Dagur - 28.02.1995, Síða 2

Dagur - 28.02.1995, Síða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 28. febrúar 1995 FRÉTTIR Stafrænum síma- númerum fjölgar á Akureyri 3. mars nk.: Fjölbreytt sér- þjónusta í staf- ræna kerfinu Aðfaranótt föstudagsins 3. mars nk. verða öll símanúmer á Akur- eyri sem eru númer 22000 til 23999 tengd yfir í stafrænt kerfi og á þeim tíma má búast við einhveijum truflunum. Með til- komu stafræna kerfisins munu símamál færast í betra horf og símnotendur verða varir við breyttan són, þ.e. lægri, og tónn hans breytist. Stafræna kerfió býður upp á ýmsa þjónustu eins og vakningu, símtalsflutning sem felst í því að símnotandinn getur vísaó öllum símtölum sem beint er í hans síma í annan síma hvar sem er á land- inu, hvort sem er í venjulegan síma, farsíma eða boðtæki. Einnig er hægt aö koma á símafundi meö þremur þátttakendum o.fl. Þau númer sem enn veróa hlið- ræn eftir 3. mars nk. verða gerö stafræn í júnímánuði nk. en 1. júní nk. tekur gildi nýtt númerakerfi og verður t.d. númer 24222 á Akur- eyri aó 4624222 og númer 3599 á ísafirði verður að 4563599. Hægt er nú að hringja í fimm stafa núm- er í Reykjavík meó því að bæta 55 fyrir framan númerið og í sex stafa númer með því að bæta 5 fyrir framan númer, t.d. verður 91-25844 að 5525844 og 91- 609420 verður 5609420. GG Æfingar eru nú í fullum gangi hjá Leikfélagi Akureyrar á leik- ritinu, Þar sem Djöflaeyjan rís, leikgerð Kjartans Ragnarssonar á skáldsögum Einars Kárasonar, Þar sem Djöflaeyjan rís og Gull- eyjan. Frumsýning verður í lok mars. Leikstjóri sýningarinnar er Kolbrún K. Halldórsdóttir en hún leikstýrði vinsælli sýningu LA á óperettunni Leðurblökunni fyrir tveimur árum. Djöflaeyjan hefur að geyma óborganlegan sagna- heim Einars Kárasonar um Tomma og Línu, böm þeirra, tengdaböm og bamabörn og aðra þá sem þau hafa á framfæri sínu í braggahverfi í Reykjavík á bemskuárum íslenska lýðveldis- ins. Þetta er litskrúóugt persónu- safn, sem á sér þó styrka stoð í raunveruleikanum. Með hlutverk Línu og Tomma fara þau Sigurveig Jónsdóttir og Þráinn Karlsson. Meó önnur veigamikil hlutverk fara Þórhallur Gunnarsson (Baddi), Bergljót Amalds (Dollý), Barði Guð- Dagana 16. mars til 2. apríl verða haldnir Norðlenskir dagar í matvöruverslunum KEA á Ak- ureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Siglu- firði, Grímsey, Hrísey og Greni- vík. Þetta er þríðja árið í röð sem staðið er fyrir Norðlenskum dögum. Góð þátttaka hefur verið í þau tvö skipti sem Norðlenskir dagar hafa verió haldnir og stefnir í að þeir verði fastur liður í lífi Norð- lendinga. Tilgangurinn með Norð- lenskum dögum er að koma á framfæri því sem er að gerast í Sigurjón Benediktsson, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjóm Húsavíkur, hefur lagt fram eftirfarandi tillögur vegna afurða- sölumála fyrirtækja í sjávarútvegi sem eru í meirihlutaeigu kaup- staðarins: Bæjarráð Húsavíkur- kaupstaðar fer fram á að fulltrúar bæjarins í stjórnum Fiskiðjusam- Iags Húsavíkur hf., Höfða hf. og Ishafi hf., beiti sér fyrir eftirfar- andi aðgerðum í stjómum fyrir- tækjanna: 1. Athugun og úttekt á sölu- málum fyrirtækjanna þannig að besti kostur í slíkum málum liggi fyrir. 