Dagur - 20.01.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 20.01.1995, Blaðsíða 3
Föstudagur 20. janúar 1995 - DAGUR - 3 FRÉTTIR Lögreglan á Dalvík: Umferðarlagabrotum fækk- aði en kærumálum fjölgaði - fjöldi mála í fyrra svipaður og áriö áður Hjá lögreglunni á Dalvík komu upp 296 mál á síðasta ári, sem er svipaður fjöldi og árið áður. íbú- ar umdæmisins voru löghlýðnari í sumum málaflokkum en óhlýðnari í öðrum. Umferðar- lagabrotum fækkaði en fjölgun varð í kærumálum, sem rann- saka þurfti. Lögreglunni á Dalvík var tilkynnt um 25 umferðaróhöpp á árinu 1994. Meiósl urðu í átta óhöppum og í tveimur óhöppum voru ökumenn grunaðir um ölvun við akstur. A árinu voru tíu kæröir vegna gruns um ölvun við akstur og er það nálægt meðaltali síðustu ára. Fjórir voru stöðvaðir á Dal- vík, einn í Múlanum og fimm á Olafsfjarðarvegi, sunnan Dalvík- ur. Alls voru 82 kærðir fyrir of hraðan akstur á árinu og er það svipaður fjöldi og árið áður. Flest- ir voru stöðvaðir á bilinu 111-120 km/klst., eða 42. Hraðakstur þessi var nær einvörðungu á Olafsfjarð- arveginum en þó voru 11 kærðir fyrir of hraðan akstur innan marka Dalvíkurbæjar. Skráningamúmer voru tekin af 24 ökutækjum og þá voru skráð 25 önnur umferðar- lagabrot. A síðasta ári voru 52 kærur og önnur rannsóknarefni tekin til meðferðar og er það fjölgun frá fyrri árum. Ohöpp urðu 10 þar sem meiðsl urðu á fólki, brunamál voru 3, bruggmál 2 og 1 fíkniefna- mál kom upp. Þá komu upp 12 ölvunarmál á árinu og önnur mál voru 59 talsins. KK Skráöum atvinnuleysisdögum á landinu í desember sl.: Fjölgaði um 36 þúsund frá mánuðinum á undan - en fækkaði um 19 þúsund frá desember 1993 í desembermánuði sl. voru skráðir rúmlega 155 þúsund at- vinnuleysisdagar á landinu öllu, tæplega 79 þúsund hjá körlum og tæplega 77 þúsund hjá kon- um. Skráðum atvinnuleysisdög- um fjölgaði um rúmlega 36 þús- und frá mánuðinum á undan en þeim hefur hins vegar fækkað um tæplega 19 þúsund frá des- ember 1993, samkvæmt fréttatil- kynningu frá Vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins. Stjóm Sambands íslenskra sveit- arfélaga hefur í bréfi til hrepps- nefndar Súðavíkurhrepps, sent hreppsnefnd og öllum íbúum sveitarfélagsins innilegar samúð- arkveðjur vegna hinna átakan- legu atburða er orðið hafa í sveitarfélaginu. Ennfremur segir í bréfinu að Samband íslenskra sveitarfélaga muni nú þegar hefja undirbúning aó samvinnu allra sveitarfélaga í landinu um aðstoð þeirra við Súðavíkurhrepp í þeim miklu erf- iðleikum sem hann stendur frammi fyrir. Umfang og skipulag aðstoóar- innar verður undirbúið í nánu samráði við hreppsnefnd Súöavík- urhrepps og bjóðast þeir Vilhjálm- ur Vilhjálmsson, formaður sam- Togarar Mecklenburger Hochseefischerei: Veiddu 18 þúsund tonn af úthafs- karfa á árinu 1994 Fimm af sjö togurum þýska út- gerðarfyrirtækisins Mecklen- burger Hochseefíscherei, sem Útgerðarfélag Akureyringa hf. á meirihluta f, öfluðu um 18 þús- und tonn af úthafskarfa á Reykjaneshrygg á sl. ári. Einn togari var á veiðum í Bar- entshafí og einum var lagt. Fyrir- tækið hefur auk þess 1.300 tonna þorskkvóta í Barentshafi og 2.000 tonna grálúðukvóta í grænlenskri lögsögu auk veióiheimilda við Austur-Grænland en veiði þar hef- ur verið treg. GG Atvinnuleysisdagar í desember sl. jafngilda því að 7.166 menn hafi að meðaltali verið á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum. Þar af eru 3.629 karlar og 3.537 konur. Þessar tölur jafngilda 5,6% af áætluðum mannafla á vinnumark- aði samkvæmt spá Þjóðhagsstofn- unar eða 4,8% hjá körlum og 6,6% hjá konum. Það eru að með- altali um 1.665 fleiri atvinnulausir en í síóasta mánuði en um 880 færri en í desember í fyrra. bandsins, og Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri, til að fara vest- ur til fundar um málið, eftir nánari ákvörðun hreppsnefndannanna. I framhaldi af viðræðum við hreppsnefnd Súðavíkurhrepps, mun stjórn sambandsins senda öll- um sveitarfélögum í landinu til- lögur sínar um fyrirkomulag að- stoðarinnar. KK Síðasta virka dag desember- mánaðar voru 8.780 manns á at- vinnuleysisskrá á landinu öllu en það eru 2.479 fleiri en í lok nóv- ember sl. Arið 1994 voru um 6.209 manns að meðaltali atvinnu- lausir eða 4,7% en árið 1993 voru um 5.600 manns að meðaltali at- vinnulausir eða 4,3%. Atvinnuleysið eykst nokkuð alls staðar á landinu í desember, hlutfallslega langmest á Austur- landi og Vestfjörðum en mest er fjölgun atvinnulausra á Austur- landi og Norðurlandi eystra. At- vinnuleysið er nú minna en í des- ember í fyrra á öllum atvinnu- svæðum nema Vestfjöróum og Suðumesjum. Atvinnuleysi karla eykst mun meira en atvinnuleysi kvenna. Að meðaltali eru um 51% at- vinnulausra á höfuðborgarsvæð- inu og 49% á landsbyggðinni. A Norðurlandi eystra eru 14% at- vinnulausra aó meðaltali, 9% á Suðurlandi, 8% á Suðumesjum, 6% á Austurlandi, 5% á Norður- landi vestra og á Vesturlandi og 3% á Vestfjörðum. KK ^ónfist fjefijarinnar mmr áfnóttir fjefcjarinnar d fjdbec)is6arnum €nsíú 6oftinn faucjarbacj átalsfö 6oftinn sunnubacj 40" sftjdr 9) ^afnarstrœti @tmi 22525 Samvinna sveitarfélaga um aöstoö viö Súðavíkurhrepp

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.