Dagur


Dagur - 29.04.1995, Qupperneq 7

Dagur - 29.04.1995, Qupperneq 7
Laugardagur 29. apríl 1995 - DAGUR - 7 en endaói aftur nióri á sömu gatna- mótunum, þar sem ég fann loksins tröppur upp á þak. Þegar ég var komin hálfa leið upp heyrði ég kallaö: „Iceland, I’ve been waiting for you. Come give me a chance to rip you off.“ Eg gat ekki annaó en hlegið; hann var að minnsta kosti heiðarlegur þessi. Eg sagði honum sem var, að ég ætti enga peninga sem hann gæti hirt af mér, svo hann bauð mér bara upp á kaffi, og sendi svo leiðsögumann meó mér upp á þak. Ég hef sennilega sagt það áður, að ég á yfirleitt ekki erf- itt meö að finna orö til að lýsa því sem ég sé, en Jerúsalem er bara ekki eins og nokkur annar staður. Sólin var um það bil að setjast, svo Hvíldardegi Gyðinganna var lokið. Ljós voru kveikt í Gyðingahverf- inu, bænasöngur hljómaði neðan úr A1 Aqsa, og kirkjuklukkur glumdu ofan úr Kristna Hverfinu. Leið- sögumaðurinn benti mér á að líta niður á milli húsa, þar sem mið- punktur borgarinnar var. Þegar ég horfói niður að Dome of the Rock var Arabíska Hverfið mér á vinstri hönd, þar fyrir aftan var Kristna hverfið, Gyðingahverfið var til hægri, og Armenska hverfið þar fyrir ofan. Einhverjar kirkju- klukknanna hafa eflaust verið þar, en það er ekki hægt að þekkja þær í sundur. Áfall í Betlehem l.janúar í dag komst ég að því að ég er hvorki jafn hugrökk né jafn vitlaus og ég hélt að ég væri. Ég þurfti ekki að taka nein viðtöl, svo ég ákvað að þetta væri góður dagur til aö fara til Betlehem. Ég er alveg hætt að kippa mér upp við að sjá Israelana veifa fán- anum sínum, ég er orðin vön því að sjá 18 ára krakka (stelpur og stráka) veifandi Uzi-rifflum jafnt á götum úti sem inni á veitinga- og skemmtistöðum (ég geri luftgít- ar...). Ég hoppaði upp í „sharout", sem er leigubíll sem maður deilir með 5-6 öðrumfarþegum og keyrir sömu leið og strætó, og fór til Betlehem. Fyrsta sjokkið kom þeg- ar ég áttaði mig á því að það er svo gott sem landamæragæsla á leió- inni yfir á Vesturbakkann. Leigu- bílar eru reyndar ekki stöðvaðir, svo ég þurfti ekki að fara í gegnum neitt vesen. Næsta sjokkið var svo hversu stutt er á milli Jerúsalem og Betlehem. Ferðin er varla fimm mínútur, og bíllinn stoppaði a.m.k. þrisvar til að bæta við farþegum. Við stöðvuðum loks inni á torgi sem ég ályktaði sem svo að væri í Betlehem, því allir hinir farþegam- ir fóru út úr bílnum. Ég elti, og þá loks kom alvöru áfall. Þegar ég kom til Jerúsalem sá ég myndir af Arafat, grimmúðleg- um á svip, og þó sölumennimir í gömlu borginni væru flestir Arab- ar, þá hafði ég aldrei séð palest- ínska fánann dreginn aó hún. A að- algötunni í Betlehem var lítið að sjá annaó en palestínska fánann, og inn á milli myndir af Arafat, bros- andi út að eyrum. Við endann á götunni var ísraelsk lögreglustöð, og þar sem ég sá ekki betur en ég væri eina konan á götunni, auk þess að vera ljóshærð, þá hélt ég mig nálægt stöðinni. Þegar ég loks náði áttum sá ég að ég var kannski ekki alveg eina hvíta manneskjan í bænum. Það var hópferðabíll fyrir framan kirkjuna andspænis torg- inu. Ég gekk þar inn, og tókst að komast í messu í St. Catherine. Þar sem þetta var kaþólsk messa, þá var hún alveg passlega löng, og ég fór að skoða afganginn af fæöing- arkirkjunni. Eftir að ég