Dagur - 20.01.1995, Blaðsíða 9
Föstudagur 20. janúar 1995 - DAGUR - 9
Vaxandi líkur á verkfalli kennara 17. febrúar nk.:
Kennarar sinni kennslu sem aðal
starfi og fái greitt miðað við það
- segir í skýrslu Nefndar um mótun menntastefnu
Það kann svo að fara í næsta mánuði að flciri ncmendur vanti kcnnara cn
þessa nemendur Glerárskóla haustið 1988. Mynd: TLV
Atkvæðagreiðslu kennara um
verkfallsheimild lýkur í dag og
fer talning atkvæða fram þriðju-
daginn 31. janúar nk. Verði
verkfallsheimildin samþykkt
kemur til verkfalls kennara um
allt land föstudaginn 17. febrúar
nk. hafi ekki samist fyrir þann
tíma. Kennarar grípa til þessara
ráða nú þar sem þeir telja að
samningaviðræður hafi ekki
skilað öðru en því að viðsemj-
andinn, Samninganefnd ríkisins,
hafi hafnað öllum þeirra kröf-
um. Kennarafélögin, þ.e. Kenn-
arasamband íslands (KÍ) og Hið
íslenska kennarafélag (HÍK)
hafa samflot í þessari atkvæða-
greiðslu og þvt verður verkfall
kennara mjög víðtækt ef til þess
kemur og mun lama allt skóla-
starf í grunnskólum landsins. Til
þess að það gangi eftir þarf
helmingur þeirra sem verkfallið
tekur til að taka þátt í atkvæða-
greiðslunni og helmingur þeirra
sem atkvæði greiða að sam-
þykkja verkfallsheimildina.
I Kennarasambandi Islands eru
félagsmcnn alls 3.500 talsins en
l. 250 í Hinu íslenska kennarafé-
lagi. Árið 1984 fóru félagar í
Kennarasambandi Islands í verk-
fall sem að sumu leyti virtist snú-
ast í höndum þeirra, og þjóðarsál-
in snerist þá að sumu leyti gegn
þeim og þeirra kjarakröfum.
Hið íslenska kennarafélag
stefnir nú að þriðja verkfallinu í
sögu félagsins en félagið hefur
lagt áherslu á að fá sérstaka end-
urskoðun á starfskjörum kennara
og sérstaka samninga í tilefni af
breyttum störfum kennara. For-
maður HIK telur aó upp sé að
koma sterk þjóðarvakning um það
að krefjast úrbóta í menntamálum.
Mörgum hefur að óathuguðu
máli þótt kröfur kennara nú ganga
of langt og farið sé fram á of
rniklar kauphækkanir. í því sam-
bandi má benda á að með einsetn-
ingu skóla munu sumir kennarar
ekki ná nema u.þ.b. 80% kennslu
og hluti krafna þeirra nú byggist
m. a. á því að brúa þá væntanlegu
skerðingu.
Á nýlegunt fulltrúaráðsfundi
kennarafélaganna var bent á það
að á síðustu fjóruni til sex árum
hafi kjarasamningagerð á íslandi
einkennst af samfloti margra stétt-
arfélaga og samtaka þeirra og al-
mennum kröfum. Þetta hefur leitt
til þess að þær miklu breytingar
sem orðið hafa á skólastarfi á síð-
ustu árum hafa ekki fengist rædd-
ar við samningaborðið. Það er því
ljóst að þörfin fyrir sérstaka kenn-
arasamninga er orðin brýn vegna
mikilla breytinga á störfum og
starfsumhverfi kennara á þessu
tímabili.
I skýrslu Nefndar um mótun
menntastefnu segir m.a. um kjara-
santninga og mótun menntastefnu:
„Hlutverk kennara hefur breyst
ntjög mikið á síðustu árum. Það
felst ekki eingöngu í miðlun þekk-
ingar til nemenda, heldur þurfa
kennarar jafnframt að sinna upp-
eldishlutverki í víðari skilningi en
áður, taka þátt í samvinnu vió for-
eldra, veita nemendum, foreldrum
og samkennurum margvíslega
ráðgjöf, vinna að skólanámskrá og
áætlanagerð, viðhalda starfshæfni
sinni og temja sér nýjungar á sviði
náms og kennslu, sinna ýmsum
stjómunarstörfum í skólanum,
vinna að þróunarstörfum í tengsl-
um við kennslu og hafa umsjón
með kennaranemum. Mikilvægt er
að starfsaðstæður og launakjör
kennara taki mið af breyttu hlut-
verki kennara.“ GG
„Kennarar tilbúnir í verkíall ef þeir telja samn-
ingsstöðu sinni betnr borgið með þeim hætti“
- segir Sveinbjörn Markús Njálsson, formaður BKNE
Sveinbjörn Markús Njálsson, að-
stoðarskólastjóri á Dalvík, er
formaður Bandalags kennara á
Norðurlandi eystra (BKNE) og
leiðir því að vissu Ieyti kjarabar-
áttu kennara í kjördæminu. í
dag lýkur atkvæðagreiðslu kenn-
ara um verkfallsheimild og af
því tilfefni var Sveinbjörn spurð-
ur að því hvort kennarar væru
nú einhuga í sínum aðgerðum í
kjarabaráttunni.
