Dagur


Dagur - 07.01.1995, Qupperneq 11

Dagur - 07.01.1995, Qupperneq 11
Laugardagur 7. janúar 1995 - DAGUR - 11 PÝRARÍKI ÍSLANDS SICURÐUR Æ6ISSON Hvalir 3. þáttur Langreyður (Balaenoptera physalus) Skíöishvölum er deilt niöur í þrjár meginættir, þ.e.a.s. reyóarhvali (6 tegundir), sléttbaka (3 tegundir) og loks gráhvali (1 tegund). Langreyöurin er af undirætt- bálki skíðishvala, en ætt reyðar- hvala, og telst vera næststærst allra hvala. Lengd fullorðinna dýra á suðurhveli er frá 24-26 m, og þyngdin um 80 tonn, en á norðurhveli eru þessar tölur mun lægri. Við Islandsstrendur eru karldýr t.d. um 18 m á lengd að meðaltali, en kvendýr um 19,5 m. Langreyðurin þekkist auðveld- lega frá steypireyðinni á litnum, því hún er grásvört að ofanverðu og hvít að neðan, og eru glögg skil á milli litasvæðanna á síðun- um. Að auki eru sérkennilega ósamhverfir flekkir utan á haus- hliðunum, þannig, aó á hægri kjálka er hún ljós- gul "X- eða hvít, en vinstra megin svört. Hausinn er frammjórri og odd- hvassari en á steypireyði og ofan á honum einkennilegur kambur, sem gerir hann ekki eins flatan og hann annars myndi vera. Blásturs- súlan getur náð 4-6 m, hæð. Bægslin eru löng og mjó, bak- hyman tiltölulega há, eða um 60 sm, og styrtlan mjóslegin og jafn- vel þunn til hliðanna. Skíðin eru oftast hvít og blýgrá að lit, 260- 480 talsins, og slúta niður úr sitt hvorum kjafthelmingi, eða alls 520-960 í gininu öllu, sem þá er meira en steypireyðurin hefur. Þau geta orðið um 72 sm löng og 30 sm breið. Langreyður er að mestu úthafs- hvalur, en er þó aó fínna í öllum heimshöfum, mest í heimskauta- sjó og á kaldtempruðum svæðum. Hún er farhvalur og dvelur í hlýrri sjó á veturna, yfirleitt frá nóvem- ber til janúar, þar sem dýrin maka sig og bera. Meðgöngutíminn er um 12 mánuðir og er kálfurinn um 6,5 m við fæðingu og vegur rúm- lega 1,5 tonn. Hann er á spena næstu 6-8 mánuðina a.m.k., og tvöfaldar lengd sína á því tímabili, og er þá líka orðinn rúmlega 13 tonn á þyngd. Hann verður svo kynþroska 6-12 ára gamall og er búinn að ná fullri lengd við 15 ára aldurinn. Að mökun og burði loknum er svo haldió til kaldari sjávar á ný, og þá jafnvel allt að hafísbrún, og safnast í þyrpingar á bestu átu- svæðunum. Eru helstu stórhóparn- ir oftast nefndir stofnar, og er greint á milli 7 slíkra á N- Atlants- hafi. Þeir eru: 1) A-Grænlands-ís- landsstofn, 2) N-Noregsstofn, 3) V- Noregs-Færeyjastofn, 4) Spán- ar-Portúgals-Bretlandseyjastofn, 5) V-Grænlandsstofn, 6) Ný- fundnalands-Labradorsstofn, og 7) Nova Scotiastofn. Talið er að langreyðurin nærist lítið á vetrarstöðvunum og er hún því mögur, er hún kemur á sumarstöðvamar. Meginfæðan er dýrasvif, eða svokölluð áta eða kríli, en einnig er mikið tekió af ýmsum smávöxnum uppsjávar- torfufiskum, einkum um fartím- ann, og má nefna þar síld og loðnu, auk blekfisks. Syndir lang- reyðurin gjarnan á hliðinni, þegar fæðu er aflað, og er það talið auð- velda henni að loka gríðarstórum kjaftinum. Fer hún allt niður á 300 m dýpi eftir bráð sinni, og getur verið 10-15 mínútur í kafi í einu, en þaó er meira en steypireyðurin gerir, alla jafna a.m.k. Langreyðurin er algengasta stórhvalategundin hér við land. Fyrstu dýrin birtast á norðurslóð sunnan úr höfum í marsmánuði, en það er svo ekki fyrr en í maí og byrjun júní aó megingangan kem- ur. I talningum hefur mest sést af langreyði vestur af Islandi, um landgrunnsbrúnina, en einnig tölu- vert vió strendur A-Grænlands og á svæðinu djúpt SV af íslandi. Sá stofn er nefndur A-Grænlands-Is- landsstofninn, og hefur ætíö verið aðalveiðstofn landsmanna. Hann er nú talinn vera a.m.k. 6.000- 8.000 fullorðin dýr. Langreyðurin hefur, eins