Dagur - 20.01.1995, Page 1

Dagur - 20.01.1995, Page 1
Landsleikurinn okkar! • • 3FALDUR 1. VINNINGUR 78. árg. Akureyri, föstudagur 20. janúar 1995 14. tölublað Snjóflóð féll á skíðasvæði Siglfirðinga - skemmdi endastöð skíðalyftu og splundraði lyftuskúr og spenni Snjóflóð, sem talið er að hafi fallið á miðvikudagskvöld, skemmdi endastöð neðri skíða- lyftunnar á skfðasvæðinu f Skarðsdal f Siglufirði. Flóðið féll úr Snóknum norðan við skíða- svæðið og fór á milli háspennu- staura á leið niður á skfðasvæðið þar sem það tók með sér lyftu- skúr og spenni og þeytti um 150 metra vegalengd yfir gil sunnan við skíðasvæðið auk þess að skemma endastöðina. Lyftuskúrinn er brak eitt en ekki var í gær hægt að kanna frek- ari skemmdir á svæðinu vegna snjóflóðahættu. Almannavarnarnefnd Siglu- fjarðar segir fulla ástæðu til að vara vélsleðamenn vió að vera á ferð í fjalllendi í Siglufirði vegna snjóflóóahættunnar þar. Um kvöldmatarleytið á mið- vikudag Ieist Almannavarnar- nefnd Siglufjarðar ekki orðið á ástandið eftir athugun á snjóalög- um og var mikill skafrenningur í Strengsgili og var þá ákveðið aó láta rýma 23 hús þar neðan við og gistu íbúar þeirra húsa annars staðar í bænum um nóttina. Um kvöldiö féll svo snjóflóð í gilinu en það náði ekki efstu húsum. Um hádegisbilió í gær var hættu- ástandinu aflétt þar sem ekki var talin snjóflóðahætta við byggð í bænum og gátu íbúamir þá flutt aftur til síns heima. Mikill snjór er á Siglufirði en í gær var þar orðið hæglætisveður. GG Snjóflóð féll á Ólafs- fjarðarveg Igærmorgun kom í ljós að snjóflóð hafði fallið á veginn milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Að sögn lögreglunnar á Dalvík var vegúrinn lokaður í allan gær- dag vegna snjóflóðahættu og ein- hvem tímann á þeim tíma hefur flóðið fallið. Flóðið er um 85 metra breitt og 2,5 metrar á þykkt og gekk í sjó fram. Það féll á svo- kallaðri Sauðaneshæð. Búið er að opna veginn en lögreglan vill benda á að um leið og aftur fer að snjóa skapast snjóflóðahætta á ný og verður veginum þá lokað. KLJ Skagastrandarhöfn: Hafrún HU sökk vegna ísingar - trillur sukku á Hólmavík og á Sauðárkróki Frá skíðasvæði Sigtfirðinga í Skarðsdal, þar sem snjóflóð olli tjóni sl. mið- vikudagskvöld. Mynd: GG Hafrún HU-12, sem er 52 tonna bátur á Skagaströnd í eigu Sigurjóns Guðbjartssonar, sökk í Skagastrandarhöfn um níuleytið í gærmorgun. Báturinn var nýbyrjaður á skelflskveiðum og var aflanum landað til vinnslu hjá Meleyri hf. á Hvammstanga. Fleiri bátar voru í höfninni en að sögn hafnarvaróar var enginn annar bátur í hættu. Vonskuveóur var í gær við Húnaflóa og um sjö- leytió voru menn að ferja fólk á hafnarsvæðinu auk þess sem þeir fylgdust meö bátunum og þá virt- ist allt í stakasta lagi. Aðeins tveimur tímum seinna, eóa um níuleytió var báturinn sokkinn og Ólafur Magnússon hallaðist það mikið aó kominn var sjór inn á dekk. Gissur hvíti hallast einnig nokkuð. Þá var kallað út lið til að berja ísingu af öðrum bátum til að forða frekara tjóni og var síóan vakt við höfnina um nóttina. í höfninni lágu auk Hafrúnar, Ólaf- ur Magnússon, sem einnig er á skelfiskveiðum, Amar II, Gissur hvíti, Ingimundur gamli og Dag- rún en síðastnefndu þrír bátarnir fara á rækjuveiðar. Bátstapar urðu einnig í höfnun- um á Hólmavík og Sauðárkróki, og er talið að ofsaveður, snjófarg og ísing hafi átt þátt í að þeir bátar sukku. I gær var veðrið gengið niður á Skagaströnd, en haugabrim sem gengur nær óbrotið yfir höfnina en brimvörn vestan hafnarinnar er mjög lítil og lítið gagn af henni í stórvióri eins og því sem geysað hefur undanfarna daga. Stefnt var að því að moka snjófarginu af hafnarsvæðinu, en þar mynduðust stórar tjarnir í snjónum og var raf- magnsskúrum m.a. orðið hætt en ekkert tjón hafði orðið. „Það er búið að semja við Köf- unarstöðina að ná Hafrúnu upp, en ljóst er að báturinn fer ekki á sjó næstu mánuói og hér er um stór- tjón aó ræða. Ég var búinn að vera nokkra daga á skelfiskveiðum og leggja upp á Hvammstanga og einnig var ég búinn að leigja skel- fiskkvóta. Eg fæ auk þess ekki bætt það tjón sem ég verð fyrir vió að komast ekki á sjó,“ sagði Sig- urjón Guðbjartsson, eigandi Haf- rúnar HU-12. GG Stórt snjóflóð lagði fjár- hús í rúst á Vatnsnesi Amiðvikudagskvöldið eða aðfaranótt fimmtudags féll snjóflóð á tvenn íjárhús á bæn- um