Dagur - 20.12.1994, Page 17
Þriðjudagur 20. desember 1994 - DAGUR - B 1 /
fe
Sckrader
var alltaf
hjá mér
- segir Anna Kristinsdóttir, sem bjó á Caroline Rest í 22 ár
Anna Kristinsdóttir. Mynd: óþh
Anna Kristinsdóttir bjó ásamt ijölskyldu sinni í Caroline Rest,
eða Restinni eins og hún kallar húsið, í tuttugu og tvö ár, allar
götur til ársins 1979, þegar það var rifíð. Anna segir að þar hafi
sér alltaf liðið vel og hún fer ekki leynt með að það hafi verið
henni mikil vonbrigði þegar ákveðið var að rífa húsið.
„Maðurinn minn var Færeyingur og við fluttum til Færeyja og vor-
um þar um tíma. Þegar við komum aftur heim vorum við húsnæðis-
laus. Við fengum afdrep á Hótel Akureyri og það var ljóta grenið,
drottinn minn dýri. Engu aó síður var ég fegin því að fá þar afdrep fyrir
mig og börnin. Einn góðan veðurdag birtist sendinefnd til þess að
skoöa aðbúnað á hótelinu. I henni voru Þorsteinn M. Jónsson, Jóhann
Þorkelsson, héraðslæknir, og Elísabet Eiríksdóttir. Þeim hefur trúlega
ekki litist meira en svo á aðbúnaðinn því upp úr þessari heimsókn kom
Elísabet að máli við mig, tók mig með sér á Caroline Rest og spuröi
mig hvort ég myndi geta sætt mig við búa þar. Eg get svo svarið það
að mér fannst ég vera komin í kanslarahöll, mér fannst ég vera komin í
paradís. Strax og ég kom þarna inn og gekk úr einu herberginu í annað,
fann ég fyrir meiri og meiri yl í kringum mig. Eg skynjaði strax já-
kvæða og hlýja strauma.“
Leið vel á Restinni
„Mér leið alveg óskaplega vel á Restinni vegna þess að ég var þar
aldrei ein. Mér hefur hvergi lióið betur. Schrader var alltaf hjá mér.
Hann gerói mér viðvart ef eitthvað var að koma fyrir. Ég sá Schrader
aldrei á lífi og ég hef heldur aldrei séó mynd af honum. En engu að
síður lýsi ég honum á þann veg að hann var stór maður og herðabreið-
ur, sérstaklega myndarlegur. Schrader var góður maður og hann rétti
mér oft hjálparhönd ef ég þurfti á hjálp að halda. Þar átti ég hauk í
horni.“
- Ertu skyggn?
„Já, ætli ég sé ekki eitthvað svoleióis. Einhverju sinni þegar ég fór
út og var að leita að einu barna minna, þá sá ég greinilega fyrir sunnan
húsiö fallegan hest og hann sat kona, sem ég veit að var Caroline Rest.
Ég sé þennan hest enn þann dag í dag. Hann var grásprengdur á lit og
konan sem hann sat var í gulifallegri, rósóttri blússu og dökku pilsi.“
Mátti engu kosta til
„Á jarðhæðinni var eingöngu hesthús cn á miðhæðinni voru eldhús og
fjögur svefnherbergi sem áður höfðu greinilega verið gistiherbergi því
á huröunum voru númer. Uppi á efri hæðinni voru þrjú herbergi auk
eldhúss og baðs. Tvö svefnherbergi voru undir súó en austasta hlutann
höfðum við fyrir stofu.
Húsið var í slæmu ásigkomulagi. Þaö hafði ckkert verið gert fyrir
það í langan tíma áður þegar við lluttum inn og það gekk illa að fá
nokkuð gert, það mátti engu kosta til. Það var ítrekað hamrað á því að
fá ýmislegt gert við húsið, en það mátti ekkert gera. Ég man þó hve
glöö ég var að fá dúk á tvö gólf og smiðurinn, Benedikt að nafni, sem
lagði dúkinn, stalst til að dúkleggja stofuna. Þegar ég kom heim og sá
hvað hann hafði gert, sagði ég við hann: „Elsku Benedikt minn, nú
verður þú rekinn úr vistinni.“ „Þaó verður þá bara að hafa það,“ svar-
aði hann. En mikið óskaplega var ég feginn að fá líka nýjan dúk á stof-
una.
Það var frekar kalt á Restinni og þeir voru mér sérstaklega góðir í
Kassagerðinni, þeir gáfu mér oft spýtur til að kynda.
