Dagur - 05.08.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 05.08.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. ágúst 1995 - DAGUR - 7 ..brúkuðu kjaft og voru barðír í staðinn“ í gær hélt Erlingur Pálmason yfir- lögregluþjónn á Akureyri upp á sjötíu ára afmæli sitt ásamt konu sinni Fjólu Þorbergsdóttur í Odd- fellowhúsinu að viðstöddum fjölda vina og ættingja. En gær- dagurinn var ekki síður merkileg- ur fyrir þær sakir að þá lét Erling- ur formlega af störfum sem yfir- lögregluþjónn eftir 47 ára starf. í tilefni af þessum merku tímamót- um hittu blaðamaður og Ijós- myndari Dags Erlíng að máli í notalegri íbúð þeirra hjóna við Lindarsíðu í Glerárhverfi. „Ég er fæddur að Hofi í Hörg- árdal þann 4. ágúst 1925 en faðir minn lést þegar ég var á þriðja aldursári og þá fór ég á bæinn Þrastarhól þar sem Þórhallur Ás- grímsson bjó. Þar ólst ég upp til 16 ára aldurs en þá fór ég að vinna í síld á Hjalteyri. Þar var ég þrjár vertíðir jafnframt því að vinna við húsbyggingar í sveitinni en menn voru þá í óðaönn að flytja úr torf- bæjum í stein- eða timburhús." - Hvenær kviknaði áhugi þinn á lögreglustarfinu? „Ég veit nú ekki hvort hann hefur nokkurn tíma kviknað en það var 1. maí árið 1948 sem ég gekk í lögregluna og þar hef ég verið síðan, í 47 ár.“ - Kom eitthvert annað starf til greina? „Jú, mér flaug í hug að fara í leigubílaakstur en það datt upp fyrir þegar ég sótti um hjá lögregl- unni.“ - Hvar var lögreglan til húsa þegar þú hófst störf? „Þá stóð lögreglustöðin við Glerárgötu en áður hafði stöðin staðið inni í bæ, nánar tiltekið í Lækjargili. En svo fór nú að Ást- ar-Brandur kveikti í stöðinni. Hann var flækingur sem fór hér um sveitir, hljóp raunar mest. Hann hafði verið settur inn fullur og tókst þá að brenna ofan af sér kofann.“ - Hefurðu sótt þér einhverja sérstaka menntun tengda lögreglu- starfinu? „Ég fór náttúrulega í Lögreglu- skóla ríkisins en ég fór í hann 1961 og það tók nú eiginlega bara hálft ár. Námið var þá í rauninni eins og í dag að fyrst fóru menn á það sem kallað er haustönn, frá september til áramóta, og árið eft- ir var farið á seinni önnina sem einnig stóð yfir fyrri part vetrar. Annars hefur Lögregluskólinn varla starfað síðustu árin vegna þess að það hefur ekki verið bætt við mönnum. Hins vegar hafa ver- ið sett upp ýmis endurmenntunar- námskeið fyrir eldri lögreglu- þjóna.“ - Hvernig hefur svo ferill þinn innan lögreglunnar verið? „Ég byrjaði sem óbreyttur lög- regluþjónn árið 1948 og eftir að ég hafði Iokið Lögregluskólanum vorum við tveir, ég og Kjartan Sigurðsson sem í skólanum vor- um, gerðir að varðstjórum 1961 og það eru fyrstu yfirmennirnir fyrir utan yfirlögregluþjóninn. Ég starfaði síðan sem varðstjóri alveg til áramóta 1981 þegar ég var gerður að yfirlögregluþjóni og sem yfirlögregluþjónn starfaði ég þangað til í gær. Menn voru fullir þá eins og núna - Hvernig var tækjabúnaður þegar þú byrjaðir? Var hann ekki af skornum skammti? „Jú, við höfðum bíl sem skilinn var eftir af setuliðinu, Dodge Weapon, en hann var nú hálfgert skrapatól og meðal annars kom fyrir að maður hélt á stýrinu en þá var bara að setja það aftur á sinn stað í rólegheitum og beygja ef með þurfti. Annar tækjabúnaður var nú einfaldlega bara handjárn og kylfa.