Dagur - 05.08.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 05.08.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 5. ágúst 1995 HÓTEL ^LHARPA Kaffiveitingar í fögru umhverfi í Kjarnaskógi miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 14-17. HÓTEL HARPA KJARNALUNDI 1 FRETTIR Iðjufélagar Akureyri og nágrenni Farin verður eins dags skemmtiferð með eldri Iðjufélaga sunnudaginn 27. ágúst. Lagt verður af stað frá Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14 kl. 9 árdegis. Ekið verður um Húnavatnssýslu. Tiikynning um þátttöku þarf að hafa borist til skrifstofu Iðju, sími 462 3621, fyrir 18. ágúst. Ferðanefnd. Til landbúnabar Eigum til afgreibslu: Sláttuvélar. Heyþyrlur. Stjörnumúgavélar. Rúllubindivélar. Pökkunarvélar. Baggagreipar. Baggaplast og bindigarn. Tökum seljanleg tæki upp í ný. Hafib samband vib sölumann okkar sem gefur nánari upplýsingar. BIF5EIÐAVERKSTÆÐIÐ ÞORSHAMAR HF. | Akureyri, sími 462 2700. Riftun samninga hafnarstjórnar við Teiknistofuna Form hf.: Bjarni Reykjalín segist ekki hafa brugðist trúnaði I vikunni var fjallað um uppsögn samninga hafnarstjórnar við Teiknistofuna Form hf., um hönnun á deiliskipulagi vöru- hafnar á Oddeyrartanga. Ástæða uppsagnarinnar er að hafnar- stjórn telur að hönnuðurinn hafí brugðist trúnaði stjórnarinnar með því að taka að sér verk fyrir annan þeirra aðila sem sótt hafa um lóðir á svæðinu, en bæði Eimskipafélag íslands og Flutn- ingamiðstöð Norðurlands hafa sóst eftir aðstöðu á Oddeyrar- tanga. í greinargerð sem Degi hefur borist frá eigendum Teiknistof- unnar Forms hf., Árna Árnasyni, húsgagna- og innanhússarkitekt og Bjama Reykjalín, arkitekt og byggingatæknifræðingi, vegna þessa máls, kemur m.a. fram að fulltrúa hafnarstjórnar hafi verið greint frá því að FMN hafi æskt þess að Form hf., tæki að sér hönnun á vörugeymslu fyrir fyrir- tækið, og hann hafi ekki gert nein- ar athugasemdir þar að lútandi. í greinargerðinni segir: „Bjarni Reykjaiín, arkitekt hefur unnið að skipulagi Akureyrarhafnar allt frá árinu 1980, fyrst sem starfsmaður Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen hf., hér á Akureyri, síðan sem starfsmaður á Arkitektastofu Svans Eiríkssonar og nú síðast sem starfsmaður arkitektastofunn- ar Forms. hf.“ Vinnan við hafnarskipulagið, sem Bjarni hefur tekið þátt í, nær yfir um 14 ára tímabil, þó ekki samfleytt heldur aðallega í þremur Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nudd.pottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080 EKKJi Draupnisgölu 5, 603 Akureyri Sími 462 3002, fax 462 4581 Bænduri Verktakar! Við eigum til ó lager úrval búvéla- og vinnuvéiia- dekkja á hagstæðu verði, beint frá framleiðanda. (ISO 9002 gæðastaðall) &/1LLIANŒ mWm OaUMJaU &JJ/J1 Mcurayri áföngum, en skýrslum var skilað í október 1981, mars 1984 og skýrslu um málið sem styrinn stendur um; deiliskipulag vöru- hafnarinnar, var skilað í mars 1993. „Á þessu tímabili hafa komið upp ýmsar hugmyndir um nýtingu hafnarsvæðisins en segja má að endanlegar tillögur hafi legið fyrir í mars 1993 og voru þær þá efnis- lega samþykktar í hafnarstjórn og hluta af þessari skipulagsvinnu, Fiskihöfnina, var þá þegar búið að samþykkja í bæjarstjórn Akureyr- ar, 24 mars 1992. Deiliskipulags- tiilögurnar hafa verið í umfjöllun hjá embættismönnum bæjarins, nefndum og ráðum síðan 1993 og ekki hlotið endanlega afgreiðslu ennþá. Varðandi ráðstöfun og úthlutun á lóðum á vöruhafnarsvæðinu vilj- um við taka fram eftirfarandi: Teiknistofan lagði fram eftirfar- andi 3 tillögur að lóðaskiptingum á vöruhafnarsvæðinu en í tillögum okkar hefur alltaf verið lögð áhersla