Dagur - 29.04.1995, Síða 4

Dagur - 29.04.1995, Síða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 29. apríl 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON,(íþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Viðhorfsbreyting gagnvart skattsvikum Embætti skattrannsóknastjóra ríkisins hefur nú þegar tvímælalaust sannað tilverurétt sinn þó ekki væri nema fyrir það að umræða um skattsvik er orðin mun meira áberandi í þjóðfélagsumræð- unni. Fjölmiðlar greina frá málum sem embætti skattrannsóknastjóra fæst við og þannig verða virkari umræður um þessi mál meðal fólks. Það er vitaskuld af hinu góða. Skattsvikum verður trauðla útrýmt með öllu en virkt aðhald skattyfir- valda, fjölmiðla og alls almennings í landinu er til þess fallið að draga mjög úr þeim. Löggjafarvaldið hefur líka tekið mikilvægt skref fram á við til þess að reyna að draga úr skattsvik- um. Nú er heimilt að dæma menn í allt að sex ára fangelsi fyrir stórfelld skattsvik, samkvæmt breytingum á hegningarlögum sem samþykkt voru á Alþingi í febrúar sl. Það má greinilega greina viðhorfsbreytingu í þjóðfélaginu gagnvart skattsvikum. Hér á árum áður þótti ekki tiltökumál að komast hjá því að greiða skatt í sameiginlegan sjóð landsmanna, það þótti allt að því dyggð að svíkja undan skatti, en sem betur fer hefur þetta breyst. Fólki er nefnilega farið að blöskra hvernig sumir, bæði einstaklingar og lögaðilar, stunda að svíkja und- an skatti. Embætti skattrannsóknastjóra ríkisins var stofnað fyrir tveim árum og það hefur í auknum mæli tekið að sér að rannsaka bein skattsvik sem í mörgum tilfellum fara til lögreglu að rannsókn lokinni. Það segir sína sögu um aukið umfang starfsemi skattrannsóknarstjóra að í upphafi voru starfsmenn embættisins fjórir en þeir eru nú orðnir sautján. Auðvitað er það svo að neðanjarðarhagkerfið verður aldrei með öllu upprætt á íslandi fremur en í öðrum löndum, en aukið eftirlit og harka gagnvart skattsvikurum mun bæta ástandið. En þegar til lengri tíma litið er viðhorfsbreytingin í þjóðfélaginu mikilvægust í þessum efnum. I UPPAHALDI Bárðdælingar til sölu igríður Baldursdóttir handverkskona og sauð- fjárbóndi í Víðikeri í Bárðardal er í uppáhaldi Dags í dag. Sigríður er fœdd og uppalin á Grýtubakka í Hðfðahverfi en býr, eins og áður sagði, í Víðikeri ásarnt eiginmanni sínum Páli Kjartanssyni, þau hjónin eigafjögur börn. I Vtðikeri er á fimmta hundrað fjár á fóðr- um, nú styttist í sauðburð og því eru verkefnin cerin. Þegar búverk- um og heimilisstörfum sleppir tek- ur handverkið við cn Sigríður er ein þeirra kvenna semframleiða minjagripi fyrir ferðamenn. Hvað vinsœlast eru svokallaðir Bárð- dtelingar sem eru 12-15 cm háar prjónadúkkur, karlar og kerlingar sem umtar eru úr íslensku ullar- bandi. Fyrstu kerlinguna bjó Sig- ríður til fyrír átta árum. Svo þró- uðust Bárðdcelingarnir ár frá ári og fyrir um það bil tveimur árum hófu nokkrar konur í Bárðardal að vinm að þessu verkefni ásamt Sig- ríði. Nú er Sigríður að setja hundruðustu kerlinguna saman en síðastliðið sumar seldust um tvö hundruð Bárðdœlingar á markaði Handverkskvenna milli heiða sem er við Goðafoss. Það má því segja að Bárðdcelingar séu eftirsóttir í augum ferðamanna og kerlingarn- ar eru mun eftirsóttari en karlarn- ir. Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Það er lambakjöt í ótal mynd- um.“ Uppálialdsdrykkur? „Undanrenna, ég drekk mikið al' hcnni.