Dagur - 20.01.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 20.01.1995, Blaðsíða 11
Föstudagur 20. janúar 1995 - DAGUR - 11 lega í upphafí nýs árs og varð að gangast undir erfióa aðgerð þá vissu þeir sem til þekktu að tví- sýnt var um árangur og svo fór, að þetta mikla hraustmenni sem á ár- um áður vílaði ekkert fyrir sér, varð að lúta í lægra haldi fyrir al- mættinu og er farinn í þá ferð, sem fyrir öllum liggur fyrr eða síðar. Við vitum að atorkumaóur- inn Hólmi hefði illa sætt sig við það að vera rúmliggjandi á stofn- un, þess vegna er auðveldara að sætta sig við, að hann fékk að fara ferðina óhjákvæmilegu með þeirri reisn, sem alla tíð einkenndi hann. Vissan um, að samhent og hjálp- fús börn hans myndu sjá um móð- ur sína, eiginkonu hans og lífs- förunaut, hefur örugglega létt hon- um róðurinn síðustu dægur þessa lífs. Enda eru afkomendurnir blíð- lynt, ósérhlífíð og hugulsamt fólk, rétt eins og alla foreldra dreymir um. Hólmsteinn var svo gæfusam- ur, ungur maður, að hitta á skips- fjöl á leið til Ameríku unga konu, Margréti Sveinbjörnsdóttur, sem alla tíð síðan hefur staðið sem klettur við hlið hans. Þau sem voru að ferðast til fyrirheitna landsins á ólíkum försendum, ann- að til aó fræðast um niðursuðu á vegum KEA og hitt til að setjast að til frambúóar í Ameríku. Or- lögin gripu óvænt inn í vegna þess, að Margréti var meinað um landvistarleyfi fyrir vestan. Þar misstu Bandaríkjamenn af góðum borgara og Akureyringum grædd- ist að sama skapi mikil kosta- manneskja, þar sem hún fer. Þessi sjóferð færði þau saman og síðan hafa þau siglt um lífsins ólgusjó án þess að steyta á skeri né lenda í stærri brotsjóum enda samhent í sókninni og tilbúin að lcita vars eða snúa í örugga höfn áður en í óefni var komið. Fyrst í stað bjuggu ungu hjónin í Eiðsvallagötu 24 hjá foreldrum Hólmsteins en byggðu síðan glæsilegt hús við Bjarmastíg á Akureyri þar sem þau ólu upp börnin fjögur, Erlu, Hugrúnu, Hólmstein og Margréti. Ohætt er að fullyrða að Bjarmastígur 5 var eitt glæsilegasta einbýlishús, sem reist var á Akureyri á þessum tíma hafta og skorts á nauðsynlegu byggingarefni. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að í hverju barnaher- bergi var komið fyrir inn í skáp vaski og spegli svo ekki þyrfti að slást um bununa fyrir svefninn, þegar þrífa þurfti andlit og hendur samtímis hjá öllum hópnum. Enda var þrifnaóur í fyrirrúmi hjá þeim hjónum og góðir sióir ástríkra uppalenda. Þetta hús var vandað að allri gerð og þar bjó vandað fólk. Þar var gott að koma og leika vió börnin, þiggja veitingar húsmóðurinnar og finna hlýjan andann er þar ríkti innan veggja. Hólmi var þó sjaldnast heima enda umsvif hans mikil vió stofn- un fyrirtækisins, sem hann byggði upp nánast meó berum höndum og af eigin hugviti. Hugljúft er þó aó minnast hinna fjölmörgu ' fjöl- skylduboða þar sem ánægjan skein úr hverjum hans skarpa and- litsdrætti, er hann leit yfir barna- hópinn eóa bauð upp á góógæti sem sjaldan sást annars. Hió mikla starf, sem hann vann í sínu bæjarfélagi, verður seint þakkað og aldrei metið að verð- leikum. Hólmsteinn stofnaði á krepputímum fyrirtæki, Möl og sand, sem hefur í gegnum árin borið dugnaði hans og festu áþreifanleg merki, orðió eitt öfl- ugasta byggingarfyrirtæki utan Reykjavíkur. Urlausnir hans á tæknivanda, þegar tól og tæki nú- tímans, vökvatékkar, rafdrif og tölvuvogir voru ekki einu sinni draumur, báru hugviti hans gott vitni, þungavinnuvélar og steypu- fyrirtæki