“ - í hverju fólust störf ykkar að- allega í þessa daga? „Menn voru fullir þá eins og núna en bara miklu fyllri, drukku sjaldan en drukku vel. Það var yfirleitt þannig að ef maður þurfti að taka menn fasta þá lenti maður í áflogum, menn sýndu eins mik- inn mótþróa og þeir mögulega gátu. En á endanum var þeim komið fyrir í einhverjum af þeim þremur klefum sem til staðar voru í þá daga.“ - Var þá ekki oft þröngt um menn í fangaklefunum, t.d. um helgar? „Jú, náttúrulega og stundum tvíhlaðið í klefana ef svo bar und- ir. Þegar byrjað var að renna af mönnum var þeim oft hleypt út til að víkja fyrir þeim sem fyllri voru. Svo var þarna sjúkrakarfa með rimlum í kring, svolítið há, og það var upplagt að leggja þá í körfuna sem voru u.þ.b. að gefa upp öndina vegna drykkju og reima yfir.“ - Hvað er þér eftirminnilegast frá upphafsárum þínum í lögregl- unni? „Ætli það sé ekki fyrsti maður- inn sem ég handtók ásamt Gísla Ólafssyni. Maðurinn sem við tók- um var kallaður Steini einhenti. Það fór töluvert fyrir Steina þess- um þegar hann var kominn í það og þurfti oft að hafa afskipti af honum. Hann reið oft fullur um bæinn á hesti og stundum kom hann ríðandi að glugganum á lög- reglustöðinni og jós yfir okkur óbótum og skömmum en reið svo vanalega í burtu þegar við komum út. Á lögreglustöðinni voru bak- dyr og við fórum stundum út bak- dyramegin og komum aftan að honum og tókum hann, þar sem hann sat á klárnum framan við gluggann og reif kjaft við þá sem þar voru. Hann slapp því ekki allt- af „billega", blessaður karlinn. Gegnum árin voru nú ekki miklar breytingar á aðbúnaði okk- ar. Plássið á stöðinni við Glerár- götu var lítið, ein afgreiðsla og eitt skýrsluherbergi innan við. Þetta var nú allt og sumt fyrir utan klef- ana þrjá. Það voru nú ekki miklar breytingar fyrr en flutt var upp í Þórunnarstræti árið 1968. Það var ansi mikil breyting. - Var miklum mannskap bætt við samfara flutningunum? „Nei, fyrsta fjölgunin var árið 1950. Þá komu tveir og við vorum þar með orðnir tíu í liðinu. Næstu árin var svo bara bætt við einum og einum í einu þannig að þróunin hefur átt sér stað á löngum tíma.“ Ekki þurft að kljást mikið við fíkniefni - Hvað með störf lögreglunnar, hafa þau breyst mikið gegnum ár- in? „Jú, það hefur náttúrulega orð- ið mikil breyting frá þessum eina bfl sem við höfðum á sínum tíma og til þeirra fimm sem við höfum í dag. Éftirlit á vegum hefur aukist mikið og segja má að dagsdaglega Ífft Erlingur viröulegur í „úníformin- um“ enda nýorðinn varöstjóri. Myndin er tekin einhvern tímann á árinu 1962. fari mestur tími í að fylgjast með og stjórna umferðinni þó svo að ekki þurfi lengur að stjórna henni með umferðarkylfum á mestu álagstímunum eins og áður fyrr. Um helgar eru það hinsvegar fyllibytturnar sem taka mestan tímann frá lögreglunni. Það er yfirleitt fremur rólegt hér á Akur- eyri og þannig held ég að þetta sé ágætis bær. Og við höfum bless- unarlega ekki þurft að