Dagur - 05.08.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 05.08.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 5. ágúst 1995 Texti: Auður Ingólfsdóttir Mynd: Björn Gíslason Bítlaæðið endurvakið Hljómsveitinni Sixties hefur skotið upp á stjörnuhimininn með ógnar- hraða í sumar og spilar á fjórum útihátíðum nú um verslunarmanna- helgina. Eins og nafnið gefur til kynna syngur hljómsveitin aðal- lega lög frá sjöunda áratugnum, þegar hið svokallaða „Bítlatíma- bil“ stóð yfir, og hefur fært mörg gömlu góðu lögin í nýjan og fersk- an búning. Aðalforsprakkinn og söngvari hljómsveitarinnar er Ak- ureyringurinn Rúnar Friðriksson, sonur þeirra Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Sigurðardóttur. Rúnar bjó á Akureyri þar til fyr- ir fimm árum að hann ákvað að flytja til Reykjavíkur. Sixties er ekki fyrsta hljómsveitin sem hann hefur verið í því fyrir norðan var hann í hljómsveitinni Drykkir inn- byrðis og síðan spilaði hann rokk í þyngri kantinum í nokkurn tíma með hljómsveitinni Jötunuxar. Það var þó ekki fyrr en með Sixties að hann sló í gegn og lög sem hann syngur fóru að hljóma á Ijósvaka- miðlunum, auk þess sem hljóm- sveitin hefur náð miklum vinsæld- um sem danshljómsveit enda hefur hún þeyst vítt og breitt um landið í sumar að spila. Að Rúnari meðtöldum eru með- limir Sixties fjórir: Rúnar syngur, Þórarinn Freysson spilar á bassa, Andrés Gunnlaugsson á gítar og Guðmundur Gunnlaugsson á trommur. „Og þeir eru ekki bræð- ur,“ tekur Rúnar fram um tvo þá síðasttöldu. Rúnar segir hugmynd- ina að Sixties hafa kviknað þegar hann fór í bíó á myndina Backbeat en þar segir frá fimmta bítilnum sem hætti í hljómsveitinni áður en hún varð fræg, vegna stúlku sem hann varð ástfanginn af. „Það var síðan í september síðastliðnum að ég og Guðmundur trommuleikari vorum að mála hús á Ránargötunni sem við fórum að kasta þessari hugmynd á milli okkar og hljóm- sveitin Sixties var stofnuð í nóv- ember." Leist betur á bítlalög en Duran Duran -Hvers vegna fóruð þið þessa leið, að setja gömul lög í nýjan búning? „Þetta er frekar vænt upp á veit- ingahúsabransann. Lögin þekkja allir og til að fá eitthvað að gera í spilamennsku er þetta mjög vænleg tónlist til að komast að. Það er mjög vinsælt núna að vera með eina línu þannig að í rauninni var það þetta eða Duran Duran og mér leist betur á þetta,“ segir Rúnar og má finna að Duran Duran hljóm- sveitin er ekki í neinu sérstöku uppáhaldi. Hljómsveitinni hefur vegnað vel í sumar og má segja að velgengnin hafi komið þeim félögum nokkuð á óvart. „Við ætluðum aðallega að stíla inn á árshátíðir og þorrablót og eitt og eitt ball á veitingastöðum en svo er bara búið að vera fullt alls staðar þar sem við höfum verið og mjög gaman og mikil stemmn- ing. Við kvörtum því ekki yfir þessu sumri.“ Þann 20. maí gaf Sixties út plötu sem heitir Bítilæði. „Ekki Bítlaæði,“ segir Rúnar örlítið argur því nokkuð hefur borið á að rangt hafi verið farið með nafn plötunn- ar. Bítilæði hefur selst vel og á dögunum var hljómsveitinni afhent gullplata. Það var vel við hæfi að evrópskur auðkýfíngur afhenti fé- lögunum gullið. „Já, það var millj- ónamæringuinn sjálfur, Hassó, sem afhenti okkur gullplötuna. Við fréttum að hann yrði á Ömmu Lú á sama tíma og þá var bara hringt í hann og spurt hvort hann væri til í að afhenda gullplötuna. Fyrir svona kalla var gullplata náttúru- lega eitt af því sem hann hefði get- að keypt sér. En þetta var mjög gaman, bæði fyrir hann og okkur.