Dagur - 20.01.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 20.01.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 20. janúar 1995 Sú vika sem nú er að líða hefur verið sorgar- grjörbreyta aðstæðum á örskömmum tíma. vika á íslandi. Svo lítil þjóð sem sú íslenska Við þessa áhættu lifum við 1 þessu landi og er má ekki við öðrum eins stóráföllum og höfum gert um aldir. urðu í Súðavík síðastliðinn mánudagsmorg- Þeir fjöldamörgu sem staðið hafa í ströngu un en máttur mannsins má sín lítils gagn- undanfarna daga við að bjarga því sem vart þeim ofurkrafti náttúruaflanna sem við bjargað verður eiga mikið lof skilið. Þeirra sjáum í skriðum og snjóflóðum. Enn á ný kjarkur og úthald hefur verið óútskýranlegt. höfum við verið minnt á hið óvægna íslenska Þá má ekki gleyma þeim mikilvæga þætti veðurfar. sem áfallahjálpin er, því fólki sem vinnur í kjölfar snjóflóðsins á Súðavík, og raunar með þeim sem um sárast eiga að binda. Það ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 víðar á landinu, hafa stjórnvöld hafið end- urskoðun á hættumati vegna snjóflóða. Til þess er full ástæða og spurningin er raunar sú hvort hægt sé að draga línu á milli svæða í bæjum og þorpum sem búa við vetrarað- stæður eins og eru á Vestfjörðum og víðar á landinu. Sá dagur mun því miður aldrei renna upp að hægt verði að koma í veg fyrir snjóflóð en hægt er að draga úr hættunni með þar til gerðum snjóflóðavörnum. Stóri óvissuþátturinn er samt alltaf veðrið, stóra hættan eru snöggar veðrabreytingar sem viðfangsefni er vandasamt en mjög milcil- vægt og er ánægjulegt að sjá hve björgunar- aðilar hafa lagt mikið upp úr þessum þætti. Andlega hjálparstarfið er okkur ekki sýnilegt á hverjum degi en skiptir ekki minnstu máli. Með fjársöfnuninni „Sýnum samhug í verki", sem stendur nú yfir fá allir lands- menn tækifæri til að sýna sinn samtakamátt Á stundum sem þessum slá öll hjörtu lands- manna í takt, hugurinn er hjá þeim sem hjálpar eru þurfi. Hugur í verki er þeim hjálp frammi fyrir óbætanlegum skaða. Hugleiðingar um Útgerðarfélag Akureyringa hf. „í 50 ára sögu félagsins hafa skipst á skin og skúrir, t.d. á ár- unum 1957-70, sem voru mikil erfíðleikaár og hefði félagið mjög sennilega lagt upp laupana á þessum árum ef ekki hefði komið til ábyrgð Akureyrarbæjar á rekstri þess frá 1958.“ Undanfamar vikur hafa Akureyr- ingar horft nieó forundran á hvemig fulltrúar þeirra í bæjar- stjórn hafa leikið dramatískt leik- rit með eitt af fjöreggjum bæjar- ins, meirihlutaeign bæjarins í Ut- gerðarfélagi Akureyringa hf. og aðalleikarar hafa verið fulltrúar framsóknarmanna, fólk, sem full- vissaói okkur kjósendur B-listans fyrir síóustu kosningar um að fyrir þeirra tilstilli yrði fyrrgreindur meirihluti ekki seldur. Aðrir leik- arar í þessu „ópólitíska" leikriti eru Kaupfélag Eyfiróinga, Lífeyr- issjóóur Norðurlands, Saniherji hf„ Starfsmannafélag Utgerðarfé- lagsins og vátryggingafélagið Scandia, sem allir bjóðast til aó kaupa meira eða minna af hluta- bréfaeign bæjarins og þar að auki útflutningsfyrirtækin Islenskar sjávarafurðir hf. (IS) og Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna (SH). Sem starfsmaður UA frá því það hóf starfsemi sína hef ég fylgst nokkuó vel með tilvist fé- lagsins og man vel er ýmsir Akur- eyringar voru að samþykkja víxla til þess að styðja atvinnuuppbygg- ingu héraðsins með kaupum sín- um á hlutabréfum í UA. I 50 ára sögu félagsins hafa skipst á skin og skúrir, t.d. á árunum 1957-70, sem voru mikil erfióleikaár og hefði félagið mjög sennilega lagt upp laupana á þessum árum ef ekki hefói komið til ábyrgð Akur- eyrarbæjar á rekstri þess frá 1958. Eins og gefur að skilja var og er afurðasala félagsins eitt af þýð- ingarmestu atriðum í rekstri UA. Árió 1957 gekk félagió í SH og hefur öll freófískssala þess frá upphafi farió fram á vegum þess. ÚA hefur því verið einn stærsti aóilinn innan SH (raunar stærsti undanfarin ár) og því haft mikil áhrif í að móta starfsemi þess. Eg tel mig geta fullyrt að ÚA hefur talið sig hafa hag af því að vera innan SH, sem er langstærsti útflytjandi freðfisks á landinu. Vafalítið er hægt að setja út á ýmsa þætti hjá SH enda annað ekki eðlilegt hjá svo stóru fyrir- tæki, svipað og t.d. KEA. Með áframhaldandi veru innan SH vit- Jón E. Aspar. um við nokkuð hvað framundan er, en með því að færa afurðasölu félagsins yfir til IS, væri verið að sigla inná nýjar brautir, sem eng- inn veit hve öruggar eru fyrir jafn stórt fyrirtæki og ÚA er. Ég tel það mjög hæpið með hag þess í huga að skipta þarna yfir, enda ekki beint traustvekjandi þegar framkvæmdastjóri IS svarar spurningum ÚA-manna um hvern- ig þeir hugsi sér að leysa mál þeirra ef ÚA færi til IS með setn- ingum eins og „það er allt í lagi, verkefnin eru til að leysa þau.