Dagur - 05.08.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 05.08.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 5. ágúst 1995 Lindin sími 461 3008 Þetta er eitthuoð \ fyrirþig Úrval sælkerarétta á kvöldverðarhlaðborði öll laugardagskvöld og sunnudagskvöld frá kl. 19. Miðdegishlaðborð með fjölbreyttur úrvali. Smárétta salöt, grænmetisréttir, heimabakað brauð, hnallþórur og tertur frá kl. 13 á sunnudag. V hotel edda Láttu það eftir þér að líta mn. Hótel EDDA Þelamörk / BAP BPYS SKVÍSUR! í BORGARBÍð UM HEIGINA GETHRÐU FENGIÐ ÞÉR KÖK f BAD BOYS SKVÍSU 0G STðRAN POPP A ÖTRÚLEGU VEROI! WHATCHA GONNA DO ? SKELLTU ÞÉR Á SKVÍSU UM HELGINA BAD boyS Forsýningar Mánudagskvöldið lágúst kl.21:00 & 23:00 MYNDIN ER SÝND SAMTÍMIS í BORGARBÍÓ OG SAMBÍÓUNUM REYKJAVÍK Ljósmyndir fréttaritara 77/ sjós og lands er yfirskrift sýn- ingar á Ijósmyndum fréttaritara Morgunblaðsins sem haldin verð- ur í Café Karolínu á Akureyri dagana 5. til 19. ágúst nk. Sýning- in er liður í Listasumri á Akureyri. Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, efndi til sam- keppni um bestu ljósmyndir fréttaritara blaðsins frá árunum 1993 og 1994. Samkeppnin var haldin í samvinnu við Morgun- blaðið. Blaðið er með tæplega 100 fréttaritara á sínum snærum um allt land og fékk dómnefnd fjölda mynda til skoðunar. Veitt voru verðlaun í tíu efnis- flokkum sem eru: Fréttir, andlit, daglegt líf, atvinnulíf, fólk, íþrótt- ir, spaug , Iaus taumur ímyndunar- aflsins, opinn flokkur og mynd- raðir. Besta mynd keppninnar var talin fréttamynd sem tengist sjó- slysinu í Vöðiavík og nefnist „Frækilegt björgunarafrek". Ljós- myndarinn er Ágúst Blöndal, fréttaritari í Neskaupsstað. Þær ljósmyndir sem fengu verðlaun og sérstakar viðurkenn- ingar, alls 30 myndir, voru settar upp á sýningu með yfirskriftinni „Til sjós og lands“. Sýningin var haldin í anddyri Morgunblaðs- hússins í Reykjavík um miðjan maí og hafa myndirnar síðan verið á hringferð um landið. Sýningin er opin á opnunartíma Café Karolínu að Kaupvangsstræti 23 á Akureyri. Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn: Stærðarbreytmg mý- flugna rannsökuð hvernig stendur á því. Eitt af því sem gefið getur vísbendingar um hvað er á seyði eru breytingar sem verða á líkamsstærð mýflugna milli ára. Spurningin er hvort flugurnar eru stærri eða minni þegar lítið er af mýi. Það er þekkt hjá nánast öllum skordýrum að þau eru stærri eða minni eftir því hvernig skilyrðin eru í uppvextin- um,“ sagði Árni. Rannsóknirnar eru að hans sögn ekki komnar nógu langt til að segja fyrir um hvort flugurnar séu t.d. að jafnaði stærri þegar minna er af þeim, en slíkt virðist vera mismunandi eftir tegundum. Þess má geta að um 40 tegundir mýflugna lifa við Mývatn. í vor töluðu sumir Mývetningar um að bitmýsflugur hafi verið óvenju stórar, en Árni sagði ekki vera búið að mæla það. „Almenna reglan er að flugurnar eru stórar á vorin en minni eftir því sem líður á sumarið. Hér er yfirleitt svokall- aður fyrrivargur og seinnivargur og flugurnar úr seinni göngunni eru miklu minni en þær sem kvikna á vorin. Svo geta líka verið áraskipti af þessu, en heimafólk tekur vissulega eftir þessu að flug- urnar eru misstórar.“ Auk þessarar rannsóknar sagði Árni að líkt og venjulega væru í gangi rannsóknir til að fylgjast með lífríki vatnsins. Fylgst er með fugli, fiski og öllum þeim átuteg- undum sem þessar tejundir lifa á. Almennt séð sagði Arni óhætt að segja að helstu stofnar hafi verið á uppleið, t.d. stærstu fuglastofnar. Talsvert hefur verið af mýi í sum- ar, nú er reyndar hlé eins og vana- Iega á miðju sumri og síðan koma seinni göngurnar í ágúst. Mikið æti hefur verið í vatninu þannig að bæði silungur og andarungar hafa haft nóg að éta, en átuskilyrðin eru að sögn Árna mest ráðandi um það hversu mikið af ungum kemst á legg. HA Dr. Árni Einarsson, líffræðingur við Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn, fékk á dögunum úthlutað 400 þús. kr. styrk úr Vísindasjóði til framhaldsrannsókna á mýflug- um. Nánar tiltekið er um að ræða rannsókn á stærðarbreytingu mý- flugna, en verkefnið var einnig styrkt 1988. Að sögn Árna er um að ræða einn anga af mjög stóru rannsóknarverkefni, en Líffræði- stofnun Háskólans og Náttúru- rannsóknastöðin við Mývatn hafa allt frá árinu 1977 fylgst náið með mýflugunum við Mývatn. „Það verða miklar breytingar á fjölda mýflugna milli ára og við erum að reyna að átta okkur á Fest áfilmu. Mynd: BG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.