Á fyrstu árunum eftir að ég flutti á Restina var mjólk flutt í mjólkur-
samlagið í Gilinu á sleöum og hestarnir, sem spenntir voru fyrir sleð-
ana, voru settir inn í Restina. Eftir að ég heyrði að búið var aö taka alla
hestana og ró færðist yfir fór ég alltaf nióur til þess að gá hvort húsinu
hefði verið lokað og ég sæi glóð. Ég var og hef alltaf verið eldhrædd.“
Merkileg saga jöfnuð við jörðu
„Mér fannst það voðaleg synd að Restin skyldi vera rifin til grunna og
ég er ekki búin að sætta mig viö það enn. Menn eru að berjast fyrir því
að varðveita hús hérna í bænum, en það hvarflaói ekki að mönnum aö
varðveita þetta hús og sett var á oddinn að þarna vantaði bílastæði!
Caroline Rest átti svo merkilega sögu að ég næ ekki upp í það enn
þann dag í dag aö það skyldi vera rifið.
En ég tek það fram að þegar búiö var að ákveða að rífa húsið, þá
gengu þau Gísli Jónsson og Soffía Guðmundsdóttir fram í því að út-
vega okkur íbúð á jarðhæó í Smárahlíð, þar sem ég bjó um tíma. Fyrir
það er ég þeim þakklát.“ óþh
Caroline Rest
I' tímaritinu Súlum árið 1973 birtist eftirfarandi
ljóð um Caroline Rest. Fram kemur að ekki sé
vitað um höfund Ijóðsins.
Hesthúsið hans Schraders undir háum stendur mel,
það hefur ekki nokkur bygging komið sér eins vel,
ég meina hér í Akureyrar unaðsríku borg,
hvar ekki nokkur maður þekkir fátœkt eða sorg.
Hér var enga hesthúsboru hugsanlegt aðfá
í höfuðstaðnum norðanlands, þó mikið lœgi á,
og öldungis var óbœrileg orðin hneisan slík,
þóttýmsir vœru að tala um að ei mundi betra í Vík.
Hér er engin hœtta á því að hestar fái kvef
hreinn er þessi staður og alveg laus við þef,
því allt, sem frá þeim fellur það flyzt burt rennum í
að feykistórri gryfju, sem tekur móti því.
Þar hefur sérhver hestur sinn bás og stall og band,
já, byggingin hún verður sómi fyrir þetta land.
Framar enginn þarf að setjast söðul votan í,
því Schraders fína hesthúsið mun œtíð varna því.
Reiðtygin sín geta menn nú geymt á tryggum stað
og gleður sérhvern ferðamann að hafa vissu um það,
að allt, sem með skal hafa, sé hreint og líka þurrt,
er hann sér œtlar aftur aðfara þaðan burt.
gerðastofnun, og gjald fyrir gistingu
manna og hesta yrði ekki hækkað.
Schrader lagði einnig blátt bann við
auglýsingum í húsinu og bannaði að
hengdar yrðu upp myndir eða annað
veggskran umfram þaó sem fyrir
væri til þess að varðveita útlit veggj-
anna og byggingarinnar í heild.
Kjörin var sérstök stjómamefnd
fyrir „Caroline Rest“ og í fyrstu
stjóm vom Stefán Stefánsson, frú
Olga Jensson og Steingrímur Matt-
híasson, læknir.
Þar sem „Caroline Rest“ stóð áður í
Grófargili, austan við austasta húsið
sunnan götunnar, er nú bílastæði.
Mynd: óþh
samkvæmt fyrirliggjandi teikningum
og áætlunum Sigtryggs bygginga-
meistara Jónssonar. Byggingafram-
kvæmdir við „Caroline Rest“ áttu að
hafa forgang og þegar þær væru af-
staðnar vildi Schrader að fátækir
sjúklingar sætu fyrir um styrki úr
sjóðnum.
„Caroline Rest sjóðurinn“
Schrader stóð fyrir stofnun sérstaks
sjóðs, „Caroline Rest sjóðsins".
Hann sjálfur lagði drjúgan skilding í
sjóðinn og hluti af andvirði bókanna
Hestar og reiðmcnn á íslandi og
Matreiðslubók Jóninnu Sigurðar-
dóttur. Schrader lagói svo fyrir að
bæjarstjóm Akureyrar ávaxtaði tekj-
ur sjóðsins í vel tryggðum verðbréf-
um þar til sjóðurinn væri orðinn
nægilega digur til þess að mætti
reisa eina hæð ofan á eystra hesthús-
ið og inngang að „Caroline Rest“
Dauði Schraders
Árið 1915, eftir rúmlega þriggja ára
dvöl, afréð Schrader að halda á ný
til föðurlandsins, Þýskalands. Stein-
grímur Matthíasson útvegaði honum
far áleiðis heim meö skipi Ásgeirs
Péturssonar, „Helga magra“, en för
þess var heitió á síldveiðar við Nor-
egsstrendur. Stefán skipstjóri Jónas-
son féllst á að flytja Schrader til
Kristjánssunds í Noregi.