“ Sigríður Baldursdóttir. Hvaða heimilisslötffmnst þér skemmtilegust/leiðinlegust? „Ég tek ekki eitt verk fram yfir annað, ég rusla þessu bara frá." Stundarþú einhverja markvissa hreyfmgu eða líkamsrœkt? „Ef veður leyfir hittumst við konumar í dalnum einu sinni í viku og förum í leikfimi og sawuna.“ Ert þú í einhverjum klúbb eða fé- lagasamtökum? „Eg er í stjóm félags Handverks- kvcnna milli heióa, Kvenfélaginu Hildi, Saumaklúbbnum Náttugl- um og Ungmcnnafélaginu Ein- ingu.“ Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? „Æskuna og Dagblaöið.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Þar er Salka Valka, Dýralæknir í stríði og friöi og stafli af bama- bókum.“ / hvaða stjörnumerki ert þú? „Ég er steihgeit.“ Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Bítlamir.“ Uppáhaldsíþróttamaður? „Enginn sérstakur um þcssar mundir.“ Hvað horfirþú mest á í sjónvarpi? „Þaó er ekkcrt sem hcldur mér fastri vió sjónvarpið en ég reyni að horfa á lréttimar ef tími vinnst tiL“ Á hvaða stjórnmálamanni liefurðu mestálit? »Engum.“ Hver er að þínu matifegursti staður á íslandi? „Ég hef komið í Skaftafcll í dá- samlegu veðri og þaó er ógleym- anlegt.“ Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir að flytja búferlum? „Til dæmis á Egilsstöðum.“ Hvaða hlut eðafasteign langar þig mest til að eignast um þessar mund- ir? „Spameytinn smábíl til aö koma Báródælingunum á markað." Hvernig vilt þú helst verja frístund- um þínum? „Ég vil ferðast um ísland, helst vil ég aó þaó sé rcgla að fara í útilegu á hvcrju sumri.“ Hvað cetlarðu að gera um lielgina? „A laugardagskvöldið ætla ég aö hitta gamlar skólasystur mínar úr Varmalandsskóla í Borgarfirði. Við ætlum aó fara saman á Kvcnnaskólaævintýrió í Frey- vangi.“ KU /*Et> MORGUNKAFFINU_ ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON Mennmgin lifir góðu lífi Menningargróskan um land allt hlýtur að vera heimsmet miðað við mannfjölda. Kór- ar eru starfræktir í sem næst hverri sveit og á öóru hvoru götuhorni í þéttbýli, tónlistar- skólar um allt land eru fullir af nemendum og svona mætti lengi áfram telja. Islending- ar eru samkvæmt þessu músíkölsk þjóð. Þeir vita fátt skemmtilegra en að koma sam- an og taka lagið. Og söngbókin er aldrei langt undan þegar sest er upp í rútuna og haldið af stað í langferó. Að vísu heyrir til undantekninga ef rútubílasöngur er nálægt réttum tónum en það er svo allt annað mál. Þessi söngárátta landans er aðdáunar- verð. Eins og títt er um alla félagastarfsemi leggur söngfólk á sig mikla vinnu og erfiöi til æfinga, ferðast jafnvel tugi kílómetra til þess að sækja söngæfingar. Nærtæk dæmi um þetta eru söngfuglamir í karlakómum Heimi í Skagafirði og konurnar í Lissý í Suður-Þingeyjarsýslu sem láta sig ekki muna um að hendast á milli sveita til þess að koma saman og æfa tónlist. Vitaskuld er þetta erfiðisins virði, annars legði fólk alla þessa vinnu ekki á sig. Það gildir um söng- inn eins og alla aðra menningarstarfsemi aó hann er afslöppun frá amstri hversdagsins, fólk gleymir stund og stað við að finna hinn eina sanna tón. Stór hluti af þessu er auðvit- að félagsþátturinn, að koma saman og hitta vini og kunningja. Afrakstur vetrarstarfs kóranna er síðan borinn á boró fyrir fólk á vorin, það er upp- skerutíminn. Um þessa helgi veróur heldur betur nóg um að vera í sönglífinu hér norð- an hcióa. Upp í hugann