Dagur - 13.05.1995, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Laugardagur 13. maí 1995
Dagana 27. og 28. apríl sl. var haldin ráðstefna í Stokkhólmi
á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem bar yfirskrift-
ina Norrœnir karlmenn, ólíkir einstaklingar - áþekk reynsla.
35 manna hópur frá Islandi tók þátt í ráðstefnunni í Svíþjóð
en alls tóku þátt í ráðstefnunni 370 manns, þannig að hlutur
✓
Islendinga má teljast góður að okkar venjulegu viðmiðun,
höfðatölu miðaða við önnur lönd. Um það bil þriðjungur
ráðstefnugesta voru konur og er ekki víst að margar konur
hefðu verið ánægðar með ef karlar hefðu fjölmennt í sama
mæli á kvennaráðstefnu.
Ingólfur Gíslason á skrifstofu
jafnréttismála í Reykjavík sagði
aóspurður fyrir ráðstefnuna hvort
markmið ráðstefnunnar væri að
gera karlmenn „mýkri“ að mark-
mióið væri frekar að gefa karl-
mönnum kost á aó vera þeir sjálfir
sem einstaklingar og hvorki
bundnir af gömlu víkingahug-
myndinni né af mjúku velúr-
pabbahugmyndinni.
Þrír Islendingar voru með er-
indi á ráðstefnunni; Asþór Ragn-
arsson sálfræðingur, sr. Bragi
Skúlason og Margrét Pála Olafs-
dóttir leikskólastjóri en þar að
auki tók Stefanía Traustadóttir
þátt í pallborósumræðum í lok
þingsins, fyrir hönd Islands.
Margt var rætt á ráðstefnunni og
mikill fjöldi fyrirlesara vakti at-
hygli á sérstöðu karla í norræna
samfélaginu. Erindi Asþórs Ragn-
arssonar „Gjald karlmennskunn-
ar“, þar sem hann dró fram ýmsar
tölur um stöðu karla á Norður-
löndunum, vakti sérstaka og verð-
skuldaða athygli, jafnt hjá ráó-
stefnugestum sem fjölmiðlum.
Hvers vegna sérstök
ráðstefna um málefni karla?
Kristján M. Magnússon sálfræð-
ingur, einn þátttakenda á ráðstefn-
unni, svarar spumingunni þannig:
„Af jafnréttisumræðu undan-
farinna áratuga hefur mátt ráða að
karlar væru forréttindastétt í vest-
rænum þjóðfélögum. Róttækum
konum innan kvennahreyfingar-
innar hefur að auki orðió tíðrætt
um kúgun karla á konum. Upp á
síðkastið hafa jafnt konur sem
karlar mótmælt þessari heims-
mynd og bent á að lítið vinnist í
jafnréttismálum nema hlutverkum
beggja kynjanna verði breytt, ekki
í uppreisn kvenna gegn karlmönn-
um, heldur í samdrægni. Karlamir
hafa nýverið uppgötvað að þeir
eigi einhvem rétt í málefnum
kynjanna. I stað þess að sitja bara
þegjandi undir ásökunum um kúg-
un kvenna og láta sig hafa þaó aó
taka meiri þátt í heimilishaldinu af
því að konan krefst þess, er fá-
mennur en vaxandi hópur karla
farinn að ræða um eigin þarfir og
langanir sem réttmætan þátt í lífi
sínu, eitthvað sem er þess virði að
uppfylla og upplifa. Hluti af þessu
er að geta tekið þátt í fjölskyldu-
lífi, að njóta samvista við böm sín
og vini og viðurkenna að karl-
menn hafa líka tilfinningar.
Umræðan er samt enn skammt
á veg komin og það er e.t.v.
dæmigert fyrir þaö hve karlar eiga
enn erfitt með aó trúa því aó þeir
eigi yfirleitt nokkum rétt á að taka
þátt í jafnréttisumræðunni, að það
vom konumar sem stóðu á bak
við Nordisk kvindeforum sem áttu
frumkvæðið að því að karla-
ráðstefnan var haldin,“ segir
Kristján M. Magnússon.
