Dagur - 20.01.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 20.01.1995, Blaðsíða 15
Föstudagur 20. janúar 1995 - DAGUR -15 IÞROTTIR 5ÆVAR HREIÐARSSON KA í úrslit annað árið í röð - eftir sigur á Gróttu í bikarnum í gærkvöldi KA-menn eru komnir í úrslit bikarkeppni HSÍ annað árið í röð eftir auðveldan sigur á Gróttu í gærkvöldi. Jafnræði var með lið- unum framan af en KA hafði yfir 10:7 í leikhléi. KA hafði mikla yfirburði í seinni hálfleik og vann leikinn 25:16. KA mætir íslands- meisturum Vals í úrslitaleik bik- arkeppninnar í Laugardalshöll 4. febrúar nk. „Leikurinn var eins og við var að búast. Þetta var basl í byrjun en síðan sprungu þeir í síðari hálf- leik. Mér líst mjög vel á að mæta Val í úrslitum en það er ljóst að við verðum að leika betri sóknar- leik en við höfum verið að gera undanfarið og halda áfram að leika sterka vörn. Við þurfum allir að ná toppleik ef við ætlum að ná að leggja þá að velli,“ sagði Patrekur Jóhannesson, leikmaður KA, eftir leikinn í gærkvöldi. KA átti í miklum vandræðum með að finna taktinn framan af leiknum í gær. Gróttumenn komu vel stemmdir og böróust af mikl- um krafti. Heimamenn höfðu yfir 7:5 eftir rúmlega tuttugu mínútna Körfuknattleikur - úrvalsdeild: Stólarnir sterkir - sigruðu Snæfell í Stykkishólmi Tindastóll vann sannfærandi sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í gærkvöld, 88:75. Leikurinn var fálmkenndur og leikmenn beggja liða gerðu þó nokkuð af mistökum. Fyrri hálfleikur var jafn og staðan 43:43 í leikhléi en eftir það tóku Stólarnir völdin. Handknattleikur: íkvöld í kvöld ki. 20.00 verður mik- ilvægur leikur í toppslag 2. dcildar karla í handknattleik. Þórsarar taka á móti Eyja- mönnum í íþróttahöllinni á Akureyri og má búast við að Þórsarar fái meiri keppni frá þeim heldur en síðustu tveimur andstæðingum sín- um, Fjölni og Kcflavík. Leikur þessi var á dagskrá sl. föstudag en var frestað vegna veðurs. Þórsarar hafa fengið nægan tíma til undir- búnings fyrir þennan leik og má segja að síðustu tvo leiki hafi þeir notaó til að fínpússa leikkerfi sín. Jafnræði var með liðunum all- an fyrri hálfleik og var nánast jafnt á öllum tölum. Heimamenn léku harðan varnarleik og leik- mönnum Tindastóls gekk illa að hrista þá af sér. Eins og venjulega voru Hólm- arar ákveðnir í að næla i sín fyrstu stig í deildinni en samkvæmt venju klikkuðu þeir um miðjan seinni hálfleikinn og eftir að jafnt var 55:55, sigu gestirnir framúr í rólegheitum. Ahorfendur kipptu sér því ekkert upp við þetta og það sem eftir lifði leiks jókst forskotið jafnt og þétt. Sá maður sem kom hvað mest á óvart var Amar Kárason sem spilaði mjög vel og var maður leiksins. Torrey John tróð oft með tilþrifum og skemmti áhorfendum en Arnar skilaði sínu hlutverki fullkomnlega, bæði í vöm og sókn. Páll Kolbeinsson kom öðru hvoru inná og prjónaði sig þá í gegnum vörnina. Stig Snæfells: Ray Hardin 18, Karl Jóns- son 17, Tómas Hermannsson 10, Daði Sigurþórsson 9, Hjörleifur Sigurþórsson 8, Atli Sigurþórsson 8, Leifur Sveinsson 