Dagur - 01.12.1994, Blaðsíða 9

Dagur - 01.12.1994, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 1. desember 1994- DAGUR-9 Húsavík: Styrkir úr Jólaskraut írá járnsmíðaverkstæði Framleiðsla jólaskrauts og kerta- stjaka er uppfyllingarverkefni hjá vélsmiðju á Húsavík. Þegar minna er að gera við viðhaldsvinnu fyrir togarana og trillurnar og við hina grófari smíði er lagður grunnur að skrautmunum fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Vélsmiðjan Múli sf. er í eigu Helga Jökulssonar og hann vinnur dags daglega við alla almenna járnsmíði, viðgerðir og nýsmíði, auk þess sem ofnar eru framleidd- ir hjá fyrirtækinu samkvæmt pönt- unum. En þegar stund gefst rnilli stríða við stórverkefnin gerir Helgi kertastjaka úr smíöajárni, ýmsar gerðir og stærðir, suma til að standa á gólfi en aðra til að hengja á veggi eóa í loft upp. Einnig smíðar hann hringi fyrir jólaljósaskreytingar. Kona hans, Gréta Kristinsdóttir, tekur síóan viö hringjunum og kemur hagan- lega fyrir á þeim viðurkenndum ljósaseríum og fegurstu fáanlegunt glitþráðum af ýmsum gerðum. Framleiðslan hefur verið eftirsótt, bæði fyrir fyrirtæki og heimili. Mest af jólaljósunum er selt í Reykjavík en þau eru mjög vinsæl á Húsavík og raunar víða um land. Ljósmyndari Dags rakst á Grétu þar sem hún var í hópi handverks- hóps aó sýna muni úr þessari aukabúgrein járnsmíðaverkstæðis- ins. 1M Gréta Kristinsdóttir með jóialjósaskreytingarnar. Mynd: M Maraþontónleikar tíl styrktar orgelsjóði Akureyrarkirkju - Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel Akureyrarkirkju kl. 16-19 nk. sunnudag. Björn Steinar Sólbergsson, organ- isti Akureyrarkirkju, efnir til maraþontónleika til styrktar orgel- sjóði Akureyrarkirkju nk. sunnu- dag, 4. desember, kl. 16-19, en eins og fram hefur komið liggur fyrir stórfelld viögerð á orgeli kirkjunnar. Fyrirkomulag tónleikanna á sunnudag verður þannig að á Björn Steinar Sólbergsson. hverjum klukkutíma leikur Björn Steinar í 45 mínútur en síðan er hvíld í 15 mínútur. Fyrstu 45 mínúturnar leikur Björn Steinar verk eftir Johann Sebastian Bach, meðal annars hina frægu d-moll tokkötu. Frá kl. 17 til 17.45 verður flutt íslensk efnisskrá í tilefni af 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Höfundar eru Páll Isólfsson, Jón Nordal, Björgvin Guðmundsson, Jóhann O. Haraldsson, Jón Hlöóver As- kelsson og Þorkell Sigurbjörns- son. A síðasta hluta tónleikanna, frá kl. 18 til 18.45, veröa flutt vin- sæl verk eftir frönsk tónskáld, Charles Marie Widor og Léon Boellmann. I fréttatilkynningu frá Akureyr- arkirkju segir að ekki sé um hefó- bundió tónleikaform aó ræða þar sem tónleikagestir sitji alla tón- leikana, heldur nokkurs konar „opió hús“ þar sem tónleikagestir geti komið og farið og svo komið aftur ef því sé að skipta. Okeypis aðgangur er að tón- leikunum og þeir eru öllum opnir en tekið vcrður við frjálsum fram- lögum í orgelsjóð Akureyrarkirkju í forkirkju. Allir þeir sem gefa í orgelsjóðinn fá afhent sérstakt gjafabréf og þcir sem gefa 2.500 krónur eða meira fá bókina „Saga Akurcyrarkirkju" eftir Sverri Páls- son sem þakklætisvott. Allur ágóöi af tónleikunum rennur í org- elsjóðinn. Málræktarsjóði Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Málræktarsjóði. Sjóðurinn var stofnaóur árið 1991. Samkvœml skipulagsskrá er tilgangur hans: a) að styrkja fjárhagslega nýyrða- og íðorðastarf í landinu, b) að styrkja fjárhagslega starf orðanefnda sem vinna að þýðingunt á tæknimáli eóa sérhæfðu máli, c) að styrkja fjárhagslega útgáfu handbóka og leiðbeininga um málnotkun, d) að styrkja fjárhagslega útgáfu kennsluefnis í íslensku, e) að styrkja fjárhagslega útgáfu orðabóka, 0 að veita einstaklingum, samtökum og stofnunum viðurkenningu fyrir málvöndun og málrækt, g) að stykja með fjárframlögum hvers konar framtak sem verða má til þess að markrniðum Málræktarsjóðs verði náð. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu íslenskrar málstöðvar, Aragötu 9, 101 Reykjavík (sími 24480), og skal umsóknum skilaö þangað fyrir 1. febrúar 1995. MALRÆKTARSJ OÐ UR Jello skot á aðeins 250,-?????? Akurstjarnan verbur með kynningu á hinum vinsæla Paris Perfume Aðgangur ókeypis til miðnættis - Miðaverð 400,- Laugartlagur Miðaverð 1300.- Fimmtu-, föstu- og laugardagur Bjarni Tryggva og Co leika af jingrum fram af nýju plötunni Fimmtu-, föstu- og laugardagur Kjallai iiin r-' , . IK - Rúnar Þór ogfélagar troöa _||\H\| upp af alkwinri snilld Ekki skagfirskur húsgangur í> e t ta vinsæla gó ð a Pantanir í síma 30313 og öllum matvöruversl- unum KEA í Srnáu og stóru sl. þriðjudag var birt vísa sem var sögð gamall skagfirskur húsgangur. Lesandi hafði samband við blaðið og sagði þetta ekki rétt. Vísan væri eftir Hjört Gíslason og hljóðaði svo: Þcgar fjörsins fálm er búið fellur allt í gamla sporið. Sveittum rössum saman snúið síðan lesið Faðirvorið. m 1 0 BRAUÐGERÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.