margs konar er léttu störfin hannaði hann og lét smíóa. Möl og sandur á Akureyri mun njóta þess um ókomin ár að grunnurinn var vel byggður og uppistöðurnar traustar, stjómað af skynsemi og öryggi, þar sem ekki var tjaldað til einnar nætur heldur reynt að sjá fyrir um framtíóina og ákvarðanatökur ekki unnar í flaustri. Þessi arfur er enn til stað- ar í fyrirtækinu og mun skapa mörgum bæjarbúanum störf um ókomin ár. Það var líklega ekki beinlínis með blákaldan hag fyrirtækisins fyrir brjósti sem hann réð til sín í sumarvinnu unga bróóursyni sína hvem af öðrum, heldur góð- mennskan og frændræknin, sem var svo rík í honum. Þar hófu frændurnir „unglingavinnuna", sín fyrstu launuðu störf og á Einingar- taxta, þó efast mætti um réttmæti þess, að svo vel væri greitt fyrir. En frændi sætti sig ekki við neitt droll á mönnum. Það, sem hann treysti okkur til aö gera, urðum við að inna af hendi samvisku- samlega enda ekki látnir í verk, sem ofbauð neinum okkar líkam- lega, stælti frekar og þroskaði. Hann kenndi okkur að bera virð- ingu fyrir yfirboðara í starfi og gerði okkur kleift að aura fyrir veturinn. Hann var einnig óragur að ráöa til sín í vinnu menn, sem á einhvern hátt höföu farið út af sporinu í lífi sínu. Vildi gefa þeim færi á að rétta sig við, ná tökum á sjálfum sér og leyfði þeim að finna, að þeir væru velkomnir þrátt fyrir sín hliðarspor. Hann sýndist oft hrjúfur hið ytra en hjartagæskan leyndi sér ekki hið innra. Hann var ljúfmenni, sem barst ekki á í lífinu né gortaði af eigin ágæti, lét verkin tala og vann sitt starf hreinskiptinn og sam- viskusamur alla tíó. Umhyggja Hólma frænda fyrir bræðrum sínum var einstök og missir Jóhanns og Jóns föður okk- ar er mikill. Þeir nutu hjálpar eldri bróður, sem ætíð var reiðubúinn að leggja yngri bræðrum lið hve- nær sem þörf var á. Hafi hann þökk fyrir umhyggjuna. Við viljum votta Margréti, börnum, tengdabörnum og öllum aðstandendum okkar innilegustu samúó. Megi guðs blessun um- lykja ykkur öll. Gísli, Egill og fjölskyldur. Það er með sorg í hjarta sem ég sest niður og skrifa þessar fáu lín- ur til minningar um Hólma frænda minn, Hólma stóra, eins og við frændsystkinin kölluðum hann til aðgreiningar frá syni hans með sama nafni. Það er með trega í hjarta sem hugur minn leitar yfir farinn veg. Minningar eru margar sem ég á um þennan einstæða föðurbróður minn. Síðasta minning mín af Hólma frænda á ég frá sl. sumri þegar við hittumst á ættarmóti Sigríðar ömmu og Egils afa. Þaó var ánægjulegur endurfundur þriggja bræðra ásamt rnökum, börnum, tengdabörnum, barna- börnum og barnabarnabörnum. Hólmi stóri var sjálfum sér líkur. Hávaxinn og hárprúður karlmaður með beint bak og öruggt fas. Úr augunum skein hlýja og vægt bros lék um varir hans undir gránandi skeggi. Það sem vakti sérstaka gleði með mér á ættarmótinu, fyrir utan að sjá aftur allt frændfólk mitt, var að endurupplifa þá hlýju sem ávallt ríkti á milli þeirra hjóna, Margrétar og Hólma. Það var einnig fögur sjón að sjá bræöurna þrjá sitja í sátt og samlyndi og gleðjast hver með öðrum nú eins og svo oft áður. Þaó gerði mig stolta sem móóur að dóttir mín sem ber langömmunafnið sitt, fékk að upplifa gleðina með að vera stórfjölskylda, að vera ein í hópi meðal sinna. Fyrir mér hefur aðalsmerki þessarar fjölskyldu alltaf verið samheldni og gagn- kvæm virðing. Þaö sannaði sig á ættarmótinu. Það eru mörg árin síóan Egill afi og Sigríður amma byggðu hús- ið við Eiðsvallagötu 24 