Dagur - 20.12.1994, Qupperneq 37
Björn Rögnvaldsson á sýslu- ^
mannskontórnum í Ólafsfirði. ^
Mynd: óþh
Aliðnu sumri urðu sýslu-
mannsskipti í Ólafsfirói.
Kjartan Þorkelsson, sem
verið hafði sýslumaður
Ólafsfirðinga í nokkur
ár, var ráðinn í embætti sýslu-
nianns Húnvetninga eftir að Jón
ísberg lét af því embætti. Við
embætti sýslumanns í Ólafsfirði
tók Björn Rögnvaldsson, fulltrúi
við sýslumannsembættió á Akur-
eyri. Blaðamaður heimsótti Björn
á sýslumannskontórinn í Ólafs-
fírði.
„Eg kann mjög vel við mig í
þessu starfi,“ sagði Björn. „Þetta
er í sjálfu sér ekki svo mjög frá-
brugðið starfi fulltrúa við sýslu-
mannsembættió á Akureyri nema
að hér fæst ég vió alla málallokka.
Á Akureyri deilast verkefnin nið-
ur á menn, fulltrúar sinna ákveön-
um málaflokkum. Við embættið
hér í Ólafsfirði er ekki löglærður
fulltrúi og því verð ég að afgreiða
öll þau mál sem þarfnast lögfræði-
legrar afgreiðslu.“
Fjölbreytt og
skemmtilegt starf
- segir Björn Rögnvaldsson, sem tók við emb-
cetti sýslumanns Ólafsfirðinga á liðnu sumri
- Nú heyra sýslumenn beint
undir dómsmálaráðuneytið. Ert
þú undir járnaga ráðuneytisins?
„Svo framarlega sem við förum
aó lögum og reglum hefur ráðu-
neytið lítil afskipti af okkur. En
ráóuneytið gefur auðvitað út fyrir-
mæli sem okkur ber að fara eftir.
En aó öðru leyti styðjumst vió við
lög og reglur án afskipta dóms-
málaráóuneytisins.“
- Fylgja sýslumenn einhverjum
sérstökum siðareglum?
„Já, það má segja það. Það er
starfandi félag sýslumanna, sem
hefur sett sér ákveónar siðareglur.
Viö veröum aó sýna fordæmi og
okkar er að gæta þess aö eftir lög-
um og reglum sé farið í viðkom-
andi umdæmi.“
í mörg horn að Iíta
- Jajhframt því að vera sýslumað-
ur ertu líka lögreglustjóri. Hvern-
ig er háttað daglegum samskiptum
þínum við lögregluna?
„Lögreglan lítur hingaó inn til
mín í upphafi hverrar vaktar. Eins
fæ ég afrit af dagbók lögreglunnar
aó jafnaði einu sinni í viku og
þannig fylgist ég vel með því sem
er að gerast.“
- Er starf sýslumanns skemmti-
legt?
„Já, það get ég hiklaust sagt.
Þetta er mjög fjölbrcytt og sér-
staklega þar sem ég er hér eini
löglærði starfsmaðurinn, þá öðlast
ég mikla og góða reynslu. Við
stóru sýslumannsembættin er
hættan sú að lögfræðingar verði
sérhæfðir í ákveðnum málaflokk-
um cn hér þarf maður að fást við
allt.“
- Hvernig er starfi sýslumanns
háttað? Hversu langur er vinnu-
dagurinn?
„Ég skila dagvinnutíma og síð-
an er ég alltaf á bakvakt, jafnt að
degi sem á nóttu. Þurl'i lögreglan á
liðsinni að halda leitar hún til mín,
á hvaða tíma sólarhrings sem er."
Full þörf fyrir embættið
Mikil umræða varð fyrir nokkrum
misserunt um að leggja bæri niður
embætti sýslumanns í Ólafsfirði.
