Dagur - 10.12.1994, Síða 12

Dagur - 10.12.1994, Síða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 10. desember 1993 SAONABRUNNUR Sagnir a£ Jóni Skriðukoti í BJÖRN DÚASON Sigfiússyni frá Svarfaðardal Jón Sigfússon frá Skriðukoti hét hann og var ættaður úr Svarfaðar- dal. Atti hann þar heima fram yfir þrítugt, en fluttist þá til Skaga- fjarðar. Þar mun hann hafa dvalist milli tuttugu og þrjátíu ár, ýmist í húsmennsku eða sem vinnumaóur, venjulega eitt til tvö ár í stað. Kvæntur var Jón og átti eina dótt- ur við konu sinni. Þegar Jón var nær sextugur að aldri, fluttist hann aftur í Svarfaðardal og var þá skil- inn við konuna. Fyrstu árin eftir það mun hann ekki hafa átt neitt fast heimili. Ferðaöist hann um á vetrum og gisti eina til þrjár nætur í stað. Næturgreióa borgaði karl með því að segja sögur á kvöld- vökum. Frásöguháttur hans var snilldarlegur og unun á hann að hlýóa. Flestar sögur hans snérust að einhverju leyti um hann sjálfan og þau ævintýri, er hann hafði rat- að í um dagana. Fara hér á eftir sýnishorn af sögum hans, en langt mun vera frá að kímni hans njóti sín eða blæbrigði frásagnar hans sjálf náist. Hefir nú Jón Sigfússon oróió: Beituíorin til Lofoten Það var haust eitt að ég var vió sjóróöra á Sauðárkróki. Höfðum við farið nokkra róðra og var al- veg mokafli. En svo gekk á norð- angarri í eina fjóra eða fimm daga. Eftir það birti og gerði besta sjó- veður. Fóru menn nú að ná sér í beitu og leggja síldarnetin, því síldina fengu þeir ætíð í lagnet á Króknum rétt framan við fjöru- steinana. Var það svo alla tíð á haustin og hafði aldrei brugðist, að nóg síld fengist til beitu fyrir bátana, meðan róið var. En nú brá svo vió, að ekki fékkst branda. Var vitjað um netin á hverjum degi í viku en ekkert veiddist. A föstudagskvöldið komu formenn bátanna saman og ákváóu að fara heim morguninn eftir, þeir sem heima áttu frammi í firði. Lögðust nú allir til svefns um kvöldið. En ég gat ekki sofnað, heldur fór að hugsa um, hvemig hægt væri að leysa úr þessum vanda og hvar hægt mundi vera aö ná í beitu. Eg hafði heyrt, að mikill síldar- afli væri vió Lofoten í Noregi um þessar mundir. Hugsaói ég nú ráð mitt. A legunni var stór mótorbát- ur, einhver sá fyrsti, sem kom hingað til Iands. Fannst mér ráð- legt að nota gripinn. Læddist ég fram úr rúminu svo hægt að eng- inn vaknaði og fór um borð í „mótorbátinn,“ kveikti á vélinni og stímaði af stað. Segir ekki af ferð minni fyrr en ég kom til Lofoten. Hitti ég svo vel á, að þar voru menn að hala inn net full af síld. Bað ég þá blessaða aó láta mig fá aflann og gerðu þeir það greiðlega. Fylltu þeir „mótorinn", svo að hann rétt flaut. Voru þar höfó snör handtök og stór og þakkaði ég þeim vel fyrir. En þaó þótti þeim víst ekki nóg og heimt- uðu auðvitað borgun fyrir síldina. Eg tók bara ofan sjóhattinn, veif- aði honum til þeirra og sagði á norsku: „Þið getió fengið borgun- ina síðar, en nú er ég að flýta mér.