Ak- ureyrar-Geysis verður haldinn laugardaginn 3. desember nk. í Lóni. Fjölbreytt dagskrá að vanda. Velunnarar velkomnir meðan húsrúm leyfir. Húsið opnað klukkan 19.30 en borðhald hefst klukkan 20.00. Þátttaka tilkynnist í síma 22360 (Jónas). Þverflautuflokkur skólans. Nemendur í gítarleik. Blásarahópurinn ásamt slagverks- leikurum. Myndir: List-Mynd Tónlistaskóli Dalvíkur 30 ára: Flestir aðhyllast píanóið Tónlistaskóli Dalvíkur varð 30 ára á þessu ári og þessara tímamóta var minnst með tónleikum í Dalvíkurkirkju 19. nóvember sl. þar sem nokkrir nemendur skólans léku á ýmis hljóðfæri. I dag eru 137 nemendur við skólann, en að sögn Hlínar Torfadóttur skólastjóra eru flestir nemendur í píanó- leik. Að loknum tónleikunum var boðió til kaffidrykkju í safnaðarheimilinu, þar sem saman var komið á annað hundrað manns. GG NÝJAR BÆKUR Sjóðfélagar í Lífeyrissjóði KEA Fundur verður í Starfsmannasal KEA Sunnu- hlíð sunnudaginn 4. desember 1994 kl. 13.30. Á fundinum verða bornar upp til samþykktar breytingar á reglugerð lífeyrissjóðsins. Sjóðfélagar! Mætum allir og gætum okkar hagsmuna, þetta eru okkar laun í framtíðinni. Stjórn SKE 1994. Líf og fjör Laugardaginn 3. desember verður meiriháttar fjör í Fiðl- aranum á 4. hæð Alþýðuhússins á Akureyri frá kl. 22-03. Trió Birgis Mar. spilar gömlu og nýju dansana. Um kl 22.30 kemur Jóhann Már Jóhannsson og syngur nokkur lög við undirleik Sólveigar Einarsdóttur. Fjölmennum og tökum með okkur góða skapið. Stjórnin. Augu þín sáu mig Mál og menning hefur sent frá sér skáldsöguna Augu þín sáu mig eftir Sjón. Smábær í Neðra-Saxlandi að næt- urlagi - er nokkur staður friðsælli og ólíklegri til tíóinda? En ef þetta er árið 1944, og dularfullur maður er nýkom- inn á gistiheimili staðarins, þar sem þjónustustúlkan Marie-Sophie er með- al þeirra sem ganga til verka? Hvert er erindi hans, og hvaða óttalega leynd- ardómi býr hann yfir? Og hvemig get- ur stúlkan fagra orðið honum að liói? A þessum grunni rís þessi nýja ást- arsaga eftir Sjón. Sagan er auk þess spennandi, sögulega grunduð og dul- arfull. Hugkvæmni höfundar og stíl- gáfa nýtur sín hér vel, auk þess sem hann sýnir á sér nýja hlið, hlið sögu- manns sem hefur bæði tök á efni sínu og lesendum. Sjón hefur áður samið leikrit, ljóð og tvær skáldsögur, Stálnótt og Engill, pípuhattur og jarðarber, en Augu þín sáu mig er stærsta verk hans til þessa. Bókin er unnin í G. Ben. prent- stofu hf. Robert Guillemette og Sjón gerðu kápuna. Veró kr. 3.380. Þetta er allt að koma Mál og menning hefur sent frá sér skáldsöguna Þetta er allt að koma eft- ir Hallgrím Helgason. Þetta er opinská bók um stormasaman æviferil hinnar dáðu listakonu Ragnheiðar Bimu allt frá getnaói til nýjustu sigra hennar í lífi og list. Höfundur segir hispurs- laust og vandlega frá erfiðri baráttu Ragnheiðar og leit hennar að hinum hreina tóni. Lesendur kynnast mörgu af því góða fólki sem lagði henni lið í blíðu og stríðu af fádæma ósérhlífni. Sagan er byggð á ítarlegum viðtölum við Ragnheiói sjálfa um ástir hennar og áhugamál auk vitnisburðar sam- ferðamanna hennar. Þetta er því ógleymanleg bók sem helgað hefur sig listinni og fegurðinni og veitt birtu og gleði inn í líf svo margra. Hallgrímur Helgason er ungur Reykvíkingur og tónlistamnnandi. Hann hefur séð um „Útvarp Manhatt- an“, skrifað fjölda greina í blöð og haldið myndlistarsýningar hér heima og erlendis. Aóur hefur hann skrifað skáldsöguna Hellu. Þetta er allt að koma er 434 bls., unnin í G. Ben prentstofu-Eddu hf. Höfundur gerði kápuna ásamt Torfa Frans Ólafssyni. Verð kr. 3.380. Sorry, mister boss - Þórðar saga Jónssonar Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út bók- ina Sorry, mister boss, ævisögu Þórðar