Dagur - 20.12.1994, Page 18
18 B - DAGUR - Þriðjudagur 20. desember 1994
Verslunarstaðurinn Kolkuós
Þegar farið er um Skagafjörð austanverðan, kemst maður varla hjá því að renna
augum til sjávar að þeim fagra stað, sem Kolbeinsá endar feril sinn um Viðvíkur-
sveit, sem í Landnámu og fleiri fornum fræðum nefnist Kolbeinsárós.
inn 11. september árið 1816 voru nokkrir staðir á Islandi löggiltir, sem verslunar-
staóir, en nefnd sú er af konungi hafði verið skipuð til að gera tillögu í þessu máli
áleit einróma að það mundi verða kaupstöðum þeim er fyrir voru til stórs hnekkis
ef verslunarstöðum væri fjölgað. Til dæmis hafði á Siglufirói verió ein lítil versl-
un síóan árið 1788. Með því að Siglufjöróur var ekki talinn með árið 1816, bar
amtmaður fram fyrirspurn um það, hvort leggja skyldi niður verslunina á Siglufjarðareyri.
Jafnframt mælti hann eindregið meó því, að svo yrði ekki gert heldur yrði staðurinn Iöggilt-
ur, því að fjölgun löggiltra verslunarstaða í Norðuramtinu væri nauösynleg til aö efla at-
vinnuvegina, auka framleiðslu afurða og bæta verslunina. Arangur fyrirspurnar amtmanns
varð sá, að konungur brá hart við og löggilti Siglufjörð sem verslunarstað 20. maí árið 1818
og hefir sá dagur síðan verið haldinn hátíðlégur af Siglfirðingum á heimaslóð.
Frá þessu sögusviði 18. aldarinnar og allt fram á þá 19. hafa komið fram á þingi hinar
furðulegustu tillögur um löggildingu verslunarstaöa. Hermann Jónsson á Þingeyrum flutti
t.d. árið 1905 frumvarp um löggildingu Lambhúsavíkur á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu. í ljós
kom í tíma að flutningsmaður var ekki kunnugur málinu né staðháttum. Guólaugur Guð-
mundsson, sýslumaóur, taldi að meinlaust gæti verið að löggilda höfn, sem enginn þekkir -
ekki einu sinni flutningsmaður sjálfur eða er ekki einu sinni til í landinu.
Fá hafnarmál hafa orðið að lögum jafn erfiðislítið og löggilding verslunarstaóar að
Bakkabúð við Arnarfjörð árió 1907. Ekki verður séð hver hefir flutt málið, engin rök voru
borin fram og enginn tók til máls um það. Samþykkt var þaó og meira að segja umræðu-
laust. Suðureyri við Tálknafjörð hlaut aftur á móti löggildingu út á beiðni eigandans eina
saman. Rökstuðningur fyrir löggildingu Breiðavíkur í Vestur-Barðastrandasýslu var aðal-
lega sá, að löggildingin mundi hækka verðmæti jarðarinnar. Flutningsmaóur beggja þessara
frumvarpa, Hákon Kristófersson í Haga á Barðaströnd, var ekki aðeins hjálpsamur í sínu
kjördæmi. Þegar óskað var löggildingar á Siguróarstaðavík á Melrakkasléttu, var Hákon sá
eini sem tók til máls og hafði þau einu rök „að þetta gæti ekki skaðað.“ Þessi mál voru
afgreidd 1922 og 1929 án álits Alþingis. Nokkru áður hafði Kristján yfirdómari Jónsson
sagt: „Vér höfum fyrir nokkrum árum löggilt höfn, sem nefnd var Kárahöfn - en sem enginn
veit hvar er og ekki hefir fundist enn.“
Víkjum nú að upphafi og tilefni þessa greinarkoms sem er „Nokkrar minningar um
Kolkuós“ eftir Asgrím Hartmannsson, fyrrverandi bæjarstjóra í Ólafsfirði, en hann fæddist á
Kolkuósi 13. júlí 1911, sonur Hartmanns Asgrímssonar, kaupmanns þar og konu hans Krist-
ínar Símonardóttur. Hartmann gekk í Möðmvallaskólann veturinn 1894. Þau hjónin fluttust
að Kolkuósi og þar stofnaði Hartmann sína eigin verslun árið 1900. Ásgrímur sonur þeirra
ólst upp í foreldrahúsum þar til hann fluttist til Ólafsfjarðar árið 1935 og kvæntist þar Helgu
Sigurðardóttur frá Höfn. (Myndirnar sem fylgja eru úr myndasafni Ásgríms).
Samantekt: Björn Dúason.
Nokkrar minningar um Kolkuós
„í þann tíma kom út skip í Kolbeinsárósi, hlaðið kvikfé, en þeim
hvarf í Brimnesskógum unghryssi eitt; en Þórir dúfunef keypti
vonina og fann síðan. Það var allra hrossa skjótast og kölluð
Fluga.“
Kolkuós, sem fékk löggildingu
sem verslunarstaður árið 1881.
Ekki þjónaði staðurinn aðeins
sem slíkur hcldur og einnig
sem samkomustaður fyrir
hreppsbúa enda mun Kolku-
ósshúsið hafa verið eitt af
stærri húsum sveitarinnar og
húsið oft notað fyrir fundi og
stærri samkvæmi. Sláturhúss-
loftið var líka oft notað fyrir
w leiksýningar og dans-
” skemmtanir.