ásamt son- um sínum þremur. Húsið sem síð- ar varð fæðingarstaður og heimili flestra okkar bræðrabarnanna um lengri tíma eða skemmri tíma. Á þremur hæðum skiptu sér þrjár fjölskyldur og deildu sorg og gleði jafnt hversdags sem á hátíðisdög- um. Það er af því sem Hólmi frændi hefur verið hluti af lífi mínu allt frá fæðingu. Hann var virkur í uppeldi mínu með því að vera hluti af reynsluheimi mínum. I húsinu við Eiðsvallagötu hafði hver og einn hlutverk. Sem elsti sonur og bróðir bar Hólmi frændi eitt stærsta hlutverkið í fjölskyldunni. Hlutverk sitt bar hann með sóma. Kaarlmannleg reisn og öruggt fas var honum sennilega í blóð borið á sama hátt sem hæverskan og yfirlætisleysið. Það sem mér þótti vænst um í fari Hólma frænda míns var hæfni hans til að leiða hjá sér það sem miður fór hjá okkur krökkunum og geta hans til að hæla eða hrósa okkur þegar við gerðum vel. Það var ekki einungis hlutverk sitt sem elsti sonur og bróðir sem Hólmi frændi bar með sóma. Hann bar einnig nafnið sem við frændsystkinin gáfum honum með virðingu. Hólrrii stóri var stór bæði í hugsun og verki. í hugsun var Hólmi frændi gjöfull maður, hlýr í viðmóti, hógvær og yfirlæt- islaus um eigin hagi. í verki var hann hugsuður, verkhygginn og iðjusamur framkvæmdamaður allt frarn á síðasta dag. Frá því aö ég man eftir hafa þau hjónin, Margrét og Hólmi, verið eitt. Samband þeirra hjóna var byggt á gagnkvæmri virðingu og hlýju. Allar götur frá því að ég var bam til þessa dags tóku þau á móti mér og systur minni með opnum faömi og hlöðnu borði af góðgæti úr eldhúsinu hennar Mar- grétar sem Hólmi frændi elskaði að bjóða með sér af. Hólmi frændi hefur nú kvatt þennan heim, en minning hans lif- ir með okkur sem þekktum hann. Elsku Margrét, Erla, Hugga, Hólmi og Didda, ég og Sigríður systir mín, vottum ykkur og fjöl- skyldum ykkar okkar innilegustu samúð á þessari sorgarstund. Fanny frænka. Birting afmælis- og minningargreina Athygli lesenda er vakin á því aö Dagur birtir afmælis- og minningargreinar án endurgjalds. Æskilegast er aó greinamar berist blaóinu minnst tveimur virkum dögum fyrir birtingardag eða aó látið sé vita af væntanlegum greinum í tíma. Þannig þarf grein sem birt- ast á í þriðjudagsblaði að berast blaóinu fyrir hádegi föstudag, grein í miðvikudagsblað fyrir hádegi mánudag, o.s.frv. Helst þurfa greinamar aó vera á tölvutæku formi og skilyrði er aó handrit séu vélrituð. Dagur birtir einnig frumort afmælis- og minningarljóð og gilda sömu reglur um þau og greinamar. Ritstj. Helgaitilboð Hangiframpartar með beini í bitum kr. 598 kg Kjúklingur og franskar kr. 995 Hamborgarar 2 stk. með brauði kr. 195 Kynnum Aquarius föstudagtil kl. 19 Útsala í fatadeild Afgreiðslutímar: Mánud.-föstud. kl. 10-19.30 • Laugard. ki. 10-18 LÉTTIR k Aðalfundur ^^KUREYR^/ Hestamannafélagsins Léttis verður haldinn í Skeifunni sunnudag- inn 29. janúar kl. 13.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Önnur mál. Stjórnin. n 1 3 HOTEL KEA Laugardagskvöldið 21. janúar Hin frábæra hljómsveit Geirmundar Valtýssonar 1 ...aldrei betri Laugardagstilboð Freyðandi humarsúpa Innbakaðar lambalundir með sveppamauki og madeirasðsu Grand marnierfrauð ísúkkulaðibolla Karl Olgeirsson Ieikur fyrir matargesti Frumsýningargestir athugið Opnum kl. 18.00 og höldum borðum á meðan sýningu stendur. Þorraveislan byrjar í dag Okkar margrómaði þorramatur í trogum alla helgina Verð aðeins kr. 990.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.