Dagur - 30.12.1994, Síða 5

Dagur - 30.12.1994, Síða 5
Föstudagur 30. desember 1994 - DAGUR - 5 Nú í lok árs er við hæfi að líta yfir farinn veg og fram til nýrra tíma. Blaðamenn Dags settust niður í veitingasalnum Stássinu á Greifanum á Akureyri ásamt fjórum Norðlendingum til að spjalla um liðið ár. Við hringborðið sátu: Kristín Aðalsteins- dóttir kennari við Háskólann á Akureyri og formaður samtakanna Barnaheilla á Norðurlandi eystra, Michael Jón Clarke söngvari og tónlistarkennari við Tónlistar- skólann á Akureyri, Pétur Bjarnason framkvæmdarstjóri Félags rækju- og hörpu- diskframleiðenda og Svanhildur Arnadóttir bæjarfulltrúi og bankastarfsmaður á Dalvík. I upphafi spjallsins var þeirri spurningu beint til viðmælendanna hvað þeim væri efst í huga þegar litið er yfir árið 1994. Pétur: Það er einkum tvennt sem mér fínnst hafa einkennt þetta ár. Annars vegar gífurleg umræóa um Evrópumálin þar sem menn hafa skipst meira í fylkingar en áöur og hins vegar umræðan um siðgæði í pólitík. Afsögn Guð- mundar Arna markar ákveóin tímamót og ég tel aö stjórnmála- menn átti sig nú á því að þeir muni ekki komast upj> meó eins mikið og hingað til. I þriója lagi gæti ég nefnt að mér finnst Islend- ingar hafa vcrið að vakna upp við það hve skuldug þjóðin er. Það er fullyrt aó kynslóðin sem nú er við völd sé búin að eyða 30% af ráðstöfunartekjum næstu kynslóðar sem er öfugt við til dæmis Noreg sem nú er skuldlaust land. Næsta kynslóð Norðmanna getur eytt allri sinni krónu á með- an næsta kynslóð Islendinga hefur aðeins 70 aura af hverri krónu til ráóstöfunar. Þetta þýðir að næsta kynslóð gæti flust til Noregs til að fá í hendurnar allar sínar tekjur í staó þess að búa hér upp á 70%. Ég er ekki í vafa um aó við crum komin út á hættulega braut og mér finnst að pólitíkusarnir hafi ekki áttað sig nægilcga á vandanum. Kristín: Ég hef starfað aó fé- lagsmálum sem snerta börn og þeirra hag og það sem mér finnst standa upp úr á þessu ári er vax- andi áhugi forelda á því aö sinna börnunum sínum. Mér finnst þessi aukni áhugi á málefnum barna og unglinga ákaflega mikilvægur því að um leið og við sinnum þeim sem næst okkur eru og erfa eiga landið erum við að rækta það sem skiptir mestu. A þessu ári hcf ég i auknum mæli séð fólk nýta tíma sinn meö börnum og sækja hvers kyns fundi og fræðslu um málefni bama og unglinga af miklum áhuga. I starfi mínu í Háskólanum á Akureyri hef ég kennt nýtt fag sem kallað er „eigin starfskcnn- ing“, en í því fagi er fólki kcnnt að líta í eigin barm, kennt að skoða sjálft sig til að geta unnið betur með öðru fólki. Þetta er nýtt og óvenjulegt sjónarhorn en jafn- framt mjög þarft. Það hefur verið ákaflcga skemmtileg rcynsla aö kenna þetta fag og umgangast námsfólk yfírleitt. Michael: Ég fagna því mjög að fólk sé að vakna til vitundar um aðstæður bama og unglinga hér á landi. Fyrir nokkrum árum var ég forcldri unglings og þá leitaði ég svara við spurningum um hvort það væri eðlilegt að unglingar væru úti fram á nætur. Þá hafði enginn áhuga á að gera neitt, „þetta er bara svona,“ voru svör lögreglu og bæjaryfirvalda. í dag er umræóan með öðrum hætti, sem bctur fer, en á þessum tíma var hræðilegt aó vera foreldri. Kristín: Þetta er það sem mjög margir foreldar standa frammi fyr- ir. Þeir vita ekki hvar á að setja mörkin, en foreldrar veróa alltaf að setja reglur. Setja ákveöinn ramma og halda sig innan hans og vera samkvæmir sjálfum sér. Aðal meinið í okkar þjóðfélagi, hvað þessi mál sncrtir, er að þennan ramma vantar. Börnin okkar þrá reglur því í þeim er fólgin um- hyggja og það er foreldranna að setja þær. Michael: Þetta er líka spuming um fyrirmyndir og þaó hvaða að- stöðu við bjóðum börnum. Svo- kallað opið hús er gott dæmi um það sem viö bjóðum þeim. Opin hús sem cru opin eftir að lögleg- um útivistartíma barna er lokió og eru ekki uppbyggjandi á nokkurn hátt, aðcins einskonar undirbún- ingur undir það að sækja danshús. En