Dagur - 20.01.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 20.01.1995, Blaðsíða 10
10- DAGUR - Föstudagur 20. janúar 1995 MINNINO ^ Hólmsteinn Egilsson IJj Fæddur 30. apríl 1915 - Dáinn 10. janúar 1995 Hólmsteinn Egilsson, fyrrum forstjóri Malar og Sands h/f. á Akureyri, lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu þar í bæ þann 10. janúar sl. eftir skamma legu. Hann fæddist þann 30. apríl 1915 á Þorleifsstöðum í Blöndu- hlíð í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin Egill Tómasson, f. 9.12. 1890, d. 23.11. 1960, skag- firzkra og eyfirzkra ætta og Sig- ríður Helga Jónsdóttir, f. 12.10. 1895, d. 23.2. 1960, ættuð úr Skagafiröi og Svarfaðardal. Bræður Hólmsteins eru: 1) Jón, f. 16.9. 1917, fyrrv. for- stjóri Ferðaskrifstofu Akureyr- ar og SVA, sem kvæntur er Margréti Gísladóttur frá Norð- firði. Eiga þau 4 börn. 2) Jóhann Tómas, f. 29.8. 1926, fyrrum póstfulltrúi og bankamaður, síðar útibússtjóri íslandsbanka í Reykjavík, sem kvæntur er Björgu Jónsdóttur frá Hnífsdal. Eiga þau 3 börn. Hólmsteinn kvæntist 31. maí 1941 eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Sveinbjörnsdótt- ur, f. 28.9.1919, Sveinssonar út- vegsbónda á Hámundarstöðum í Vopnafirði, er kom úr Húna- vatnssýslu, og konu hans Guð- bjargar Gísladóttur, ættaðri úr Eiðaþinghá. Margrét var yngst 18 systkina. Börn Hólmsteins og Margrét- ar eru: 1) Erla Ingveldur, skrifstofu- maður, f. 1943, gift Svani Eiríkssyni arkitekt. Börn þeirra eru Hólmar, kvæntur Eyrúnu Ingvadóttur, Sunna og Eiríkur. Barnabörnin eru tvö. 2.) Iiugrún, læknaritari, f. 1946, var gift Stefáni Bjarnasyni úrsmið, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Bjarni, kvænt- ur Hafdísi Guðlaugsdóttur og Margrét, gift Guðbirni S. Hreinssyni. Barnabörnin eru þrjú. 3) Hólmsteinn Tómas, tækni- fræðingur og framkvæmda- stjóri Malar og Sands h/f., f. 1951. Kona hans er Rut Ófeigs- dóttir skrifstofustjóri og eiga þau þrjá syni, Ófeig Tómas og tvíburana Egil Orra og Einar Má. 4.) Margrét Guðbjörg, ritari, f. 1954, er gift Hauki Kristjáns- syni tæknifræðingi og eiga þau tvær dætur, Sigríði Helgu og Hafrúnu. Hólmsteinn verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju í dag, 20. janúar. Hólmsteinn ólst upp í Öxnadal til 8 ára aldurs. Þar var mannlífið erf- itt, sárafátækt og hjá flestum þröngt í búi, svo sem lesa má í endurminningum Tryggva Emils- sonar rithöfundar. Segir hann þar meðal annars af kynnum sínum vió forfcöur Hólmsteins, þá Egil í Bakkaseli og Tómas Tómasson frá Auönum. Þar segir, að í ör- birgðinni 1919 hafi komið í Bakkasel „nýr bóndi sem rétti hendur fram til lífsins á annan hátt en hinir. - Þessi hjón voru alltaf vel til fara, hrein og hressileg. - Meó komu þeirra breyttust vió- horfin til daglegs framgangsmáta. - Nú gat ég ekki gengið til næsta bæjar nema þvo hendur og andlit. - Heimilið var hvítþvegið. - Það var fallegt að koma að Bakkaseli og þó var bærinn sá sami, baðstof- an óþiljuö, og þó var þetta fátækt fólk. Á palli léku sér tveir drengir, næstum finir til fara, það voru glaðleg börn.