3, Jón Þór Eyþórsson 2. Stig Tindastóls: Torrey John 25, Amar Kárason 17, Páll Kolbeinsson 15, Hinrik Gunnarsson 12, Ómar Sigmarsson 10, Atli Þorbjömsson 3, Halldór Halldórsson 2, Láms Pálsson 2, Óli Barðdal 2. Körfuknattleikur - úrvalsdeild: Patrekur Jóhannesson og félagar hans í KA eru komnir í úrslit bik- arsins. leik en KA gerði fimm mörk í röð og leiddi 10:7 í leikhléi. Leikmenn KA komu ákveðnari til leiks eftir leikhlé, skoruðu hvert markið af öðru og skyndilega var staðan orðin 15:8 KA í vil. Eftir- leikurinn var auðveldur og örugg- ur sigur KA í höfn, 16:25. Ami Stefánsson liðsstjóri KA var að vonum ánægöur eftir leik- inn. „Mér líst mjög vel á leikinn gegn Val. Við erum með öflugan hóp og menn eru reynslunni ríkari en í fyrra. Við vorum svekktir eft- ir leikinn gegn FH í fyrra og nú ætlum við okkur að gera betur. Valsarar eru góðir en við erum hungraðir í titil og það hjálpar okkur,“ sagði Ami. SV Mörk Gróttu: Kovacevik 5/2, Davíð 3, Sindri, Einar og Jón 2 hver, Þórður og Jens 1 hvor. Sigtryggur Albertsson varði 20 skot. Mörk KA: Valdimar 8/4, Leó Öm 6, Jó- hann 5, Valur, Patrekur og Atli 2 hver. Sigmarvarói 15 skot. Tíu stiga sigur - Grindvíkinga á Þórsurum Þórsarar töpuðu fyrir Grindvík- ingum í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í gærkvöld með tíu stiga mun, 101:91. Leikurinn var hraður og fjörugur og ekki var mikinn getumun að sjá á liðun- um og sennilega var það liðs- breiddin sem færði gestunum sigurinn. Þórsarar byrjuðu af krafti, Kristinn Friðriksson setti niður fimm fyrstu stigin og heimamenn höfðu forustuna framan af leik. Eftir það var sem Þórsarar ætluðu að skora þrjú stig í hverri sókn á meðan Grindvíkingar voru þolin- móðari og komust hægt og bítandi framúr. Þeir spiluðu hraðan sókn- arleik og þegar Guðjón Skúlason hrökk í gang gekk allt upp hjá þeim. Sandy Anderson var yfir- burðarmaður hjá Þórsurum og hafði skorað 21 stig þegar flautað var til leikhlés en þá var staðan 58:50 fyrir gestina. Kristinn small í gang í þriggja stiga skotunum eftir hlé og á tíma- bili voru Þórsarar nálægt því að jafna og munaði minnst þremur stigum. Gestimir settu þá aukinn kraft í sóknarleikinn og ekki bætti það stöðu Þórsara að dómaramir virtust dæma öll vafaatriði Grind- víkingum í vil. Góóur leikur Krist- ins og Sandy dugði Þórsurum skammt því kæruleysið var mikið inn á milli. Lokastaðan var sem áð- ur segir, 101:91, fyrir Grindavík. Stig Þórs: Sandy Anderson 33, Kristinn Friðriksson 25, Konráð Óskarsson 10, Einar Valbergsson 8, Hafsteinn Lúðvíks- son 7, Birgir Birgisson 6, Bjöm Sveins- son 2. Stig Grindavíkur: Guðmundur Braga- son 27, Guójón Skúlason 24, Nökkvi Jónsson 19, Marel Guólaugsson 11, Franck Booker 8, Helgi Guðfinnsson 4, Unndór Sigurðsson 3, Bergur Hinriksson 3, Pétur Guðmundsson 2. Dómarar: Einar Einarsson og Björgvin Rúnarsson. Skíði - alpagreinar: Landsliðsmenn í hörkuformi - Kristinn sigraði á sterku móti og hinir bættu sig allir Strákarnir í íslenska karlalands- liðinu í aplagreinum á skíðum hafa