„Samstarf Kennarasantbands
Islands og Hins íslenska kennara-
félags hefur byggst á heilindum og
eru allir staóráðnir í því aö vinna
saman að framgangi þessara samn-
inga. Ekki þori ég að fullyrða að
þetta samstarf verði til þess að
þessi félög sameinist, en það er
ntín persónulega skoðun aó þetta
samstarf sé í raun prófsteinn á það
hvort þcssi kennarafélög séu tilbú-
in til að starfa nánar saman í fram-
tíðinni," sagði Sveinbjörn M.
Njálsson.
- Eru kennarar hræddir við að
fá almenningsálitið upp á móti sér
líkt og gerðist í kennaraverkfallinu
árið 1984?
„Þegar boðað er til verkfalls er
auóvitað rætt um áróöursstöðu
kennarafélaganna í kontandi samn-
ingaviðræðum. Við getum aldrei
verið fullviss um það fyrirfram
hvers konar álit almenningur hefur
á þessari kjaradeilu frekar en öðr-
um. Reynslan frá árinu 1984 er
okkur kennurum í fersku minni en
þá var Kennarasamband Islands í
Bandalagi starfsmanna ríkisins og
bæja (BSRB) og voru kennarar þá
mjög áberandi og virkir í verk-
fallsvörslu þar sem margar aórar
starfsstéttir voru í mörgum tilfell-
um með nokkrar undanþágur.
Kennarar urðu þá fyrir vissu áfalli
Sveinbjörn Markús Njálsson, for-
maður BKNE. Mynd: GG
þegar að þeirra mati var samið á
röngurn tímapunkti.“
- Áttu von á löngu verkfalli ef
til þess kemur, eða gerir nálægð
Alþingiskosninga það að verkum
að samið verður fljótt?
„Þessu er hægt aö svara bæði
játandi og neitandi. Við stefnum
að sjálfsögðu að samningum án
undangengins verkfalls, en ef til
verkfalls kemur er það auðvitað
háð vilja samningsaðilans en í
raun hagnast ríkisvaldiö, viðsemj-
andi okkar, á því að við kennarar
séum í verkfalli því þá þarf hvorki
að greiða laun né taka tillit til út-
fiutningsverðmæta sem hlaðast
upp og liggja undir skemmdum
líkt og gerist í verkfalli ýmissa
annarra starfsstétta. Þess vegna tel
ég að kennarar séu tilbúnir til að
vera í verkfalli svo lengi sem þeir
telja samningsstöðu sinni betur
borgiö meö þeim hætti. Við ætlum
að ná frant ákveðnum leiðrétting-
um sem við teljum okkur eiga inni
því það hafa ekki verið geróir sér-
stakir kjarasamningar við kennara
síðan á árinu 1989. I nýrri aðal-
námskrá 1989 og í nýjuni grunn-
skólalögum 1991 er kennurum
ætluð aukin störf og það er ítrekað
í skýrslu Nefndar um mótun
menntastefnu. I þeirri skýrslu er
tekið undir þau sjónarmið kennara
að það beri að taka þessi mál til
endurskoðunar og bæta kjör kenn-
ara vegna þess að þama hafa bæst
við störf, sem ekki hafa fengist
rædd í þessum Þjóðarsáttarkjara-
samningum undanfarin ár. Kenn-
arastarfið er þaó sérhæft að það er
ekki hægt að bera það saman við
neitt annað starf í þjóðfélaginu.
Skilgreining vinnutíma og útreikn-
ingur launa er t.d. þannig aó laun
em reiknuð út á árs grundvelli þó
kennslan fari fram á 9 mánuðum
segir Sveinbjöm Markús Njálsson,
formaður BKNE. GG
Verð miðað við staðgreiðslu
er 1300* krónur
fyrsta birting
og hver endurtekning
400 krónur