Dagur


Dagur - 05.08.1995, Qupperneq 14

Dagur - 05.08.1995, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Laugardagur 5. ágúst 1995 Spáð í stjörnur helgarinnar - eftir B. Kr. Þú blómstrar, þú vekur aðdá- y un, þú vekur losta, þú vekur og dregur fram annarlegar hvatir hjá fólki. Mundu að NEI þýðir NEI. Nú skalt þú fara út að ganga með stofublómin. Það gerist eitt- hvað núna. Friðrik Sóphus- son er kominn með mynd af þér á skrif- borðið sitt sem og skatt- stjórar um land allt. Láttu það hvarfla að þér að henda þér í sjóinn. Það er síminn til þín. Þú drífur þig í Jfí ferðalag um helgina. Þá er ekkert sem get- w w ur komið í veg fyrir frábæra helgi hjá okkur hinum. Gott hjá þér! Það er eitthvað ^ ^ í fari þínu sem kemur öllum í ÆL 8 >fc>y gott skap. ^ ™ Kannski er það heimskulegt útlitið, kannski er það eitt- hvað annað. Sprangaðu bara um! Þú skalt nú ✓-ctk bara fara að hátta og sofa. l/jgÖ* Það er göfugt og þroskandi fyrir þig. Þessiþörfþín fyrir atlot á almannafæri '' virðist vera að magnast á nýjan leik. Reyndu að hafa hemil á þér og vera sem mest í þínu hverfi. Getur þú ekki /Nlí A talað við lækni og fengið hann *■ 1 ' til að skrifa upp á eitthvað handa þér, ef þú ætlar að halda þessa helgi út. Hún verður allsvakaleg. Mér dettur bara ekkert í hug sem ekki myndi særa þig. Það er ekki { loku fyrir það skotið að það verði farið þess á leit við þig að þú strippir á villibráðarkvöldi um helgina. Það er örugglega rosakikk. (0_ Þú verður vit- ^ 1 laus um helgina ( . og heldur að þú . p, sért hestur og þvælistmeð stóði út á Flateyjardal. Skítur þar allt út og kemst svo á hús í haust. tTak hattþinn og staf og rúmteppi og brauðrist og farðu niður á torg með tengdamömmu þinni og tjaldaðu. Gæti orðið stuð. STUTTSAGA EFTIR SNÆFRÍÐI INGADÓTTUR Fiskibollur Klukkan er hálf átta og þú ert ekki enn kominn heim. í pottinum á eldavélinni eru kartöflumar löngu soðnar. Mér dettur í hug að ganga frá kvöldmatnum því þú kemur ekki. Ég kíki út um eldhúsgluggann, - ekkert að sjá nema svart myrkrið. Hvar ertu eiginlega? Þú keyrir alltaf svo hratt. Ég heyrði líka í fréttunum að það væri hálka á flestum vegum. Ætti ég að vaska upp? Það væri þá frá þegar ég yrði kölluð á sjúkrahúsið til þess að sjá þig. Til þess að bera kennsl á þig. Ég byrja að pakka matnum saman. Fiskibollur, karrýsósa og kartöflur, allt í plast inn f ísskáp. Ég þurrka af borðinu og sest niður. Ég veit þú ert þama einhversstaðar úti í þessu svarta og kalda myrkri. Farðu nú varlega. Ég hugsa ég myndi finna fyrir því í hjarta mínu, ég meina eftir öll þessi ár okkar saman, ég fengi örugglega sting í brjóstið þegar það gerðist - þegar þú færir. Ég þreifa á brjóstunum, leita að stingnum, kíki á klukkuna og aftur út um gluggann. Allt er ennþá svart. A meðan ég maula kexköku velti ég þv; fyrir mér hvað ég myndi eiginlega gera, ein. Sjálfsagt myndi ég selja íbúðina og flytja suður. Ég myndi byrja alveg upp á nýtt. Hvað ætti ég eiginlega að gera við allar bækumar þínar? Hvað þá hnífasafnið? Ég er við það að tárast þegar ég heyri skmðning í forstofunni. Einhver kastar af sér útiskónum. Skftugur upp fyrir haus stendurðu í vinnugallanum á miðju eldhúsgólfinu. „Ég er svo svangur“, er það eina sem þú segir, rýkur í ísskápinn og gleypir fiskibollumar kaldar. Þú ert loksins kominn heim. H H ELGARllEIIABROT Umsjón: GT 44. þáttur Lausnir á bls. 16 Hvað þýðir þýska orðið Anklagebank? ■ Áhættulánabanki Ákaerubekkur Kærustofnun bankamála Hver eftirtalinna útihátlða um þessa helgl er ekki haldln á Austurlandi? I Kotmót Neistaflug Vopnaskak © Hvaða þjóð hélt upp á þjóðhátfðardag sinn sl. þriðjudag? I Tékkar |S§| Svisslendíngar Þjóðverjar ® Hvað er flámælí? I Segja a i stað á Mitt á milli flóðs og fjöru Rugla saman e og i, u og ö Og hvar er flámæli elnkum að finna? I ÁAustfjörðum ÁNorðurlandi Á Vestfjörðum Hvenær var heimilt að H 25. júlí I. ágúst Heimilt allt árið Hvað getur þú ekkl verið að gera ef Ástrafl segir við þig: I see you are turfing? I Kasta búmerang Qjj Sigla á strandbretti BFH Þreifa f/rir þér á Internet Hvaö kalla valdhafar f Búrma landið nú? HJH Efra-Tæland Myanmar Siam 9 Fyrir nokkrum árum var seldur hér á landi kóladrykkurinn Jolly Cola; hvar er hann framleiddur? í Danmörku Q í Frakklandi WM í Þýskalandi Hvenær fór að draga úr sölu á þelm drykk þar vegna auknlngar á sölu bandarfskra kóladrykkja? í seinni heimstyrjöld K9 Við lok Víetnamsstriðs WM Við gildistöku GATT 11 Hver samdf skáldsöguna Les Mlsérables? I Victor Hugo K2 Guy de Maupassant Emile Zola Og hvemig útleggst nafh skáldsögurmar á islensku? I Aumingjarnir V9 Kröm Vesalingamir 13 Hver er lögreglustjóri á Sauðárkróki? 8 Björn Mikaelsson Q| Halldór Þ. Jónsson Það er umdeilanlegt OAMLA MYNDIN $ 0 « f) & fi) M3-1968 Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/ Minjasafnið á Akureyri Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags þekkja ein- hvern á þeim myndum sem hér birtast eru þeir vinsamlegast beðnir að snúa sér til Minja- safnsins, annað hvort með því að senda bréf í pósthólf 341, 602 Akureyri eða hringja í síma 24162 eða 12562 (símsvari).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.