Dagur - 20.01.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 20.01.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 20. janúar 1995 .. .hagsmunir í húíi Tvö mál hafa einkennt fréttaflutning frá Akureyri og umræðu á meðal bæjarbúa að undanfömu. Þótt að um tvö málefni sé aö ræóa hafa þau fallið í einn farveg í meðförum fréttamanna og í hinni almennu um- ræðu. Annað þessara málefna er hvort mögulegt sé að flytja höfuö- stöðvar Islenskra sjávarafurða hf. til Akureyrar og auka þannig atvinnulíf og efla viðskiptaumhverfi í bænum og á Norðurlandi en hinsvegar hvort Akureyrarbær eigi að selja hlutabréf sín í Utgerðarfélagi Akureyringa hf. og létta þannig á skuldum bæjarins auk þess að skapa framkvæmdafé á tímum erfiðleika í atvinnulífi. Mál- efni þessi koma fram á sama tíma og því er auðvelt að tengja þau sam- an og gera að einu máli eins og víða má heyra; bæói í fjölmiðlum og hjá fólki á förnum vegi. Ahugi bæjaryfirvalda á Akureyri á flutningi Islenskra sjávarafurða hf. norður vaknaði er ljóst var að fyrir- tækið yrði að flytja úr núverandi húsnæói á Kirkjusandi í Reykjavik. Þessi áhugi bæjaryfirvalda er mjög eðlilegur. Mikil stöðnun hefur ríkt í atvinnulífi í bænum síóustu árin. Sú stöðun hcfur ekki aðeins leitt af sér 4% til 6% atvinnuleysi að jafnaði heldur hefur hún einnig dregið úr möguleikum til þjónustu og al- mennan kraft úr bæjarfélaginu og bæjarbúum. Oft hefur verið rætt um, bæði af hálfu fyrrverandi og núver- andi bæjarfulltrúa, að breyta þessu stöðnunarástandi og finna og efla nýja atvinnumöguleika. Leita þurfi nýrra leiða til nýsköpunar og stofn- unar fyrirtækja og einnig að kanna meó öllum ráóum hvort flytja megi virka atvinnustarfsemi til bæjarins. Annað stærsta fyrirtæki landsins Með hugsanlegri staósetningu Is- lenskra sjávarafurða hf. á Akurcyri er búió að koma auga á vænlegan möguleika fyrir atvinnu- og við- skiptalíf í bænum. Islenskar sjávar- afurðir hf. cru annað stærsta fyrir- tæki landsins þegar miðað er við veltu en umsvif þess námu á 19da milljaró króna á árinu 1993. Þess er einnig að geta aö um sérhæfóan út- flutningsaðila er að ræóa er stundar sölu á helstu framleiðsluafurðum þjóðarinnar. Sem stcndur vinna um 60 manns hjá fyrirtækinu og því fylgir margvísleg þekking á útflutn- ingsstarfsemi og viðskiptasambönd sem menn alla sér á lengri tíma í markaðs- og sölustörfum. Margir starfsmanna eiga rætur á landsbyggðinni Þótt ákveðnir erfiðleikar séu ætíö samfara því að flytja stóra vinnu- staói búferlum; að ekki sé talað um að fara með þá á milli landshluta, var fljótt ljóst að nokkur áhugi var fyrir hcndi af hálfu forvígismanna og starfsmanna Islenskra sjávaraf- urða hf. að kanna hvaða möguleikar felist í flutningi fyrirtækisins til Ak- ureyrar. Margir starfsmanna þess eiga rætur á landsbyggóinni; í hin- um ýmsu plássum við sjávarsíðuna og tengjast útvegsstarfsemi með einum eða öðrum hætti. Þótt í tilviki sem þessu séu allir starfsmenn tæp- ast tilbúnir að flytja með vinnuveit- anda sínum í annan landshluta, má gera ráð fyrir að verulegur hluti starfsfólks myndi koma norður með Islenskum sjávarafurðum hf. Þekking flyst norður Þótt mörg störf innan Islenskra sjáv- arafurða hf. séu sérhæfð og sölu- starfsemi byggi ætíð aó hluta á per- sónulegum tengslum sem fólk skap- ar með sölustörfum þarf vart að kvíða því að ekki megi fylla þaö skarð sem ef til vill getur skapast. Á Akureyri er boóið háskólanám í rekstrar- og sjávarútvegsfræðum auk þess sem unnið er að vísinda- og þróunarstörfum við Háskólann á Akureyri. Sú stofnun er því kjörin samstarfsvettvangur atvinnufyrir- tækis á borð við Islenskar sjávaraf- uróir hf. og vel hæf til þess að mennta ungt fólk til starfa við fram- leiðslu og útflutning