Dagur - 13.05.1995, Page 11

Dagur - 13.05.1995, Page 11
Laugardagur 13. maí 1995 - DAGUR - 11 GUÐ/ión Leikfélag Akureyrar frumsýndi verkið GUÐ/jón, framlag sitt til Kirkjulistaviku, 1995, í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju þrióju- daginn 9. maí. Samantekt vcrksins annaöist Viðar Eggertsson, leik- hússstjóri og er hann einnig leik- stjóri. Tónlist í verkinu er llutt af Tjarnarkvartettinum. Tilraunir í leikhúsi eru jafnan skemmtilegar. Núna gefst Akur- eyringum og gestum í bænurn kostur á því að njóta einnar slíkrar og sem næst taka þátt í henni, þar sem er leikverkið GUÐ/jón. Eins og þegar hefur komiö frarn, hcfur Viðar Eggertsson, leikhússstjóri Leikfélags Akureyrar, raðað verk- inu saman og nýtir til þess verk ýmissa höfunda jafnt tónskálda sem rithöfunda. Hann hcfur farið í smiðju írska absúrdistans Samules Becketts og Islendinganna Arna Ibsens, Páls V. G. Kolka, Atla Heimis Sveinssonar, Þórarins Eld- jáms, Gunnars Reynis Sveinsson- ar, Baldurs Oskarssonar, Þorkcls Sigurbjömssonar, Kolbeins Tuma- sonar, Jóns Nordal, Hallgríms Helgasonar og Jónasar Hallgríms- sonar. Verkið ber blæ Becketts jafnt að efni sent uppsetningu. I leik- skrá segir, að verkið sé: „Lciklist- aruppákoma um manninn and- spænis almættinu.“ Þegar í upp- hafi, þar sem félagar í Tjarnar- kvartettinum viróa fyrir sér lcik- endur, sem standa á táknrænan hátt í svolítilli þyrpingu með bundið fyrir augu: hið ósjáandi og vegvillta en þó Icitandi mannkyn, cru áhorfendur færóir inn í spurn mannsins, eins og hún kcmur frant í absúrdisma höfuðverka Bccketts; áhrifamikið táknmál hans, lcit hans að leiðum til þcss að ncma kjarna tilverunnar Miklar vísanir eru í hið fræga vcrk Beckctts, Beóið cftir Godot. Það myndar hinn rauöa þráð GUÐ/jóns og er sú uppistaða, scm „leiklistaruppákoman“ er ofin í. Þetta er hrífandi hugmynd og fell- ur mjög vel að því efni, sem Viðar LEIKLIST HAUKUR ÁÚÚSTSSON SKRIFAR Eggertsson er að glíma viö í sam- antekt sinni. Islenskuþættirnir falla liðlega inn í þcssa uppistöðu jafnt tónar sem tal. Sá galli má þó heita á, aó ýmiss eintöl eru í held- ur lengra lagi og hcfði ekki skað- að framvindu né áhrif vcrksins, þó að lotur hefóu verið styttar nokk- uð og þær þá hugsanlega hafðar fleiri. Leikstjórn Viðars Eggertssonar er með ágætum. Hann nýtir rými safnaðarheimilisins að fullu og Iætur verkið bcrast eftir efni þess úr aðalsal húsnæðisins fram í for- sal þess, inn í kapelluna og síðan aftur inn í aðalsalinn, þar sern hluti verksins í lokahrinu þess fer fram utan hinna stóru glugga, sem vísa í suður. Ahorfcndur veróa því að færa sig um sali og ganga til þess að fylgjast með framgangi vcrksins líkt og þeir séu leitandi, cins og fiytjcndur, að svarinu viö hinni cilífu spurn um tilcfni og til- gang. Búnaður er allur einfaldur, en nýting hans, og ekki síst ljósa, er áhrifamikill og táknrænn, svo sem í lok fyrri vcru í aðalsal safnaðar- hcimilisins, er flytjendur og áhorf- endur ganga á vit Ijóssins. Ekki síður er sena engilsins í forsal vel unnin, sem og hin áhrifamiklu at- riði, sem fram fara í kapellunni. Atriðió utan glugga fær enn meiri dýpt fyrir það, að snjór er enn á jörðu. Þar hefði þó borðið, sem flytjendumir tveir sitja við, mátt vera nær mióju gluggaveggjarins. Fas flytjenda er hnitmiðað og yfirvcgaö. Ekki er síðri raddbeit- ing þeirra og sætir í raun nokkurri furöu á hve fjölbreyttan og tján- ingarríkan hátt þeim tekst að flytja hin löngu eintöl