Jónssonar, skráða af Róbert Brimdal. Þórður er uppalinn í Keflavík en hefur víða farið þótt hann sé bundinn við hjólastól og var m.a. búsettur í Afríku um skeið. Hann rekur nú jeppaparta- sölu í Reykjavík. Þórður Jónsson hefur ævinlega far- ið eigin leiðir í lífinu og ekkert látið standa í vegi fyrir útþrá og athafna- þörf. Hann flutti einn síns liðs til Ródesíu á óeirðatímum og lenti þar í ótrúlegum ævintýmm, hafði til dæmis eitt sinn púða fullan af peningum und- ir sér í hjólastólnum, sem hann hefur verið bundinn við frá fæðingu og dvaldi um skeið úti í frumskógi, óra- fjarri öómm hvítum mönnum. Áður en yfir lauk hafði hann lent í höndum skæruliða, setið undir geltandi byssu- kjöftum og horft á saklaus ungmenni stráfelld. Eftir þá skelfilegu lífsreynslu sneri hann heim til Islands að nýju og þótt hann hefði misst aleiguna, tókst honum að koma undir sig fótum að nýju og eignast fyrirtæki, heimili og fjölskyldu. Þetta er saga manns sem lét ekki dæma sig úr leik, heldur lét drauma sína rætast. Höfundur bókarinnar, Róbert Brimdal, er auglýsinga- og myndlist- armaður, nú búsettur í Bandaríkjun- um. Þeir Þóröur hafa þekkst í þrjá ára- tugi. Sorry, mister boss er fyrsta bók Roberts. Bókin er 223 blaðsíður að stærð og em í henni allmargar myndir. Hún er prentuð í Prentbæ hf. Verð bókarinnar Vertu með okkur allan sólarhringinn: Tónlist - leikir - góð tónlist - viðtöl frábær tónlist - íþróttir - langbesta tónlistin. fyrir alla sími í stúdiói 27333, - auglýsingar og fax 27636 er 3.480 krónur. Fyrsta skáldsaga Megasar Mál og menning hefur sent frá sér fyrstu skáldsögu Megasar, Björn og Sveinn. Aðalpersónur sögunnar em feðgamir Axlar-Bjöm og Sveinn skotti. Þeir hafa verið nokkurs konar þjóðardýrlingar frá því þeir vom uppi enda þótt menn hafi afsannað ýmis at- riði í hinum ástsælu þjóðsögum um þá. Lykillinn að þessu verki er óperan Don Giovanni eftir Mozart, en þangað sækir höfundur bæói söguþráð og efn- isáherslur. Bjöm og Sveinn er nýlunda í höf- undarverki Megasar því hann hefur hingaö til að mestu tamið sér knapp- ara form dægurlagatextans. Bjöm og Sveinn er 384 bls., unnin í G. Ben. prentstofu-Eddu hf. Höfund- ur gerði kápuna ásamt Margréti Lax- ness. Verð kr. 3.380. Söngur Salómons Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér skáldsöguna Söngur Salómons eft- ir bandaríska Nóbelsverðlaunahöfund- inn Toni Morrison. Söngur Salómons er ein þekktasta skáldsaga þessa frá- bæra höfundar. I kynningu Forlagsins segir: Sagan segir frá ungum blökkumanni, Milk- man, og fjölskyldu hans, en þótt frá- sögnin hverfist um eina fjölskyldu er í raun um að ræða skáldverk sem spannar heila öld í sögu bandarískra blökkumanna. Milkman elst upp í um- hverfi sem vanrækir þarfir hans sem manneskju, hann er áttavilltur ungur maður sem hefur engar hugsjónir að leiðarljósi í lífinu. Líf hans tekur af- drifaríkum breytingum þegar hann kynnist föðursystur sinni, Pílatus og frændum sínum Rebu og Hagar. Óvæntir atburðir verða til þess að Milkman heldur í fjársjóösleit sem verður honum afdrifarík. Hann fmnur fjársjóð - kannski annan en hann ætl- aði - og mætir örlögum sínum. Úlfur Hjörvar þýddi bókina og kostar hún 3.380 kr. Sýslumaðurinn Húsavík Útgarði 1, 640 Húsavík, sími 41300 Uppboð Framhald uppboðs á eftirtalinni eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Höfóabrekka 25, Húsavík, þingl. eig. Gunnar Bergmann Salómons- son, geröarbeiðendur Bykó hf., Búnaðarbanki íslands, Akureyri, Húsasmiðjan hf., Lífeyrissjóður sjó- manna, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og íslandsbanki hf„ lögfræðideild, 5. desember 1994 kl. 14.00. Sýslumaðurinn Húsavík 28. nóvember 1994.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.