sjávarafurða. Tæpast þarf að kvíða því að fagleg þckking muni hverfa úr umræddu útflutningsfyrirtæki þótt það flytjist norður en starfsmenn er myndu fylgja því að sunnan gætu að öllum líkum nýst Háskólanum á Akureyri sem upplýsinga- og kennslukraftar í framtíðinni. Allt að 200 störf og aukin þjónusta Atvinnufyrirtæki af þcirri stærð sem Islenskar sjávarafurðir hf. eru fylgja ákveðin margfeldisáhrif á annað at- vinnulíf. Því myndi tilkoma þess til Akureyrar skapa hátt í 200 störf í bænum strax á fyrsta starfsári þar. Hluti þess fólks flytur til bæjarins en aðrir koma úr öðrum störfum hér á Akureyri og við þaó losna fleiri störf. Þegar rætt er um að tilkoma sérhæfðs útflutningsfyrirtækis, eins og Islenskar sjávarafuróir hf. eru, taki ekki nema að litlu leyti fólk af atvinnuleysisskrá, gleymist gjarnan að meta þau miklu margfeldisáhrif sem því fylgja. Þótt það fólk sem nú er í atvinnuleit á Akureyri gangi ef til vill ekki beint í störf hjá Islensk- um sjávarafurðum hf. myndi til- koma fyrirtækisins skapa umtals- verðan fjölda starfa í ólíkum starfs- greinum vegna aukinnar eftirspurn- ar eftir ýmiskonar þjónustu. Ef menn ræða í einhverri alvöru um að gera Norðausturland að sérstöku matvælaframleiðslu- og útflutnings- svæði í krafti hreinleika og lítið spilltrar náttúru er ómetanlegt að öllugur útflutningsaðili hafi höfuö- stöóvar sínar í þessum landshluta. I því sambandi máyelta þeim mögu- leika fyrir sér að íslenskar sjávaraf- urðir hf. þurfi ekki aó einskorða sölustarfsemi sína við fiskafurðir í framtíóinni heldur megi nýta þau sambönd og þekkingu sem þar er og verður að finna í fjölbreyttari mark- aðsstarfsemi. Tilkoma stórs útflutn- ingsfyrirtækis á Akureyri myndi einnig hafa veruleg áhrif á sviði ferðamála. Starfsemi þess skapar mikla umferð erlendra viðskiptaað- ila og tæknimanna á sviði matvæla- iðju sem koma til með að notfæra sér þjónustu flugfélaganna, hótela, veitingastaða og bílaleiga svo nokk- uó sé nefnt. Vítamínsprauta í staðnað atvinnu- og viðskiptalíf Flutningur Islenskra sjávarafurða hf. norður myndi virka sem vítamín- sprauta á staðnað atvinnu- og við- skiptalíf á Akureyri. Athafnalíf sem muna má fífil sinn fegurri áður en fjöldi verkefna hvarf af sjónarsvið- inu með tilheyrandi gjaldþrotum og erfiðleikum einstaklinga og íjöl- skyldna við að sjá sér og sínum far- borða. Af þessum ástæðum hófu forráðamenn Akureyrarbæjar óformlegar viðræður við forsvars- menn Islenskra sjávarafurða hf. þegar ljóst var á síðasta hausti að fyrirtækið myndi verða að flytja úr húsnæðinu í höfuðborginni. * IS vill eðlilega auka viðskipti sín Ljóst er að hluti viöræðna bæjaryfir- valda á Akureyri við forsvarsmenn Islenskra sjávarafurða hf. fólst í því hvort fyrirtækið fái möguleika til þess að auka viðskipti sín með því að taka að sér sölustarf fyrir Útgerð- arfélag Akurcyringa hf. Þar er vissulega um viðkvæmt mál að ræða. Útgerðarfélag Akureyringa hf. hefur lengi átt viðskipti viö Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf., hinn stóra útflutningsaðilann á sviði sjávarafuróa hér á landi. Útgerðarfé- lag Akureyringa hf. er einnig stærsti eignaraðili að Sölumiðstöðinni með tæplega 13% eignaraðild að fyrir- tækinu. Árum saman voru útflutn- ingsmál sjávarútvegsins í nokkuð föstum skorðum; skipt á milii Sölu- mióstöðvarinnar og Sjávarafuróa- deildar Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Eftir að Sambandið hætti starfsemi voru Islenskar sjáv- arafurðir hf. stofnaðar á grunni sjáv- arafurðadeildarinnar og viðskipta- sambanda hennar. Aó undanförnu hefur þetta viðskiptaumhverfi nokk- uð verið að breytast. Stórir útvegs- aðilar hafa flutt viðskipti á milli söluaðila og ný útflutningsfyrirtæki hafa verið að eflast. I því