Dagur - 30.12.1994, Page 17

Dagur - 30.12.1994, Page 17
Föstudagur 30. desember 1994 - DAGUR - 17 Borgarbíó á Akureyri: Islandsfirum Interview with t Áramótamynd Borgarbíós á Akureyri er stórmyndin Int- erview with the Vampire eða Viðtal við vampíru. Með aðal- hlutverkin fara Tom Cruise, Brad Pitt, Kirsten Dunst, Antonio Banderas, Stephen Rea og Christian Siater. Myndin er byggð á samnefndri sögu eftir Anne Rice og segir frá vampírunni Lestat og „lífi“ hans. Lestat er ódauðlegur, óendanlegur og ógnvekjandi. Hann flýtur í gegnum árin á blóðfljóti, sem heldur honum gangandi. Annað veifíð velur hann sér svo félaga í ódauðleikanum - hvort sem við- komandi vill þaó eður ei. Inn í heim Lestat kemur nítjándu aldar maóurinn Louis de Pointe du Lac, dauðlegur og þungt haldinn af sorg vegna fráfalls konu sinnar og „Fjórir fjörugir í Týrólabuxum“. Frá vinstri: Ármann Einarsson kiarinettu- og gítarlcikari, Karl Petersen slagverkslcikari, Daníel Þorsteinsson harm- ónikkuieikari og Jón Rafnsson bassaleikari. Áramótaskemmtun í kvöld í Deiglunni í kvöld, 30. desember, kl. 22 stendur Gilfélagið ásamt Café Karólínu fyrir sérstakri ára- mótaskemmtun í Deiglunni á Akureyri. „Fjórir fjörugir á Týrólabuxum“ leika. Þeir munu halda uppi stanslausu fjöri með rússneskum þjóðlögum, austur- evrópskri tataratónlist og ís- ienskum sjómannalögum. Þessi dagur er sérstaklega val- inn með tilliti til barnafólks sem vill vera heima hjá sér um sjálf áramótin. Kostnaði er og mjög í hóf stillt; aðgangseyrir er kr. 600. Hinir fjörugu eru Daníel Þor- steinsson harmónikkuleikari, Ár- mann Einarsson klarinettu- og gít- arleikari, Jón Rafnsson kontra- bassaleikari og Karl Petersen slag- verksleikari. Sigursveit Gylfa Pálssonar Sveit Gylfa Pálssonar sigraói í Viking Brugg hraðsveitakeppni Bridgefélags Akureyrar, sem lauk skömmu fyrir jól og sagt var frá í Degi. Sveitin hlaut 1098 stig en ungabarns. Og á heitum og hrollvekjandi strætum New Orle- ans horfist Louis í augu við örlög sín - Lestat. Tvö hundruð árum síðar, í San Francisco á tuttugustu öldinni, ákveður Louis að segja sögu sína - sögu vampíru sem hefur þráð, elskað, langað, syrgt, vakið hroll og ungað - ungum blaðamanni sem setur saman viðtal við vamp- íru. Myndin hefur fengið frábæra dóma í Bandaríkjunum og hafa bæði Cruise og Pitt verið orðaðir við Oskarinn. Höfundur bókarinn- ar, Anne Rice, sem var æf yfir vali Tom Cruise í hlutverki Lestat, sá myndina fyrir skemmstu og sá sér þá þann kost vænstan að biðjast afsökunar. Hún keypti heilsíður í nokkrum víðlesnum ritum, þ.á.m. Variety, og baðst formlega afsök- unar á harðri gagnrýni sinni. Hún sagði myndina frábæra og áð Tom Cruise væri hinn sanni Lestat! Leikstjóri myndarinnar er Neil Jordan, sá hinn sami og gerði The Crying Game, en framleiðendur eru David Geffen og Stephen Wolley. Forsýning verður í kvöld, fimmtudag, á Viðtali við vampíru, í Borgarbíói, en formleg Islands- frumsýning verður á nýársdag. , 30. desember >jallakr< Aðgangur ókeypis 31. desember, gamlárskvöld lOOO andlit Forsala 31. desember frá kl. 13.00-15.00 Góði dátinn 29. og 30. desember Namm Kjallarinn 30. og 31. desember Mirinda frá Keflavík Nýársdagur: Opið í Kjallaranum og á Góða dátanum til kl. 03.00 Ath! Óbreytt verð á börum n_ & SIALUNN auk fyrirliðans, spiluðu Helgi Steinsson, Sverrir Þórisson og Ævar Ármannsson með sigur- sveitinni. Á myndinni fagnar sveit Gylfa sigrinum. Mynd: Robyn AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. 1976-2.fl. 25.01.95-25.01.96 kr. 13.927,09 1977-1 .fl. 25.03.95 - 25.03.96 kr. 12.998,61 1978-1 .fl. 25.03.95 - 25.03.96 kr. 8.813,32 1979-1 .fl. 25.02.95 - 25.02.96 kr. 5.827,74 INNLAUSNARVERÐ* FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL Á KR. 10.000,00 1981-1 .fl. 25.01.95-25.01.96 kr. 234.004,30 1985-1 .fl.A 10.01.95- 10.07.95 kr. 66.190,90 1985-1 .fl.B 10.01.95- 10.07.95 kr. 33.648,10** 1986-1.fl.A3 ár 10.01.95-10.07.95 kr. 45.624,50 1986-1 .fl.A 4 ár 10.01.95- 10.07.95 kr. 51.714,50 1986-1.fl A6 ár 10.01.95 - 10.07.95 kr. 53.899,30 1986-1 .fl.B 10.01.95- 10.07.95 kr. 24.816,70** 1986-2.fl.A4 ár 01.01.95-01.07.95 kr. 42.784,50 1986-2.fl.A 6 ár 01.01.95-01.07.95 kr. 44.505,80 1987-1.fl.A2 ár 10.01.95- 10.07.95 kr. 35.796,60 1987-1.fl.A4 ár 10.01.95 - 10.07.95 kr. 35.796,60 1989-1 .fl.A 2,5 ár 10.01.95 - 10.01.96 kr. 17.889,90 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 30. desember 1994. SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.