Ytri-Ánastöðum í Kirkju- hvammshreppi á Efra-Vatns- nesi. í fjárhúsunum voru 150 kindur sem grófust undir flóð- inu. Auk þess lentu í flóðinu hross sem voru úti ofan við bæj- arhúsin. Flóðið er um það bil einn kflómeter á breidd. Það kom úr brúnum Breiðarinnar og liggur fyrir ofan þrjá bæi, Ból- stað, Ytri-Ánastaði og Syðri- Ánastaði. Bólstaður og Syðri-Ánastaðir eru í eyði en á Ytri-Ánastöðum búa hjónin Jón Guðmundsson og Elísabet Eggertsdóttir blönduðu búi með kýr og kindur ásamt tveimur sonum sínum Eggert og Guðmundi. Að sögn Siguróskar Jónsdóttur frá Ytri-Ánastöðum lagði flóðió bæði fjárhúsin og fjárhúshlöðum- ar á Ytri-Ánastöðum í rúst, allt er gjörónýtt. I öðrum húsunum lagð- ist hlaða sem í voru heyrúllur yfir fjárhúsin og féð sem lenti undir rúllunum reyndist allt dautt. Hins vegar tókst að bjarga 70-80 kind- um en ekki er ljóst hvort einhverj- ar þeirra kunna að vera svo illa famar að þeim þurfi að farga. Þá er ekki ljóst hve mörg hross lentu í flóðinu en nokkur hafa verið grafm upp og eru fjögur þeirra dauð. Ibúðarhúsið á Ytri-Ánastöð- un stendur á brekkubrún og fjósiö og fjóshlaðan skammt frá og sluppu þessi hús við flóðið. Á Syðri-Ánastöðum skipti flóðið sér við bæjarvegginn sitt hvoru megin vió íbúðarhúsið en eyðilagði fjós. Samhyggð okkar er einlæg og sterk - ávarp forseta íslands vegna landssöfnunarinnar „Samhugur í verki“ Landssöfnunin „Samhugur í verki“, sem íjölmiðlar í landinu í samvinnu við Hjálpar- stofnun kirkjunnar, Rauða krossinn og Póst og síma, standa fyrir vegna náttúruham- faranna f Súðavfk sl. mánudag, hófst með formlegum hætti í gærkvöld með eftirfarandi ávarpi forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, til þjóðarinnar: ,,Góðir Islendingar. Á þungbærum stundum þjöpp- um við okkur saman heilsteypt þjóð við andstreymi í landi, þar sem náttúruöflin hafa birst okkur grimm og óvægin. Harmar hafa sótt okkur heim og við finnum það glöggt sem endranær, þegar að okkur er höggvið, hve nákom- in við erum hvert öðru. Átakan- legur missir og harmur eins verð- ur missir og harmur þjóðarinnar allrar. Hvarvetna á Islandi dvelur hugur manna þessar stundir hjá þeim sem orðið hafa fyrir miklum raunum. Samhyggð okkar er ein- læg og sterk og öll vildum við eiga ráð til að létta þeim þungar sorgarbyrðar. Við stöndum máttvana and- spænis því sem orðið er og ekkert fær breytt. En tíminn nemur ekki staðar, heldur er sá einn kostur okkar að halda áfram og leita allra leiða til að milda áföllin og vemda þá sem fyrir reiðarslagi hafa orðið. Okkur gefst nú öllum færi á aó rétta þeim hjálparhönd og votta þeim samkennd okkar í landssöfnun sem ber einkunnar- orðin „Samhugur í verki“. Stuðn- ingur okkar og einhugur getur á þann veg veitt þeim, sem að hefur verið vegið, styrk til að ganga til móts við komandi tíma. Með djúpa hryggð í hjarta bið ég Guð að blessa og styrkja þá sem hafa þolað sáran missi ást- vina og Islendinga alla.“ Á Bólstað fór flóðið upp að vegg á íbúðarhúsinu og sprengdi vegginn. Síðdegis í gær höfðu björgun- arsveitarmenn frá Hvammstanga nánast lokið við að grafa féð og hrossin upp og vom skepnumar hýstar hjá nágrönnum. Sigurrós sagði að þetta svæði hefði aldrei verið talið snjóflóða- svæði en fyrir um það bil tuttugu árum féll snjóflóð á sama stað, það var mun minna en í því fórust þó nokkur hross. KLJ Landssöfnunin „Samhugur í verki“ Landssöfnunin „Samhugur í verki“, sem fjölmiðlar standa að í samvinnu við Hjálparstofnun kirkjunnar, Rauða kross íslands og Póst og síma, til styrktar Súð- víkingum sem eiga um sárt að binda eftir náttúruhamfarirnar sl. mánudag, hófst formlega í gær- kvöld og henni verður fram hald- ið í dag. Áður en söfnunin hófst formlega í gær höfðu þegar safn- ast um 15 milljónir kr. Fólk getur hringt í símanúmer landssöfnunarinnar og tilgreint fjár- upphæð sem er sett á greiðslukort eða heimsendan gíróseðil. Þá verð- ur hægt að leggja inn á sérstakan bankareikning söfnunarinnar hjá öllum bönkum og sparisjóðum. Símanúmer söfnunarinnar er 800-5050 (grænt númer) en banka- reikningurinn er nr. 1117-26 800 í Sparisjóði Súðavíkur. Tekið verður við framlögum í símamiðstöðinni kl. 10-22 í dag, á morgun og sunnudag. Auk þess verður tekið við framlögum á bankareikning söfnunarinnar frá 20. janúar til 3. febrúar. óþh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.