“ Foreldrar Hólmsteins brugöu búi 1923 og fluttu til Akureyrar með eldri syni sína tvo, þar sem Egill stundaði ýmsa verkamanna- vinnu til æfiloka, síðast hjá Jóni syni sínum. Þau hjón sýndu stór- hug og komu yfir sig þaki, reistu 1930 þriggja hæða hús að Eiðs- vallagötu 24. Þar hófu synirnir all- ir sinn búskap, og þótt barnabörn- in kæmu til og þrengslin yrðu mikil á næstu áratugum, eru minn- ingar konu minnar um þessi ár stórfjölskyldunnar eins og glitr- andi gimsteinar. Hólmsteinn hóf snemma að hjálpa foreldrum sínum til að Iétta undir heimilinu eins og þá var venja. Öðlaðist hann snemma ríka ábyrgðartilfinningu á erfiðum ár- um kreppu og atvinnuleysis. Eitt sinn var aurum stungið að börnun- um og þeim sagt að kaupa sér bolsíur fyrir. Hólmsteinn keypti þá sápu og klút og færði móöur sinni. Uppvaxtarárin hafa eflaust markað unglinginn snemma og hann vildi sem minnst vera upp á aðra kominn. Lærði hann síðar til vélstjóra og vann í nokkur ár sem vélgæslumaður á Frystihúsi KEA. Árið 1938 sigldi hann til Banda- ríkjanna til að kynna sér verkun, niðursuðu og reykingu á síld. I ferðinni kynntist hann konuefni sínu, Margréti Sveinbjömsdóttur, sem hafði ætlað að heimsækja bræður sína búsetta vestan hafs. Fékk hún ekki landgöngu vegna skorts á réttum undirskriftum á ferðapappíra sína. Þau urðu sam- ferða heim aftur og hafa verið samferða síðan. Árið 1942 byggði hann þrjú hús við Eyrarveg og seldi. Litlu síðar hóf hann störf á vörubílastöðinni Stefni og kom sér sjálfur upp mokstursgálga á bíl samkvæmt eigin forsögn og hug- viti og gat því unnið fjölbreyttari störf en aðrir og vann sem verk- taki. Þar sýndi hann of mikið sjálfstæði að ýmissa áliti. Hætti hann á Stefni, stofnaði eigin vöru- bílastöð og rak í félagi viö aðra vörubílsstjóra allt til ársins 1955. Ásamt starfsmönnum vélsmiðj- unnar Atla breytti hann gömlum hertrukk í kranabíl og var það fyrsta tæki sinnar geróar í bænum og var notað við fisklöndun fyrir U.A. og fleiri í mörg ár. Þótti þetta mikil framför. Árið 1955 keypti Hólmsteinn í félagi við Sverri Ragnars o.fl. meirihluta í fyrirtækinu Möl og sandi við Glerá, norðan Hrafna- bjarga, en það hafði verið stofnað 1946 af Akureyrarbæ, KEA o.fl. Var fyrirtækið þá flutt í Réttar- hvamm ofar við Glerána, þar sem það er enn í dag. Stjórnaói Hólm- steinn fyrirtækinu af hinum mesta dugnaói og framsýni. Við bættist steypusala og framleiðsla röra og strengjasteypueininga. Hann var ákveðinn húsbóndi, sem þó gerði alltaf mestar kröfur til sjálfs sín. Hann var af gamla skólanum og mun hafa veriö mörgum ungum húsbyggjandanum hjálplegur, ef hann vissi að töggur væri í þeim. Rak hann Möl og sand til 1977 en þá dró hann sig út úr fyrirtækinu og tók Hólmsteinn sonur hans al- veg við rekstrinum og hcfur stjórnað af myndarskap í gegnum erfið ár í byggingariðnaðinum. Var Hólmsteinn eldri þó viðloð- andi fyrirtækið næstu árin, vann einkum að viðhaldi og endurbót- um þar sem útsjónarsemi hans kom að góðu gagni. Hólmsteinn og Margrét giftust 1941 og eignuðust síðar þrjár dæt- ur og einn son. Ungu hjónin bjuggu