staðið í ströngu undanfarna viku. í kringum sfðustu helgi kepptu þeir á fimm mótum og bættu allir árangur sinn svo um munar. Kristinn Björnsson frá Ól- afsfirði var þó mest í sviðsljósinu en hann sigraði í risasvigi á opna hollenska meistaramótinu sem fram fór í Flaschau í Austurríki og varð Qórði í sviginu. Kristinn Björnsson hefur aldrci verið betri. Kristinn naut góðs af því að vera annar í rásröðinni í risasviginu og skaut mörgum sterkum skíðamönn- um aftur fyrir sig. „Þetta er lang- besti árangur minn hingað til. Eg var með 42 punkta á lista og fékk þama 14,“ sagði Kristinn þegar Dagur náði tali af honum í Austur- ríki í gær. Vilhelm Þorsteinsson og Gunnlaugur Magnússon frá Akur- eyri og Amór Gunnarsson frá Isa- firði stóðu sig einnig vel á mótinu. Vilhelm varð í 18. sæti, tveimur sekúndum á eftir Kristni. Hann fékk 39 punkta og bætti árangur sinn. Amór varð í 26. sæti og fékk 51 punkt og Gunnlaugur í 35. sæti með 62 punkta og er það besti árangur hans til þessa. Daginn eftir kepptu þeir síðan í svigi þar sem Kristinn endaði í fjórða sæti og nældi sér í 20 punkta, sem er einnig hans besti árangur en fyrir var hann með 30 punkta í svig- inu. Vilhelm endaði í 14. sæti og fékk 40 punkta. Á mánudag og þriðjudag kepptu þeir síðan í stór- svigi við erfiðar aöstæður og gekk ekki jafn vel. Framundan hjá þeim félögum er svigmót í dag en þeir undirbúa sig nú af kappi fyrir Heimsmeistara- mótið, sem haldið verður í Sierra Nevada á Spáni í lok mánaðarins. „Það væri allt í lagi að gera eitthvað svipað í svigmótinu á föstudag (í dag). Þá þarf ég annað álíka mót með í risasviginu til að koma mér lægra,“ sagði Kristinn. „Þessi ár- angur skilar sér í betra startnúmeri á mótum og kemur manni áfram á sterkari mótum auk þess sem maður fær meiri umfjöllun og árangurinn meira metinn,“ sagði Kristinn. Hann segir mjög gott færi í Austur- ríki um þessar mundir. „Það er nóg- ur snjór og frábært færi,“ sagði Kristinn að lokum og Vilhelm tók undir það. „Það er óhætt að segja að þessi dvöl héma hafi skilað sér. Okkur er búið að ganga mjög vel og höfum bætt okkur í öllum greinum. Við emm greinilega allir í hörku- formi,“ sagði Vilhelm. Hann virtist ekki allt of bjartsýnn á að Heims- meistarmótið yrði haldið á áætluð- um tíma en mikið snjóleysi er í Si- erra Nevada. „Eins og staðan er í dag þá hafa þeir eina brekku og það dugar engan veginn til að halda bmn, risasvig, svig og stórsvig fyrir karla og konur. Samkvæmt því sem við heyrðum síðast þá er verið að íhuga að fá frestun á mótinu þangað til í mars,“ sagði Vilhelm. En ef ekki tekst að halda mótið þá verður því frestað fram til næsta árs. Strák- amir munu sennilega halda áleiðis til Spánar eftir helgi með stuttum stoppum í Frakklandi og Andorra til að æfa og keppa. „Þetta er svo hrikalega langt að fara að við verð- um að taka þetta í litlum skömmt- um,“ sagði Vilhelm að lokum. Vilhelm Þorsteinsson hefur bætt sig að undanförnu. cn QL > LL < QL < QL LU LL —i LLi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.