Dagur - 08.12.1994, Page 4

Dagur - 08.12.1994, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 8. desember 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUOI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRETTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Senn líöur að lokum árs fölskyldunnar. Fjöl- skyldan hefur óneitanlega verið talsvert í umræðunni þetta árið en því miður verður að segjast eins og er að á margan hátt horfa mál til verri vegar fyrir fjölskylduna. Það var á ári fjölskyldunnar sem fréttir af vaxandi fjárhagserfiðleikum fjölskyldna bár- ust, það birti ekki yfir atvinnumálunum á ári fjölskyldunnar, það var á ári fjölskyld- unnar sem fregnir bárust af vaxandi glæp- um og ofbeldi bama og unglinga og það er í lok árs fjölskyldunnar sem teikn eru á lofti um að sækja eigi enn harðar að vösum launafólks og þar með fjölskyldnanna í landinu. Myndin er því langt frá því að vera upplífgandi og björt en samt situr það ljós eftir í rökkrinu að fjölskyldan sem eining hefur fengið meiri athygli en oft áður. Það eru um að erfið fjölskyldumál hafí. komið upp vegna sambúðarformsins. Nú liggur fyrir á Alþingi í annað sinn til meðferðar þingsályktunartillaga um að hafin verði fræðsla um réttarstöðu fólks í óvígðri og vígðri sambúð. Þetta er gert vegna vanda- mála í sambandi við eignalegan og fjár- hagslegan rétt fólks við sambúðarslit en algent er að fólk í óvígðri sambúð uppgötvi við slíkar aðstæður að það hefur minni rétt en það áætlaði. Vígð eða óvígð sambúð snýst því ekki um tískusveiflur heldur um hversu traustur grunnur er byggður undir fjölskyldueininguna. Flest mál sem upp koma í þjóðfélagsum- ræðunni eða stjórnvaldsaðgerðum varða á einn eða annan hátt fjölskylduna. Of oft bregður fyrir að mál séu ekki skoðuð í því ljósi og einmitt þess vegna sjást þess æ fleiri merki hve hart hefur verið gerigið að telst af hinu góða. Ein hliðin á fjölskyldumálunum er sjálft sambúðarformið, hjónabandið. Mörg dæmi henni, Akureyri - miðstöð vetraríþrótta „Það er enginn vafi á því að uppbygging miðstöðvar vetraríþrótta á Akureyri mundi hafa gífurleg áhrif fyrir staðinn. Óhætt er að fullyrða að það sem hefur mest aðdráttarafl ferðamanna að vetrar- lagi í dag er aðstaða til vetraríþróttamið- stöðvar og þannig skapa nýja og stórkost- lega möguleika í ferðamannaþjónustu á Eyjafjarðarsvæðinu allt árið um kring.“ í allmörg ár hefur fariö fram um- ræða um það á Akureyri að þar skuli byggð upp miðstöð vetrar- íþrótta. Þetta er ekki að ástæðu- lausu þar sem að Iþróttasamband Islands útnefndi Akureyri, sem Vetraríþróttamiðstöð Í.S.Í. þegar árið 1965. Síðan hefur lítið gerst í þessum efnum en á Akureyri hafa verið uppi væntingar og hugmyndir um að miðstöðvarnafngiftin gæfi til- efni til þess aö íþróttahreyfíngin og ríkið leggðu sitt að mörkurn til þess að byggja Akureyri upp sem miðstöð vetraríþrótta á Islandi. Samþykkt Flokksþings framsóknarmanna Á nýafstöðnu flokksþingi fram- sóknarmanna, sem haldið var í Reykjavík 25.-27. nóv. s.l. var samþykkt ályktun þess efnis að unnið skuli að uppbyggingu mið- stöóvar vetraríþrótta á Akureyri. Á þann hátt leggjum við fram- sóknarmenn okkar lóð á vogar- skálarnar, en eins og nú háttar til erum við ekki í aðstöðu til að vera í forystu um framgang málsins. Þar getur Sjálfstæðisflokkurinn ráóió ferð ef áhugi er fyrir hendi þar sent íþróttamál heyra undir menntamálaráðherra innan stjórn- sýslunnar. Mér er kunnugt um að frumvarp til nýrra íþróttalaga er í vinnslu innan ráðuneytisins. Þar gefst tækifæri til að kveða á um miðstöð vetraríþrótta á Akureyri. Aðstaðan á Akureyri Hlíðarfjall við Akureyri hefur í mörg ár verið notað sem skíða- og útivistarsvæði fyrir Akureyringa og raunar landsmenn alla. Menntaskólinn á Akureyri reisti þar skálann Utgarð á árinu 1936, sem notaður var vegna skíðaferða og útivistar menntskæl- inga í mörg ár. Árið 1945 var skíóaskáli Gagnfræðaskólans á Akureyri, Ásgaröur, reistur og 1955 var hafin bygging Skíðahótelsins, sem tekiö