Dagur - 29.04.1995, Side 10

Dagur - 29.04.1995, Side 10
1Ó - DÁGUR - Laugardagur 29. apríl 1'995 ð Árný Þóra Ármannsdóttir. ► m síöustu helgi var hin árlega Fordmódel- keppni haldin í Reykjavík. Yfir eitt hundr- aö stúlkur sendu mynd af sér til forráða- /manna keppninnar í von um aö einmitt þær yróu valdar til aö keppa um hinn eftirsótta titil Fordmódel ársins 1995. Tólf stúlkur komust í úrslitakeppnina og þrjár þeirra í verölaunasæti. Tvær stúlkur frá Akureyri náöujieim árangri aö komast í úrslit, þær Ámý Þóra Ármannsdóttir og Unnur Kristín Friöriksdóttir og Ámý varð í þriðja sæti í keppninni. Það er ljóst aó áhugi á fyrirsætu- störfum fer mjög vaxandi hér á landi enda er svo komið að hópur Islendinga hefur atvinnu af fyrir- sætustörfum á erlendri grund. Ár- ný Ármannsdóttir, sem er aðeins sextán ára, hefur fengið nasasjón af heimi fyrirsæta hún féllst á að segja okkur frá reynslu sinni. Ámý er fædd á Akureyri 5. september árið 1978 og bjó þar fyrstu æviárin en fluttist síðan með móóur sinni og fósturföður, Hólmfríói Eiríksdóttur sjúkraliða og Gesti Helgasyni, í Fosshól við Goðafoss. Ámý og móðir hennar fluttust svo aftur til Akureyrar en þegar frístund gefst sækir Ámý fósturföður sinn heim í Fosshól og nýtur fegurðar og kyrróar. Til New York - Ámý, hver voru þín fyrstu spor sem fyrirsæta? „Ég fór á námskeið hjá Kol- brúnu Aðalsteinsdóttur sem á módelskóla í Reykjavík og svo kynntist ég Ásdísi Franklín fyrir- sætu og hún hafði starfað á Ítalíu og hvatti mig til að prófa. Ég var valin úr hópi stelpna héma í Sjall- anum til að fara til New York í fyrirsætukeppni, þá var ég í 10 bekk. Það var í mars fyrir rúmu ári og þá hitti ég umboðsmann sem bauð mér að starfa á Ítalíe sumarið eftir, sem sagt í fym sumar. Þaó varð svo úr að þegai skóla lauk í byrjun júní fór ég til Italíu en þá var ég fimmtán ára. Það var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt en auðvitað líka þrælerfitt. Ég var þar fram í ágúst en í ágúst leggst starfsemin í þessu fagi að mestu leyti niður á Italíu vegna hita, þá kom ég aftur heim.“ 4ÁBKÓUNN X AKUREYRI Ibúð óskast Nýr starfsmaður Háskólans á Akureyri óskar eft- ír 4 herbergja tbúö tíl leígu frá 1. eða 15. jtílí nk. Tílboð sendist Háskólanum á Akureyri í lokuðu um- slagi merkt „íbúð“ iyrir 15. maí nk. S \ AKUREYRARBÆR Staða jafnréttis- og fræðslu- fulltrúa Akureyrarbæjar er laus til umsókna Starfið er tvíþætt, annars vegar er um aó ræða stjórnun, umsjón og skipulagningu fræðslu og end- urmenntunar starfsmanna og stjórnenda Akureyrar- bæjar og hins vegar að vinna að framgangi Jafnrétt- isáætlunar Akureyrarbæjar og öðrum jafnréttismál- um innan bæjarkerfisins og í bæjarfélaginu öllu skv. lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla. Krafist er háskólamenntunar, reynslu og þekkingar á sviói fræðslu- og jafnréttismála svo og reynslu af stjórnun og skipulagningu. Umsækjendur þurfa einnig að hafa góða hæfni í samskiptum og eiga auðvelt meó aó tjá sig í ræðu og riti. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Akureyrarbæjar og STAK. Umsóknarfrestur er til 12. maí nk. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra, Geisla- götu 9, 600 Akureyri, á sérstökum eyðublöðum sem fást þar. Nánari upplýsingar hjá jafnréttis- og fræóslufulltrúa og starfsmannastjóra í síma 96-21000. í þríðja sæti í Fordjkeppn- inni og á leið til ítauu - spjallað við Árnýju Þóru Armannsdóttur Mappan - Hver eru fyrstu skref nýrrar fyr- irsætu á Italíu? „Fyrirkomulagið er þannig að umboðsskrifstofan, í mínu tilfelli DLM Names, greióir ferðakostn- aðinn til Italíu fyrir þær fyrirsætur sem hún hefur á sínum vegum og útvegar þeim íbúó. Við bjuggum átta saman í búð, allt stelpur sem unnu sem fyrirsætur. Umboðs- skrifstofan greiddi okkur viss lág- marks laun á hverri viku sem fóru í mat og aðrar nauðsynjar. Fyrstu verkefni nýrrar fyrirsætu eru að safna myndum í möppu. Fyrstu þrjár vikumar var ég aðal- lega í myndatökum sem umboðs- skrifstofan útvegaði mér til að ég gæti byggt upp möppu. Svo þegar mappan er orðin nógu góó þá fer maóur af stað í verkefnaleit og það er erfitt.