Dagur - 01.12.1994, Blaðsíða 16

Dagur - 01.12.1994, Blaðsíða 16
Akureyri, fímmtudagur 1. desember 1994 Lf: Q IQ Verbur þessi gœðastimpill á nýju innréttingunum og hurðunum þínum? Trésmiðjon fllfci • Óscyri lci • 603 flkureyri Sími 96 12977 • Fox 96 12978 Flutningur viðskipta UA til Islenskra sjávarafurða: i ■ ^ Engin fljot- ræðisákvörðun - segir Pétur Bjarnason, stjórnarmaður í ÚA Starfsmaður Slippstöðvarinnar-Odda við vinnu um borð í Beini. Mynd: Robyn Isíðustu viku var greint frá þeirri hugmynd að Útgerðar- félag Akureyringa fari að selja sínar vörur í gegnum íslenskar sjávarafurðir í stað Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og jafnframt að höfuðstöðvar ÍS flytjist til Akureyrar. Áhersla hefúr verið á það lögð að hér er um tvö aðskild mál að ræða. Þó dylst fáum að visst samhengi er á milli. Pétur Bjarnason, stjórnarmaður í ÚA, segir þetta ekki hafa verið rætt með formlegum hætti í stjórninni og Iítið um það aö segja umfram þaó sem þegar hefur Slippstööin-Oddi hf.: Betri verkefnastaða a þessum árstíma en mörg undanfarin ár Verkefnastaða Slippstöðvar- innar-Odda hf. er nú betri en hún hefur verið á þessum árs- tíma í áraraðir. Tvö stór verk- efni eru nú hjá stöðinni, þ.e. um- fangsmiklar breytingar á togara Útgerðarfélags Akureyringa hf., Svalbak EA-2, m.a. á rækjulínu, og einnig tekur stöðin þátt í miklum breytingum á vinnslu- dekki færeyska togarans Beinis sem Framherji hf., nýtt hlutafé- lag, m.a. í eigu Samherja hf. keypti nýlega í Færeyjum. Nið- ursetning á tækjum í Svalbak EA hefst 20. desember nk. en verklok eru 15. janúar nk. en engin umsamin verklok í Beini enda um óskilgreind verk að ræða. Guðmundur Tuliníus, forstjóri Slippstöðvarinnar-Odda, segir að verkefnastaðan sé nú betri en menn hefðu þorað að vona þegar horft var til þessa árstíma á miðju ári. Fleiri verkefni eru í athugun, og eins er stöðug þjónusta við ýmsa aóila á svæðinu. Þrátt fyrir þetta veldur það ekki breytingum á mannahaldi, þ.e. ekki verða kall- aðir til fleiri starfsmenn ótíma- bundið, en í dag starfa um 100 manns hjá Slippstöðinni-Odda. Unnið veróur milli jóla og nýjárs. „Nokkrar slipptökur eru í bí- gerð og ástandið betra nú en þaó hefur oft verið á þessum árstíma. Markaóurinn viróist vera töluvert líflegri nú en oft áður, og ég hugsa að því valdi að sumarið hafi verið útgerðinni betra en oft áöur. Mér fmnst líka aó þaó ríki almennari bjartsýni á framtíðina en verið hefur um langan tíma. Við erum nú að smíða hluta af hrognaskilju- búnaði fyrir Krossanesverksmiðj- una og því þarf að skila upp úr áramótum. Við gerum okkur von um að fá að smíóa þannig búnaó fyrir fleiri loðnuverksmiðjur því forsvarsmenn verksmiðjanna eru farnir að sjá töluverða verðmæta- aukningu í hrognunum,“ segir Brynjólfur Tryggvason, yfirverk- stjóri. Af 100 starfsmönnum Slipp- stöðvarinnar-Odda hf. eru um 75 framleiöslumenn og ekki hefur þurft að fækka starfsmönnum frá því sem var í sumar. GG Hagvirki-Klettur skilur eftir sig sviðna jörð í S- Þingeyjarsýslu: Með því óþokkalegra sem maður hefur séð VEÐRIÐ Veður fer hlýnandi í dag, fyrst sunnanlands. Á Noró- urlandi vestra verður hægt vaxandi austan átt í dag og stinningskaldi eða all- hvasst og snjókoma síð- degis. Stinningskaldi, all- hvasst og snjókoma á Norðurlandi eystra, hiti 3 til 7 stig. Spáð er bjartviðri norðaustan til á landinu er nær dregur helgi. - segir Kristján Gjaldþrot verktakafyrirtæk- isins Hagvirkis-Kletts hf. sl. haust hefur komið illa við marga undirverktaka, sem sumir áttu verulegar íjárhæðir inni. Þeirra á meðal eru fyrirtæki í Mývatns- sveit og víðar í S-Þingeyjarsýslu, sem unnu fyrir Hagvirki-Klett í vegagerð á þjóðvegi eitt um Mý- vatnsöræfi. Talið er að þing- eyskir aðilar eigi inni á annan tug milljóna og útlit er fyrir að nánast ekkert náist til baka af þessum peningum. Er tjón sumra tilfinnanlegt. Sniðill hf. í Mývatnssveit er eitt þeirra fyrirtækja sem var und- irverktaki í umræddri vegagerð og mun tapa á fjóróu milljón kr. Kristján Yngvason, framkvæmda- stjóri, segir ljóst að eitthvaó þurfi að gera til að koma í veg fyrir svona hluti. „Ég held að þar sem menn eru að vinna fyrir ríkið þá verði það að gera meiri kröfur um tryggingar þannig að undirverk- takar séu aö einhverju leyti tryggðir. Menn hafa alla mögu- leika á að gera slíkt og þetta tíök- ast víða erlendis. Ég get líka nefnt sern dæmi aó af því sem við töp- um eru um 800 þúsund bara þungaskattur, sem við þurfum aö borga beint til ríkisins.