var í notkun 1962. Fyrsta stólalyftan á landinu var sett upp í Hlíðarfjalli árið 1967 og síðan hafa fleiri lyftur og mann- virki bæst við. Ljóst er að gera þarf aðstöðu betri fyrir alþjóðlega keppni bæði í alpa- og norrænum greinum. I Kjarnaskógi hefur verió kom- ið upp stórskemmtilegri aðstöðu til göngu og útivistar með upplýst- um brautum. Með tilkomu vélfrysts skauta- svæðis Skautafélags Akureyrar, Valgerður Sverrisdóttir. sem tekið var í notkun árið 1987, hefur enn aukið á fjölbreytni til vetraríþrótta og þar eru uppi áform um yfirbyggingu, þótt síðar verði. Mikilvægi málsins fyrir Akureyri Það er enginn vafi á því að upp- bygging miðstöðvar vetraríþrótta á Akureyri mundi hafa gífurleg áhrif fyrir staðinn. Ohætt er aó fullyrða aó það sem hefur mest aödráttarafl ferðamanna að vetrar- lagi í dag er aðstaða til vetrar- íþrótta. Það rnundi enn aukast með tilkomu vetraríþróttamið- stöðvar og þannig skapa nýja og stórkostlega möguleika í ferða- mannaþjónustu á Eyjatjarðar- svæðinu allt árið um kring. Ég vil líka halda því fram að staðurinn falli vel að þessum hug- myndum. Það hefur komið fram hjá háttsettum aðilum erlendis frá aö Hlíðarfjall henti vel fyrir kcppni. Kjarnaskógur er náttúruperla, sem á sér fáa líka. Samgöngur til og frá Akureyri verða aö teljast góðar á íslenskan mælikvarða. Þær munu enn batna þegar vegatenging verður bætt við Austurland. Hótelkostur er góóur og fjölbreytilegur. Þá er síðast en ekki síst þess að geta að öflugt mennningarstarf í bænum er liður í því að gera vist ferðamanna þar fjölbreytilega og skemmtilega. Sameinumst um aó láta mið- stöó vetraríþrótta veróa að veru- leika á Akureyri. Valgerður Sverrisdóttir. Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokks á Norðurlandi eystra. Akurstjarnan flytur í Skipagötuna Akurstjarnan á Akureyri hcfur flutt sig um set og er nú til húsa að Skipagötu 16, á 3. hæð í húsi Pedrómynda. Fyrir- tækið Akurstjarnan hf. var stofnað í mars 1993. Tilgangur þess cr að bjóða fyrirtækjum og einstakiingum nauðsyn- Icgustu skrifstofu- og tölvuvörur. Frá upphafi hefur fyrirtækið lagt áhcrslu á eigin innflutning og með því móti náð að bjóða cinstaklega hagstæð verð á sínum vörum. Söludcild og skrifstofa Akurstjörnunnar er opin frá kl. 9-12 og 13-18 alla virka daga. A myndinni eru Stcfán Antonsson, einn eigcnda fyrirtækisins, og Gunnhildur Helgadóttir, starfsmaður. Mynd: Robyn fþrótta- og tómstundaráð: Afreks- og styrktarsjóður Árið 1991 var „Afreks- og styrkt- arsjóður“ stofnaður á Akureyri. Sjóðurinn er í vörslu Iþrótta- og tómstundaráðs. Markmið sjóósins er m.a. aó veita styrki til afreksmanna á sviði íþrótta á Akureyri, viðurkenningu og stuðning til þess að þeir geti þjálfað sig af alefli til þátttöku í mikilvægum keppnum. Einnig cru veittir s.tyrkir til íþrótta- og tómstundafélaga á Ak- ureyri, sem viðurkenningu fyrir gott og öflugt félags- og unglinga- starf. Þá er einstaklingum einnig veitt viðurkenning fyrir gott for- dæmi á sviði almenningsíþrótta og fyrir félagsstörf. Úthlutun fer fram einu sinni á ári og í ár fer hún frarn í íþrótta- höllinni 29. desember n.k. Að- gangur er takmarkaður við þá sem viðurkenningu hljóta, auk for- manns eða forráðamanns þess fé- lags sem í hlut á. Jafnframt því sem styrkir verða afhentir þá verða veittar viður- kenningar fyrir íslandsmeistara- titla, sem unnir eru af Akureyring- um á þessu ári. Hér er um að ræða viðurkenndan Islandsmeistaratitil í hvaða grein sem er, ekki bara íþróttum. Til þess að ekki sé gengið fram hjá neinum Akureyringi sem unn- ið hefur til íslandsmeistaratitils í einhverri grein, þá óskar íþrótta- og tómstundaráó eftir því að þau félög eða aðilar sem hlut eiga að máli, fari yfir afrekalista sinna fé- laga og tilkynni ráðinu, fyrir 10. desember n.k., nöfn þeirra ein- staklinga (gildir einnig um lið og sveitir) sem hafa orðið íslands- meistarar á árinu 1994. Póstfang ráðsins er Strandgata 19 B, 600 Akureyri, sími 22722. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.