“ Aðdáendur frá sex ára til sjötugs -Þeir sem ná langt í tónlistinni verða oft að þola augngotur og aðra athygli sem fylgir því að vera þekkt andlit. Er fólk farið að snúa sér við á götu? „Eg vil nú ekki segja að það sé farið að snúa sér við. En það er náttúrulega mikið af fólki sem maður er farinn að kannast við. Annars er ég að verða dálítíð þreyttur á þessari spurningu: „Hvernig er að vera frægur?" og hef yfirleitt svarað að ég bara viti það ekki, það verði að spyrja ein- hvern annan en mig. En það er kannski aðallega fólk að norðan, finnst mér, sem er ánægt með þetta og mér þykir bara gaman af því.“ Rúnar segir að erfitt sé að segja til um hvaða fólk hlusti aðallega á tónlistina sem þeir spila. „Það er ofboðslega blandaður hópur á böll- um hjá okkur. Ég talaði við góðan félaga minn sem vinnur í plötubúð og var að spyrja hann hvaða hópur kaupi plötuna. Hann sagði að í þeim hópi sé fólk frá sex ára upp í sjötugt. Við eigum því ferlega erf- itt með að ákveða hver er okkar markhópur. En þetta er náttúrulega bítlakynslóðin, fólk sem er í kring- um um fimmtugt f dag og niður í 25 ára. Við sjáum líka miklu yngra fólk á böllunum hjá okkur.“ Fáir verða milljónerar sem tón- listarmenn á Islandi eins og gerist með þá vinsælu úti í heimi en strákarnir í Sixties eru samt ánægðir með afraksturinn í sumar. „Ég kvarta ekki. Við erum búnir að gera það mjög gott í sumar en við erum líka mjög vel skipulagðir. Við eigum bílinn sem við erum á og erum ekkert að eyða í óþarfa. Ætlum að byrja þannig og sjá svo ti!.“ Sömu lög og pabbi söng Rúnar er, eins og áður kom fram, sonur Friðriks Bjarnasonar en Frið- rik var á sínum tíma í hljómsveit Ingimars Eydal og spilaði þá mörg þeirra laga sem Rúnar er að syngja núna. Hvað finnst föðurnum um að sonurinn sé að feta í fótspor hans? „Þetta vekur óhemju lukku á heim- ilinu. Það hefur aldrei vantað að öll fjölskyldan, amma, afi og allur pakkinn, hefur alltaf stutt mig vel. Sérstaklega þegar maður var að byrja og gekk kannski ekkert allt of vel. Þá var maður ekkert press- aður út í horn með að fara að gera eitthvað annað.“ En Rúnar hefur tónlistargáfuna ekki bara frá föður sínum. „Móður- afi minn söng í karlakór og hinn afi minn úr fóðurættinni spilar á harmoniku, þannig að maður hefur þetta úr báðum áttum. Ég á tvö systkini og þau voru bæði í músík. Systir mín spilaði á píanó, er búin með 4. stig held ég, og bróðir minn er með annað eins í þverflautuleik. Það var því alltaf mikil tónlist á mínu heimili og má segja að maður hafi fengið þetta með móðurmjólk- inni.“ -Þú býrð í Reykjavík núna. Saknar þú Akureyrar? „Ég sakna þess rosalega að hafa ekki þessar hitabylgjur sem koma stundum fyrir norðan þegar hitinn fer upp í 25-26 stig. Það gerist bara ekki í Reykjavík! Ég átti Iíka rosa- lega erfitt með að venjast saltinu á götunum og þessu ótrúlega slabbi. En þetta er nú búið að ganga ágæt- lega samt,“ segir Rúnar og hlær við. Önnur plata? -Hvað er svo framundan hjá Sixti- es? „Við ætlum að taka heljarinnar rúnt um landið nú um verslunar- mannahelgina. Á fimmtudagskvöld spiluðum við í Sjallanum á Akur- eyri og fórum á Vopnafjörð á föstudaginn. Við verðum á Neista- flugi í Neskaupstað í dag og Galta- læk á morgun þannig að við tökum hálft Iandið en þetta leggst bara vel í okkur. Framundan er síðan í rauninni bara að klára þennan túr, reyna kannski aðeins að færa sig austar og við verðum fyrir norðan heilmikið því okkur hefur gengið mjög vel þar, fengið alveg frábærar mótttökur og erum mjög ánægðir. Við komum sennilega til með að spila stíft framundir áramót og svo er ég að gæla við upptöku á nýrri plötu í byrjun nýs árs. En þetta eru allt frumhugmyndir ennþá.“ AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.