Lagt var af staó að morgni 15.
nóvember 1915. Samkvæmt grein
Sigurðar Sigfússonar í Súlum bað
Schrader um að kvöldi annars dags
ferðarinnar að sér yrði hjálpað upp á
þilfar og þar sat hann í stól bróður-
part nætur. Undir morgun mun
Schrader hafa beðið skipverja að
sækja allt sitt hafurtask og lét henda
í sjóinn öllum þeim skjölum sem þar
vom. Að morgni 17. nóvember bað
Schrader að honum yrði hjálpað nið-
ur, en áður tók hann alla þá peninga
sem hann hafði og skipti jafnt á milli
skipverja. Síðan mun hann hafa ritað
eftirfarandi bréf til Steingríms Matt-
híassonar, læknis, en það birtist í 15.
tölublaði íslendings árið 1916:
„Kœri Steingrítmir lœknir!
Gerið svo vel að stofna sjó-
mannasjóð (Seamans Fund) meó
innlögðum 50 krónunt og skal sjóð-
urinn vera til styrktar ekkjum og
bömum drukknaðra. Sjómennimir
eiga við hart að búa og hafa unnið til
þess að þeim sje hjálpað.
Þjer megið þakka guði fyrir að
þjer og konan yðar tókuó ekki far
með „Helga rnagra". Þó jeg sje ekki
sjóveikur líður mjer illa, því veðrið
er svo slæmt, og sjóganginum er um
að kenna að skrift mín er svo slæm.
Allir skipverjar hafa verið mjög vin-
gjamlegir vió mig og borið mikla
umhyggju fyrir mjer og hefi jeg
launað þeim fyrir þaó. Skipstjórinn
er ágætismaður. Jeg þakka yður fyrir
að þjer útveguðuð mjer farið þó jeg
sakni ýmsra þæginda. Gerið svo vel
að þakka Ásgeiri Pjeturssyni að
hann leyfði mjer að fara með skipi
sínu.
Með bestu hamingjuóskum til
ykkar allra og kærri kveðju til allrar
fjölskyldu yðar.
Yðar einlægur Geo. H. F. Schra-
der.“
Bréfiö afhenti Schrader Stefáni
skipstjóra og bað hann fyrir þaó til
Steingríms læknis.
Bréfið ber með sér að Schrader
hafði tekið ákvörðun um að hans
hlutverki væri lokið. Hann hafði tek-
ið ákvörðun um að stytta sér aldur.
Strax um nóttina, aðfaranótt 18.
nóvember 1915, dró Schrader fram
skambyssu sína, komst úr káetu upp
á þilfar, hallaði sér út fyrir borð-
stokkinn og hleypti af. Schrader féll
í vota gröf, hans merka kafla í sögu
Akureyrar var lokið.
„Þegar fréttin barst heim til Ak-
ureyrar, varó okkur krökkum og
unglingum órótt innanbrjósts. Okkur
féll illa að heyra, hver endalok hans
urðu, dýra- og bamavinarins Schra-
ders, útlendingsins, sem lét ser svo
annt um útigönguhrossin á íslandi
og vildi benda á úrbætur þessum
blessuóum skepnum til hagsbóta og
einnig gleðja bömin, sem hann sá
hlaupa eftir götunum í litla bænum
norður við hið ysta haf,“ segir Hulda
Á. Stefánsdóttir í endurminningum
sínum.
Kaup Akureyrarbæjar á
„Caroline Rest“
Sigurður Sigfússon segir í áður-
nefndri grein sinni í Súlum að
„Caroline Rest“ hafí verið rekin með
svipuðu sniði næstu árin en fjótlega
hafi farið að halla undan fæti, þörfin
fyrir hesthúsið farið minnkandi sam-
hliða aukinni vélmenningu og aukn-
um kröfum um gistirými. Samhliða
þessu hafi vegur og virðing „Caro-
line Rest“ farið þverrandi.
Þann 12. maí 1947 keypti Akur-
eyrarbær síðan „Caroline Rest“ á
matsverði og þar með lauk sögu
góðgeróastofnunarinnar „Caroline
Rest“ eins og frumkvöðullinn, Ge-
orge H. F. Schrader hugsaði sér
starfsemi hennar í upphafi.
Allt til ársins 1979 bjó fólk í hús-
inu. Fjármunir vom ekki lagðir í
nauðsynlegt viðhald og það grotnaði
niður í tímans rás. Hins vegar er
ómögulegt að segja hvað gert hefði
verið við „Caroline Rest“ í dag. Lík-
lega hefði húsið verið gert upp og
það fellt inn í það listsamfélag sem
nú er að verða til í Grófargili. Hver
veit nema þar hefði verið innréttað
snoturt kaffihús og nefnt „Café Car-
olina“ eða „Kaffihús Carolinu og
Schraders“? .óþh