Félagsleg staða sumra karla
er sterk en annarra afleit
Þó svo að almenningsálitið segi að
karlar séu forréttindastétt sýnir
ýmis tölfræði fram á það að á
mörgum sviðum eru þeir það ekki.
Monika Salin, jafnréttisráðherra
og aðstoðarforsætisráðherra Svía,
sagði á ráðstefnunni aó henni virt-
ist þetta vera spuming um pening-
ana eða lífið; karlarnir hefðu yfir-
leitt peningavöldin en hefðu þá
líka stressið, stresssjúkdómana og
styttri lífdaga, á meða konumar
hefðu lengri meðalaldur en minni
peningavöld.
Kristján segir að í erindi sínu
hafi Asþór Ragnarsson fært heim
sanninn um að einmitt þannig
væri þessu háttað.
„Með tölfræðilegum upplýs-
ingum frá öllum Norðurlöndunum
sýndi hann fram á að karlar væru í
meirihluta á þjóðþingum, stjóm-
um verkalýósfélaga og fagfélaga,
auk þess sem meóaltekjur karl-
manna eru mun hærri en kvenna í
öllum löndunum, u.þ.b. í hlutfall-
inu 60 á móti 40. A hinn bóginn
eru karlar mun bundnari af launa-
stritinu en konur, lifa aö meðaltali
5 til 8 árum skemur en konur
vegna ótímabærra dauðsfalla,
vegna stresssjúkdóma, slysa og
sjálfsmoróa, sem em mun tíðari
hjá körlum en konum.
Fleiri drengir en stúlkur fæöast
að jafnaði á Norðurlöndunum,
þannig að drengir eru 51% af
heildaríbúatölu. Þannig má reikna
út að rúmlega 600 þúsund fieiri
karlar en konur hafa „dottið út“ úr
íbúatölu Norðurlandanna. Ahuga-
vert væri að vita meira um hvað
verður um þessa karlmenn og
hvaó veldur."
Meiri breidd í félagslegri
stöðu karla en kvenna
Eftir erindi Asþórs urðu líflegar
umræður. Það virtist fara fyrir
brjóstið á ráðstefnugestum (kon-
um) að talað væri um karlmenn á
þessum nótum.
„Annette Sörensen dósent í
kvennafræðum við Hróarskeldu-
háskóla sagði í löngu innleggi að
hún hefði viljað að Asþór hefði
rannsakað aðra hluti og jákvæðari
fyrir karlmenn. Hún ætlaði sér alla
vega ekki að vorkenna körlum
vegna þess hve þeir ættu bágt.
Þeir (karlar) sem sátu næst mér
töluðu sín á milli um að karlar
hefðu líklega fengið laglega á
baukinn fyrir að koma með sam-
svarandi orð um stöðu kvenna. Eg
sá fyrir mér karl standa upp á
kvennaráðstefnu og segja: „Eg
veit að konur hafa mun lakari laun
en karlar en getum við ekki talað
um eitthvað sem er jákvæðara.
Ekki ætla ég að fara að vorkenna
konum vegna þessa.“
Annar þátttakandi benti á að þó
karlkynið teldist vera forréttinda-
hópur væru það alls ekki allir
karlar sem héldu um stjómvöl fyr-
irtækja, 'hefðu mikil peningavöld
eða þess háttar. Þvert á móti væru
það hlutfallslega fáir karlar sem
pössuðu inn í þá karlaímynd.
Upplýsingar Asþórs sýndu að
miklu meiri breidd væri í félags-
legri stöðu karla en kvenna. Fjöld-
inn ætti í basli með þær kröfur
sem geróar væru til karla og nokk-
ur hópur lifði við félagslega eymd
og einangrun. Mun færri konur
virtust fara í jaðarhópana, bæði
þann sem hefði mjög sterka stöðu
og hinn sem stæði illa.“
Hvað er sannur karlmaður?
Nokkuð var rætt um erfiðleika
karla með að uppfylla þær kröfur
sem geróar eru til þeirra og mis-
ræmi milli þeirra hlutverka sem
þeim er ætlað að leika; þ.e. karl-
manninum er ætlað að „skaffa“
vel, sem á íslandi m.a. þýðir að
vinna sína yfirvinnu, og þeir eiga
einnig aö sinna fjölskyldunni vel.
