Dagur - 13.05.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 13.05.1995, Blaðsíða 15
Laugardagur 13. maí 1995 - DAGUR -15 UTAN LANDSTEINANNA S/EVAR HREIÐARSSON Winona Laura Horowitz átti ekki sjö dag- ana sæia í æsku. Erfið œsknár Stjömumar í Hollywood hafa ekki alltaf verið vinsælar. Leikkonan Winona Ryder segist hafa átt erfiða æsku og að hún hafi verið óvinsæl meðal skólasystkina. „Bekkjarsystur mínar hentu oft drasli í mig vegna þess aó ég var burstaklippt og hlustaði á Sex Pi- stols og einu sinni lumbruðu nokkrir strákar á mér en þaó var ekki svo slæmt. Eg var svo forfall- inn kvikmyndaaðdáandi og ég lét sem þetta væri atriði í hasar- mynd,“ segir leikonan unga, sem skírð er í höfuðið á heimabæ sín- um, Winona í Minesota, og heitir réttu nafni Winona Laura Horo- witz. Annar frægur sem segist hafa orðið fyrir ofsóknum á skólaárum sínum er hinn síungi Harrison Ford. „Ég var nokkurs konar aftur- kreistingur og ég lék mér alltaf með stelpunum. Það fór í pirrumar á strákunum þannig að eftir hvern skóladag hentu þeir mér yfir girð- Harrison Ford var ekki mikið hörkutól á yngri árum. inguna, út af bílastæóinu og út í illgresi. Aó lokum var þetta oróinn fastur liður og ég mætti bara að girðingunni og beið,“ segir Harri- son um æskuárin. Hœstlaunaða fatafella heims Leikkonan Demi Moore undirbýr sig nú af fullum hug undir væntanlega stórmynd, Striptease, en eins og nafnið ber með sér leikur hún nektardansmær í þeirri mynd. Demi heimsótti fyrir skömmu þekkta strippbúllu í New York, sem ber nafnið Scores en þar var eiginmaður hennar, Bruce Willis, vanur aó halda sig á kvöldin á meðan hún gekk með þriðju dóttur þeirra fyrir tveimur ámm. Starfstúlkumar á Scores voru ánægðar með heimsóknina og sögðu Demi vera örláta á þjórfé en leikkonan ætti að hafa vel efni því þar sem hún fær um 850 milljónir fyrir leik sinn í myndinni. „Hún spurði okkur allra réttu spum- inganna, eins og t.d.: Líkar þér vinnan, hvemig er sambandið við kúnnann og er mikil samkeppni milli stúlkn- anna?“ segir Sheri, nektardansmær sem Demi spurði spjörunum úr á Scores. „Við stúlkumar kunnum vel að meta að hún hafði metnað í að koma hingað og sjá hvemig þetta væri í raun og vem,“ sagði Sheri. Demi, sem reyndar heitir Demetria Gene Guynes, skrapp síðan til London í kynningarleiðangur þar sem hún sást þramma um Soho hverfið ásamt umboðsmanni sínum og skoðaði vaming í gluggum kyn- lífsbúða og fylgdist með hvemig skyndikonur bám sig að við að næla í kúnna að næturlagi. Demi Moore ætti að vcra vel undirbúin fyrir næstu mynd sína enda ckki óvön að fækka iötum. Illmenni meðal indjána Leikarinn Kevin Costner talar með falskri tungu að sögn Lakota Sioux indjánaættbálksins, rétt eins og þeir sem níddust á indjánunum í myndinni hans, Dansað við Úlfa. Costner var hetja meðal Sioux indjána eftir að hafa leikið Lt. John Dunbar, blástakk og einfara sem barðist með indjánum í frelsisbaráttunni undir lok síðustu aldar, en nú er Hjartað brostið Kirjarinn Julio Iglesias hefur tapað ást lífs síns, sjö ára grábröndóttum ketti, sem ber nafnið Mousty. Þaö hefur hvorki sést tangur né tetur af Mousty síðan hann hvarf frá heimili þessa rómanska hjartaknúsara