sambandi má nefna Seif hf. á Grandagarði í Reykjavík auk minni fyrirtækja. Auðvelt er aó skilja áhuga forráða- manna Islenskra sjávarafurða hf. fyrir viðskiptum við Útgeróarfélag Ákureyringa hf. og að þeir láti hann í ljósi í viðræðum við bæjaryfirvöld á Ákureyri. Raunar væri óeðlilegt ef þeir legðu ekki mikla áherslu á það mál. Engar ákvarðanir hafa enn ver- ið teknar hvað þessi viðskipti varð- ar, hvort sölustarfsemi Útgerðarfé- lagsins muni alfarið flytjast til ís- lenskra sjávarafurða hf. komi fyrir- tækið til bæjarins eða hvort slíkt muni verða á lengri tíma. Líklegt er að um viðskipti þcssara fyrirtækja vcrði að ræða flytjist Islenskar sjáv- arafurðir hf. norður enda leggja for- svarsmenn þess höfuðáherslu á það mál. Evrópumarkaður einnig mikilvægur Dregin hefur verið í efa hæfni Is- lenskra sjávarafurða hf. til þess að selja afurðir Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. á sama hátt og Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna hf. hefur gert og bent á að ekki sé um hagsmuni Útgerðarfélagsins að ræóa að velja sér nýjan söluaðila. Hefur fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélagsins meðal annars vióraó þær hugmyndir í blaðagrein nýverið. Eflaust gengur honum gott eitt til en hann lítur þó fyrst og fremst á málið frá sjónar- hóli Sölumiðstöðvarinnar, sem eðli- Þórður Ingiinarsson. Slæmt væri fyrir Ak- ureyri ef tilfinningar og pólitískt umrót yrðu til þess að spilla því tækifæri til efl- ingar atvinnulífs sem nú er til umræðu. Ef svo fer má spyrja hvað Akureyringar vilji gera til eflingar atvinnulífs í framtíð- inni. lega vill verja viðskiptasambönd sín á Akureyri. Ef litið er til starfssögu íslenskra sjávarafurða hf. þau ár sem fyrirtækið hefur starfað og for- vera þess er ljóst að það er fullgild- ur jafnoki annarra sölufyrirtækja á sviói sjávarafurða hér á landi. Með starfsemi dótturfyrirtækjanna; Ice- land Seafood Corporation í Banda- ríkjunum og Iceland Seafood Ltd. í Evrópu hafa Islenskar sjávarafurðir hf. skapað sér traust vióskiptasam- bönd beggja vegna Atlantshafsins. Þótt Bandaríkjamarkaður sé ís- lenskri útvegsstarfsemi mikilvægur nú og komi til með að verða það í framtíðinni þá veróur einnig aó meta mikilvægi hins evrópska markaóar nú þegar Island hefur gerst aðili að Evrópska efnahags- svæóinu. Vaxtakostnaður Akureyr- arbæjar sambærilegur við rekstur leikskólanna Þá er komið að hinu málinu sem fallið hefur í sameiginlegan farveg fréttaflutnings og umræðna á Akur- eyri að undanfömu en það er hugs- anleg sala hlutabréfa Akureyrarbæj- ar í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Umræður um sölu hlutabréfanna fóru af stað í tengslum við fjárhags- áætlun Akureyrarbæjar fyrir nýlega byrjað ár. Á undanförnum árum hefur verið bent á að sala á eignum bæjarins, þar á meðal hlutabréfin í Útgerðarfélaginu, muni auka bæn- um framkvæmdafé auk þess að minnka skuldir og létta af fjár- magnskostnaði. Vaxtagreiðslur bæj- arsjóðs Akureyrar eru áætlaðar um 47 milljónir króna á þessu ári. Vaxtagreiðslur Framkvæmdasjóðs Akureyrarbæjar eru áætlaðar 54,6 milljónir. Samanlagt þýðir þetta rúmar 100 milljónir króna í vaxta- greiðslur eða álíka upphæð og kost- ar að reka alla leikskóla bæjarins og skóladagheimili. Af þessum ástæð- um og einnig með hliðsjón af erfiðri stöðu atvinnulífsins í bænum hefur bæjarstjórn nú rætt hugmyndir um að selja af eignum bæjarins þar sem hlutur hans í Útgerðarfélaginu er ekki undanskilinn. Ætíð má deila um hvort hagkvæmt eða nauðsyn- legt er fyrir sveitarfélög að eiga stóra hluta í atvinnufyrirtækjum. Hvað sem skoðunum manna á því líður má benda á að efling atvinnu- lífs getur meðal annars verið fólgin í því að losa fjármuni með sölu á eignarhlutum í