með stórfjölskyldunni í Eiðsvallagötu allt fram til ársins 1956 er þau byggðu sér stórt og glæsilegt hús að Bjarmastíg 5. Þar bjuggu þau rausnarbúi allt til árs- ins 1989 er þau ákváðu að draga saman seglin, enda börn þeirra löngu brott flogin. Til stóð að byggja raóhús fyrir eldri borgara við Víðilund í tengslum vió fjöl- býli og þjónustumiðstöð. Hólm- steinn var sjálfum sér líkur og vildi byggja sjálfur, tæplega sjötíu og fimm ára, og fékk þrjá félaga sína meö sér. Varð það úr að þeir sáu um byggingu sinna húsa. Hér undu þau hjón vel sínum hag, enda var gaman aö fylgjast með þeim á efri árunum, hve samrýnd þau voru í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau yrktu garðinn sinn, ræktuðu blóm, stunduðu gönguferðir og sund. Þau geróust trillukarlar, áttu bát og verbúð og réru til fiskjar fram á síðustu ár og höfðu af því ómælda ánægju. Alla tíó hafói allt leikió í höndum Hólmsteins enda afskaplega hagur og hugvitur og alltaf var hann eitt- hvað að bjástra bæði úti og inni. Mín fyrsta minning um þennan mann er frá því ég, sem táningur, var í steypuvinnu við íþróttavöll Akureyrar. Meðfram áhorfenda- stúkunni höfóu menn grafið afar djúpan og mjóan skurð og voru þeir að bjástra við nýja skólplögn. Þá sá ég amerískan bíl þeysa inn á svæðið og út snaraðist stór og mikill maður í jakkafötum. Tók hann pilta tali og auðséð var að ekki var allt í lagi í skurði þessum. Hann setti ofan í við þá fyrir klaufaskapinn. Lét hann ekki sitja við orðin tóm heldur tróð sér ofan í skurðinn sem var öllu mjórri en hann sjálfur. Og agndofa varð ég og hrifinn að sjá á honum útgang- inn er hann birtist aftur, - búinn aö bjarga öllu. Hér var greinilega ekkert dusilmenni á ferð. „Þetta var bara Hólmi í Möl og sandi“. Mér varð oft hugsað til þessa litla atburðar, og annara álíka, er ég nokkrum árum síðar fór að gera hosur mínar grænar fyrir elstu dóttur hans. Var ég hálf smeykur við þennan væntanlegan tengdaföður, þótti hann nokkuð tilkomumikill. En þar var allt ann- ar maður á ferðinni. Ástríkur heimilisfaðir sem fyrst og síðast hugsaði um velferð fjölskyldu sinnar. Mér fannst þcssi stóra íjöl- skylda eindæma skemmtileg, sam- heldnin milli bræðranna og barna þeirra var einstök. Margar eru minningarnar um stóru jólaveisl- urnar og gleðina sem þar ríkti. Alltaf var Hólmsteinn stóri bróðir- inn scm allir virtu. Á seinni árum, eftir að Jóhann bróðir hans og hans fólk var kom- ið suður, þótti mönnum sem sam- skiptin liðu fyrir vikið. Því hafa verió haldin mörg bræðramótin, oftast miðja vegu milli Akureyrar og Reykjavíkur. Mörg undanfarin ár hefur einnig verið föst venja barna Hólmsteins og Margrétar og fjölskyldna þeirra aó fara saman í tjaldútilegur um hverja Verzlunar- mannahelgi. Þessar gleðistundir munu áreiðanlega veróa yngstu kynslóðinni ógleymanlegar. Hólmsteinn veiktist á öðrum degi jóla, og lézt eftir skamma legu. Það hefði ekki átt við Hólm- stein að lifa áfram við lélega hcilsu og starfsgetu. Að lciöarlokum vil ég þakka tengdaföður mínum fyrir velvilja hans og hjálpsemi í garð fjöl- skyidu