Dagur - 05.08.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 5. ágúst 1995 - DAGUR - 11
Sýningu „Sumar-
hópsms“ að ljúka
Sýningin „Sumar ’95“ í Mynd-
listaskólanum á Akureyri hefur nú
staðið í tæpan mánuð. Mikil að-
sókn hefur verið að sýningunni og
hafa auk bæjarbúa, ferðamenn
innlendir sem erlendir fjölmennt á
sýninguna. Tilgangur sýnenda er
að gefa nokkra hugmynd um það
sem myndlistarmenn í bænum eru
að fást við hverju sinni og virðist
það falla í góðan jarðveg.
Þeir sem sýna að þessu sinni eru
Anna G. Torfadóttir, Guðmundur
Ármann, Helgi Vilberg, Kristinn
G. Jóhannsson, Ragnheiður Þórs-
dóttir, Rósa Kristín Júlíusdóttir og
Samúel Jóhannsson.
Sýningunni lýkur mánudaginn
7. ágúst og er opin kl. 14 til 19.
Sumarhópurinn sem sýnir á „Sumar ’9S“.
Furðuleikhúsið:
„Hlini kóngsson“ í Dynheimum
Á morgun kl. 14 og 15 sýnir
Furðuleikhúsið barnaleikritið
„Hlini kóngsson" í Dynheimum.
Þetta er stutt sýning byggð á þjóð-
söguævintýrinu um Hlina kóngs-
son. Miðaverð er 450 kr. og opnar
miðasalan klukkustund fyrir sýn-
ingu.
Ferðafélag íslands:
Eyðibyggðaganga
Ferðafélag íslands stendur fyrir
gönguferð um skagann austan
Eyjafjarðar um næstu helgi. Um
er að ræða sex daga gönguferð í
heild.
Meðal annars veðrur farið á
Látraströnd, Fjörður, Flateyjardal,
Naustavík og Flatey. Mögulegt er
að fara í hluta ferðarinnar, þ.e.
þrjá eða fjóra fyrstu dagana. Lagt
verður upp næstkomandi föstudag
frá Grenivík.
Nánar verður fjallað um þessa
ferð og þetta landsvæði í Degi eft-
ir helgina. JÓH
Umferðarráð:
Upplýsinga-
miðstöð um
helgina
Furðuleikhúsið hefur verið
starfandi í rúmt ár og hefur á þeim
tíma sett upp fjölmargar sýningar
bæði innan og utandyra. Núna um
verslunarmannahelgina verða þau
á ferðinni á Akureyri með „Furðu-
fjölskylduna" sem er götuleikhús
fyrir alla aldurshópa.
Leikarar í furðuleikhúsinu eru
Gunnar Gunnsteinsson, Margrét
Kr. Pétursdóttir, Ólöf Sverrisdóttir
og Eggert Kaaber.
AKUREYRARBÆR
íþróttahöllin á Akureyri
Laust er til umsóknar starf við bað- og
klefavörslu (kona).
Umsækjandi þarf aó geta hafið störf 1. septem-
ber nk.
Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Launa-
nefndar sveitarfélaga.
Upplýsingar um starfið gefa forstöðumaður í síma
462 5077 og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í
síma 462 1000.
Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur-
eyrarbæjar í Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk.
Starfsmannastjóri.
Umferðarráð mun um verslunar-
mannahelgina, eins og á undan-
förnum árum, starfrækja svokall-
aða upplýsingamiðstöð á skrif-
stofu ráðsins. I miðstöðinni verður
unnt að fá upplýsingar um ástand
vega, hvernig umferðin gengur
fyrir sig o.s.frv. Náið samstarf
verður haft með lögreglunni til
þess að upplýsingarnar verði eins
áreiðanlegar og völ er á.
Sérstök áhersla er lögð á að
menn haldi jöfnum og góðum
hraða, sýni varúð þegar ekið er af
bundnu slitlagi yfir á malarvegi og
að ökumenn blandi ekki saman
akstri og áfengisneyslu. Síðast en
ekki síst er mikilvægt að fólk
spenni beltin hvar sem það situr í
bílnum.
Leiðrétting
Miðvikudaginn 2. ágúst birtist
viðtal við hjónin Sigurð Stefáns-
son og Sigurmundu Eiríksdóttur
um ferðalög þeirra um framandi
slóðir. Sú Ieiðu mistök áttu sér
stað að Sigurmunda var rangfeðr-
uð, hún var sögð Gísladóttir en
hið rétta er að hún er Eiríksdóttir
og biðst blaðamaður velvirðingar
á þessum mistökum. AI
(t
V
Mij Davíðssýninq
G rétu Bepq
í l<a ffih úsinu Hótel Hjalt eqri
opnar lauqardaqinn 5. áqúst.
Sqninqin stendup til 1S. áqúst.
Opið fpá Id. 13-1212 alla d aqa.
Mamingja er a cíqlecíja Davíc$
og glkur meDmgnclum mínum.
J
------------------------------.
Okkar stórglæsilega
17 sorta sveitahlabborð
sunnudag og mánudag frá kl. 15-18
Frítt sund og sauna fyrir kaffigesti
Verið velkomin.
Kjördæmissambands Framsóknarmanna
á Norðurlandi eystra
verður laugardaginn 12. ágúst í Vaglaskógi.
Tjaldað, borðað, sungið, dansað, sofið.
Lamb á gríllinu hjá Valgerði og Iandbúnaðar-
ráðherranum.
Mætum öll í sama stuði og síðast.
Undirbúningsnefnd.
HANDVERK ’95
að Hrafnagili, Eyjafjarðarsveit
Sala og sýning á íslensku
. handverki 10.-13. ágúst
Á einum stað mesta úrval á landmu af ís-
lenskum minjagripum, gjafavörum og nytja-
munum.
Handverksfólk hvaðanæva af landinu sýnir
og selur fjölbreyttar framleiðsluvörur.
Gamlar og nýjar vinnuaðferðir sýndar, s.s.
skógerð, sútun á skinni, meðferð ullar, leir-
munagerð, glervinnsla og fl.
Spuna- og prjónakeppni föstudag-sunndag
kl. 14-17.
Utibásar með heimalöguðu góðgæti, s.s.
sultu, fersku og súrsuðu grænmeti, brauði og
fleiru.
Námskeið og sýnikennsla fyrir handverks-
fólk.
Hestaleiga fyrir börn á öllum aldri föstudag
og laugardag kl. 13- 18.
Stórt veitingatjald með veitingum við allra
hæfi.
Grillveisla föstudags- og laugardagskvöld frá
kl. 18.
Lifandi tónlist.
Opnimartími:
Fimmtudagur
Föstudagur
Laugardagur
Sunnudagur
10. ágúst kl. 16-20
11. ágúst kl. 13-20
12. ágúst kl. 13-20
13. ágúst kl. 13-18