á eyju undan strönd Florida um miðjan febrúar. Julio lagði í alls- herjarleit ásamt ástkonu sinni, hollensku fegurðardísinni Miröndu Rhysburger, og dreifðu þau veggspjaldi af Mousty um allar trissur. „Eg geri ráð fyrir aö kona yfirgefi mig en krúttið hann Mousty var alltaf svo tryggur. Hjarta mitt er brostið," segir Julio. Margt stórmenna býr á eyjunni og í nokkra daga gengu menn á borð við Don Shula, ruðningsþjálfari Dolphins, kylfingurinn Raymond Floyd, ryksugujöfurinn Herbert Hoover Jr. og arabíski prinsinn Abdul Aziz um allt kallandi til kattarins í von um aö Mousty stykki úr felum. Lögreglu- yfirvöld telja ólíklegt að honum hafi ver ið stolið í von unt lausnargjald þar sem engar slíkar kröfur hafa enn komið fram. Iglasias var tjáð að Mousty myndi í það minnsta ekki verða illa úti á eyjunni sem er yfirfull af millj- ónerum og eflaust væri hann í góðu yfirlæti á einhverju heimilinu. „Ég vona bara að hvar sem hann er, fari vel um hann. Hann er bara ósköp hversdagslegur heimilisköttur en ég elska hann og vill hann heim,“ sagði Iglesias niðurlútur. Julio Iglesias segist alltaf búast við því að konur yfirgefi hann en ekki kötturinn. Kcvin Costner hefur ckki náð sér á strik undanfarna mánuði en hann hyggur á stóra hluti með spilavíti á helgu svæði indjána. annað hljóð í indjánunum. Þeir telja hann hafa snúist gegn ind- jánum en Costner hyggst byggja spilavíti og skemmtigarð á land- svæði í Suður- Dakota, sem La- kota ættbálkurinn telur heilagt land. Félagi stjömunnar í þessu viðskiptaævintýri er eldri bróðir hans, Dan, en þeir eiga nú þegar spilavíti á einkalóð skammt frá. Þeir Costner-bræður hafa auga- stað á 240 hektara landsvæði fyr- ir spilavítið sem mun kosta 120 milljónir dala fullbyggt með glæsihóteli og 18 holu golfvelli. Costner fékk 60 milljónir dollara fyrir leik sinn í myndinni, sem vann sjö Oskarsverðlaun og hann hefur í hyggju að græða á vinsældum myndarinnar og ætlar að kalla dvalarstaðinn Dunbar, eftir hetjunni á hvíta tjaldinu. Sefm hjá svínum íkissjónvarpið sýnir vikulega þættina ER eða Bráða- XV vaktin, þar sem George Clooney fer með eitt aðalhlut- verkið. Clooney þessi hefur verið við leiklist frá bamæsku en hefur aldrei verið vinsælli en nú. Hann fær fjölda aðdá- endabréfa og gæti eflaust valið úr pjásum til að fara með heim á kvöldin en flestar nætur hefur hann deilt rúmi með heimilissvíninu Max. Max keypti snoturt víet- namskt ístmsvín af ræktunarmanni fyrir átta ámm. Ég áttaði mig á því að Max og ég erum sem skapaðir fyrir hvom annan. Þetta var ást við fyrstu sýn, var eitt sinn haft eftir Clooney. Eftir að hafa leyft svíninu að sofa upp í hjá sér eina kalda vetramótt er það frekar orðin venja en undantekning að grísinn kúri hjá stjömunni. Svínið er Clooney svo hjartfólgið að þegar jarðskjálftinn stóri reið yfir Los Angeles á síðasta ári var Max það fyrsta sem stjaman hugsaði um. Hann greip dýrið undir höndina og hljóp út úr húsi sínu, nakinn. Nú berast þær fréttir frá Hollywood að Clooney og norska fyrirsætan Vandela séu farin að rekkja saman og er þá væntanlega svínið til fóta. George Clooncy og svínið Max eiga vel saman.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.