minnar. Minningin um þcnnan dugnaðarfork og góð- menni mun lifa með þeim er kynntust honum. Megi hann ganga á guðs síns vegum. Blessuð sé minning hans. „Minn Jesú, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi. Sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. “ (H.P.) Svanur Eiríksson. Hann afi okkar er fallinn frá. Við minnumst hans og allra þeirra stunda sem við áttum með honum með sárum söknuði. Hann afi var einstakur maður, svo ráðagóður og uppfinningasamur. Hann var alltaf að, og þau voru ófá áhuga- málin hans, allt frá smíðum, út- skurði og bókbandi til hænsna- ræktar, sjósóknar og garðræktar. Með tíu bamabörn var ekki að furða að gestkvæmt væri á heimili afa og ömmu. Þangað var haldið jafnt á tyllidögum sem eftir skóla. Þá tefldum við við afa og spiluð- um rommí. Við fengum að fylgjast meó afa vinna í bílskúm- um og bardúsuðum undir leiðsögn hans. Við höfðum óskaplega gam- an af sögunum um þá hluti sem hann hafði smíðað og kölluðum hann gjaman „afa uppfinninga- mann“, og er hrærivélin sem hann bjó til handa ömmu úr borvél afar minnistæð. Afi var þó aldrei gef- inn fyrir að tala um þessa hluti, hann lét verkin tala. Það var ógur- lega spennandi þegar vió fengum að fara með honum á sjóinn að fiska, en skemmtilegast var þó að heyra afa og ömmu metast um hvort heföi nú veitt þann stærsta. Það var mikill hátíðarbragur á, þegar afi tók út „græningjann" á vorin og við fengum að fara með í sunnudagsbíltúra, til að skoða gróðurinn og fuglana í Mývatns- sveitinni. Við fórum í ófáan berja- móinn og tjaldútilegumar, þar sem iðulega var heilmikið fjör. Kart- öfluuppskeran var árviss viðburð- ur, og stórfjölskyldan sameinaöist um uppskeruna. Afi var alltaf reiðubúinn til að rétta hjálpar- hönd, og hann tók mikinn þátt í okkar áhugamálum og fylgdist vel með okkur, hvort sem það var í skóla, hestamennsku, vinnu eða öðru. Hann var okkur sem traustur vinur, sem við gátum alltaf leitað til. Hann skilur eftir sig stórt skarð en minningin um hann mun lifa í hjörtum okkar. Guð gefi þér góða nótt, elsku afi. Sigríður Ilelga og Hafrún. Elsku afi, allt í einu tekur þú ekki lengur á móti okkur þegar við komum í kaffi í Víðilundinn. Hver á nú að baka allar kökurnar henn- ar ömmu? Þú varst búinn að koma þér svo vel fyrir innan heimilisins með einkaleyfi á að fylgjast mcð ofninum og geta svo sagt við okk- ur að þú hafir „bakað allar kök- urnar.“ Þú varst nú ekki maður margra orða, en okkur fannst vió alltaf vita hvar við höfðum þig, því með látbragói þínu og yfirlæt- islausum áhuga sýndir þú okkur umhyggju þína. Við bræðurnir fórum snemma aö vinna á sumr- um í því fyrirtæki sem þú byggðir upp með þínum eigin höndum, Möl og Sandi hf. Alltaf hafðir þú áhuga á því sem við vorum að gera þar og án þess að segja nokk- uó þá urðum við fyrir sterkum áhrifum frá þér. Vinnuþrek þitt, harka og óþol gagnvart leti og vandræðagangi smitaði út frá sér. Svona gott fordæmi er veigamikið nesti fyrir unga menn er þeir byrja í sínu fyrsta starfi og læra þar þaö verklag sem þeir munu búa að alla ævi. Þú varst aldrei maður