stóð í biðröð í rúman Jórdan í baksýn. hálftíma, tókst mér loks að komast niður í hellinn þar sem Jesús fædd- ist. Ég rétt náði að kveikja á kerti, þegar prestur úr grísk-kaþólsku rétttrúnaðarkirkjunnu vísaði mér út. Það er víst alveg ótrúlegur rígur á milli safnaðanna þriggja sem deila kirkjunni yfir aðgangi að hellinum, svo þeir vilja sem minnst sjá af túristunum. Ættleidd af sölumönnum á Chain Street 3. janúar Fór upp á Mt. Scopus að skoða Hebrew University um morguninn, en það var óþægilega heitt, svo ég fór aftur niður í gömlu borgina eft- ir hádegi. Mér var boðið upp á kaffi oftar en ég get talið, og menn [sraelskir hermenn standa vörð í Jerúsalem. virtust taka það alltof nærri sér þegar ég neitaði. Ég hef reyndar komist að því að það er alveg óhætt að þiggja kaffisopa, og sölu- mennimir bíta ekki. Spjallaói heil- lengi við einhverja sölumenn á Chain Street, og ég er ekkert lítið fegin því að ég hafi gert það, því það er mjög áhugavert að heyra hvemig þeir em vanir að fara með túristana. Þeir tóku hins vegar miklu ástfóstri við mig, því þegar ég kynnti mig á arabísku sem dótt- ur Omars, og komst þá að því að það er risastór fjölskylda í mark- aðnum sem heitir sama eftimafni. Ég var þannig ættleidd, og í hvert skipti sem ég ætlaði að kaupa mér eittíivað eftir þetta, þá var passað upp á aó ég fengi sanngjamt verð. Það er munur að eignast heila fjölskyldu án þess að gera nokkuð til þess! Ég lauk svo deginum meó ferð til Jeríkó og niður að Dauðahafinu um eftirmiðdaginn og kvöldið. Ég man eftir Ástríks-bók síðan ég var lítil, þegar ég sá mynd af Steinríki, fljótandi í Dauðahafinu. Ég gat reyndar ekki stokkið út í eins og hann, svo ég fleytti ekki kerlingar, en þaó er satt að maður flýtur á vatninu. Ég reyndi að koma fótun- um ofan í, en það var sama hversu mikið ég reyndi, þeir komu alltaf upp úr... Þegar ég kom aftur til Jerúsalem rakst ég á tvo strákanna sem ég hafði verið að tala við fyrr um dag- inn og þeir buðu mér út að boróa. Ég kippti mér ekkert upp við ör- yggisgæsluna á leiöinni til Betle- hem, en þegar ég sá að það voru engin ljós í bænum varð mér ekki um sel. Þá fyrst sögðu Bahæi og Riyad mér að það hefðu verið óeirðir á Gazaströndinni fyrr um daginn og allur Vesturbakkinn væri í samúðarverkfalli, því Israel- amir hefðu drepið þrjá palestínska lögreglumenn. Við fundum nú samt veitingastað sem var opinn, en ég man lítið eftir því hvemig maturinn bragðaðist. Jórdanir viðkunnalegt fólk 5.-9. janúar Reif mig á fætur eldsnemma á fimmtudegi, því ég þurfti að fara að norðurlandamærum ísraels og Jördans til að komast inn í Jórdan án vegabréfsáritunar. Ferðin frá Jerúsalem til Amman tók á milli 8 og 9 tíma, því það var svo mikið stapp að komast í gegnum alla skriffinnskuna. Það verður mun auðveldara þegar friðarviðræðun- um milli Israels og Palestínu lýkur, því þá getur Jórdan hleypt fólki inn Aðalgatan í Betlehem. Palestínskir fánar og myndir af Arafat blasa alls staðar við. Múslimar á leið frá bænahaldi í A1 Aqsa á hádcgi á föstudegi í Jerúsalem. yfir King Hussein/Allenby brúna, sem þeir gera ekki núna. Ég gerói ekkert í Jórdan nema vinna, smá skoðunarferðir, og þá bara í mið- bænum og nágrenni. Mér tókst nú samt að sjá „The Citadel“, þar sem eru rústir frá a.m.k. þremur mis- munandi tímaskeióum, skoða