Dagur


Dagur - 27.05.1995, Qupperneq 4

Dagur - 27.05.1995, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 27. maí 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON,(íþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Fiskverðsdeila sjó- manna og útvegsmanna Það er átakanlegt að sjá fiskiskipin við bryggju á sama tíma og mokveiðist í tegundum utan kvóta, fyrst og fremst síld innan lögsögu Færeyja og út- hafskarfa á Reykjaneshrygg. Hvern dag sem sjó- menn eru í verkfalli tapar þjóðarbúið hundruðum milljóna króna. Hagsmunirnir eru því gríðarlegir og það er ólíðandi að deiluaðilar, útvegsmenn og sjómenn, með kunnuglegri stífni, láti þetta ástand vara lengi. Þetta verkfall vekur upp spurningar um hvort núgildandi kerfi sé ekki löngu búið að syngja sitt síðasta. Af viðtölum við sjómenn og útgerðar- menn í fjölmiðlum má ráða að það er bullandi óánægja beggja vegna borðsins með þann hnút sem þetta mál er nú komið í. Sjómenn segja hver á fætur öðrum að þeir kæri sig ekkert um þetta verkfall, þeir vilja semja beint við sína viðsemj- endur heima í héraði og það vilja útgerðarmenn- irnir í mörgum tilfellum einnig. Útgerðarfélag Ak- ureyringa hf. samdi fyrir um tveim mánuðum síð- an við sjómenn á ÚA-togurunum um að auka markaðstengingu fiskverðs í áföngum á næstu misserum. Um þetta náðist full samstaða stjórn- enda fyrirtækisins og sjómanna, en engu að síður er floti ÚA nú bundinn við bryggju eins og önnur skip. Þetta er umhugsunarvert og vekur spurn- ingar. Það er alveg deginum ljósara að deiluaðilar verða sjálfir að leiða þessa fiskverðsdeilu til lykta og það verður að gerast strax. Yfirlýsingu Þor- steins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, um að ríkisvaldið grípi ekki inn í deiluna með lagasetn- ingu, ber að fagna. Síðasta vinnudeila sjómanna og útvegsmanna, í byrjun síðasta árs, var stöðv- uð með lagaboði og fyrir vikið er málið aftur kom- ið í harðan hnút. Þetta mál er þess eðlis að ríkis- valdið á ekki og getur ekki leyst það. Það er út- vegsmanna og sjómanna að leysa málið. í UPPÁHALPI Soínar eftir hálfa síðu unnar Magn- ús Guðmunds- son,fram- kvœmdastjóri Sérleyfisbíla Akureyrar, er 'ónnum kafinn þessa dag- ana við að aka skólabörn- um þar sem allir bílstjór- ar hans eru í verkfalli. Hann er þó ekkert að kvarta enda ýmsu vanur úr rútubransanum. Gunnar sleit barnsskón- um í Fiijóskadalnum. Skólaganga hans hófst í Stóru- Tjarnaskóla, síðan lá leiðin í Héraðsskólann á Laugum og loks í Bœndaskólann að Hvanneyri. Hann sneri séralfarið að samgöngu- málunum árið 1986 er hann tók við starfifram- kvœmdastjóra Sérleyfis- bíla Akureyrar. Gunnar er kvœntur Ernu Gunn- arsdóttur, kennara og söngkonu og eiga þau tvo syni. Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? Lambahryggur. Gunnar Magnús Guðmundsson. Uppáhaldsdrykkur? Vatn. Hvaða heimilisstörffinnst þér skemmtilegustlleiðinlegust? Mér finnst skemmtilegast aó vaska upp en leiðinlegast aö þurrka af. Stundar þú einhverja nmrkvissa hreyfmgu eða líkamsrcekt? Já, líkamsrækt á Bjargi. Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? Aó sjálfsögóu Dag og svo Mogg- ann og DV. Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? Engin. Þaó þýðir ekkert fyrir mig að rcyna aö lcsa á kvöldin, cg er alltaf sofnaóur cftir hálfa síðu. / hvaða stjörnumerki ert þú? Nautinu. Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? Nýdönsk. Uppáhaldsíþróttamaður? Alfrcó Gíslason. Hvað hoifir þú mest á í sjónvarpi? Fréttir. A hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestálit? Davíö Oddssyni. Hver er að þínu mati fegursti staður á íslandi? Fnjóskadalur. Þar er ég uppalinn og á mitt sumarhús. Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir að flytja búferlum nú? I Þýskalandi. Hvaða hlut eða fasteign langar þig mest til að eignast um þessar tnund- ir? Reiöhjól. Hvernig vilt þú helst verja fristund- um þínum? Helst vil ég dvelja í sumarbú- staðnum í Fnjóskadal eóa ferðast innanlands. Hvað œtlarðu aðgera um helgina? Ætli ég vcrði ekki bara aö keyra ef verkfallið leysist ekki. MEÐ MORCUNKAFFINU ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON Enn eitt boltasumaríð Þá er fótboltinn farinn að rúlla á nýjan lcik. Handboltinn er að baki, guði sé lof, og þjóðin búin að ná þokkalega góðri heilsu eftir áfallið því samfara að vera send stystu leið nióur í aðra deild í al- þjóðlegum handbolta. Þetta var náttúrlega hið versta mál, hreint áfall. En þjóðin bar sig karlmann- lega sem aldrei fyrr, hún hringdi full samúðar í Þorberg í Þjóóar- sálina og vottaði honum samúð sína, sagði hann vera sinn mann og strákamir yrðu áfram „strák- amir okkar“ hvað sem á gengi. Eg varð ósjálfrátt hræróur, tárin brutust fram og féllu eitt af öðru ofan í kartöflupottinn og þjóðern- isvitundin náði sér á strik. Aldrei, aldrei skulum við gefast upp! Við erum bestir hvað sem hver segir! Auóvitað getum við verið hnarreistir þrátt fyrir allt. Vió héldum jú þessa líka rosalega fiottu heimsmeistarakeppni þann- ig að fyrirmenn í handboltaheim- inum héldu vart vatni og Jackson Richardson, hippinn í liói Frakka, sagði eftir úrslitaleikinn að Island væri frábært land, „áfram ísland'1, bætti hann við. Hvað viljum vió meira? Fótboltavertíðin hafín Já, fótboltinn er farinn að rúlla. Eitt tekur vió af öðru og aum- ingja Bjami Fel. og félagar fá ekki einu sinni einnar helgar pásu. Eins og venja er til uróu á vor- dögum kunnuglegar umræður um aðstöðuleysi knattspyrnumanna hér norðan heiða. Margir vilja halda því fram að slakur árangur norðlenskra knattspyrnumanna á undanfömum árum eigi rætur sín- ar í dapurlegri aóstöðu fyrir sparkmenn yfir vetrarmánuðina. Þetta kann auðvitað að vera sann- leikanum samkvæmt, en ég þori ekki með nokkru móti að taka af- stöðu í málinu. Best að halda sig sem lengst frá íþróttunum. Frá því aó ég fiuttist til Akureyrar hefur mér tekist að standa utan við bæói KA og Þór og fyrir vik- ió hef ég oft ekki verið gjald- gengur í bæjarmálaumræöunni. Eg hafði þess vegna enga mögu- leika á því að fá sæti á hugsanleg- um framboðslista Þórsara fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar og þaðan aó síður hcf ég engan mögulcika á því aö taka afstöðu með eöa á móti íþróttahúsbygg- ingu við Hámar vegna þess að KA fékk svolciðið hús héma um árið. Annars er þessi félagarígur hér á Akureyri lúmskt skemmtilegur og hann er þrátt fyrir allt alveg bráónauðsynlegur. Væru ekki tvö íþróttafélög í bænum væri ekki til staðar þessi létti íþróttakrytur. Mér skilst reyndar á mér eldri mönnum hér á Akureyri að rígur- inn í dag sé hrein hátíð miðað við það sem hann var hér á árum áð- ur. Þá skiptust menn í tvær greinilega aðskildar fylkingar á knattspymuleikjum og það kom ekki til greina að blanda geði við andstæðingana nema í hreinni neyð. Hins vegar hefur það ekkert breyst að menn styðja vel við bakið á sínum mönnum og það er auðvitað hið besta mál. En einu mættu áhorfendur breyta og það er að hætta að hrópa allskyns níð og blótsyrði að dómurum. Dóm- arar gera vissulega mistök ekkert síður en leikmennirnir, en þaó er ekki nokkur ástæða til þess aó út- hrópa dómara mcð fúkyróum eins og undirritaður hefur oft orðió vitni að á knattspymuleikjum hér á Akureyri. Áfram Leiftur og ÍBA! Hvort sem aðstöðuleysinu er um að kenna eóa ekki er það auóvit- r.ð miður að á Akureyri skuli aðeins vera eitt fyrstu deildar lið í fótbolta að þessu sinni. Þó að önnur deildin sé orðin mjög stcrk, er það nú svo að þar eru ekki bestu liðin og því má búast við að knattspyrnuáhuginn verði ekki eins mikill á Akureyri og oft áð- ur. En Leiftursmenn í Olafsfirði og IBA-stelpurnar á Akureyri veróa vonarneistar Norðlendinga í sumar sem einu fyrstu deildar liðin í þessum landsfjóróungi og það má mikið vera ef Ólafsfirð- ingar eiga ekki eftir að standa sig. Þeir eru að minnsta kosii ckki þekktir fyrir að gefast upp lyrr en í fulla hncfana. Eg brá mér út í Ólafsfjörð um síðustu helgi og ég verð reyndar aó segja þaö alveg eins og er að mér brá töluvert að sjá allan snjóinn sem þar er. En athygli vakti gott ásigkomulag grasvallarins og þegar þetta var skrifað benti ekkert til annars en fyrsti heimaleikur Lciftursmanna í dag gegn KR-ingum færi fram á grasinu. Afram Leiftur og ÍBA!

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.