fjöl- mennisins en öll höfum við syst- kinin setið með þér í rólegu homi þar sem þú varst óþreytandi á að vekja áhuga okkar á einhverju gagnlegu. Þessir eiginleikar þínir héldu áfram eftir að litlu langafa- bömin komu til sögunnar. Þetta geróist allt svo hratt. Það er ekki lengra síðan en í nóvember þegar Sunna fer til Austuríkis að vinna og allt lék í lyndi. Er hún kom út frá því að kveðja þig og ömmu leit hún yfir til ykkar þar sem þú stóðst svo sællegur á stéttinni og sagði í eins manns hljóði: „Eg held að við eigum fallegasta afa í heimi!“ Við getum þakkað guði fyrir að þú þurftir ekki að ganga í gegnum þær þjáningar sem þú hefðir talið verstar, en það hefói verið að liggja langa sjúkralegu. Þú barðist eins og hetja allt þar til yfir lauk, aðferð sem þú hafðir svo oft áður beitt í gegnum þitt harða líf og yfirleitt haft betur. Guð blessi þig og styrki elsku ömmu okkar í sorginni. Minning þín lifir. Hólmar, Sunna og Eiríkur. Nú er elsku langafi minn dáinn og mér fmnst það mjög sorglegt af því að mér þótti svo vænt um hann. En núna er hann upp í himninum hjá Guði, englunum og Jesúbaminu. Hildur María systir mín saknar hans líka, en hún er bara fimm mánaða svo hún þekkti han:i ekki eins mikið og ég, af því að ég er oróinn þriggja ára. En ég ætla aó vera duglegur að segja systur minni sögur um langafa, sögur sem að mamma og pabbi hafa sagt mér. Þegar ég var bara eins árs þá fannst mér skemmtilegast að skoöa verkfærin í bílskúmum hjá langafa. Hann átti marga hamra, nagla og spýtur og ég fékk að prófa og hann hjálpaði mér. Mér fannst líka skemmtilegt að fá að skoóa stóra svarta krumma inn í herbergi, en ég var ekkert hræddur við hann og langafi sagði að ég væri duglegur strákur. Nú langafi átti bát sem að hét Dofri og einu sinni fékk ég að fara út í bátinn og stýra, og þaó var alveg rosalega gaman. Alltaf þegar ég var að keyra í bílnum með mömmu og pabba og við nálguðumst bryggj- una, þá vildi ég fara aó skoða Dofra og ég vil það enn, en ég skil ekki að hann langafi á ekki Dofra lengur. Langafi var nú líka góður að leyfa mér að skoða taflmennina sína. Við hjálpuóumst að við að raða þeim á borðið og hann sagði mér hvað allir mennirnir hétu og ég man það ennþá. Ég skil ekki alveg að langafi skuli ekki vera hjá okkur lengur. Þegar að mamma sagði mér aó hann væri dáinn og væri hjá Guði, þá spurði ég hvort aö við gætum ekki bara hringt til hans Guðs og fengið að tala við afa!! Hún sagói að það væri svolítió erfitt, en við gætum alltaf beðið bænirnar okkar og talað þannig við hann langafa. Mér finnst leiðinlegast að lang- afi skuli ekki vera hjá langömmu lengur. Mér fmnst leiðinlegt aó hún er ein. Ég spurði mömmu hvort að Svanur afi gæti ekki bara verið hjá henni, því að hann er svona AFI! Elsku langafi, takk fyrir aó vera langafmn okkar. Við söknum þín mikið. Darri Rafn og Hildur María. Fregnin um andlát föðurbróður okkar Hólmsteins kom ekki svo mjög á óvart. Eftir veikindi síö- ustu ára gat brugðið til beggja vona. Þegar hann veiktist alvar-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.