vel reknum fyrir- tækjum og nýta þá til þess að auðga atvinnustarfsemi með öðrum hætti. Þetta sjónarmið hafa bæjaryfírvöld á Akureyri nú til íhugunar auk þess að sala eigna myndi létta verulega á þeim fjármagnskostnaði, sem skap- ast hefur á undanfömum árum þegar Akureyrarbær hefur þurft aö taka fjármuni að láni til að hjálpa stórum og fjölmennum vinnustöðum af stað að nýju eftir áföll í hinu erfiða ár- ferði að undanrförnu. Miklir hagsmunir í húfl Útgerðarfélag Akureyringa er traust fyrirtæki sem sýnt hefur góða af- komu. Af þeim ástæðum þykja hlutabréf í því eftirsóknarverð þegar um fjárfestingarkosti er að ræða. Engum þarf að koma á óvart þótt ýmsa fýsi að festa kaup á hlutabréf- um Akureyrarbæjar í Útgeróarfélag- inu verði þau boðin til sölu, annað- hvort öll eða hluti þeirra. Einnig er Ijóst að hugmyndir um að flytja Is- lenskar sjávarafurðir hf. til Akureyr- ar ýta undir áhuga ýmissa afla um kaup á hlutabréfum fyrst umræða um sölu þeirra er komin fram á sama tíma. Aöilar tengdir Sölumið- stöð hraófrystihúsanna hf. vilja ná meirihlutaeign í Útgerðarfélaginu með það fyrir augum að tryggja áframhaldandi viðskipti við hana. Fjárfestar á Akureyri og bæjarbúar almennt hafa eðlilega hug á aö halda aflakvóta og vinnslustarfsemi Útgerðarfélagsins í bænum og tryggja með því atvinnu fyrir bæjar- búa og tekjur til bæjarfélagsins í heild. Málið hefur verið lagt upp á þann hátt í fréttum og umræða manna á meðal er nú með þeim blæ að sala hlutabréfa Akureyrarbæjar í Útgeröarfélagi Akureyringa hf. sé forsenda þess að íslenskar sjávaraf- urðir hf. flytji starfsemi sína til Ak- ureyrar. Svo er ekki, heldur leggja forystumenn Islenskra sjávarafurða hf. áherslu á viðskipti við það. Eins og bent er á hér að framan eiga hugmyndimar um flutning Is- lenskra sjávarafurða hf. og sölu hlutabréfa í Útgeröarfélagi Akureyr- inga hf. sinn upprunann hvor. Verói af flutningi á viðskiptum Útgerðar- félagsins frá Sölumiðstöðinni yfir til Islenskra sjávarafurða hf. í tengslum við hugsanlegan flutning fyrirtækis- ins norður hafa bæjaryfirvöld á Ak- ureyri möguleika til að stýra þeim breytingum án þess að þurfa að selja hlutabréfin í hendur annarra aðila. Á meðan bærinn á meirihlutaeign í Út- gerðarfélaginu er slík ákvörðun í raun bæjaryfirvalda. Af þeim ástæð- um láta þau nú kanna hvaða áhrif slíkar breytingar auk þess að breyta eignarhaldi á fyrirtækinu geti haft á starfsemi þess í framtíðinni. Niður- stöður þeirrar könnunar munu án efa veróa hafóar til hliösjónar þegar ákvarðanir verða teknar í þessu mikilvæga máli fyrir Akureyringa. Á þann hátt eru fagleg vinnubrögð ástunduð í þessu máli í stað tilfinn- inga sem einkennt hefur hina al- mennu umræðu að undanfömu. Slæmt væri fyrir Akureyringa ef til- finningar og pólitískt umrót yrðu til þess að spilla því tækifæri til efling- ar atvinnulífs sem nú er til umræðu. Ef svo fer má spyrja hvað Akureyr- ingar vilji gera til eflingar atvinnu- lífs í framtíðinni. Flutningur Is- lenskra sjávarafurða hf. norður varðar ekki einungis hagsmuni þeirra er á Akureyri búa heldur allra Norðlendinga. í þessu máli em því miklir hagsmunir í húfi sem ekki má fórna á altari tilfinninga eða pólit- ískra væringa. Þórður Ingimarsson. Höfundur er blaðamaður á Akureyri. LfTTi : . Vinningstölur miövikudaginn: 18.01.1995 VINNINGAH 6 af 6 a 5 af 6 bónus m 5 af 6 4 af 6 m 3 af 6 +bónus FJÖLDI VINNINGA 8 208 669 UPPHÆÐ A HVERN VINNING 44.050.000 2.906.174 27.150 1.660 220 fjjVinningur: er tvöfaldur næst Aðaitölur: BÓNUSTÖLUR ®(§)© Helldarupphæð þessa viku 47.665.834 á ísi.: 3.615.834 UPPLYSINQAR, SlMSVARI 91- 68 1311 LUKKULlNA 99 10 00 • TEXTAVARP 451 UIB1 MGO rvmRV«B» UM PRENTVILLUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.