“ Var þá kominn full ferð á bátinn. En ekki var það allt fal- legt, sem þeir kölluðu á eftir mér. I birtingu var ég kominn á Krók- inn og upp í búðina, áður en karl- arnir vöknuðu. Kallaói ég þá til þeirra og spurði, hvort ekki væri kominn tími til að beita, það væri komin nóg síld. Var þá heldur en ekki fjaðrafok um búðina. Þutu nú allir á fætur. Síldin var sótt um borð í „mótorinn" og beitt í snatri. Þessi beitusíld entist okkur allt haustið og aflaðist ágætlega. En það máttu karlagreyin eiga, að vel borguðu þeir þetta handarvik, því að formannshlut fékk ég af öllum bátum, sem beituna fengu, og voru þeir eitthvað á milli tíu og tuttugu. Enda tóku kaupmenn og aðrir höfðingjar þarna á Króknum ofan fyrir mér allt haustið, því ég var orðinn af þessu allvel efnaður eftir því, sem þá gerðist. Þegar ég var á hákarlaskipinu Mörg vor eða vertíðir var ég í há- karlalegum og þótti þá heldur lið- tækur. Er það sérstaklega einn túr, sem var all sögulegur. Þá var ég á hákarlaskipi sem Skjöldur hét. Skipstjóri var þar Valdimar nokk- ur Guðmundsson. Hásetarnir voru allir úrvalsmenn og vanir sjógarp- ar, enda kunni Valdimar skipstjóri betur við að hafa ekki neinar lið- leskjur um borð. Eg var langyngstur hásetanna, átti því aó vera kokkur og var ég talinn vera færastur allra við það verk á skip- um, sem gerð voru út frá Eyja- firði. Við lágum vestur á Skaga- grunni, á að giska 11-12 mílur fram af Skagatá og vorum þar í vitlausum hákarli. Komnar voru um áttatíu tunnur af lifur í skipió. Veöur var hægt á norðan en blika á lofti. Allt í einu rauk hann upp í norðvestan stórhríðargarð með ofsaroki og stórsjó. Eg var niðri við eldavélina og ætlaði að fara að hita kaffi. Allt í einu heyri ég mik- inn hávaða og læti á dekkinu. Þýt ég þá upp í einu hendingskasti, snöggklæddur og berhöfðaður þótt stórhríð væri. Skipið lá flatt fyrir sjó og vindi, skipstjórinn á miöju dekki, pataði út í loftið og hásetar aðgeróarlausir, glápandi á hann. En þegar skipstjórinn sá mig, seg- ir hann strax: „Nú er úr vöndu að ráóa, Jón. Það hefir slitnað kaðall, sem er efst í masturstoppnum og stórseglið er hæst upp á, svo við getum ekki siglt. Eru því horfurn- ar ekki góðar. Það er engin von um að við náurn landi í þetta sinn, nema kaóallinn sé dregin í blökk- ina. Enginn hásetanna treysir sér til að fara upp í þessu veðri og hafa allir neitað því.“ Segi ég þá strax: „Þið skuluð engu kvíða,“ hleyp að mastrinu, gríp um leió kaðalendann og fikra mig upp. Eftir litla stund er ég búinn að draga kaðalinn í gegn; vef svo endanum um hægri höndina. Rétt þegar ég er að síga niður, kallar skipstjóri: „Varaóu þig, Jón,“ en það var of seint. Það reið ógurleg alda undir skipið. Eg missti tökin á mastrinu, hvolfdist viö og kom beint niður á dekkió. Var þetta fall mikió, því mastrið var afar hátt. Dálítið svimaói mig fyrst, því að við höggið sem ég fékk á hvirfil- inn, hrukku til nokkur kom í heil- anum, sem smátt og smátt runnu saman og mörgum árum síðar urðu aó stórum sulli, hnefastórum andskota, sem Jónas læknir á Sauóárkróki tók með því að saga höfuðkúpuna sundur og negla hana aftur saman með þriggja þumlunga nagla. Tókst honum þetta svo vel, að síðan hefi ég aldrei fundið til höfuðveiki. Nú voru seglin dregin upp og lensað á Eyjafjörð. Eftir stuttan tíma fórum vió fyrir Siglunes. Þá var ég aö enda við að kveikja upp í kabyssunni og var byrjað aó loga. Svo mikiö skreið Skjöldur gamli þá, aó þegar vió sigldum fyrir Oddeyrartanga, sauó á katlin- um. Höfðum við þá verið réttan klukkutíma frá því vió fórum fyrir Siglunes, þar til við komum inn á Akureyrarpoll. Svo miklar dýfur tók þá Skjöldur gamli utan fjörð- inn, að bugspjótið var allt þakið af botnþara. Þótti þetta mesta sigl- ing, sem elstu menn mundu til. Var þessi túr lengi í minnum hafður. (Handrit Einars Þorleifssonar á Akureyri). MATARKROKU R Þríréttuð veislumáltíð að hætti Bimu Þaó er Birna Ingibjörg Arn- bjömsdóttir, sem leggur