og gæða þau lífi jafnt í aðalsal sem kapellu. I þcssu eiga allir leikara sinn góða hlut, en þcir eru eru Aðalsteinn Bergdal, Barði Guðmundsson, Dofri Her- mannsson, Rósa Guðný Þórsdótt- ir, Sigurvcig Jónsdóttir og Sigur- þór Albert Heimisson. Hcita má, að hvcrgi sé hér skuggi á og cr það verulegur vottur um getu leik- aranna og ekki síóur vönduð vinnubrögð leikstjórans. Hlutur Tjarnarkvartettsins í „leiklistaruppákomunni“ GUÐ/jón er vel af hendi leystur. Innkomur kvartettsins, sem iðulega hefjast fyrir lok llutnings talaðs máls, eru hnitmiðaðar og fínlegar og með hófiegum styrk. Söngur er jafn og fallegur og fcllur vel að texta. Ein- ungis í lagi Þorkels Sigurbjöms- sonar við sálm Kolbeins Tuma- sonar, Heyr himna srniður, brá fyrir óróa í fiutningi, svo að um- talsvert sé. Framlag Lcikfélags Akureyrar til Kirkjulistaviku hcfur ævinlega vcriö vandað og eftirtcktarvert. Það hcl'ur veriö leiklistarviðburð- ur, scm vakið hefur eftirvæntingu. Leikfélagið bregst ekki núna frek- ar en l'yrr, heldur hefur það fært lcikhúsunnendum efni í sérkenni- lega og vekjandi kvöldstund. Húsavík, hvers átt þú að gjalda? Ég hef ekki tamið mér aó taka þátt í pólitískum þrætumálum líðandi stundar hér á Húsavík. Það mál sem ég ætla að fara hér unt nokkr- um orðum ætti ekki aö vera pólit- ískt þrætumál, en er þó orðið það vegna vinnubragða meirihluta bæjarstjómar. Og ég sé mig knú- inn til að lýsa þungurn áhyggjum vegna þeirra vinnubragða, en þau varða hlutafjárútboð í Fiskiðju- samlagi Húsavíkur (FH). 1 mínum huga er enginn vafi á því að Húsvíkingar hafa ekki í fjölda ára staðið frammi fyrir ööru eins sóknarfæri í atvinnumálum, eins og nú gefst, með tilboði fisk- sölufyrirtækjanna (IS og SH) í FH. Það hefði því mátt ætla að framsækin og djörf bæjarstjórn tæki þessu opnum örmum og ein- setti sér að nota það einstaka tæki- færi, sem berst henni nú skyndi- lega upp í hendur. Þetta cinstaka tækifæri er annarsvegar að knýja fram hækkun á hlutabréfum FH og fá inn stóraukið hlutafé í nýj- um hlutabréfum. Og hinsvegar að knýja hinn nýja hluthafa til að kaupa meginhlutann eða öll hluta- bréf Húsavíkurkaupstaðar í FH. Þessi aðgerð skilaði okkur sterku fiskvinnslufyrirtæki og sterkum bæjarsjóði, sem myndi gjörbreyta möguleikum Húsavíkur í nánustu framtíð. En hvað skeður? I stað þess að grípa tækifærið, taka þessari áskorun, þá fer bæjarstjómar- Hverra hagsmuna er bæjarstjórnar- meirihlutinn að gæta með því að meina Sölumið- stöðinni (SH) að bjóða á móti ÍS í hlutabréfín? meirihlutinn undan í fiæmingi, stofnar einhverja nefndamefnu, þar sem hann útilokar minnihluta bæjarstjórnar og ákveður að semja aðeins við annan aðilann. Hverskonar viðskiptahættir eru þetta? Hagsmuni hverra er verið að verja með svona viðskiptahátt- um? Svona vinnubrögð væru skiljanleg ef annar aðilinn væri eitthvað veikburða eða vafasamur. Svo er hinsvegar alls ekki, og ef einhverju öðru er haldið fram er það eingöngu til vitnis um fávísi eða vanhæfni viðkomandi. Ég spyr því aftur. Hverra hagsmuna er bæjarstjómarmeirihlutirin að gæta með því að meina Söluniið- stöðinni (SH) að bjóða á móti ÍS í hlutabréfin? Ég hef séð samningsdrögin sem meirihlutinn opinberaði loks á bæjarráðsfundi í dag. Niðurstað- an virðist mér sú að IS og aðilar tengdir þeim lcggja fram 90 m.kr. og ncttóniðurstaóan hjá Húsavík- urbæ er sú að hann þarf trúlega að leggja fram 19 m.kr. til að samn- ingamakkið gangi upp. Stjóm FH hafði samþykkt