Dagur - 20.01.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 20.01.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 20. janúar 1995 FRÉTTIR Veðrið á landinu á síðasta ári: Reykvíkingar bökuðu Akureyringa - sólskinsstundir í Reykjavík mældust 427 fleiri en á Akureyri Veðurstofa íslands hefur nú sent frá sér tölur um veðrið á síðasta ári. Þar kemur margt fróðlegt fram, en athyglisverðustu tíð- indin eru ef til vill þau að árið var óvenju sólríkt í Reykjavík, hið sólríkasta frá 1979 og voru sólskinsstundir í Reykjavík 427 fleiri en á Akureyri. Að jafnaði njóta Reykvíkingar hins vegar sólár í ríflega 200 fleiri klukku- stundir á ári en Akureyringar. Sólskinsstundir á Akureyri mældust 1026 og er það í tæpu meðallagi, en sólskinsstundir í Reykjavík mældust 1453, sem er 187 stundum yfir meðallagi. Arið var hins vegar heldur kaldara í Reykjavík en meðaltal áranna 1961-1990 segir til um, 4,1 stig sem er 0,2 stigum undir með- allagi, en heldur hlýrra á Akureyri en vanalega, 3,4 gráður sem er 0,2 gráðum yfir meðallagi. Urkoma á Akureyri 1994 var nánast sú sama og í meðalári, 498 mm, en fremur þurrt var í Reykjavík ef miðað er við meðaltal þar, 735 mm og er það u.þ.b. 92% meðalúrkomu. Ef stiklað er á stóru yfir árið þá voru fyrstu mánuðir þess nokkuð umhleypingasamir, þó mjög hag- stæður kafli hafi komið í febrúar. Mars var hins vegar kaldur og óhagstæður. Einnig var fremur kalt í apríl, en þá var óvenju sól- ríkt, sérstaklega í Reykjavík þar apríl var sá sólríkasti frá Nú erfrost ogfönn en á eftir vetri kemur vor með sól ogyl. sem 1935. Maí var góðviðrasamur og fremur hlýr og var óvenju hæg- viðrasamt mikinn hluta mánaðar- ins. Fremur kalt var í júní, sérstak- lega norðanlands, en júlí var hlýr og mildur. Síðari hluti sumars var einnig hægviðrasamur og var vindhraði lengst af undir meðal- Grímseyingar að verða olíulitlir Prófkjör framsóknarmanna á Norðurlandi vestra: Páll Pétursson talinn öruggur með 1. sætið Langvarandi slæm veður hafa haft það í för með sér að Gríms- Hofsós: Hættuástand íhöfninni í gærkvöld og fyrrinótt var mjög slæmt verður á Hofsósi eða eins og Jón Guðmundsson sveitar- stjóri sagði í Degi í gær: „Það er snarvitlaust veður.“ Hættuástand skapaðist í höfn- inni en Jón sagði að björgunar- sveitarmenn og eigendur báta hefðu verið á vakt við höfnina í fyrrinótt, einn bátur hefði skemmst og einn maður meiðst á hendi. „Þaó er óhætt aö segja að þaó var mildi að ekki fór verr, mennimir voru hætt komnir á tímabili þegar sjó braut fyrir vam- argaróinn,“ sagði Jón. KLJ □ □ íþróttaskóli bamanna (3ja-6 ára) hefst laugqrdaginn 21. janúar í íþróttahúsi Glerárskóla. Skráning í Hamri í síma 12080. eyingar eru að verða olíulitlir. Olía gegnir lykilhlutverki fyrir eyjuna, því hús eru hituð upp með olíu og rafmagnið kemur frá díselrafstöð. Að sögn Bjarna Magnússonar, hreppstjóra, eru um viku birgðir eftir fyrir raf- stöðina og einnig eru um 10 tonn í öðrum tanki, sem hægt er að ná ef á þarf að halda. Nokk- uð er misjafnt hversu miklar birgðir eru í einstökum húsum. „Þetta hafa verið dæmalaus ill- viðri allan desember og það sem af er janúar. Það er margsinnis bú- ið aó tala um að fá olíuskip og það hefur meira aö sega komið hingað en orðið frá að hverfa," sagði Bjarni. Olíuskip liggur nú á Poll- inum við Akureyri og verður sent til Grímseyjar við fyrsta tækifæri. Sæfari hefur ekki heldur komist til Grímseyjar í nokkurn tíma, en mun einnig koma þegar færi gefst. Bjami sagist hafa séð um raf- stöðina frá því um 1960 og aðeins einu sinni hafi það komió fyrir að hann hafi orðið olíulítill. HA Um kl. 22 í gærkvöld var taln- ing langt komin í opnu prófkjöri framsóknarmanna á Norður- Iandi vestra. Engar opinberar tölur voru gefnar upp varðandi stöðuna, en skv. heimildum RÚV var orðið ljóst að Páll Pét- ursson, alþingismaður á Höllu- stöðum, hafði borið sigurorð af Stefáni Guðmundssyni, alþing- ismanni á Sauðárkróki, í barátt- unni um að leiða listann. Gríðarleg þátttaka var í próf- kjörinu og talió að um 3000 manns hefðu kosið. Talsverður hiti var búinn að vera í prófkjörs- baráttunni og varóandi fram- kvæmd atkvæðagreiðslunnar og ljóst að þar eru menn ekki á eitt sáttir. Búist var við að talningu myndi ljúka um miðnættið og í helgarblaði Dags verður greint ít- arlega frá úrslitum prófkjörsins, ásamt