Þeir eiga að vera raunsæir og láta
ekki tilfinningar hafa áhrif á gerð-
ir sínar og þeir eiga að vera hlýir
og tilfinningaríkir fjölskyldufeður.
„í umfjöllun um karlaímyndina
í auglýsingum kom fram að nýj-
asta stöðutákn karlmanna er að
geta sinnt bömunum. Það er vel
að slíkt sé hátt metió af samfélag-
inu, fellur vel að því að jafnréttis-
umræðan ætti að fjalla um réttinn
til að vera manneskja.
En er ekki einmitt verið að
draga þetta fram af því að þetta er
meira draumsýn en það sem karlar
sjá sér fært?
Karlaímyndin í dag viróist vera
sú að karlar eigi að vera harðir og
mjúkir. Þetta er í sjálfu sér góð
mynd því enginn er í raun sterkur
nema að geta sýnt bæði styrk sinn
og veikleika. Enn er langt í land
aö mótsögnin í þessum kröfum
hafi verið brúuó. Þetta kom mjög
skýrt fram í stuttmynd sem sýnd
var á fyrsta degi ráðstefnunnar.
Þar voru ungmenni af báöum
kynjum spurð spumingarinnar:
„Hvaö er sannur karlmaður?“ At-
hyglisvert var að stúlkumar í
myndinni áttu mjög erfitt meó að
sameina myndina af sönnum karl-
manni myndinni af „pabba.“
Sannur karlmaóur var haróur og
„cooI“, en pabbinn umhyggjusam-
ur og natinn - sá sem maður lærði
af. Ef til vill höfðu þær engan
áhuga á að giftast þeim sem var
sannur karlmaður? Eða ætluðu
þær að giftast „töffaranum" og ala
hann síðan upp í að verða pabbi
bamanna sinna?
En spumingin; „Hvað er sann-
ur karlmaóur“, reyndist fleirum
erfið. Einn íslensku þátttakend-
anna var hafður fyrir þeirri mikil-
vægu staðreynd í blaði þar ytra aö
karlmaður væri ekki kona!“
Aðgerðir í málefnum karla
Kristján M. Magnússon segir að á
málþingum sem fram fóru í minni
hópum hafi síðan verið fjallað um
það nýjasta í rannsóknum og að-
gerðum í málefnum karla. Þar var
fjallað um jákvæða hlióar karl-
mennskunnar, hugsjónimar og
leiðimar.
„Umræðan um karla og ofbeldi
var áberandi, þar sem mér virtist
áherslan vera allt önnur en þegar
róttæki vængur kvennahreyfingar-
innar fjallar um þau mál. I stað
fordæmingar á körlum var rætt um
aðstoð. Viðhorfið virtist vera að
ofbeldisfullir karlmenn væru ekki
fæddir nauðgarar og slagsmála-
hundar, heldur væri málið þannig
vaxið að karlar í erfiðleikum
bregðast stundum vió með of-
beldi. I Osló hefur þegar verið
stofnað athvarf fyrir karla sem
beita ofbeldi og í lokaumræðunni
á ráðstefnunni var sett fram krafa
um að slíkt hið sama yrði gert á
hinum Norðurlöndunum."
Sr. Bragi Skúlason flutti erindi
um efnið Þegar strákar verða
karlmenn og Margrét Pála Ólafs-
dóttir talaði um uppeldi í leikskól-
um undir titlinum Strákar eiga að
vera mjúkir og harðir og fjöl-
margir aðrir fyrirlesarar fjölluðu
um álíka áhugaverð efni.
Ráðstefnunni lauk svo með
umræóu um tillögu í sjö liðum
sem danskur karlahópur hafði tek-
ið saman um áhersluatriði í mál-
efnum karla á næstum árum. Þær
voru þessar:
1. Ógiftir sambúandi foreldrar
eigi sjálfkrafa rétt á sameiginlegri
forsjá bama sinna. Stjóm opin-
berra aðila á forsjármálum verði
tekin til nákvæmrar endurskoðun-
ar.