koma tónleikar fjögurra kóra í Miðgarói í kvöld, tvennir tónleikar Karlakórs Akureyrar - Geysis á Akureyri, tónleikar Mótettukórs Hallgríms- kirkju á Akureyri í dag, tónleikar Samkórs Vopnafjarðar á Akureyri og Ydölum í Aðal- dal í dag og svokallaðir Davíðstónleikar í Iþróttaskemmunni á Akureyri á morgun. Vissulega má segja að þetta sé einum of mikið af því góóa um eina helgi, en því miður gerist þetta ár eftir ár og við því er lítið að gera. Það er nú einu sinni svo aó kórarnir þurfa vetrarmánuðina til þess að æfa og uppskerutíminn er vorið. Klerkur með kúrekahatt Annar aðdáundarverður akur í menningar- lífinu er leiklistin. Það er auðvitað með hreinum ólíkindum hvað fólk leggur á sig í sjálfboðavinnu í áhugaleikfélögunum til þcss að setja upp metnaðarfullar leiksýningar. Æft er kvöld eftir kvöld, vikum saman, og síðan taka sýningamar við. Skýringin á allri þessari fómfýsi er auðvitaó af svipuöum toga og með sönginn, þetta er svo óskaplega gaman og gefandi. Það er eitthvað svipað meó minn leiklist- arferil og fcril Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, borgarstjóra, sem iesa má um í nýj- asta tölublaði Leiklistarblaðsins. Þar segir Ingibjörg: „Það var eiginlega ekki fyrr en ég var oróin 13 sem ég fékk uppreisn æru sem leikkona í alvöru leikverki. Rammís- lenskt leikrit var sett upp í safnaðarheimil- inu og það vantaði stúlku til að leika Dísu niðursetning en hún var horuð, skítug og illa til fara og dó áóur en sýningin var á enda. Þetta hlutverk fékk ég og var upp- götvuð en því miður um seinan. Við hætt- um nefnilega að leika í leikritum á þessum aldri enda var það ekki lengur smart. I raun orkaði það þá þegar mjög tvímælis að taka þátt í leiksýningu á vegum safnaðarins. En hvað gerir maður ekki fyrir frægðina?" Svo mörg voru þau orð borgarstjórans í Rcykja- vík. Ég tók auðvitað virkan þátt í starfi Leik- félags MA hérna í gamla daga, en aldrei varð ég svo frægur aö taka létt spor á sjálfu leiksviðinu. Ég var í baksviðsdeildinni. Sat í miðasölunni og var í reddingum. Hæst skein mín frægðarsól í þessu ábyrgðarmikla hlutverki þegar mér tókst á einhvem óskilj- anlegan hátt að nánast tvíselja í allan sal Fé- lagsheimilisins í Kópavogi á sýningu LMA á Grísir gjalda, gömul svín valda eftir Böðvar Guömundsson. Þessi uppákoma var hin spaugilegasta, í það minnsta eftir á, en hún tafði sýninguna um líklega hálftíma og margir leikhúsgestir voru hoppandi vitlaus- ir. Ég lét ekki sjá mig og hef ekki komið ná- lægt miðasölu síðan. Spaugileg atvik eru æði mörg í lcikhúsi en leikhúsgestir hafa ekki hugmynd um þaó þegar sýningarnar fara úr skorðum. Þamig kom það fyrir á síðustu sýningunni á áður- nefndu lcikriti Böðvars, Grísir gjalda..., að í einu atrióinu átti klerkur einn að koma inn á sviðið og fara þess auðmjúklega á leit við indíánahöfðingjann að hann héldi sig á mottunni. Ekki vildi betur til en svo'að presturinn glcymdi baksviðs að taka af sér kúrekahatt áður cn hann kom inn á sviðið og því korn þetta höfuðfat prestsins mót- leikurunum gjörsamlega í opna skjöldu. Leikararnir sprungu gjörsamlega úr hlátri, ekki síst Arnar nokkur Björnsson, núver- andi íþróttafréttamaður á Ríkisútvarpinu, en áhorfendurnir héldu aö þetta ætti að vcra svona og klöppuðu ákaft fyrir þeirri frum- legu uppfinningu leikstjórans að láta prest- inn vera með kúrekahatt.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.