Dagur - 13.05.1995, Síða 12

Dagur - 13.05.1995, Síða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 13. maí 1995 I VINNUNNI HJÁ SI6URLAU6U Þ. GUNNARSDÓTTUR, BRÉFBERA Með póstinn milli nandanna Sigurlaug Gunnarsdóttir bréfberi er Akureyringur, hún á þijú börn og tvö bamabörn og hóf störf sem bréfberi á pósthúsinu á Akureyri fyrir tíu árum síðan. „Ég byrjaói í afleysingum en núna er ég flokksstjóri bréfbera og starfa því aðallega héma inni á pósthúsinu en ber út ef á þarf aó halda. I vetur hef ég borið óvenju- lega mikið út því veturinn hefur verið erfiður, mikill póstur, ófærö og veikindi í hópnum. Ég held ég megi segja að ég hafi borið út í öllum hverfum bæjarins nema Giljahverfi.“ Hvert bréf handleikið mörgum sinnurn Sigurlaug mætir til starfa á póst- húsinu í Hafnarstræti klukkan 7.30 á morgnana og þá er tekið til við að flokka póstinn. Pósturinn berst bréfberunum í pokum og grindum og fyrst er hann fiokkaður í innan og utan bæjar póst, því næst eftir hverfum. Hver bréfberi flokkar svo sitt svæði eftir götum. Þegar því er lokið fer bréfberinn yfir allan póstinn í hverri götu fyrir sig, raðar honum upp og athugar hvort hugsanlega séu í bunkanum ein- hver bréf til fólks sem er fiutt burt úr götunni. Bréfberamir varðveita spjöld með flutningstilkynningum fólks sem hefur flutt burt úr vió- komandi götum og sjá þannig hvert þessi bréf eiga að fara. „Það er því mjög mikilvægt fyrir þá sem em að fiytja að láta bæði okkur og þær stofnanir sem viðkomandi skipta við vita af nýja heimilis- fanginu." Þaó getur tekið allt frá einni klukkustund upp í hálfan dag að flokka póstinn, allt fer það eftir því hve mikið póstmagnið er en þaö er að sögn Sigurlaugar mjög mis- jafnt. Þegar fiokkun lýkur leggja bréfberamir upp með póstinn hver á sitt svæði. Póstur hvers bréfbcra er vigtaður um leió og hann leggur upp til aö fylgjast með póstmagn- inu á hvert svæði og í því skyni er einnig gripið til talninga. Yfír 100 kg „Það er rnjög misjafnt hvað póst- urinn er þungur, en til dæmis um síðustu mánaðamót þá fóru rnargir bréfberar héöan út með yfir hundr- að kíló af pósti þann dag sem mest var. Sú sem fór með mest var með 153,3 kg og það gefur auga leið aö það sígur í að ganga meó slíkan þunga um götur bæjarins." Að sögn Sigurlaugar er rnjög misjafnt hve langan tíma tekur aó bera út póstinn. A sumrin, þá daga sem póstur er lítill, er útburðinum hugsanlega lokið milli hádegis og kaffis. Á vetuma þcgar ófærð er mikil geta bréfberarnir hins vegar verið fram yfir kvöldmat að ljúka sama verkinu. Útivistin bæði kostur og galli „Aðal kosturinn við starf bréfber- ans er útivistin á sumrin þegar veðrið er gott en svo kárnar gam- anið á vetuma þegar veðrið er vont. Það eru ekki margar stéttir nú til dags sem ganga úti í hvaða veðri sem er klukkustundum sam- an hvern einasta vinnudag. Vetur- inn í vetur var sérstaklega erfiður fyrir brélberana, ófærðin var geysileg og dæmi voru um að fólk mokaói aldrei frá dymnum á hús- inu sínu. Bréfberar hér á pósthús- inu hafa verið frá störfum urn lengri tíma í vetur vegna lungna- bólgu og áverka sem þeir hafa hlotið við aó detta í ófæróinni svo starfið getur sannarlega verið crf- itt. Það er heldur enginn brandari aö hundar geta verið verstu óvinir bréfbera. Síðast í haust hlaut bréf- beri á Akureyri opið breinbot af hundsbiti.