fom- leifasafnið þar sem em nokkrar Dauðahafsskrollur, og prófa hljóð- kerfið í 2000 ára gömlu rómversku „amphitheatre“, sem er enn notað. Jórdanir em sennilega gestrisn- asta fólk í heimi. Það var alveg sama hvert ég fór að borða, út að ganga, eða í leit að bókasöfnum og skrifstofum, fólk lagði krók á leið sína til að tryggja að ég kæmist á leiðarenda. Oftar en einu sinni var ég líka boðin velkomin til Jórdan af bláókunnugu fólki á gangi. * Israelsku leigubílstjórarnir móðgaðir 70. janúar Ég var farin að sakna Jerúsalem, svo ég ákvað að sleppa því að fara til Petru - ég hef þá afsökun fyrir því að koma aftur til Jórdan - og lagði af stað aftur til ísraels snemma morguns. ísraelamir hafa ekkert á móti því að hleypa fólki inn án vega- bréfsáritunar yfir King Hussein/ Allenby, svo ég tók bara rútu beint þangað. í rútunni hitti ég þýska stelpu sem talaði ansi góða arab- ísku, svo vió fórum ódýrari leiðina frá landamærunum til Jerúsalem - þ.e.a.s. í arabískri rútu til Jeríkó, og með annarri rútu þaðan til II Quds (Jerúsalem á arabísku). Isra- elamir voru ekki par hrifnir af þessu uppátæki okkar; sérstaklega ekki leigubílstjóramir. En þrátt fyr- ir að við fæmm þessa lengri leið, þá tók innan við 6 tíma að komast frá Amman til Jerúsalem. Það verður enginn smá munur þegar allt verður komið í gagnið, og ferðin þama á milli verður í samræmi við vegalengdina, eða u.þ.b. tveir tímar. Dagdraumarnir hættulegir en allt leyfilegt í svefni! 11. janúar Kunningjar mínir í gömlu borginni voru hinir kátustu aó sjá mig aftur, og mér var boðið í morgunmat á Chain Street. Það var áhugavert að sjá hversu ólíkur morgunmaturinn er hjá Aröbunum og Israelunum. Þegar ég borðaði morgunmat á hótelum og veitingastöðum, þá var standard morgunmatur egg, brauð, sulta, og hryllilega vont kaffi. Ar- abamir buðu hins vegar upp á ’hummous’ (stappaðar garbanzo- baunir), ful (einhverjar öðruvísi baunir), pítubrauð, og tyrkneskt kaffi. Ég eyddi mestum hluta dagsins í gömlu borginni, gekk á milli búða og spjallaði við sölumennina og drakk kaffi. Það voru margar áhugaverðar sögur sem ég heyrói. Menn sögðu mér frá Sex dagastríð- inu 1967, og hvemig húsin þeirra voru hemumin, og fjölskyldur sundruðust. Mér var bent á ísra- elska lögreglustöð, sem var byggð af Palestínuaröbum sem vinna í Flóa-ríkjunum. Þeir gáfu fjármagn til að reisa sjúkrahús til að þjóna Palestínuaröbunum á Vesturbakk- anum, en þegar byggingin var til- búin hemumu ísraelamir hana. Strákur á aldur við mig sagði mér að hann reyndi að gera sem minnst annaó en að sofa, því hann þekkti engan sem hefði verið handtekinn fyrir að dreyma í svefni! Dag- draumamir hins vegar hefðu komið mörgum vinum hans í fangelsi. Bróðir hans sagði mér að þrátt fyrir að honum þætti mjög vænt um Jerúsalem, þá vildi hann búa næst- um því hvar sem er annars staðar í heiminum. Hann sagói að það væri ekki mönnum bjóðandi að lifa við svona mikið hatur. Hann sagðist ekki vilja vakna einn einasta morg- un í viðbót og geta ekki hugsað um neitt nema hversu mikió hann þyrfti að hata Gyðingana. Ég endaði uppi við Jaffa hlið um þrjúleytið um eftirmiðdaginn. Ég ætlaði að fara niður í miðbæ, og í skoðunarferð um Knesset (ísra- elska þingið), en mér var sagt að það væru óeirðir í borginni vegna þess að Israeli hefði verið drepinn á hemumdu svæðunum daginn áð- ur. Ég fór þess vegna bara niður að göngugötunni, þar sem allt var í dúnalogni. Svo virtist sem allt fólkið sem er venjulega á götunni væri í mótmælagöngunni fyrir utan Knesset. Aftur yfirheyrð á heimleiðinni 12.