heimild til að auka hlutafé um 200 m.kr. Hversvegna er heimildin ekki notuð til fulls? Og í stað þess að þctta skulduga bæjarfélag okk- ar gat að öllum líkindum fengið inn hátt á annað hundrað milljónir með sölu hlutabréfa, ef það hefði nýtt sér tækifærið, er enn aukið á skuldir þess með því að láta það auka við hlutaféð. Húsvíkingar. FH skuldar nú rúmar 540 m.kr., þar af afurðalán um 120 m.kr. Bæjarfélagið okkar skuldar um 450 m.kr. Bærinn hefði átt alla möguleika á að knýja fram samninga um tvöfalt hærra hlutafjárútboð og selja hlutabréf sín að auki. Hvað eru þeir menn að hugsa sem klúðra svona tæki- færi? Hvar annars staðar hefði þctta getað gerst? Hvemig stendur á því að stjómendur jafn skuldugs bæjarfélags nota sér ekki svona tækifæri? Á maður aó neyðast til að trúa því að á því herrans ári 1995 sé pólitísk kredda tekin fram yfir hagsmuni bæjarbúa? Svari hver fyrir sig. Húsavík 11.05.1995 Gísli G. Auðunsson. Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks, Akureyri og nágrenni verður haldinn sunnudaginn 21. maí nk. kl. 15.00 í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, 4. hæð. Fundarefni: 1. Vei\juleg aðalfundarstörf 2. Breytingar á lögum félagsins 3. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs 4. Breytingar á reglugerð orlofssjóðs 5. Reglugerð fyrir menningar- og styrktarsjóð 6. Önnur mál Félagar Qölmennið! Stjórnin. vy — AKUREYRARBÆR Leikskólakennarar Leikskóladeild Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða leikskólakennara við eftirtalda leikskóla: Leikskólann Kiðagil, í stöðu aðstoðarleikskólastjóra og leikskólakennara, leikskólakennara við leikskól- ana Holtakot, Lundarsel, Krógaból, Síðusel, Iða- völl, Klappir, Flúðir, Pálmholt og Árholt. Nánari upplýsingar gefa deildarstjóri leikskóladeild- ar eða leikskólaráógjafar í síma 96-24600. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar eða Launanefndar sveitarfélaga og Fé- lags íslenskra leikskólakennara. Nánari upplýsingar um kaup og kjör gefur starfs- mannastjóri Akureyrarbæjar í síma 21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyr- arbæjar aó Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 23. maí. Leikskóladeild Akureyrarbæjar. J Gúmmívinnslan hf óskar eftir viðskiptamenntuðum og/eða tölvu- og talnaglöggum einstaklingi til að sjá um bókhald fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að hafa mikla þjónustulund, vera áreiðanlegur og geta unnið breytilegan vinnudag á álagsstundum. Umsækjendur þurfa að geta merkt og fært fjárhags- og launabókhald fyrir tölvu, hafa þjónustuiund á velli og í síma, geta gripið í ritarastörf auk annarra skrif- stofustarfa. Viókomandi þarf að vera vanur vinnu á for- rit í Windows-umhverfinu. Óskað er eftir starfsmanni í um það bil hálft starf, sem ekki hneigist að tóbaki. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Gúmmívinnslunnar hf. Tilgreina skal aldur, menntun, starfsreynslu og hvaöa kosti viðkomandi telur sig hafa í starfið. Sæbjörg gefur upplýsingar um starfið í síma 96-12600 (fyrir hádegi). Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og verður þeim svarað þegar búið er að ráða í starfið. GÚMMÍVINNSLAN HF RÉTTARHVAMMI 1, 603 AKUREYRI SÍMI 96-12600, FAX 96-12196 Gúmmívinnslan hf. er traust framleiðslu- og þjónustufyrirtæki. Þar eru seld dekk á allar gerðir farartækja, stærri dekk sóluð og fram- leiddar ýmsar vörur úr gúmmfi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.