“ Launin skelfilega lág Eins og áður sagði er Sigurlaug nú að mestu hætt að bera út en það er í hennar verkahring að raða í póst- hólfin og taka á móti þeim pósti sem berst og byrja að fiokka hann fyrir næsta dag. Yfirleitt lýkur vinnudegi Sigurlaugar um klukkan 17.30. „Þetta er ágætis vinna en launin eru skelfilega lág. Ég er með 62.583 krónur í laun fyrir dagvinnuna sem fiokksstjóri brél- bera eftir 25 ára starfsferil hjá hinu opinbera og þar af tíu ára starf hér á pósthúsinu," sagði Sigurlaug. KLJ SACNABRUNNU R björndúason Frumbyggjarnir í Síglufírði - systkinin Finna á Hóli og Alfur í Saurbæ hann var að alast upp í Saurbæ.þá hefði hann veitt drjúgt. Sagði Ol- afur að hann hafi notað til þess stöng með öngli bundnum á, líkt og þegar dúað er á ís; hafði hann breitt yfir sig og uppgönguaugað, svo að litla birtu lagði niður, og svo krækti hann silunginn, þegar hann kom í færi. Allt var það stór og feitur sjóbirtingur, sem þarna veiddist. Mikael Olafsson var trú- verðugur maður. Hann dó á Siglu- firði um árið 1912. Þegar Álfur geróist gamall, lét hann gera haug mikinn á nesi litlu, sem skerst út í sjóinn austan við Fjarðará. Þar lét hann setja í róðr- arferju mikla, er hann átti og hafði notaö til veiðiskapar og flutninga á fiski, eggjum og fugli frá Kol- beinsey. Lét hann síðan refta yfir og búa um traustlega. En er hann fann dauða sinn nálgast, gekk hann í hauginn með offjár af gulli, silfri og gersemum, því að á yngri árum hafói hann verið í víking og afiað sér mikilla auðæfa. Lét Álf- ur síðan byrgja hauginn og lét svo um mælt, aó engum skyldi hlýða aó rjúfa haug hans og njóta ger- sema hans á mcðan jaxlar hans væru ófúnir. Segja munnmæli, að fyrr á öldum hal'i tvisvar vcriö freistað að rjúfa haug Álfs. Sýnd- ist þcim, er að því unnu hið fyrra skiptið, aö kirkjan og staðurinn á Hvanneyri stæði í björtu báli, er þeir höfðu rofið lítið gat á haug- inn. Flýttu þcir sér scm mest þeir máttu til að bjarga staðnum og kirkjunni, en einn þeirra náði aö grípa meó sér skjöld Álfs. Var af búnaði skjaldarins steypt klukka í Hvanneyrarkirkju. í síðara skiptið sýndist þeim, er hauginn rufu, Fjarðará flæða allt í kringum hauginn og vaxa svo hraófara, að þeir sáu sér þann kost vænstan aó forða sér í skyndi. Seildist þá einn mannanna inn í hauginn og gat náð koparhring ntiklum og haft á brott mcð sér. Var hann lengi síðan í hurð Hvanneyrarkirkju. Þess þarf varla að geta, að kirkjubruninn reyndist sjónhverfing ein og fióðið í Fjarð- ará þvarr von bráðar. I bæði skipt- in var hola sú, er grafin hafði ver- ið í hauginn, fallin saman, þegar næst var að komið, svo að varla sáust þess merki, að þar hafi graf- ið verið. Haugur Álfs stendur enn allreisulegur á sléttum árbakkan- um og er kallaður Álfiróll. Má sjá þess mcrki, aó í hann hefur verið grafió fyrir löngu. Áin hefir brotið lítið eitt úr hólnum að vestan, og er hann myndaður úr leir og möl. Ungir