-13. janúar Ferðin heim var ekki átakalaus. Ég bjóst við vandræðum á flugvellin- um, því ég er með arabískan stimp- il í vegabréfinu, og með tölvu í far- angrinum, en ég bjóst ekki við neinu á við það sem gerðist. Ég gekk inn á flugvöllinn, og fór að innritunarborðinu. Sarna sagan og á Heathrow; tvær stelpur komu, tóku vegabréfið mitt, og byrjuðu yfirheyrsluna. Eftir tíu mínútur spurði ég hvort þær vildu ekki bara skoða í töskuna mína, svo við gætum lokið þessu af. Nei, þær vildu halda áfram að yfirheyra mig. „Hvar heyrðirðu um ísrael?“ Ég horfði furóu lostin á þær; í Biblíunni!!! Þeim fannst þetta ekk- ert fyndið. Eftir rúmlega hálftíma í viðbót fóru þær og sóttu yfirmann, sem kom og sagði mér að þau héldu að ég væri að ljúga. Ég sagði sem var, að ég gæti lítið við því gert, og bauð þeim einu sinni enn að fara í gegnum farangurinn minn. Ef þau væru svona sannfærð um að ég væri með sprengju í far- teskinu, þá liói mér betur ef hún væri fjarlægð. Loksins var mér sagt að koma inn í leitarherbergið. Ein stelpnanna leitaói á mér, og svo fór heill herskari í gegnum dót- ið mitt. Ég þurfti aó taka batteríin úr vasa-diskóinu, vekjaraklukk- unni, upptökutækinu og starta tölv- unni. Ég held ég hafi svo sofnað í smástund, því ég hrökk upp við hljóóið frá hárblásaranum mínum. Ég leit upp og sá stelpu með málmleitartæki í annarri hendinni og svitalyktareyóinn minn í hinni. Þá fyrst gat ég hlegið að þessu öllu saman. Ég stóð upp og teygði að- eins úr mér, og var síðan tekin á eintal af valdsmannslegum strák, sem sagói mér allt um það hversu óprúttnir Arabar væru. Þeir hikuðu ekki við að drepa vini sína, kærust- ur og eiginkonur. Ég veit ekki enn hvers vegna þau voru öll svona sannfærð um að ég væri palest- ínskur útsendari, en eftir rúma tvo tíma voru þau þess loksins næstum fullviss að ég ætlaði ekki að sprengja vélina í loft upp, réttu mér brottfararspjald og sögðu að ég fengi tölvuna mína ekki fyrr en seinna og þá sprakk ég. Eftir fimmtán mínútna stapp fékk ég því loksins framgengt að tölvan færi í sömu vél og ég og ég fengi hana í hendumar um leið og ég færi frá borði í London. Ég horfði á krakk- ana í kringum mig, og minnug þess sem Loay hafði sagt, að hann vildi ekki vakna einn einasta dag í við- bót vitandi það að hann gæti ekkert gert nema hata Israelana, spurði ég þau hvemig það væri að lifa við alla þessa tortryggni. Þau blikkuðu ekki einu sinni; „ísrael á marga óvini.“ Múslímar segja að þegar þeim er þungt fyrir hjarta, þá þurfi þeir bara að heimsækja einn hinna helgu staóa, og hjarta þeirra verði læknað. Ég veit ekki hvort þetta er satt, en ég get sagt fyrir mig, að mér hefur sjaldan verió léttara í lundu en þessa daga sem ég var í Jerúsalem. Þrátt fyrir allt stappið í kringum flugið, þá myndi ég gera næstum því hvað sem er til að komast aftur til Jerúsalem. Reynd- ar fékk ég fax í lok febrúar, þar sem mér var boðin vinna þar í sumar, og ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að komast þangað.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.