Dagur - 27.05.1995, Qupperneq 10
10-DAGUR-Laugardagur 27. maí 1995
LETTIR
JIKUREYRI
Léttis verður á Hlíðarholtsvel'
daginn 27. maí og liefst kl.
Keppt verðu^j^ffcmur flbkl
Barna- ogatíífmnaaflokki. láwÍM
leldar veitin
Irykkir
,una
Girnilegt ltaffihlaðborð
í SkeifunnirfSÍagsheimi 1 i Léttis, í Breiðholti
að kcppni lokinni.
Firmakeppnisnefnd Léttis.
AKUREYRINGAR
Lóðahreinsun og
fegrunarvika
Eigendur og umráðamenn lóða á Akureyri eru
áminntir um að hreinsa af lóðum sínum allt sem er
til óþrifnaðar og óprýði og hafa lokið því fyrir 3. júní
nk.
Hin árlega fegrunarvika á Akureyri er ákveðin 29.
maí - 2. júní nk. Starfsmenn Akureyrarbæjar munu
fjarlægja rusl sem hreinsað hefur verió af íbúðar-
húsalóðum og sett er í hrúgur á götukanta framan
við lóðir eftirgreinda daga.
Mánudag 29. maí: Innbær og suðurbrekka sunn-
an Þingvallastrætis og austan
Mýrarvegar.
Þriðjud. 30. maí: Lundahverfi og Gerðahverfi.
Miðvikud. 31. maí: Miðbær, Oddeyri og Ytri-
Brekka norðan Þingvallastrætis
og austan Mýrarvegar.
Fimmtud. 1. júní: Hlíðahverfi og Holtahverfi.
Föstud. 2. júní: Síðuhverfi og Giljahverfi.
Nánari upplýsingar varóandi hreinsunina veröa
gefnar á skrifstofu heilbrigðiseftirlitsins, Gránufé-
lagsgötu 6, sími 24431.
Umráðamenn fyrirtækja eru hvattir til að taka þátt í
hreinsunarátakinu, raða snyrtilega upp heillegum
hlutum og henda því sem ónýtt er.
Gámar fyrir rusl (ekki taö) verða staðsettir í hest-
húsahverfunum í Breiðholti og við Lögmannshlíð
þessa viku. Hestamenn eru hvattir til aö nýta sér
þessa þjónustu.
Athygli er vakin á því að heilbrigðisnefnd er heimilt
að fjarlægja númerslausar bifreiðar og bílflök að
undangenginni viðvörun með álímingarmiða.
Heilbrigðisfulltrúi.
- 1
Þrír golfarar við áttundu holu á golfvellínum á Sauðárkróki, golfkempurnar eru Haraldur Friðriksson, Steinar
Skarphéðinsson og Magnús Rögnvaldsson, en þeir eru allir Sauðkrækingar.
Golf og gísting á Sauðárkróki
Það er næsta víst að margir
golfarar bíða með óþreyju eftir
því að golfvellir landsins komi
undan snjónum og taki á sig
grænan og gróskulegan lit. Ein-
hverjir hafa þegar fundið auðan
blett til að skjóta kúlum út í
loftið og heyrst hafa dæmi um
fóik sem lætur ekkert stöðva sig
og spilar golf í snjósköflum.
Golfklúbbur Sauóárkróks á níu
holu golfvöil aó Hlíðarenda á nöf-
unum fyrir ofan bæinn og þangaó
verða golfarar hvaóanæva af land-
inu velkomnir í sumar. Golfvöll-
urinn er skemmtilega staósettur og
útsýni einkar fagurt.
Forsvarsmenn golfklúbbsins og
Hótel Áning á Sauðárkróki hafa
gert meö sér samstarfssamning
um aó bjóöa golfáhugafólki upp á
aögang aó golfvellinum og gist-
ingu og fæði á hótelinu í einum
pakka.
Á hverju miðvikudagskvöldi
verða svo haldin golfmót á vellin-
um að Hlíðarenda, svo nefnd Án-
ingarmót, og verða fyrstu verð-
laun á mótunum kvöldverður fyrir
tvo á Hótel Áningu. Forsvars-
menn Golfklúbbsins og Hótelsins
vonast eftir því að þetta nýja sam-
komulag verði golfíþróttinni til
framdráttar og bjóóa golfara vel-
komna. KLJ/D.R.
Vigfús Vigfússon og Björn Steinn Sveinsson innsigla samkomulagið milii
Golfklúbbs Sauðárkróks Og Hótels Áningar. Mynd: Deborah Robinson.
/
Hj
|f*i
a Golfskáli Golfklúbbs Sauðár-
^ króks.
Hótel Áning.
Minjasafnið á Akureyri:
Sýning á íslenskum bún-
ingum o.fl. á sunnudaginn
A morgun, sunnudag, verður
Minjasafnið á Akureyri opið frá
kl. 13-17.
Þennan dag verður sérstök
áhersla lögó á sýningu á íslenskum
búningum og gripum þeim tilheyr-
andi svo og sýningu á ýmis konar
textílum. Er það gert í tengslum
við Handverksdag á vegum Gilfé-
lagsins sem fram fer í Deiglunni í
dag, en þar verður handverk, gam-
alt og nýtt til umræðu. Af þessu
tilefni hafa sýningar á slíkum grip-
um í Minjasafninu veriö endur-
bættar.
Sýning á verðlaunagripum úr
minjagripasamkeppni Handverks-
reynsluverkefnis hefur verið sett
upp í Minjasafninu og stendur hún
til 25. júní. Sýningin hefur þegar
verið sýnd á nokkrum stöðum á
landinu og vakið mikla athygli.
Fimmtudaginn 1. júní hefst
sumarstarfsemi Minjasafnsins og
veröur safnið opið daglega frá kl.
11-17 fram til 15. september. Ým-
islegt veróur um að vera á vegum
safnsins í sumar og má þar t.d.
nefna starfsdaga, gönguferðir og
Söngvökur.