Dagur - 06.04.1995, Side 12

Dagur - 06.04.1995, Side 12
12 - DAGUR - Fimmtudagur 6. apríl 1995 /Ufjinyislfosningarnar s. apriI nk. Vandi ungra íbúðakaupenda Framsóknarmcnn hafa valiö aö ganga til komandi alþingiskosn- inga undir kjörorðinu Fólk í fyrir- rúmi. Meö því viljum viö leggja áherslu á að stjórnmál snúast um fólk, vclferð þcss og öryggi. Meö- al mikilvægustu þátta í velferö hvers einstaklings eru trygg at- vinna, heimilisöryggi, réttur til menntunar og öllug heilbrigöis- þjónusta. A undanförnum fjórum árum hefur verió vegiö aö öllum þessurn þáttum íslenska velferö- arkerílsins. Atvinnuleysi hefur þrefaldast; mörg íslcnsk heimili eiga viö gífurlega fjárhagsöröug- leika aö etja; jafnrétti til náms er ógnaó m.a. mcö breytingum á reglum Lánasjóós íslenskra náms- manna; og heilbrigóisstofnanir eru settar í þvílíkt fjársvelti aö aðeins er hægt að halda uppi lágmarks- þjónustu, ásamt því aó hlutur sjúklinga í lyfja- og lækniskostn- aói er sífellt aukinn. A sama tíma og þetta gerist er því haldið á lofti að þjóðarhagur fari batnandi. Vissulega hefur hagur þeirra best settu batnað og skuldir margra at- vinnufyrirtækja minnkað, þannig aö hagur margra þeirra hefur citt- hvaö vænkast. Auöurinn hel'ur þannig safnast á fárra manna hendur og hagur hinna verst settu í þjóðfélaginu hefur enn versnaó. Staða unga fólksins Margt þaö unga fólk sem reynt hefur aö fjárfesta í íbúöarhúsnæói á síöustu árum á nú í gífurlegum vandræóum meó aö standa í skil- um sinna húsnæðislána. Jafnvel þeir íbúöarkaupendur sem geróu nákvæmar fjárhagsáætlanir og fjárfestu skynsamlega meö tilliti til launa, fjölskyldustærðar og íbúöarverðs, eru nú í vanskilum viö Húsnæöisstofnun ríkisins. Sú staðreynd er uggvænleg aö nú eru á milli 8 og 9 þúsund einstakling- Ég vil hvetja kjós- endur til að kynna sér stefnu Fram- sóknarflokksins og veita framsóknar- mönnum það brautargengi í kosningunum sem þarf til að þeir verði leiðandi í næstu ríkisstjórn. Höfum „fólk í fyrirrúmi“. ar með húsnæóislán sín í vanskil- um. Þá er ekki síður uggvænlegt aö skuldir heimilanna aukast nú um I milljaró á mánuði hverjum og voru í árslok 1993 orönar AUGLÝSING Mikil fylgisaukning Framsóknarflokksins: Ánægjuleg og málefnaleg kosningabarátta skilar árangri - segir Guömundur Bjarnason, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra Samkvæmt Gallupkönn- un sem gerð var 1.-2. apríl kemur fram að Framsóknarflokkurinn bætir við sig verulegu fylgi frá síðustu könnun sem gerð var 23.-28. mars síðastliðinn og mælist nú Framsóknarflokkurinn með 23% fylgi á lands- vísu. „Ef við tökum mið af fyrri kosningum þá er það ljóst að verði Framsóknar- flokkurinn með 23% fylgi á landsvísu þýðir það mjög góða kosningu hér í kjör- dæminu,“ sagði Guðmund- ur Bjarnason, alþingismað- ur, í viðtali í gær. Guð- mundur bætti við að þetta staðfesti að þrátt fyrir að búið sé að flytja eitt þing- sæti úr kjördæminu til Reykjaness, þá sé raun- hæfur möguleiki að fram- sóknarmenn haldi sínum þrem þingsætum hér í Norðurlandskjördæmi eystra. Þetta hafa fyixi skoðanakannanir sýnt og er skemmst að minnast skoð- anakönnunar sem gerð var fyrir Norðurland eystra af Gallup í febrúar síðastliðn- um. „Það gerist hins vegar ekki nema allir sem vilja veg Framsóknarflokksins sem mestan leggist á eitt og vinni vel þessa fáu daga sem nú eru til kosninga,“ sagði Guðmundur Bjarna- son að lokum Hvert atkvœði skiptir máli! Kampukátir þingmenn Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra virða fyrir sér nýjustu könnun Gallups þar sem frain kemur að fylgi Framsóknar eykst jafnt og þétt. F.v. Valgerður Sverrisdóttir, Guðinundur Bjarnason og Jóhannes Geir Sigurgeirsson. (Liósmynd: Páii) Elsa B. Friðdnnsdóttir. 