“ I allri þessari umræðu undan- farna daga hefur oft komið upp í huga mínn það sem góðkunningi minn, Arnþór heitinn Þorsteins- son, fyiTum verksmiójustjóri Gefj- unar, sagói oftar en einu sinni, að verksmiðjurnar væru einn af und- irstöðustólpum bæjarins og örygg- ið sjálft því að KEA ætti og stjórnaði þeim ásamt IS, sem KEA væri stærsti eigandi að. Öll- um er okkur í fersku minni hvern- ig fór með það öryggi. Ég tel mig ekki minni KEA- né framsóknarmann en hvem annan og álít mig ekki einan um það að ætlast til þess að nokkurra mánaða gamlir fulltrúar B-Iistans í bæjar- stjórn Akureyrar gleymi því ekki, sem þeir sögðu á síóasta vori, því að mesta atvinnuöryggi yfir 500 starfsmanna ÚA er að Akureyrar- bær eigi meirihlutann í félaginu. Jón E. Aspar. Höfundur er starfsmaður Utgerðarfélags Akur- eyringa hf. Dýrasti auðurinn Ég á þá ósk að börn okkar og unglingar hafi ánægðar manneskj- ur til að leiðbeina sér og leiða í gegnum völundarhús viskunnar. Manneskjur, sem eru tilbúnar að gefa af sér, vegna þess aó samfé- lagið kann að meta störf þeirra og ábyrgð. Það vantar ekkert á aó vió ger- um kröfur, og þær sífellt meiri, til uppeldismenntaðra starfsmanna og þeirra sem við treystum fyrir okkar dýrmætasta auði - börnun- um okkar; og þannig á það auðvit- að að vera. Nútíma þjóðfélag gerir líka meiri og meiri kröfur til menntunar á nánast öllum sviðum. Til eru þcir, sem taka svo djúpt í árinni, að telja að framtíó þjóðar- innar og sjálfstæði beinlínis velti á góöri menntun og þckkingu þegn- anna og vegi þyngra en náttúru- auðlindir. Vel upplýst þjóð sé dýr- asti auðurinn. Ég tek undir þetta sjónarmið og efiaust getum við öll verið sammála um aó við viljum að kennarar og aðrir þeir sent hafa meó uppeldi að gera: - þjálfi hæfileika barna og ungl- inga til sköpunar þroskandi fé- lagsstarfa og gagnrýninnar hugs- unar, - bjóði upp á námsleiðir, sem miðist við hæfileika og áhuga hvers og eins, - varðveiti og ávaxti menningar- arfinn, einkunt tungu okkar, sögu og þjóðerni, - efli andlegan, siðgæðislegan og líkamlegan þroska einstaklinga, - þannig aó þjóðfélagið eigi jafn- an kost á fólki með góða al- menna menntun og sérþjálfun á ýmsum sviðum. En hvernig getum við tryggt að þessum markmiðum verði fram- fylgt? Mín skoðun er sú, að það gerum við best meó því aö koma til móts við kennara okkar, hefja þá til vegs og virðingar og sýna það í verki að við kunnum að meta þau mikilvægu ábyrgðarstörf sem við felum þeim. Ég tek hcils hugar undir með flokksþingi framsóknarmanna, sem haldió var í nóvember sl„ sem telur að í ljósi „Við foreldrar getum tekið upp hanskann fyrir kennara barnanna okkar. Þetta eru samstarfs- menn okkar í upp- eldinu og það er okk- ur í hag að þeir séu ánægðir í starfi. Börnunum líður þá betur, andrúmsloftið í skólunum verður léttara og það skilar sér í náminu.“ ofangreindra markmiða skuli framlög til menntamála hafa forgang í útgjöldum ríkissjóðs. Forseti okkar, frú Vigdís Finn- bogadóttir, vék einnig að gildi menntunarinnar í áramótaræóu sinni og hvatti okkur sérstaklega til dáða á sviði menningar- og menntamála. Hér áður fyrr þótti þaó virðing- arstaóa að vera kennari. Einhvern veginn finnst mér eins og virðing gagnvart kennurum í samfélagi okkar hafi glutrast niður og laun þeirra með og er það miður. Virðingarleysi og agaleysi virðist algengara í seinni tíð. Éf- laust er hér unt víxlverkun að ræða, en allt má þó bæta, ef vilji er fyrir hendi og samstilltu átaki er beitt. Við foreldrar getum tekið upp hanskann fyrir kennara barnanna okkar. Þetta eru samstarfsmenn okkar í uppeldinu og það er okkur í hag að þeir séu ánægóir í starfi. Börnunum líður þá betur, and- rúmsloftið í skólunum verður létt- ara og það skilar sér í náminu. Ég skora á foreldra í landinu að sýna í verki, að við kunnum að meta störf með-uppalenda okkar og styðjum kennara í þeirri varn- arstöóu sem þeir virðast komnir í - þeireiga það skilið. Ingunn St. Svavarsdóttir. Höfundur er sálfræðingur og sveitarstjóri í Öx- arfiröi og 4. maður á lista Framsóknarflokksins á Norðurlandi eystra í komandi kosningum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.