Dagur - 05.08.1995, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. ágúst 1995 - DAGUR - 3
FRETTIR
Ferð fjölfatlaðs Englendings þvert yfir ísland lokið:
Ferðalangarnir ánægðir en þreyttir
- erfitt að fara fetið 200 km leið, segir Baldvin Björnsson
Fjölfatlaði Englendingurinn,
John Birdsall og fylgdarlið hans
luku 8 daga hestaferð sinni við
nyrsta odda landsins, Hraunhafn-
artanga á Melrakkasléttu sl.
sunnudag. Eins og komið hefur
fram í Degi, tók hesturinn við af
hjólinu á ferð þessa þrautseiga
Englendings yfir Sprengisand, er
bcnsínknúna þríhjólið hans bilaði,
nokkuð sunnan við fshólsvatn.
Baldvin Björnsson, hrossa-
bóndi með meiru á Staðarfelli í
Kinn, tók að sér að koma Bretan-
um og fylgdarliði hans á leiðar-
enda á hestum og tók undirbún-
ingur þeirrar ferðar um vikutíma.
Þegar allt var orðið klappað og
klárt og m.a. búið að breyta sæt-
inu á þríhjólinu í nokkurs konar
söðul, var ferðinni haldið áfram,
frá þeim stað á Sprengisandi þar
sem hjólið bilaði. Ferðlangarnir
voru heppnir með veður, sem lék
við þá alla 8 dagana.
John Birdsall, viö staðinn á
Sprengisandi þar sem bensínknúna
þríhjóliO hans bilaOi en einmitt frá
þeim staO var ferOinni haldiO áfram
á hestum og á leiOarenda.
Baldvin sagði í samtali við Dag
að fljótlega hefði komið í Ijós að
gera þurfti ýmsar lagfæringar á
söðlinum, enda er John mikið fatl-
aður og á m.a. mjög erfitt með að
halda höfði og hann gat ekki hald-
ið jafnvægi í söðlinum. Allt gekk
þó að óskum og kl. 16.00 sl.
sunnudag, kom hópurinn á enda-
stöð, eftir að hafa lagt um 200 knt
að baki á 8 dögum.
„John var mjög ánægður með
að ná þessum áfanga en hann var
orðinn mjög þreyttur. Fyrir mig
var þetta mun meiri andleg
áreynsla en líkamleg. Það tekur á
að fara alla þessa leið á feti en við
náðum að komast um 5 km á
klukkustund með góðum stoppum
á milli. Við vorum með sérvalda
hesta í ferðinni, með stáltaugar og
þeir stóðu fyrir sínu en voru
einnig orðnir ansi þreyttir á fet-
gangnum," sagði Baldvin.
John sat mjög ofarlega á hesti
sínum og þar sem hann hefur ekk-
ert jafnvægisskyn, þurfti Baldvin
að nota farg til að rétta hann af sitt
á hvað. í fyrsta áfanga ferðarinnar
var farið frá Kiðagili að íshóls-
vatni, frá íshólsvatni að Stóru
Tungu í Bárðardal, þaðan að
Stöng í Mývatnssveit, frá Stöng
að björgunarskýli á Hólssandi,
þaðan að gangnamannaskálanum
á Þeistareykjum, frá skálanum var
haldið í Asbyrgi, þaðan til Kópa-
skers og frá Kópaskeri að Sigríð-
arstöðum á Melrakkasléttu, sem er
skammt frá Hraunhafnartanga.
Baldvin sagði að ferðin hefði
öll verið kvikmynduð og að auki
hyggst John skrifa bók um ferð-
ina. Hann hafði sér til aðstoðar
fjögurra manna sérhæft hjálparlið,
sem var sérstaklega valið í þessa
ferð. Verndari ferðarinnar var Ffi-
ona Champell, sem er m.a. fræg
fyrir að hafa gengið um allan
heim og fyrir ritstörf sín og hún
Norski varnarmálaráðherrann segir íslensk skip
í Smugunni senda út neyðarkall án tilefnis:
Enginn skipstjórnar-
maður með sjálfs-
virðingu gerir slíkt
Jörgen Kosmo, varnarmálaráð-
herra Noregs, hefur ásakað ís-
lensk skip um að misnota
norsku strandgæsiuna ítrckað
með því að senda út neyðarkall
á neyðarbylgjunni 2182. Kosmo
segir að engin þörf sé á því að
senda íslenskt varðskip t Smug-
una því norsk strandgæsluskip
muni aðstoða íslensk skip sem
kunni að vera í neyð og þá 800
sjómenn sem þar eru.
Kosmo vildi ekki í samtali við
norska ríkisútvarpið tiltaka nein
dæmi um misnotkunina en sagði
þyrlur og skip strandgæslunnar til-
búin til aðstoðar þrátt fyrir að
grunsemdir hafa vaknað um að
um misnotkun væri að ræða.
Kosmo sagði ennfremur líta flot-
trollveiðar íslensku skipanna í
Smugunni mjög alvarlegum aug-
um en flottroll er ólöglegt veiðar-
færi í norskri lögsögu og með
notkun flottrollsins taki íslending-
ar ekkert tillit til stjórnunar á auð-
lindum hafsins.
Áhafnir íslensku skipanna í
Smugunni hafa brugðist hart við
hyggst aðstoða John við að skrifa
um þessa ferð. Ferðin á þríhjólinu
hófst á Eyrarbakka og endaði á
Sprengisandi og þar hófst hesta-
ferðin sem fyrr sagði.