“ Þetta einstaka mál er langt frá því aó vera hió fyrsta sinnar teg- Yngvason hjá Sniðli hf. í Mývatnssveit undar og margir sem gerst hafa undurverktakar eiga um sárt að binda eftir gjaldþrot verktaka. Þær raddir gerast æ háværari sem segja að til einhverra aðgerða þurfi að grípa og var Kristján spurður hvort hann hefði heyrt af einhverju slíku. „Það er búið að ræða þetta bæði við þingmenn og ráðherra sem segjast vera allir af vilja gerð- ir, en efndirnar og framkvæmdirn- ar eru engar. Það viróist nú vera með þess aðila (Hagvirki-Klett) að þeir hafa siglt mjög skipulega inn í þetta gjaldþrot. Þetta er með því óþokkalegra sem maður hefur séð því það hefur greinilega verið unnið mjög markvisst að þessu. Það var búið að koma öllum eign- um og tækjum undan sem eitthvað bitastætt var í, stofna annað fyrir- tæki fyrir þremur árum og koma vélunum þar yfir þannig aö það næst ekkert af þeim,“ sagði Krist- ján. Þess má geta að fyrir tveimur árum var Hagvirki-Klettur að vinna við hafnarbætur á Húsavík. Þá þótti stefna í að undirverktök- um yrði ekki greitt og gripiö var til þess ráós að halda eftir pening- um til að gera upp við þá. Annar aöili sem rætt var við sagði að Vegagerðin þyrfti að fara að hugsa sinn gang. Verið er að láta aðila hafa verk fyrir kanski 60-70% af kostnaðaráætlun en málió sé að verkið kosti þá pen- inga sem Vegagerðin áætlar. Spurningin sé bara hvað matráðs- konan og undirverktakar þurfi aö borga stóran hlut í raun. HA Akureyri: Samstarf RALA og Háskólans í deiglunni Viðræður standa yfír milli Háskólans á Akureyri og Rannsóknastofnunar landbún- aðarins um samstarf á sviði mat- vælarannsókna. Liður í þessu samstarfi er aó á Akureyri verói starfsmaður RALA og hann sinni auk rannsóknastarfa kennsluskyldu vió Háskólann og er þá bæði verið að tala um kennslu í rekstrarfræði og sjávar- útvegsfræði. Fyrir liggja drög að samstarfssamningi RALA og Há- skólans í þessa veru og er við það rniðað að starfsmaóurinn hafi starfsaöstöóu í Búgarði á Akur- eyri. óþh komið fram. „Það eru áhugamenn utan stjórnar sem hleypt hafa þessu í gang. I allri umfjöllun hef- ur bæjarstjóri lagt á það ríka áherslu að í fyrsta lagi eru þetta tvö óskyld mál og í öðru lagi að Akureyrarbær komi ekki til með aó taka ákvörðun um rekstrarþætti hjá ÚA.“ - Hvernig lýst þér persónulega á að ÚA flytji viðskiptin til ÍS? „Mér finnst að menn þurfi að byrja á að hugsa slíkt skref afar vel og það er engin fljótræðis- ákvörðun. En auðvitaó hljóta við- skipti ÚA, bæói við sína byrgja og aóra, stöóugt að vera til „krítískr- ar“ endurskoðunnar. Á hitt ber að líta að ÚA er stærsti aðilinn innan SH og er þ.a.l. í mikilli valdastöðu þar.“ - Kannski er óvarlegt að fara að kasta því frá sér? „Það þurfa að vera sterk rök fyrir því finnst mér,“ sagði Pétur og sagðist jafnframt ekkert frekar búast viö því aó málið verði rætt innan stjórnar á næstunni. „Ég geri ráð fyrir að hugsanlegt framhald á þessu veröi þaó að fram fari einhverjar viðræóur milli bæjarins og IS um hvaða kostir geti fylgt því fyrir fyrirtækið að flytja hingað. Hitt, hvar ÚA hefur sín viðskipti, verður að meta út frá vióskiptaforsendum ÚA, ef og þegar það er talið eðlilegt.“ HA Frábœrt verð á plastrimla- gardínum Stœrðir: 40x150-180x150 40x210-180x210 Sníðum eftir máli KAUPLAND Kaupangi ■ Sími 23565^ NNANHÚSS' MÁLNING 10 lítrar frá kr. 3.990,- KAUPLAND Kaupangi ■ Sími 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.