og frænka hennar, steypireyðurin, farið illa út úr kynnum sínum við mannskepnuna. Veiðar gátu þó fyrst hafist aö ráði eftir að nútíma hvalveiðiskip, þ.e.a.s. gufu- bátar, komu til sögunn- N ar, með nægileg- \ um hraða til \ að eltast við þenn- an sundgarp; en langreyðurin er talin komast allra skíðishvala hraðast, eða um 35 km á klst. og leggja að baki allt að 300 km á dag. Um miðja þessa öld voru felld um 30.000 dýr samtals um heim allan, mest þó á suðurhveli. Arið 1976 Iögðust veiðar þar af og eins í N-Kyrrahafi. Hér á norðurslóðum voru Norðmenn drýgstir í langreyöinni og eyddu að mestu stofninum við eigin strendur, á 40 ára tímabili, eða frá því um 1850 og fram undir síðustu aldamót. A Islandsmiðum hófust veiðar þeirra árið 1883 og náðu hámarki árið 1904, þegar 562 dýr voru felld. Eftir það fór að draga úr. Arið 1913 gerði al- þingi svo úti um þessar veiðar Norðmanna, með því að setja lög sem bönnuóu allar hvalveiðar frá árinu 1915. Það bann stóð þó að- eins í 14 ár, eða til ársins 1929. Þá komu Norómenn aftur og veiddu til ársins 1937. Islendingar hófu nútímahval- veiðar árið 1935 og voru að til 1939, og tóku svo þráðinn upp aft- ur eftir seinni heimsstyrjöld, eða árið 1948, og hafa allt til þessa dags haldið þeim áfram; hin síðari ár þó eingöngu í rannsóknarskyni. Hefur langreyður frá upphafi ver- ið meginuppistaða aflans; að með- altali veiddust t.d. 236 dýr á ári á tímabilinu 1948-1984, sem lætur nærri að vera um 90% af heild- arfjölda veiddra hvala. Heildarstofnstærð langreyðar er talin vera um 120.000 dýr, þ.e.a.s. um 20.000 dýr á norður- hveli jarðar og um 100.000 á suð- urhveli. Þetta er talið vera fjórð- ungur af því sem var, þegar nú- tímahvalveiðar hófust. Ýmislegt bendir þó til, að að dýrin á norður- hveli séu fleiri en áætlað hefur verið fram að þessu. Og að síðustu er þess að geta, að talió er að langreyóurin geti orðið allt að 100 ára gömul. H H ELGARll EIL ABR0T Umsjón: GT 15. þáttur Lausnir á bls. 16 Hvaða borg í Danmörku cr vinabær Akureyrar? I Álaborg K1 Árósar Randers fl' Hvaða króna er verðmætust? fB Sú danska Sú norska D Sú saenska Hvað hét elsta dóttír Benito Mussolinis? H Alessandra CT Edda Evita Hvað skilur þjöfnað frá gripdeild? | Leynd Ofbeldi Verðmæti þýfis Hvenær á forseti lýðveldísins, Vlgdís Finnbogadóttir, afmaeli? 15. april Q 17. júni 12. desember 6 Hvaða áhrlf hefur það á dýptarskerpu (þ.e. það svæði sem er i fókus hverju sinni) að minnka Ijósop linsu? Engin áhrif Dýptarskerpan minnkar WM Dýptarskerpan eykst Hvert eftírtalinna skálda er fætt á Þorláksmessu? I Hannes Hafstein Matthías Johannessen Vatnsenda-Rósa Hvort er hærra í krónum - barnalífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins vegna eins bams eða meðlag með einu barni? I Barnalifeyrir Q| Meðlag Q jafnhátt Hver varð heimsmeistari þrátt fyrir að hafa ekið á keppinaut sinn i ástralska kappakstrinum í nóvember? | Fivaio Briatore Damon Hill IH Michael Schumacher 10 Hvert er suðustig vatns á Fahrenheit? 32 212 Hvaða tungumá! var lengl eins konar alþjóðlegt íþróttamál, td. i fimleikum? Enska ES Franska Kínverska Hver er forsætisráðherra Sviþjóðar? D Carl Bildt Ingvar Carlsson Enginn Hvar eru höfúðstöðvar Time Inc.? | ÍAmsterdam I Boston í New York CAMLA MYNDIN M3-1 504 Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/ Minjasafnið á Akureyri Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags þekkja ein- hvem á þeim myndum sem hér birtast eru þeir vinsamlegast beðnir að snúa sér til Minja- safnsins, annaó hvort með því að senda bréf í pósthólf 341, 602 Akureyri eöa hringja í síma 24162 eða 12562 (símsvari).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.