til upp- skriftir í Matarkrók Dags að þessu sinni, en þaó var systir hennar Rósa Gestsdóttir sem skoraði á hana. Birna Ingibjörg býr í Glerárgötunni á Akureyri og starfar einnig þar því hún vinnur hjá Asprenti á Akureyri. Birna Ingibjörg kvaðst ekki vera mikið gefin fyrir matreiðslu að öllu jöfnu en við og við tæki hún tarnir í eldhúsinu, blaðaði í matreiðslubókum og eldaði spennandi rétti. Hún hefur fengið Filipíu Ingólfsdóttur til aö sjá um uppskriftir í næsta Matarkók en Birna segist vita aó það sé oft mjög gott aó boróa hjá henni þannig að hún hljóti að luma á góðum uppskriftum. KLJ Karrýlax með rjómagrjónum - forréttur fyrir fjóra 250 g lax ‘A msk. karrý 'Amsk. salt l'A msk. sykur ‘A tsk. sellerísalt ‘A tsk. paprikukrydd 50 g hrísgrjón 'A-l epli, gult, flysjað og saxað ‘A ananashringur saxaður smátt '/ tsk. fiskikrydd 4-5 msk. rjómi, stíjþeyttur 4 stk. brauðkollur Blandið saman karrýi, salti, sykri, sellerísalti og papriku- kryddi og stráið yfir laxinn. Brciðið plasti yfir og geymið í kæli í 3-4 daga. Sjóðið hrísgrjónin og kælið. Hrærið eplabitunum, ananasinum og fiskikryddinu saman við grjónin, bætið rjómanum saman viö og setjið í brauðkollurnar. Skerið laxinn í þunnar sneið- ar, rúllið þeim upp í rósir og leggið ofan á brauðkollurnar, skreytt að vild. Lambakótelettur með bernaisesósu - aðalréttur fyrir fjóra 8-12 lamabkótelettur, tvöfaldar salt og hvítur pipar 450 g djúpfrystar grœnar baunir 450 g djúpfryst rósakál 4 stk. tómatar Steikið kóteletturnar við góð- an hita í 7 mínútur á hvorri hlið eöa eftir smekk. Skerið í fitulagið svo þær vindi sig ekki í steiking- unni, kryddió. Skerió kross í tómatana, setjið í 175° heitan ofn í 20-25 mínútur. Hitið baunir og rósakál vió lágan hita í smjörlíki sitt í hvorum potti. Bernessósa. 250 g smjörlíki 3 eggjarauður 5 korn hvítur pipar, marin 2 msk. laukur,fínt saxaður 2 msk. hvítvínsedik steinselja, ný 1 msk. dragon, þurrkaður Setjið vínedik, lauk, piparkorn og steinseljukvisti í lítinn pott og sjóðið þar til helmingur vökvans er eftir, Bræðið smjörlíkið. Hrær- ið eggjarauðurnar yfir vatnsbaði, sigtið vínediklöginn og þeytið saman við þær í jafna sósu. Hell- ið smjörlíkinu varlega saman við og þeytið vel á meðan, best að nota rafmagnsþeytara, takið pott- inn af þegar sósan er orðin þykk og slétt. Kryddið með salti, pipar, dragon og steinselju, fíntsaxaðri. Þegar kryddið er komið í sósuna þá má hún ekki sjóða. Raðið rósakáli, baunum og tómötum utan með kótelettunum og hellið aðeins af sósu yfir. Ber- ið fram nteð kartöflum. Ananastoppar - eftirréttur / líter rjómi, þeyttur 4 egg ‘A bolli sykur 'A dós ananas safi úr hálfri sítrónu 300 g súkkulaði 100 g palmínfeiti 8 blöð matarlím Sigtið safann af ananasinum og setjió í pott með sítrónusafan- um. Sjóðið niður um 2A. Leggið matarlímið í bleyti i kalt vatn í 10 mín. Kreistið vatnið úr og leysið það upp í ananassafanum. Stíf- þcytið eggin með sykrinum. Hrærió rjómanum varlega sarnan við, þeytið síðan ananas- og mat- arlímsblöndunni út í með pískara. Hellið í glös eða skálar og kælið. Bræðið súkkulaðið ásamt palm- ínfeitinni. Skerið ananashringina í tvennt og stingið þeim ofan í súkkulaðið, kælið á smjörpappír. Losið ananastoppana úr ílátun- um, dýfió þeim í heitt vatn svo ananastopparnir losni úr í heilu lagi. Berió fram með súkkulaði- ananasinum, skreytió með rjóma og ávöxtum ef vill. Mynd: Robyn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.