hvað er það sem stendur upp úr á árinu sem er að líða? I mínum huga er það í raun ekkert. Ef vió lítum til dæmis á menningarsviðið hér á Norðurlandi er því miður allt- of áberandi að hver er að pukrast í sínu horni, en vissulega er nóg um að vera. Einmitt vegna þessa og þess að almenningur hefur ekki lengur efni á aö sækja listviðburði hcfur aðsókn að þeim, og þá þekki ég sérstaklega til tónleika, dalað. Nokkrir ákveðnir hópar hafa þó náð vinsældum og þeir fá góða að- sókn, til dæmis Karlakórinn Heim- ir eða þeir sem hafa komið fram í sjónvarpinu hjá Hemma Gunn. Nýtt og skapandi listafólk á mjög erfitt uppdráttar og þaó er vissu- lega umhugsunar efni. Af erlendum vettvangi vil ég nefna að það vildi þannig til að eini Islendingurinn sem fórst með ferjuslysinu á Eystrasalti var frænka eiginkonu minnar sem við þekktum mjög vel og því snerti þessi atburður okkur djúpt. Pétur: Þetta vandamál, sem Michael er að nefna, aó metnaðar- fyllstu listamennirnir fái ekki mestu athyglina og aðsóknina er þekkt allsstaðar, þaó er ekki sér norðlcnskt. Hins vegar hefur þaö sem hefur gerst hér á Akurcyri á síðasta ári og árum með tilkomu Listagilsins haft þau áhrif að fleiri sækja ýmiskonar list- og menn- ingarviðburði en áður. Mér Finnst að hópurinn hafi breikkað. Ég get tekið sem dæmi að þekktir vísnasöngvarar sem sungu hér á Akureyri fyrir tíu árum, fyrir innan við tíu manns, sungu hér í ár fyrir fullu húsi í Deiglunni og færri komust að cn vildu. Ég er ekki í vafa um að uppbyggingin í Listagilinu hefur skilað verulegum árangri. En í sambandi vió reglur og regluleysi í þjóðfélaginu þá kynnt- ist ég á árinu svolítið þeim reglum sem ríkja í íslenskum skólum. Ég starfaði í nefnd sem fjallar um nám í sjávarútvegi og kynnti mér af því tilefni framhaldsskóla sér- staklega. Mér lannst aga- og regluleysið vaxandi og meira en ég bjóst við. Sem dæmi vil ég nefna mætingarskyldu í íslenskum framhaldsskólum. Mér skilst aó það sé talið fullnægjandi að nem- endur mæti í 80% til 85% af kennslustundum á framhalds- skólastigi. Þetta þýðir að fólk er komið á þrítugsaldurinn þegar það áttar sig á því aö til að standa sig í lífinu þarf að mæta 100%. Ég tel einnig að skólinn og at- vinnulífið séu að færast sitt í hvora áttina og því urðu kynni mín af skólum á árinu til Jæss að ég varð svartsýnn um Islenska skólakerfið. Svanhildur: Ég get alveg tekió undir það sem Pétur sagði aó það eru Evrópumálin sem eru mark- verðust erlendis frá á árinu. Innganga Svía og Finna í ESB og svo aftur höfnun Norðmanna. Það kom mér svolítið á óvart að Norð- menn skyldu hafna aðild en á þessari stundu átta ég mig ekki á því hvort sá atburður styrkir eóa veikir stöðu okkar íslendinga. Hér heima hefur farió mikið fyrir umræóu um siðferði í pólitík, klofningi Alþýðuflokksins með stofnun nýs fiokks Jóhönnu Sig- urðardóttur og afsögn Guðmundar Arna. Þetta hræðilega ferjuslys á Eystrasalti kcmur líka upp í hug- ann, það var hörmulegur atburður. En hér á landi eru það þessi mannshvörf á árinu sem mér finn- ast ákaflega óhugnanleg í okkar litla samfélagi. Ég á erfitt meó að setja mig í spor aðstandenda sem lenda í þessum harmleikjum eða áttað mig á því hvernig þessir at- burðir geta yfirleitt gerst í okkar litla landi. Persónulega eru sveitarstjóm- arkosningamar á Dalvík mér ofar- lega í huga. Mér hefur ekki tekist að leyna vonbrigöum mínum með niðurstöðu þeirra. A árinu upplifði ég sérlega ánægjulegan atburð þegar ég var Viðmælcndur Dags eru sanimála um að ferjuslysið á Eystrasalli þegar eist- neska ferjan Estonia fórst þann 27. scptcmbcr og hundruð manna létust hafi verið einhver mesti harmleikur ársins. Á þessari mynd flytja björgun- armenn úr finnsku strandgæslunni lík látinna í land. „Þannig vildi til að eini íslendingurinn sem fórst með ferjunni var frænka eiginkonu minnar og því snerti þessi atburður okkur djúpt,“ sagði Michael Clarke.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.