2. Rétur til fæðingaorlofs,
þ.m.t. launaréttur, á að vera bund-
inn einstaklingum. Fæðingarorlof
á að vera hægt að taka á þann
máta sem foreldrum hentar best.
3. Herskylda sé fyrir fólk af
báðum kynjum. Ekkert land fang-
elsi þá sem neiti herskyldu.
4. Fleiri karlmenn verði fengnir
til starfa á dagvistunarstofnunum
og í yngstu bekkjum grunnskól-
ans.
5. Gera þarf samnorræna rann-
sókn á aðstæðum drengja í skól-
um.
6. Rannsaka þarf ofbeldi karla.
Stofna þarf rágjafaeiningar fyrir
ofbeldisfulla karlmenn á öllum
Noróurlöndunum.
7. Gera þarf rannsóknir á
áhættuhegðun karla, eins og hún
kemur fram t.d. í vinnuslysum.
Kristján segir að niðurstaóa
ráðstefnunnar hafi sér virst vera sú
að karlaveldið sem konur hafi lýst
í sinni jafnréttisumræóu sé hvor-
ugu kyninu til góðs. Ekki bara
konur, heldur einnig karlar hafi
þurft að bæla niður sínar þarfir og
langanir til að falla að þeim kröf-
um sem samfélagið geri til þeirra.
Konumar séu komnar vel á veg í
sinni umræðu en karlamir rétt að
byrja og finni líka að þeir þurfi að
vinna fyrir réttinum til að vera
manneskjur.
Karlahreyfing
„Töluverö hreyfing viróist vera í
karlaumræðunni víða um lönd,“
segir Kristján. „I Bandaríkjunum
er komin upp fjölmenn hreyfing.
Þar viróist áherslan vera að bjóða
karlmönnum upp á ýmsar upplif-
anir sem hjálpi þeim við að vinna
með sínar tilfinningar. Dæmi um
þetta er víðtæk hreyfing sem býð-
ur upp á námskeið sem kallast The
new warrior, þar sem karlar eru
leiddir gegnum atriði sem er ætl-
að að gera menn að sönnum karl-
mönnum. Þrátt fyrir titilinn er hér
ekki um námskeið að ræða sem
leggur áherslu á hörðu hlið karl-
mannsins, heldur einmitt tilfinn-
ingahliðina.
Af ráóstefnuninni í Stokkhólmi
virtist mér karlahópar á hinum
Norðurlöndunum vera af nokkuð
öórum toga. Þar fjalla þeir um
ákveóin málefni sem tengjast rétt-
indamálum karla eins og körlum
er lagið, en þeim virðist t.d. frekar
vera lagið að ræða um jeppa- eða
veiðiferðina fremur en að tala um
sjálfa sig, samskipti eða tilfinning-
ar. Eða eins og sr. Bragi Skúlason
sagði í erindi sínu: „Mér kemur
oft í hug sagan af mönnunum fjór-
um sem komu saman á hverjum
degi til að spila og höfðu gert þaó
í 20 ár. Þaó eina sem mátti ræða
meðan á spilamennskunni stóð var
spilin eða veðrið. Ef þessir gömlu
menn voru spurðir hvort þeir væru
vinir þá svöruðu þeir því játandi,“
segir Kristján Magnússon.
Kristján segir fáa karlahópa
starfandi hérlendis. M.a. eru tveir
starfandi í Reykjavík og annar
þeirra ætlar að standa fyrir að-
þjóðlegri ráðstefnu um karla sum-
arið 1996. A Akureyri var nýlega
boðið upp á námskeið á vegum
Jafnréttisnefndar Akureyrar sem
bar heitið Skynjaðu styrk þinn,
sjálfstyrkingamámskeið fyrir
karla. GG
Ingólfur Gíslason, starfsmaður Jafnréttisráðs íslands, Sigurður Snævarr og
Sigurður Svavarsson, formaður íslcnsku karlancfndarinnar á ráðstefnunni.
Fjöldi karla á í baslí
við karlaímyndina
- rætt við Kristján M. Magnússon, sálfræðing, einn
þátttakenda á nýafstaðinni karlaráðstefnu í Stokkhólmi
Bás íslands á ráðstefnunni var vægast sagt fátæklcgur.