menn í Siglufirði, undir for- ustu Guðmundar heitins Skarp- héðinssonar kennara og skóla- stjóra fóru að grafa í hólinn vetur- inn 1921-22; grófu þeir alldjúpa gryfju suðaustan í hann, en uröu einskis vísari og hurfu frá því verki. Finna lést litlu síðar en Álfur. Mæltu hún svo fyrir, að hana skyldi grafa í einum af hólum þeirn, er standa niður við ána of- anundan bænurn á Hóli. Taldi hún sig hafa þaðan bcst útsýni fram yfir landareign sína. Hún lét grafa með sér fatakistu sína nteð gripum sínum, en hafði áður falið lykilinn noröan í röóli Hólshyrnu. Spáði hún því, að síðar mundi Hólsbær verða fiuttur og reistur nær sér. Hefur það nú ræst, því fyrir nokkrum áratugum var gamli bær- inn uppi á Hólnum rifinn og stein- hús reist efst á Finnhólunum, en svo nefnast hólar þeir, sem áður eru nefndir, þar sem Finna lét grafa sig. í fomöld bjó bóndi sá í Saurbæ í Siglufirði, er Álfur hét, en systir hans, Finna að nafni, bjó á Hóli, næsta bæ fyrir framan Saurbæ; bæði voru þau auðug og bæði heióin, enda var þetta skömmu eftir það er land byggðist. Bæói voru þau systkinin fjölkunnug. Stundaði Álfur mjög sjósókn og fiskveióar. Seiddi hann til þess, að sér brygðist aldrei fiskur á Björg- unum og Gjánni, en mið þetta er rétt út af Siglufirói, þegar Hvann- dalabjarg kemur undan Hestinum og Gjáin austan Hólshymu vakir við Stráka. Hefur mið þetta löng- um verið fisksælt; og er svo enn. Uppsátur hafði Álfur neðan við túnið í Saurbæ. Segja sumar sagn- ir, að hann léti grafa djúpan skurð utan frá sjó og heimundir túnfót- inn; sér þess enn merki, og er kall- aó Saurbæjarsýki. Mun þar um langan aldur hafa verið uppsátur og lending frá Saurbæ og senni- lega allt fram um 1850-1860, er skriða sú féll, sem tók af bæinn á Ráeyri. Grynntist þá mjög í fjarðar- botninum innanverðum, en þó er með flóóum ennþá gengt sntærri bátum inn í síkió. Skreiðarhjall sinn hafði Álfur á háum melhól skammt suður undan Saurbæ. Heitir melurinn enn í dag Hjall- mclur. Undir Saurbæ lá þá allt landiö austan fjarðarins frá merkj- um þeim er enn gilda milli Saur- bæjar og Hóls og allt út í Sela- bólsgil, en það er rétt innan við Nesskriður. Álfur hafói Selvör í Selvík, þar sem nú kallast Staóar- hólssel; þar hafði hann einnig beitarhús. Er þar mjög jarðsælt og gott bcitiland. Finna bjó sem áður segir á Hóli. Var frændsemi all-góó með þeim Álfi og henni. Þó var eigi trútt um, að hann öfundaðist yfir silungsveióinni í Fjarðará, sem mestöll heyröi undir Hól; var sér- staklega veiðisælt undir Fossinum vió Stórhól. Seiddi þá Álfur til þess, aó silungsveiði skyldi einnig vera í Saurbæ. Síkjadrög og pyttir voru í mýrunum þar neðan við bæinn, og er flóð og fjara í pyttun- um. Þangað seiddi Álfur silung- inn, og varö veiði allmikil í þess- um uppgönguaugum, sem þau oft- ast eru nefnd. Hélst sú veiði enn fram undir aldamótin 1900, því að það sagði Mikael Ólafsson Jóni Jóhannessyni fræðimanni og fisk- matsmanni á Siglufirði, að þegar Frá Siglufirðí: Til vinstri sést i Hafnarfjall, til hægri er Strákahyrna og á milli þeirra er Hvanneyrarskál.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.