„John hótaði því að hafa sam-
band við mig ef honum dytti í hug
að fara næst þvert yfir Grænd-
landsjökul, þannig að það er
kannski rétt að maður fari að
kynna sér þjálfun á sleðahundum,“
sagði Baldvin Björnsson. KK
GBfflfuaflflRGTCI 00
BSQ jgþcB 00DD0QÍ2
Laugardagur 5. ágúst.
Formlega opnuö skúlptúrsýn-
ing sem komlö hefur verlð fyrlr
vfða utandyra og f Ketilhúsinu.
Sunnudagur 6. ágúst
Sumartónleikar f Akureyrar-
kirkju. Tjarnarkvartettinn a cap-
pella. Kl. 17.
Aðgangur ókeypis.
Gönguferð um Innbœinn
kl. 13 frá Laxdalshúsi.
Mánudagur 7. ágúst
fslensk kvöldlokka f Listasafn-
inu kl. 21. Síðasta sinn,
aðgangur kr. 500,-
Sýningar:
ListasafniO á Akureyri: Jón
Gunnar Árnason og Hafliði
Hallgrímsson.
Deiglan: Ásmundur Ásmunds-
son og Hlynur Hallsson.
Myndlistarskólinn: Sumar '95.
Gluaglnn: Harpa Bjö.nsdóttir.
Café Karolína: Til sjós og
lands.
Baldvin Björnsson teymir hestinn sem John Birdsall sat í feröinni en
Baldvin var einn af fjórum aðstoðarmönnum Bretans sem voru sérstaklega
valdir til fararinnar, ferðalangnum til halds og trausts.
þessum ásökunum norska varnar-
málaráðherrans og hafa harðlega
mótmælt þeim ásökunum sem þar
koma fram.
í yfirlýsingu þeirra segir m.a.:
„Enginn skipstjórnarmaður sem
ber virðingu fyrir sjálfum sér og
skipshöfn sinni gerir slíkt. Við vit-
um ekki til þess að neitt skip hafi
verið í nauð og þar af leiðandi
sent út neyðarkall. Einu samskipt-
in við Norðmenn sem hafa farið
fram á neyðarbylgju eru þau að
þurft hefur að kalla Vardo-radio
upp á 2182 vegna þess að stöðin
hefur hunsað íslensku skipin á
venjulegum vinnubylgjum og
hvorki svarað né afgreitt samtöl
fyrr en eftir langan tíma og sett ís-
lensku skipin aftur fyrir í af-
greiðsluröðina.
Það framferði stenst ekki al-
þjóðalög um fjarskipti og sýnir að
fyrst Norðmenn geti lagst svo lágt
í áróðri sínum sýnir það betur en
margt annað brýna þörf fyrir að-
stoðarskip á svæðið."
Undir þetta skrifa áhafnir 30 ís-
lenskra skipa í Smugunni. GG
JVoiTæiia
sendiráðsverkefiiið
í Berlín-Tiergarten
Byggingarsvæðið
Klingelhöfer Dreieck-Nord
Utanríkisráðuneyti Danmerkur og
Finnlands, Statsbygg í Noregi, Statens
Fastighetsverk í Svíþjóð og Fram-
kvæmdasýsla ríkisins f.h. utanríkis-
ráðuneytisins bjóða til opinnar
arkitektasamkeppni um sameiginlega
byggingarsamstæðu fyrir sendiráð
Norðurlanda í Berlín, höfuðborg
Þýskalands.
Um er að ræða fyrri áfanga í tveggja
áfanga keppni. Verkefni fyrri áfangans
er að gera tillögu að heildaruppbygg-
ingu svæðisins, þar sem byggingarlist
er látin endurspegla norrænt samstarf,
auk þess sem keppendum er ætlað að
gera tillögu að aðalbyggingu (Felles-
huset) fyrir sameiginlega starfsemi
sendiráðanna.
Tillagan, sem hlýtur fyrstu verðlaun,
verður notuð sem grunnur í forsögn
samkeppnislýsingar fyrir sendiráðs-
byggingu hvers lands fyrir sig, en sú
keppni er seinni áfangi þessarar sam-
keppni og verður haldin í viðkomandi
landi. Vinningstillagan mun ráða
innbyrðis afstöðu sendiráðsbygging-
anna og móta heildaryfirbragð á
húsagerðarlist svæðisins.
Höfundur að vinningstillögu fyrri áfanga
keppninnar fær það verkefni að sjá um
heildarskipulag svæðisins og um
staðsetningu einstakra sendiráðsbygg-
inga, auk þess að sjá um hönnun á
aðalbyggingunni (Felleshuset).
Rétt til þátttöku í samkeppninni hafa
ríkisborgarar Norðurlandanna og
aðildarríkja EES-samningsins.
Tillögurnar skulu berast til
Hans-Otto Claussnitzer, c/o BSM,
Katharinenstrasse 19-20, 10711 Berlin,
Wilmersdorf, Deutschland,
í síðasta lagi 8. nóvember 1995.
Samkeppnislýsing fæst afhent hjá
norrænu arkitektafélögunum
DAL, NAL, SAFA og SAR,
Statens Fastighetsverk og hjá
Framkvæmdasýslu ríkisins,
Borgartúni 7, 150 Reykjavík,
sími: 562 3666, bréfasími: 562 3747
frá og með miðvikudeginum 9. ágúst nk.
Samkeppnisgögn eru til sölu á Skr. 600,-
hjá starfsmanni dómnefndar Hans-Otto
Claussnitzer, Statens Fastighetsverk,
sími: 0046 8 696 7000,
bréfasími: 0046 8 696 7001,
sjá nánar í samkeppnislýsingu.
i?
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
FRAMKVÆMDASÝSLA
RÍKISINS
ARKITEKTAFELAG
ÍSLANDS