“ Ein af hundrað - Hvemig fer verkefnaleitin fram? „Á hverjum morgni hefur maó- ur samband við skrifstofuna og fær nokkur heimilisföng og þá er ekkert annað en að taka upp lest- arkortið og leita að þessum ákveðnu stöðum og mæta þar, sýna nafnspjaldió sitt og fara í viðtöl og myndatökur. Þaó er mjög algengt að það mæti hundr- að stelpur í sama viðtalió þannig að það er hart barist um verkefn- in.“ í sturtu - Hverskonar verkefni er um að ræða? „Það er nú svo margt, ýmis- konar auglýsingar bæði fyrir tíma- rit og sjónvarp. Gallabuxna- og peysuauglýsingar eða auglýsingar á sápu eða sjampói, þá á fyrirsæt- an oftast að vera í sturtu eða baói. Nú, eóa matarauglýsingar þar sem fyrirsætan borðar einhvem ákveö- inn mat eða drekkur einhverja drykki." - Hvert var þitt fyrsta verk- efni? „Það var fyrir ítalskt sauma- blað. En það er nú þannig að fyrir- sætur sem em að stíga sín fyrstu spor fá oft engin verkefni. Það er svo margt sem þarf að læra, hvemig á að koma fram í viðtöl- unum og koma fyrir í myndatök- um og myndbandsupptökum. Þetta tekur allt sinn tíma og er mikill skóli í leióinni.“ - Svo þú hefur lært heilmikió þetta fyrsta sumar? „Já, mjög margt bæði í sam- bandi við fyrirsætustarfið, fram- komu almennt og líka aó sjá um mig sjálf sem var auðvitað alveg nýtt fyrir mér.“ Grönn - grennri - grennst - Þurfa fyrirsætur ekki að lifa heilsusamlegu líf? „Þær þurfa alla vega að vera grannar og það er stærsti höfuð- verkur margra. Ég reyni að drekka mikió vam og boróa ávexti og kom en uppáhaldsmaturinn minn er kjúklingur. Margar stelpur þama úti eru hreinlega að svelta sig í hel, þær lifa iðulega á vatni í nokkra daga og borða nánast ekki neitt. Svo þurfa fyrirsætur að vera háar en því er auðvitað ekki auð- velt að breyta. Ég er nú ekki nema 172 cm á hæð sem er talið frekar lágt í þessu fagi. Það er best að vera frá 175-179 cm á hæð. Svo eiga málin að vera 90-60-90, sem sagt brjóstmál og mjaðmir 90 cm en mittið 60 cm og það er vissara að hafa enga auka sentimetra. Nú er ég með tvo-þrjá auka og það gengur ekki, þeir verða aó fara áð- ur en ég fer til Ítalíu.“ Ljóst, sítt hár og blá augu - Hafa íslenskar fyrirsætur sér- stöðu í fyrirsætuhópnum á Italíu? „Já, tvímælalaust það er engin spuming að Islendingar eru fallegt fólk. Það er þetta norræna útlit sem gefur okkur sérstöðu, blá augu og ljóst hár. Á Ítalíu er meirihluti fólks dökkhært með brún augu, svo kemur íslensk fyr- irsæta gangandi í stuttbuxum með ljóst, sítt hár og blá augu og hún vekur mikla athygli, fólk hrein- lega starir á mann.“ - Nú varðst þú í þriðja sæti í Ford-keppninni, varstu ánægð með þann árangur? „Já, mjög, þegar ég vissi að yf- ir hundrað stelpur höfóu sent inn myndir var ég viss uin að ég ætti ekki möguleika á aó komast í hóp- inn en ég komst í úrslitakeppnina og náði þriðja sæti og er himinsæl meó það. Þetta var mjög glæsileg og skemmtileg keppni og ég vil nota tækifærið til að þakka fyrir- tækjum á Akureyri sem styrktu mig í þessari keppni.“ - Ætlar þú til Italíu í sumar? „Já, ég verð að vinna þar í júní og júlí en ég er að flytja til Þýska- lands eftir nokkra daga ásamt móður minni og unnusta, Akur- eyringnum Kristjáni Kristjánssyni. Við ætlum að búa í nágrenni Hamborgar og ætlum okkur bæði í skóla en ég hef sótt um inngöngu í fósturskóla,“ sagði Ámý Ár- mannsdóttir. KLJ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.