Dagur - 05.08.1995, Blaðsíða 15
UTAN LANDSTEINA
Laugardagur 5. ágúst 1995 - DAGUR - 15
SÆVAR HREIÐARSSON
Rómeó & Júlía
Fallega konan, Julia Roberts, er kominn með nýjan mann upp á arminn.
Að undanförnu hefur hún sést oft í fylgd með eftirsóttasta piparsvein
Bandaríkjanna, John F. Kennedy yngri, son fyrrverandi forseta. Þau hafa
sést saman í Washington og New York en bæði neita þau að um ástarf-
undi sé að ræða. Astæðuna fyrir stefnumótunum segja þau vera blaða-
grein sem hann er að skrifa um Júlíu og starf hennar fyrir UNICEF,
barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, fyrir stjórnmálablaðið George, sem
Kennedy mun ritstýra.
Julia Roberts hefur
veriö orðuð við
fjölda karlmanna
síðan hún skildi
við kántrí
söngvarann
Lyle Lovett.
John F. Kennedy
yngri er einn eftir-
sóttasti piparsveinn
Bandaríkjanna.
Kurt Cobain var erfiður viðureign-
ar þegar hann lifOi og hann fær ekki
að hvíla í friði.
Háskólaneminn Colin Brummage hefur nýtt sér það hversu líkur hann er
leikaranum Hugh Grant en það hcfur komið sér illa að undanförnu.
itteínum
r«e»i
•9 'Zí
Leikarinn góðkunni Anthony
Hopkins segir að honum hafi liðið
líkt og smástrák í leikfangabúð
þegar hann hitti Bill Clinton, for-
seta Bandaríkjanna, fyrir skömmu
þegar tökur stóðu yfir á myndinni
Nixon. Clinton og Hopkins töluð-
ust við á skrifstofu forsetans í
Hvíta Húsinu í 20 mínútur og með
þeim var sviðsmeistari myndar-
innar, Meridith Bowell, sem er
fyrrum skólasystir forsetans. Clin-
ton bauð Hopkins að sitja í for-
setastólnum. Hann stóð bakvið
mig á meðan ég gerði Nixon
merkið (armar upp til lofts með
merki sigurvegarans á fingrum
(innskot blms.)) og talaði með
Nixon hreim, sagði Hopkins. Þetta
var mesta upplifun á löngum leik-
araferli, sagði leikarinn góðkunni.
Trymbillinn Tommy Lee er þukinn
húðflúri og herma fregnir að enn sé
að bætast í safnið. Tommy Lee k
er til hægri á myndinni. r
♦
♦
F
Lífið hefur leikið við háskólanem-
ann Colin Brummage undanfarna
mánuði eða síðan myndin Four
Weddings And A Funeral sló í
gegn. Leikarinn Hugh Grant varð
manna eftirsóttastur og Colin
hlaut að sama skapi aukna athygli
kvenmanna því hann er næstum
tvífari leikarans. En þegar Hugh
tók upp á því að kaupa sér skyndi-
konu á skuggastrætum Hollywood
fór að halla undan fæti hjá Colin.
„Líf mitt er í rúst,“ segir þessi 23
ára nemi við Sussex háskóla. „Það
gerðist til dæmis um daginn að
skólasystur mínar kölluðu „þarna
er hórkallinn“ þegar ég mætti
þeint,“ sagði Colin en hann gat þó
litið á björtu hliðarnar. „Ef Liz
Hurley vantar nýjan elskhuga til
að fylla í skarðið/yrir Hugh er ég
rétti ntaðurinn."
Strandvörðurinn Pamela Ander-
son og eiginmaður hennar, trymb-
illinn Tommy Lee, hafa verið í
sviðsljósinu að undanförnu. Nú
hafa birst fréttir um að þessi 32
ára rokkari hafi gengið í gegnum
kvalafuila meðferð til að sanna ást
sína á hinni brjóstgóðu Pamelu.
Tommy Lee er með húðflúr víða
um líkamann og fyrir skömmu
bætti hann í safnið. Nú voru það
karlmennskutól Tomma sem
fengu áletrun og tók það tíu mín-
útur að koma listaverkinu á sinn
stað. Segja gárungarnir að öllu
jöfnu standi bara Pam á tækjum
stráksa en þegar andinn komi yfir
hann komi öll áletrunin í ljós. Ég
elska þig að eilífu Pamela Denise
Anderson.
◄ Sjarmörinn Hugh Grant hefur
ekki átt sjö dagana sæla eftir að
komið var að honum með vændis-
konu í kjöltunni.
Erlitl «i
Iosm rið hunn
Það er ekki auðvelt að vera dáður,
■ jafnvel þegar þú ert látinn. Þessu
hefur Kurt Cobain fengið að
kynnast en eins og flestir muna ef-
laust þá svipti þessi þjáði tónlist-
armaður sig lífi á síðasta ári. Eig-
inkona hans, söngkonan Courtney
Love, á enn í erfiðleikum með að
finna grafreit fyrir öskju með ösku
hans. Hún vildi að hans hinsta
hvíla yrði í Lake View kirkjugarð-
inum í Seattle en þar var henni
vísað frá því þar á bæ hafa þeir
fullt í fangi með Bruce og Brand-
on Lee og þeir höfðu fengið sig
fullsadda af frægu fólki. Næst
reyndi hún að koma öskunni fyrir
í Calvary Catholic kirkjugarðinum
en þar fóru eigendurnir fram á
rúmar 5 milljónir króna í þóknun
til þess að borga öryggisvörðum
fyrir að vakta grafreitinn.
IVsf í