Dagur - 05.08.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 05.08.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 5. ágúst 1995 - DAGUR - 9 AKUREYRARBÆR Útboð Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd bæjarsjóðs Akureyrar óskar hér meö eftir til- boöum í gatnagerð og lagnir í áfanga IV B í Giljahverfi. Tilboðið nær til gerðar 420 lengdarmetra af götum og 50 lengdarmetra af stígum ásamt tilheyrandi holræ- salögnum og jarðvinnu fyrir vatnslagnir. Skiladagur verksins er 28. október 1995. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Tæknideildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri frá og með miðvikudeginum 9. ágúst 1995 gegn 10.000 kr. skila- tryggingu. Opnun tilboða fer fram á sama stað fimmtudaginn 24. ágúst kl. 11. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri. ------------- J Menntasmiðja kvenna á Akureyri Nám sem auðgar líf þitt Skóli fyrir konur sem eru án launaðrar atvinnu Haustnámskeið hefst 11. september nk. Námið á haustönn er í tveimur áföngum og lýkur 15. desember nk. Kennt verður á virkum dögum frá kl. 9-15. Hugmyndafræði Menntasmiðjunnar byggir á reynslu frá lýðháskólum og kvennadagháskólum á Norðurlönd- um og námskeiðum sem þróuð hafa verið fyrir konur hér á landi. Uppbygging námsins er bæði hóp- og einstaklingsmið- uð og áhersla verður lögð á aó aðlaga námið að mis- munandi þörfum kvennanna. í Menntasmiðjunni er gert ráð fyrir eftirtöldum náms- þáttum: Hagnýtum fræðum s.s íslensku, erlendum tungumálum, ritvinnslu, bókhaldi o. fl. Sjálfsstyrkingu, samskiptum og markmiðssetningu. Samfélagsfræðum Líkamsrækt Listsköpun s.s ýmis konar handverki, leiklist, ritlist, tónlist o.s.frv. Hámarksfjöldi nemenda er 20 konur. Námið er konum án atvinnu að kostnaóarlausu og konur sem hafa atvinnuleysisbætur halda bótum sín- um á meðan á náminu stendur. Nánari upplýsingar í Menntasmiðju kvenna í síma 462 7255, kl. 9-12 virka daga. Umsóknarfrestur er til 14. ágúst nk. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi í Menntasmiðjunni, Hafnarstræti 95, 4. hæó og á Vinnumiólunarskrifstofunni, Gránufélags- götu 4. Menntasmiðjan er opin virka daga kl. 9-12. Slys gera ekki boð á undan sér! ÖKUM EINS OG MENN! ÚUMFEROAR F Iráð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.