viðbrögðum frambjóðenda. HA Ólafsfjarðarkaupstaður 50 ára: Hátíðarfundur 29. janúar nk. - öllum bæjarbúum og gestum boðið til kaffidrykkju Ólafsfjarðarkaupstaður átti 50 ára kaupstaðarafmæli 1. janúar sl. Af því tilefni verður haldinn hátíðarfundur Bæjarstjórnar Ólafsfjarðar sunnudaginn 29. janúar nk. klukkan 14.00. Að honum loknum verður bæjarbú- um og gestum boðið til kaffi- drykkju. Maður fórst í snjó- flóði í Reykhólasveit Nú er ljóst að fimmtán manns hafa látið líflð í náttúruham- förum liðinna daga. Fjórtán létu lífið í snjóflóðum í Súða- vík og tæplega áttræður mað- ur lét lífið í snjóflóði sem féll á útihús við bæinn Grund í Reykhólasveit sl. miðviku- dagskvöld. Feðgar á Grund voru að gefa skepnum þegar snjóflóóið skreið fram. Björgunarsveitar- menn komust við illan leik á slysstað, enda var veóur afar slæmt, og tíu tímum eftir að snjóflóðið skall á útihúsunum fundust mennimir. Eldri maður- inn var látinn en sonur hans var fluttur með þyrlu Landhelgis- gæslunnar til Reykjavíkur. Líð- an hans var eftir atvikum í gær. óþh Á fundinum verður borin upp tillaga um aó bjóða starfsmönnum Ólafsfjaróarbæjar upp á námskeið á vegum Rannsóknastofnunar Há- skólans á Akureyri til að auka þjónustuna við bæjarbúa og sam- skiptaaðila hans og verður notast við námsefni sem hefur verið not- að við Altœka gœðarstjórnun. Þegar hefur verið farið yfir efniö með starfsfólkinu og leitað eftir viöbrögðum og hafa viðbrögðin verið mjög jákvæð og mun þetta námskeió verða meginverkefni af- mælisársins, en áætlunin nær til fjögurra ára. Á sumri komandi veröur útihá- tíð í Ólafsfirði í tilefni afmælisins og mun forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, þá heiðra Ólafs- firðinga með nærveru sinni. Skipulagning þeirrar dagskrár er þegar hafin. GG í sólinni lagi, allt fram í miðjan nóvember, er aftur fór að bera á umhleyping- um. September var þurr og sólrík- ur þó hiti væri ekki fjarri meðal- lagi. Fremur kalt var í október, en ekki veðrasamt. Þá var úrkomutíð fyrir norðan, en tiltölulega þurrt syðra. Nóvember var hinn sólrík- asti í Reykjavík frá 1965. Desem- ber var nokkuó umhleypingasam- ur, en hiti var ekki fjarri meóal- lagi. Tvívegis á árinu 1994 ollu snjóflóð miklu tjóni. Þann 5. apríl féll mikið snjóflóð á skíða- og úti- vistarsvæði Isfirðinga. Það eyði- lagði milli 30 og 40 sumarbústaði, olli stórefelldu tjóni á skíðamann- virkjum og ræktuðum svæðum, auk mannskaða. Þann 18. desem- ber eyðilagðist íbúðarhús á Súða- vík í snjóflóði. HA Akureyri: ■ Bæjarráð staðfesti í gær samstarfssamning milli fram- kvæmdanefndar HM-95 í Reykjavík og skipulagsnefndar HM-95 á Akureyri. ■ Bæjarráó hefur hafnað fors- kaupsrétti að togaranum Súlna- felli EA-840. Kaupfélag Ey- firðinga hefur selt skipió til Rifs hf. I Hrísey, án veiðiheim- ilda. ■ Á fundi bæjarráðs var lagður fram til kynningar verktaka- samningur sem bæjarstjóri hef- ur gcrt við Andra Teitsson, rekstrarráðgjafa, um könnun á áhrifum þess á starfsemi Út- gerðarfélags Akureyringa hf. ef afurðasala félagsins færist úl íslenskra sjávarafurða hf. ■ Á fundi bæjarráðs voru lögð fram tvö bréf, þar sem lýst er áhuga á kaupum á hlutabréfum í ÚA og óskað efúr vióræóum við bæjaryfirvöld þar um. Ann- að bréfið er frá Lífeyrissjóði Norðurlands og hitt frá Fjár- fesúngafélaginu Skandia hf. ■ Valgerður Bjamadótúr kom á fund bæjarráðs og gerði ásamt Jóni Bjömssyni, grein fyrir ýmsum tillögum um verk- efni, sem framkvæmdanefnd fyrir reynslusveitarfélagið Ak- ureyri, hefur hug á að sækja um til verkefnisstjómarinnar í Reykjavík. ■ Bæjarráói hefur borist erindi frá Húsnæóissamvinnufélaginu Búseta á Akureyri, þar sem Akureyrarbæ er boðið til við- ræöna um samstarf á svipaðan hátt og fyrirhugað er í Reykja- vík, þ.e. kaup á búseturétú í íbúðum scm nýttar yrðu sem lciguíbúóir. Bæjarráó sam- þykkú að fela félagsinálastjóra, hagsýslustjóra og forstöðu- manni húsnæðisskrifstofunnar að ræða við Búseta-menn um málið. ■ Bæjarráð gerir ekki athuga- semd við að félagsmálaráð taki upp kvöldþjónustu, enda rúm- ist kostnaóur innan ramma fjárhagsáæúunar ráðsins. É Á fundi bæjarráðs, las bæj- arstjóri samúðarkveóju, sem hann hefur sent fyrir hönd bæj- arstjómar, úl hreppsnefndar Súðavíkurhrepps vegna snjó- flóðanna þar 16. janúar sl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.