2. Könnun áhuga og vilja aðila sem starfa aó sölumálum fiskaf- uróa á því að koma til Húsavíkur, leggja fram hlutafé, koma inn í nýsköpun og færa ný atvinnutæki- mundsson (Grettir), Dofri Her- mannsson (Danni), Sigurþór Al- bert Heimisson (Grjóni), Rósa Guöný Þórsdóttir (Þórgunnur), Sunna Borg (Fía), Aðalsteinn Bergdal (Tóti) og Guðmundur Haraldsson (Dóri). Leikaramir bregða sér síðan í fjölda annarra hlutverka. Tónlist frá sjötta áratugnum setur mikinn svip á sýninguna og er tónlistarstjóm í höndum Karls Olgeirssonar. Leikmynd og bún- inga gerir Axel Hallkell Jóhanns- son og lýsingu hannar Ingvar Bjömsson. norólenskum matvæla- og iðnfyr- irtækjum, stuðla aó uppbyggingu þeirra og kynna sem flestum norð- lenska vöru og þjónustu. Ymislegt verður gert bæði til fróðleiks og skemmtunar. Sérstakt blað verður gefið út og því dreift á Eyjafjarðarsvæðinu. í matvöru- verslunum verða kynningar og til- boð og þar mun listafólk sjá um menningarviðburði af ýmsu tagi. Enn er möguleiki fyrir þá er áhuga hafa á að taka þátt. Er þeim bent á að hafa samband við Sölu- skrifstofu KEA og leita nánari upplýsinga. fæn inn á okkar atvinnusvæði. 3. Koma með tillögur sem geta aukið áhuga fjárfesta til að fjár- festa í þeim útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjum sem hér um ræðir. 4. Koma með Ullögu í stjómum fyrirtækjanna um gerð framtíðar- áætlunar fyrir sameinuð fyrirtæki útgerðar og fiskvinnslu. 5. Kynna tillögur og niðurstöð- ur athugana og úttekta fyrir bæjar- ráði eins fljótt og mögulegt er. Fjölmennur fundur, haldinn í Sjálfstæóisfélagi Húsavíkur laug- ardaginn 25. febrúar 1995, sam- þykkir að beina því til bæjarfull- trúa flokksins að ofangreind til- laga sem bæjarstjóm vísaði aftur til bæjarráós í síðast liðinni viku verði tekin til umfjöllunar í bæjar- ráði nú þegar. Fréltalilkynning Ólafsfjörður: iæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hefur ákveðið að fresta fyrirhuguóum fundi með fulltrúum frá Póst- og síma- málastofnun, varðandi meintar skemmdir á golfvellinum, þar til snjóa hefur leyst á vellinum. ■ Bæjarráö hefur samþykkt að hætta aó endurgreiða tann- læknakostnað bama 6 ára og yngri frá og með 1. janúar sl. ■ Bæjarráói hefur borist erindi frá dómsmálaráðuneytinu, þar sem leitað er eftir rökstuddri umsögn bæjarstjómar Ólafs- fjarðar, varðandi fyrirspum bæjarstjóra Dalvíkur á aó kannaðir verði möguleikar á að Dalvíkurkaupstaður verði flutt- ur milli stjómsýsluumdæma, ffá sýslumannsembættinu á Akureyri til sýslumannsemb- ættisins á Ólafsfiröi. ■ Skólanefnd hefur beint því til bæjarstjómar að nú þegar lokið er byggingu íþróttahúss verði farið aó huga að við- byggingu Gagnfræðaskólans, með þaó í huga að leysa vanda tónskóla og bókasafns. ■ Ferðamálaráó mælir ein- dregið með því við bæjarráð að kannaður verði kostnaður við að koma upp vatnsrennibraut á stökkpallinum norðan sund- laugar. ■ Ferðamálaráð hefur óskað eftir því við bæjarstjóm að upplýsingamiöstöð tyrir fcrða- menn verði í íþróttamiðstöð- inni. ■ Formanni ferðamálaráðs hefur verið falið að kanna áhuga hjá dorgveiðimönnum um áframhaldandi dorgveiði- dag á Ólafsfjarðarvatni í mars. ■ Félagsmálaráð er sammála um að hefja undirbúning að gerð jafnréttisáætlunar og væri þá fyrsta skrefió að fá t.d. Val- gerði Bjamadóttur frá Akurcyri til að kynna þessi mál nánar fyrir félagsmálaráði og bæjar- stjóm. ■ Menningarmálanefnd leggur til að Tónskólinn verði fenginn til að halda tónleika í mars- apríl í tilefni af 50 ára afmæli bæjarfélagsins og um leið verði minnst 30 ára afmælis skólans. Einnig leggur nefndin til að efht verði úl sérstakra tónleika með listafólki sem rætur á í Ólafsfirði. ■ Menningarmálanefnd sam- þykkti að auglýsa eftir lista- mönnum sem áhuga hafa á aó taka