Björn orðaði þaó svo að ekki væri
útséð um það ennþá, en núna væru
ekki uppi á borðinu tillögur í þá
veru. Áð fenginni nokkurra mán-
aða reynslu af starfi sýslumanns
Ólafsfirðinga telur Björn aó full
þörf sé fyrir þetta embætti. „Til
þess að gera þessa einingu hag-
kvæmari má vel hugsa sér að und-
ir hana heyri Dalvík og Svarfaðar-
dalur. Ég tel það alls ekki óraun-
hæft, en þaö er auðvitað annarra
að ákveða.“
I úttekt í einu dagblaðanna
síðsumars kom fram að bróður-
partur sýslumanna væri annað-
hvort flokksbundnir sjálfstæöis-
eða framsóknarmenn. Athygli
vakti að Birni Rögnvaldssyni var
hvorki skipað í bás sjálfstæðis- né
framsóknarmanna.
„Ég hef ekki gefið út að ég til-
heyri ákveðnum stjórnmálaflokki.
Ég lít á mínar pólitísku skoðanir
sem mitt einkamál.“
Af mölinni út á land
Bjöm Rögnvaldsson er Reykvík-
ingur í húð og hár. Hann útskrif-
aðist frá Menntaskólanum við
Sund árið 1980 og síðan lá leiðin í
lagadeild Háskóla íslands þaðan
sem hann útskrifaöist í júní 1986.
„Ég var ráðinn til starfa hjá
Reykjavíkurborg og var þar fram i
janúar 1987. Þá fór ég norður á
Akureyri og fékk starf hjá sýslu-
mannsembættinu þar.“
- Af hverju komstu hingað
norður?
„Mér fannst spennandi aó fara
út á land, ég hafði alltaf verið á
mölinni. Ég sé ekki eftir þeirri
ákvörðun og það er ckki á stefnu-
skránni að fara aftur suöur.“
Björn segist ekki linna l'yrir því
að hann sakni eins eóa neins úr
skarkala stærri þéttbýlisstaða, en
hins vegar sé þaó mikill kostur að
ekki sé lengra en raun ber vitni til
Akurcyrar. Leiðin þangað sé greið
eftir að jarógöngin um Ólafsljarð-
armúla kontu.
KA-maðurinn í
„Leiftursgryfju“
En hvernig koma Ölafsfiróingar
Birni fyrir sjónir? Eru þeir á ein-
hvem hátt frábrugðnir Akureyr-
ingum eða Reykvíkingum?
„Nei, það get ekki séð. Eini
munurinn er ef til vill sá að Ólafs-
fjörður er minna byggðarlag og
þess vegna er hér rólegra yfir
mannlífinu en á stærri þéttbýlis-
stöðum.“
- Ertu kannski farinn að öskra
„Afram Leiftur“ á kappleikjum?
„Þaö fer að líða að því,“ sagði
Björn og brosti, en þess má geta
að hann var gjaldkeri knattspyrnu-
deildar K.A. á Akureyri og þess
vegna hefur hjartað slegið meó
K.A.
- En ertu kannski genginn í
Rotaryklúbbinn hér í Olafsfirði.
Mér skilst að hann sé afar öfiug-
ur?
„Nei, reyndar ekki. Ég er í
klúbbum inni á Akureyri og
reikna nteð aó starfa áfram í
þeim.“
Eiginkona Björns er Siglfirð-
ingurinn Auður Helena Hinriks-
dóttir. Börn þeirra eru þrjú; Hafdís
Huld 8 ára, Rögnvaldur 2ja ára og
Andrés Helgi á fyrsta ári. óþh
Hundahótelið á Nolli og
Hundaskóli Súsönnu óska
öllum hundaeigendum
gleðilegtA jóU
og farsældar á nýju ári.
hökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
*
Oskum öllum Hríseyingum
svo og landsmönnum öllum nær og fjær
gleðilegva jóU
og farsældar á nýju ári.
Þökkum liðið ár.
$
Hreppsnefnd Hríseyjarhrepps.
Afengisvarnanefnd Akureyrar óskar
Akureyringum og öðrum Norðlendingum
og farsæls komandi árs
Án áfengis verða jólin hátíð gleði og friðar.
Óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegrA jólA
og farsældar á komandi ári.
hökkum viðskiptin.
M
METRO Furuvöllum 1 - Sími 12785.
Oskum Eyfirðingum
svo og landsmönnum öllum
og farsældar á nýju ári.
Búnaðarsamband Eyjafjarðar
Óseyri 2 - Akureyri.