/
A13. öld er Kolbeinsár-
ós nefndur ein skag-
firskra hafna með
þeim tíu staða á land-
inu, þar sem getió er
um skipakomur. „Kolbeinsárós
(Kolkuós) var löggiltur verslunar-
staður áriö 1881. Jón Jónsson,
landshöfðingjaritari, sem mælti
fyrir frumvarpinu um löggildingu,
segir að þetta væri ein elsta höfn
landsins, hafi lengi verið aðalhöfn
Hólabiskupa og að Jón Arason
ætti þessari höfn að þakka bisk-
upsdóm sinn.“
Þá eru taldar heimildir fyrir því
að Líkaböng hafi verið skipað upp
á Kolbeinsárós og flutt aó Hólum
á vagni. Þá eða fyrr þurfti að ryója
um Kolbeinsárós og Brimnesskóg
til að greiða leiðina til Hóla, sem
ritað er um í fornum heimildum.
Vegur þessi ber enn nafnið Vagn-
braut.
„Kolbeinsárós (Kolkuós) í Vió-
víkursveit var aðalhöfn og versl-
unarstaður Skagfirðinga á Þjóð-
veldistímanum og líklega allt fram
undir siðaskiptin og þar hafði
biskupsstóllinn á Hólum aðalupp-
sátur fyrir skip sín því þar hafa án
efa verið vörugeymslur og oft ver-
ið þar mannmargt í kauptíðum.
Talið er aó nokkru fyrir siða-
skipti hafi kirkja eða bænhús verið
reist í Kolbeinsárósi og hafi þaó
verið eina bjálkakirkjan, sem reist
varð á landi hér.“
Fyrir aldamótin voru fjögur
verslunarhús í Kolkuósi, sem
kaupmenn á Sauðárkróki áttu og
auk þess eitt, sem var í eigu Pönt-
unarfélags Skagfirðinga. Árið
1891 settist Tómas Isleifsson og
kona hans Guðrún Jóelsdóttir að í
Kolkuósi. Hann var söðlasmiður.
Þau fluttu til Vesturheims árið
1903.
Eins og sjá má, styður ofan-
skráð þá ímynd að á þeim tíma
hafi nokkur umsvif veriö í Kol-
beinsárósi, auk vöruuppskipunar
hafi verið róið til fisköflunar,
skógurinn hafi verió nytjaður
meðal annars til kolagerðar og
sést ennþá móta fyrir viðarkola-
gryfju.
Um aldamótin 1900, þegar
Hartmann Ásgrímsson hóf verslun
þar, voru sjö kaupmenn sem
stunduðu verslun í Kolkuósi, aðal-
Iega á sumrin og er til mynd af
þeim ásamt honum.
Árið 1901 hóf Hartmann versl-
un á Kolkuósi. Árió 1902 var reist
hús yfir verslunina. Var það
tveggja hæða timburhús byggt yfir
steyptan kjallara. Það er ekki
lengur til. Sama ár var byggð
neðri hæð íbúðarhúss yfir kjallara
og lauk þeirri byggingu áriö 1903.
Ibúðarhúsið stendur enn og er hið
reisulegasta, tveggja hæöa timbur-
hús á hlöðnum kjallaraveggjum.
Ekki hefur verió búið í því í nokk-
ur ár og þarf nú lagfæringar við ef
varðveitt verður.
Húsið smíðaði Jón Björnsson
frá Ljótsstöðum í Hofshreppi, þá
ungur og lærður, eftirsóttur smið-
ur. Ári síðar endurbyggði Jón
Hofstaðakirkju og stendur sú
kirkja ennþá.
Árið 1913, reisti Hartmann
sláturhús með rishæð úr stein-
steypu, sem enn stendur og árið
eftir réttarhús áfast vió að sunnan,
úr sama efni. Ris var á því og þar
svefnstaður manna sem unnu að
slátrun. Réttarhúsið tók þrjú til
fjögur hundruð fjár, en það var sá
fjöldi sem hægt var að slátra yfir
daginn. I norðurenda þess húss
voru afþiljaðar geymslur, önnur
fyrir gærur, hin fyrir salt.
Réttarhúsið í Kolkuósi var
merkileg framkvæmd á sinni tíð
og sýnir hvaó Hartmann var á
undan sinni samtíð á ýmsum svió-
um. I áratugi eftir þetta voru engin
réttarhús á Sauðárkróki.
Jón Bjömsson, síðar bóndi á
Ljótsstöðum, reisti öll hús á
Kolkuósi eða var yfirsmióur.
Árið 1902 fluttist Hartmann
ásamt konu sinni Kristínu Símon-
ardóttur til Kolkuóss og hófu þau
þar nokkurn búskap og fljótlega
umfangsmikla verslun, allt til árs-
ins 1930. Árið 1912 sigldi Hart-
mann til Skotlands, Danmerkur og
Svíþjóðar í verslunarerindum.
Þegar sími var lagður um Viðvík-
urhrepp var Kolkuós gerður að
síma- og póstþjónustustöó. Eftir
að Eimskipafélag Islands var
stofnað 1914 og flutningar um-
hverfis landið hófust var Kolkuós
viðkomustaður og við komu skipa