þátt í samsýningu í sumar. Einnig að lcita til Lcikfélags Ólafsfjarðar um uppfærslu sögulegs^ annáls, sem Guð- mundur Olafsson leikari vinnur nú að. ■ Mcnningarmálanefnd hcfur samþykkt aó viðhafa sam- keppni um myndskreytingu á eitthvaó ákveðið hús í Ólafs- firði, fáist samþykki viðkom- andi húseiganda til þess. Einnig að huga að miðnætur- skcmmtun vestan við Ósinn, með varðeldi og fleiru. ■ Menningarmálanefnd sam- þykkti að athuga með uppá- komu fyrir yngri kynslóðina 17, júní, t.d. væri hægt að leyfa krökkunum aó teikna á plan Tjamarborgar meó krítum. Þá leggur nefndin til aó hugað verói að því að koma upp út- sýnisskífu í mynni Skeggja- brekkudals. Ragnar Steinbergsson látinn Ragnar Steinbergsson, hæsta- réttarlögmaður á Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Seli, sl. sunnudag. Ragnar var 68 ára að aldri. Ragnar Steinbergsson fæddist 19. apríl árið 1927 á Siglufirði. Foreldrar hans vom Steinberg Jónsson, sölumaður, f. 17.11.1903 - d. 11.09.1984 og Soffía Sigtryggsdóttir, f. 06.07.1903 - d. 28.08.1990. Bræður hans: Hörður, f. 12.06.1928 og Jón Kristinn, f. 10.10.1933. - d.l 1.09.1984. Enn- fremur átti hann tvo hálfbræður samfeðra. Ragnar kvæntist 02.07.1949 eftirlifandi eiginkonu sinni, Sig- urlaugu Ingólfsdóttur, f. 02.04.1928 á Akureyri. Foreldrar hennar voru Ingólfur Guðmunds- son, Seyðfjörð og Ingibjörg Hall- dórsdóttir, sem eru bæði látin. Þau eignuðust fjórar dætur. Elst þeirra er Guðbjörg Inga, f. 12.02.1952, læknaritari. Maki hennar er Kristinn Tómasson. Næst í rööinni er Soffía Guórún, f. 18.11.1955, skrifstofumaður. Maki hennar er Steindór Haukur Sigurðsson. Þá kemur Ingibjörg, f. 09.12.1957, sjúkranuddari. Maki hennar er Axel Bragi Bragason. Yngst systranna er Ragna Sigurlaug, f. 24.02.1966, þroskaþjálfi. Sambýlismaður hennar er Guðfinnur Þór Pálsson. Bamaböm Ragnars og Sigur- laugar em átta. Ragnar varð stúdent frá MA 17. júní árið 1947. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá HI árið 1952, hdl. 1954og hæstarétt- arlögmaður frá 1965. Hann starfaði hjá KEA 1952- 1953, var fulltrúi hjá Útvegs- banka íslands á Akureyri 1954- 1968 og stundakennari í bók- færslu frá 1958-1970. Ragnar var forstjóri Sjúkrasamlags Akureyr- ar 1970-1989, var í undirbúnings- nefnd Læknamiðstöðvarinnar á Akureyri og framkvæmdastjóri hennar frá því hún tók til starfa árið 1973 og síðan framkvæmda- stjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri við sammna þeirra 1985-1990. Ragnar rak einnig lögfræðiskrifstofu með öðmm störfum. Hann var ráðinn lög- fræðingur tryggingamála hjá Sýslumanninum á Akureyri frá 1990. Ragnar gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann var for- maður knattspymuráðs Akureyrar 1953-1956, formaður Stúdentafé- lags Akureyrar 1958, formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna á Norðurlandi 1955-1970, í yfirkjörstjóm Norðurlandskjör- dæmis eystra og formaður hennar frá 1963. Ragnar var ritari Lions- klúbbs Akureyrar 1964 og for- maður 1965. Hann var varabæjar- fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri 1958-62, félagskjörinn endurskoðandi hjá KEA frá 1973 og hjá Slippstöðinni hf. frá 1980. Hann var í sóknamefnd Akureyr- arkirkju frá 1985 og í stjóm Kirkjugarða Akureyrar frá 1986. Ragnar var formaður Golfklúbbs Akureyrar frá 1989 til ársloka 1994. JÓH Norðlenskir dagar í matvöruverslunum KEA Húsavík: Sjáfstæðismenn vifija bæjarráðsfund nú þegar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.