115% af ráöstöfunartekjum ársins. Astæóur þessarar skuldasöfn- unar eru margar. Þær helstu og áhrifamestu eru: • Afföll af húsbréfum uröu mun meiri en ráð var fyrir gert, eóa lengst af á bilinu 10-20%. Ibúðakaupendur tóku á sig veru- legan hluta þessara affalla. • Vextir af eldri húsnæðislán- um voru hækkaóir um allt að 1,5% á árinu 1991. • Skattahlutfall í staðgreiðslu hefur hækkað stöðugt ár frá ári eða úr 39,79% árið 1991 í 41,39% á þessu ári. Auk þess hafa ýmsir jaðarskattar hækkað, sem kemur sérstaklega illa við ungt bamafólk. • Skattleysismörk hafa lækkaó verulega, þrátt fyrir loforð um hió gagnstæða. • Atvinnuleysi hefur þrefald- ast, auk þess sem tekjur heimil- anna hafa í mörgum tilfellum lækkaö vegna minni möguleika á yfirvinnu. Ibúðarkaupendur gátu ekki séð þessar aðstæður fyrir, enda með loforð ríkisstjórnarinnar upp á vasann um andstæður þess sem aó ofan greinir. Hvað er til ráða? Framsóknarmenn hafa lagt fram ítarlega áætlun um hvernig bregð- ast eigi við greiðsluvanda heimil- anna. Þaö viróist óumflýjanlegt að grípa til lengingar húsnæóislána, greiðsluaðlögunar og jafnvel greiðsluerfiðleikalána. Greiðslu- aðlögunin verói með þeim hætti að lánskjörum verði breytt til að gera greiðslubyrói íbúðakaup- enda léttari eða aó lán verði fryst um ákveðinn tíma meðan lánþeg- ar vinna sig út úr öðrum samhang- andi vandamálum eins og skammtímalánum og/eða atvinnu- leysi. Þá leggja framsóknarmenn einnig áherslu á aó bæta fólki þær skattahækkanir og skerðingar bóta sem það hefur mátt þola síðustu ár. Þar má meðal annars nefna nauðsyn á hækkun skattleysis- marka, hækkun vaxtabóta, hækk- un barnabóta, breytingar á vægi launa í lánskjaravísitölu, og að persónuafsláttur hjóna og sambýl- isfólks verði millifæranlegur að fullu. Nú kann einhver að spyrja hvar fá eigi fjármagn til allra þess- ara úrbóta. Svarið er fyrst og fremst í gegnum skattakerfið. Alagning hátekjuskatts, og stór hert eftirlit og vióurlög við skatt- svikum eru meðal tillagna fram- sóknarmanna. Þá má einnig nefna skattlagningu peningalegra eigna fari þær upp fyrir ákveðið lág- mark. Það er erfitt að sjá réttlætið í því að eignir manna, svo sem húseignir, séu skattlagðar en ekki peningalegar eignir. Með skatt- íagningu slíkra eigna má ná fram allt aó 2 milljörðum króna. Síðast en ekki síst leggja fram- sóknarmenn áherslu á bætt kjör unga fólksins með því að skapa því atvinnu vió hæfi. Þó ráðherrar leyfi sér að tala um ásættanlegt atvinnuleysi er ljóst aó í huga þess sem atvinnulaus er, er ekkert sem heitir ásættanlegt í þeim efnum. Ungu fólki verður aldrei kleift aó byggja upp heimili nema því verði fyrst tryggð atvinna vió hæfi, en það er og veróur besta samhjálpin. Lokaorð I kosningunum 8. apríl verður ekki hvað síst kosið um atvinnu- mál og velferðarmál. Framsókn- armenn hafa sett fram ítarlega at- vinnustefnu og tillögur um hvem- ig draga megi úr þeim vanda sem mörg íslensk heimili standa frammi fyrir. Eg vil hvetja kjós- endur til að kynna sér stefnu Framsóknarflokksins og veita framsóknarmönnum það brautar- gengi í kosningunum sem þarf til að þeir verði leióandi í næstu rík- isstjórn. Höfum fólk í fyrirrúmi. Elsa B. Friðflnnsdóttir. Höfundur er hjúkrunarfræöingur og lekt- or í H.A., skipar 7. sæti á lista Framsókn- arflokksins t' Noróurlandskjördæmi eystra fyrir komandi kosningar. FERÐAFÉLAG AKUREYRAR Snjóbíls- og skíðagönguferð í Lamba, sem frestað var 18. mars, verður nk. laug- ardag, 8. apríl. Brottför frá sorphaugum kl. 09.00. Skrifstofa félagsins verður opin frá kl. 17.30-19.00 dagana 5.-7. apríl til skráningar í ferðina og upplýsinga um hana. Kjósum þegar við komum hress af Glerárdal. Ferðanefnd.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.