á það að endanleg lóðarút- hlutun sé í höndum hafnarstjórnar. Tillaga 1 Komið verði til móts við óskir Eimskips og þeim úthlut- að þeirri lóðarstærð sem þeir óska eftir, en það hefur aftur á móti f för með sér að fleiri aðilar rúmast ekki á svæðinu. Tillaga 2 Svæðinu verði skipt á milli Eimskips og Flutningamið- stöðvar Norðurlands, nokkurn veginn til helminga, en afgangs- svæðið verði þenslusvæði og verði úthlutað til viðkomandi fyrirtækja eftir þróun þeirra og vexti. Tillaga 3 Svæðinu verði skipt milli Eimskips og FMN þannig að heildarstærð Ióðar Eimskips verði rúm 60% af vöruhafnarsvæðinu en stærð lóðar FMN verði tæp 40%. Þess má einnig geta að heiidar- flutningur fyrirtækjanna til sjós og lands var svipaður árið 1994. „í framhaldi af þessu segir í greinar- gerðinni að af þessu megi ljóst vera að ekki sé verið að hygla öðr- um aðilanum, FMN, eins og gefið hafi verið í skyn. í niðurlaginu segir: „Það er [...] ekki rétt að Teiknistofan Form sé byrjuð á hönnunarvinnu á um- ræddri skemmu eins og haft er eft- ir Bimi í greininni [á miðvikudag] og hafa engir hönnunarsamningar verið gerðir. Við viljum einnig taka það skýrt fram að við lögðum mikla áherslu á að leysa þetta ágreiningsmál sem virtist vera í uppsiglingu og voru í því sam- bandi viðraðar ýmsar hugmyndir við formann hafnarstjórnar sem virtist umhugað um að þessi mál yrðu leyst á farsælan hátt fyrir alla aðila. Birni Jósef var síðan greint frá þessum hugmyndum okkar en hann var ekki tilbúinn til að draga tillögu sína til baka. Þegar það lá ljóst fyrir óskuðum við eftir að fá að koma á fund í hafnarstjórn og skýra okkar sjónarmið en þeirri beiðni var einnig synjað. Þessi málsmeðferð kom okkur mjög á óvart þar sem ekki virtist vera áhugi hjá flutningsmanni tillög- unnar að ná farsælli lendingu í þessu máli.“ shv Þórshöfn: Logn, blíða og ferða mannastraumur að glæðast - segir Guðbjörg Guðmundsdóttir, hótelstjóri mikið af ferðafólki þó alltaf sé eitthvað að gera á hótelinu þar sem menn dvelja m.a. vegna við- Það hefur verið frekar dauft með ferðamannastrauminn en hann er að glæðast í góða veðr- inu. Núna er loftslagið hérna eins og langt suður í löndum, alltaf logn og blíðan mikil,“ sagði Guðbjörg Guðmannsdótt- ir, hótelstjóri á Hótel Jórvík á Þórshöfn, aðspurð um ferða- mannastrauminn í sumar. Guðbjörg sagði að kalt hefði verið framan af sumrinu og fáir á ferðinni, þannig að ekki hafi verið gerðarvinnu á staðnum. Guðbjörg sagði að allt gott væri að frétta frá Þórshöfn, þar væri svo fallegt í óvenjumiklu blíðviðri og logni að með ólíkind- um væri hvað skaparinn hefði gert hlutina skemmtilega. Guðbjörg sagði að þessi veðurblíða mætti alveg vara fram undir jól og fólkið ætti það alveg skilið. IM Siglufjöröur: Framkvæmdir við nýja löndunarbryggju Framkvæmdir við nýja löndun- arbryggju á Sigluflrði eru nú í fullum gangi. Nú þegar er lokið við að keyra fyllingu í hafnar- svæðið en um 7.900 rúmmetrar af efni fóru í það verk. Áætlað er að verkinu verði lokið eigi síðar en 15. desember nk. Bryggjan sem um ræðir verður staðsett framan við athafnarsvæði SR- mjöls hf. og verður framtíðar- löndunarbryggja SR-mjöls. Sigurður Hlöðversson, bæjar- verkfræðingur, telur ennfremur líklegt að bryggjan komi til með að verða löndunarbryggja fyrir þær tvær rækjuverksmiðjur sem í bænum eru, Pólar og Þormóður Rammi. Hingað til hafa þessar verksmiðjur þurft að landa sínum afla á togarabryggjunni og aka honum á bílum gegnum miðjan bæinn. Með tilkomu hinnar nýju bryggju verða þeir flutningar úr sögunni og ætla má að flestir bæj- arbúar fagni því. GH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.