Dagur - 01.12.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 01.12.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 1. desember 1994 Lögmannshlíðarkirkjugarður Leiðalýsing Hjálparsveit skáta stendur fyrir leiðalýsingu í kirkjugarðinum eins og undanfarin ár. Tekið á móti pöntunum í síma 24752 fram til þriðjudagsins 6. des. Verð á krossi kr. 1.200. Þeir sem vilja hætta tilkynna það í sama síma. Náttúrufræðistofnun íslands á Akureyri og embætti Veiðistjóra flyst í Krónuna: Akurevrarbær tekur á leigu húsnæði undir sýningarsal Undirritaöur var sl. mánudag leigusamningur milli Byggingar- félagsins Lindar hf. annars vegar og umhverfis- og fjármálaráðu- neytis hins vegar um leigu á 6. hæð Hafnarstrætis 97 (Krónunni) undir starfsemi Veiðistjóra, sem Við leggjum nú aukna áherslu á ferskt kjöt og nýja ferska rétti í neytendaumbúðum undir merkinu í matvöruverslunum KEA Af þessu tilefni gefum við út afsláttarmiðann hér til hliðar Nýtið ykkur afsláttinn gegn framvísun miðans í einhverri af matvöruverslunum KEA t3BB kjötiðnaðarstöð ms- efC ***** Afsláttarmiði Rækjupasta m/skinku afsláttur kr. 30,- Gegn framvísun þessa miða Gildir einungis í Matvöruverslunum KEA Afsláttarmiðinn gildir til 4. desember 1 690600 999672 Á Á Á Á Á Á Á Á Á Á Á -y á á á á á á á á á á á á á á á á á á á r k r k r k r k r k r k r félagsmtmna afslaettinum lýkur 3. desember Vöruhús Byggingavörudeild (valdir vöruflokkar) Raflagnadeild Hrísalundur kjallarinn i versiunum kea utan Akureyrar gilda elntiig sömu kjör á sömu vörum k r k r k r k r k r k r k r k r k r k r k r k r k r k flyst til Akureyrar 1. febrúar 1995 og Náttúrufræðistofnunar Islands, seturs á Akureyri. Leigutími er 10 ár, frá 1. september 1995 til 31. desember 2005. Leigusali innrétt- ar húsnæóið fyrir gildistöku samn- ingsins. Til bráðabirgöa er leigt húsnæöi á 3. hæð í Hafnarstræti 97 frá 1. febrúar nk. er embætti Veiðistjóra flyst norður og til 31. ágúst 1995. Jafnframt þessu var undirritað samkomulag milli Akureyrarbæjar og Lindar hf. um leigu á húsnæði í Hafnarstræti 97 fyrir sýningarsal Náttúrufræðistofnunar Noróur- lands, sem rekinn er af Setri Nátt- úrufræðistofnunar Islands sam- kvæmt samstarfssamningi dags. 22. desember 1993. Stefnt er að því að gengið veröi frá endanleg- um leigusamningi um húsnæðið eigi síðar en 20. desember nk„ sem taki gildi í októbermánuði 1995 og gildi til tíu ára. „Það var okkur rnikil ánægja þegar húsnæði fannst undir starf- semi Náttúrufræðistofnunar Is- lands á Akureyri og við trúum því að þetta nýja húsnæði verði til að efla þá starfsemi sem þar fer fram. Við viljum leggja okkar af mörk- um með því aó leigja sal í sama húsnæði undir sýningarsal Nátt- úrufræóistofnunar Noróurlands, sem rekin er af Setri Náttúrufræði- stofnunar Islands og gera hann betur úr garöi en þann sem verið hefur fram að þessu. Það hefur ekki dregið úr áhuganum að hing- að flyst jafnframt embætti Veiði- stjóra en það hefur verið á stefnu- skrá allra stjórnmálaflokka að auka umsvif opinberra stofnanna utan Reykjavíkur. Þó þetta embæti sé ekki stórt er það mikils vísir, en stundum er sagt að vilji sé allt sem þarf. Vonandi veróur þarna gott samstarf og efling á starfseminni en þetta veróur einnig til þess að hús sem hefur ekki að fullu verið byggt veður nú fullbyggt og kemst í notkun og eykur líf og þrótt í miðbæ Akureyrar,“ sagði Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, aó lokinni undirskrift leigusamn- inga og samkomulags um leigu á sýningarsal fyrir Náttúrurfræði- stofnun Norðurlands. Hörður Kristinsson, forstöðu- maður Náttúrufræðistofnunar Is- lands á Akureyri, segir að þessi staðsetning hafí vissa kosti og það hafi staósetning í Glerárgötu líka, en um tíma var rætt um að tekió yröi á leigu húsnæði undir starf- semina þar. - Er kostur að vera í miðbæn- um með þessa starfsemi? „Ég held að það sé kostur fyrir sýningarsalinn en skipti minna máli fyrir stofnunina. Óll aðkoma er nokkuð erfið eins og er, króka- leiðir að ofan úr Gilsbakkavegin- um og hvergi hægt að komast mjög nærri hinum megin frá. Það hefur alltaf kosti að vera í mið- bænum, stutt í ýmsar stofnanir. Þrátt fyrir aukið húsrými er ekki á döfinni að breyta í neinu starfsemi eða verkefnum stofnunarinnar enda fast skilgreind í lögum en það opnar fleiri möguleika. Fléttu- rannsóknir sem við höfum verið með flytjast þó alfarió til okkar en nauðsynlegar efnarannsóknir hafa verið framkvæmdar í húsnæði Há- skólans í Glerárgötu," sagði Hörð- ur Kristinsson. GG Frá afhendingu hjartasíritans á Húsavík. Ncðri röð f.v. Gunnar Rafn Jóns- son, læknir, Ingimar Hjálmarsson, læknir, Aldís Friðriksdóttir, hjúkrunar- forstjóri, Guðmundur Oskarsson, læknir og Gísli G. Auðunsson, læknir. Efri röð f.v. Friðfinnur Hcrmannsson, framkvæmdastjóri Sjókrahóssins, Vilhjálmur Jónasson, formaður Fclags hjartasjóklinga og fclagarnir Skúli Jónsson, Jóhanna Aðalstcinsdóttir, Ólafur Guðmundsson og Hclgi Bjarna- son. Mynd: IM Sjúkrahúsið á Húsavík: Hjartasjúklingar gefa hjartasírita Félag hjartasjúklinga í Þingeyj- arsýslum afhenti Sjúkrahúsinu á Húsavík hjartasírita að gjöf sl. miðvikudag. Um er að ræða svonefnt Holt- ertæki sem er þeirrar gerðar að þaó fylgist með og skráir truflanir á hjartslætti sjúklings, en hann er látinn ganga með tækió í sólar- hring. Lesið er úr niðurstöðum rannsóknarinnar í flóknari tækja- búnaði, sem er til staðar í Rcykja- vík. Hjartasíritinn kostar um 260 þúsund kr. þegar virðisaukaskattur er mcðtalinn, að sögn Vilhjálms Jónassonar, forsvarsmanns félags- ins. Félaginu var þökkuð gjöfin og Gísli G. Auðunsson sagði tækið hið mesta þarfaþing, töluvert ör- yggistæki sem þegar hefði verið notað á sjúkrahúsinu fyrir form- legu afhendinguna. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.