kljást mikið við fíkniefni." - En nú hefur oft verið talað um að glæpir í dag séu orðnir mun harðari en áður fyrr. Ertu sammála því? „Já, ég býst nú við því, þó svo að við höfum ekki fundið mikið fyrir því hérna. Þetta er nú meira fyrir sunnan." - Nú hafa utanaðkomandi oft gert mikið grín að því að þegar eitthvað fer úrskeiðis, t.d. framin mikil skemmdarverk í bænum, að skuldinni sé oftar en ekki skellt á aðkomumenn. Er þetta raunin? „Það getur verið að frekar sé sagt frá því í fréttum ef utanbæjar- menn gera eitthvað af sér. Reynd- ar er nú oft svo að það þarf að hafa afskipti af þeim sem eiga hér leið um. í gamla daga gerðist hinsvegar oft að Akureyringar voru svona að hreinsa aðeins til í bænum endrum og eins, tóku sig til og börðu aðkomumennina. Sunnanmenn voru þá oft á tíðum mjög miklir menn þegar þeir komu til bæjarins, brúkuðu kjaft og voru barðir í staðinn.“ - Ef þú værir ungur maður í dag, heldurðu að þú myndir leggja sama starfið fyrir þig? „Já, ég býst við því að eftir þessi 47 ár mín í lögreglunni geti ég ekki sagt annað en að ég sé sáttur við það starf sem ég hef valið mér.“ - Hvað finnst þér standa uppúr eftir öll þessi ár? „Ja, það er nú ekkert sérstakt, kannski helst mannskapurinn sem ég hef unnið með.“ - Hvað með samskiptin við borgarana, hafa þau verið góð? „Já, ætl' megi ekki segja það. Menn hafa þó oft komið upp á stöð og viljað jafna hlut sinn þar sem þeim finnst þeir hafa verið beittir misrétti.“ Verða að skilja milli heimilis og vinnustaðar - Er starf lögreglunnar ekki oft á tíðum erfitt, ekki síst andlega? „Jú, starfið getur verið það. Náttúrulega eru ýmis verk sem þarf að vinna þó ekki séu þau mjög skemmtileg. Þetta á t.d. við þegar menn þurfa að meðhöndla sjórekin lík. Það er mjög ógeðfellt og líkin yfirleitt mjög illa farin og fylgir þeim sterk og vond lykt. Ég hef nokkrum sinnum lent í því gegnum árin. Einnig getur að- koma að slysum verið ansi ömur- leg en menn verða einfaldlega að reyna að skilja milli heimilis og vinnustaðar þó svo að oft á tíðum geti það reynst erfitt. Svo getur vaktavinnan oft verið þreytandi og ekki hvað síst þegar menn eldast. Það geta ekki aliir farið að sofa kl. 6 á morgnana eftir að hafa vakað alla nóttina. Eins brenglast oft tímaskyn og annað þegar menn skipta af kvöldvakt og yfir á dag- vakt.“ - Hvaða kostum þurfa menn að vera búnir til að geta orðið góðir lögregluþjónar? „Ja, það er náttúrulega frum- skilyrði að menn séu með hreint sakavottorð. Síðan er ákveðin Iág- markshæð, 1,76 cm hjá körlum en 1,72 hjá konum og menn þurfa jú að vera í sæmilegu formi svo þeir líti þokkalega út þegar þeir eru komnir í „úniforminn.“ Það verð- ur síðan að koma í Ijós þegar menn eru byrjaðir að vinna hvort þeir eru starfinu vaxnir en það finna menn auðvitað best út sjálf- ir.“ - Hvað tekur svo við hjá þér núna, hvað hyggstu taka þér fyrir hendur í frístundunum? „Ja, ég fæ nú ekki annað séð en að þetta verði eintómar frístundir en helst vildi ég geta komist eitt- hvað út í sveit af og til. Slíkt verð- ur bara að koma í ljós.“ GH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.